Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 5
MTOVIKUDAGUR 19. jauúar 1972 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Hjónin voru að koma úr Þórsmerkurferð með Ferðafé- laginu. — Nú neyðist ég til þess að fara fram á skilnað vfö þig, María mín, sagði eiginmaður- Snn. — Nú hvers vegna, góði minn. Hef ég ekki reynzt þér góð kona, og við nöggum ekki mjög oft. — Jú, en ég uni því ekki lengur að hlusta á tuttugu karl- menn í einum bíl syngja í sí- fellu, að þeir ætli að sofa hjá þér. — Pabbi, á ég að §egja þér frá fyrstu ökuferðinni minni núna, eða viltu heldur lesa uim hana í blaðinu á morgun? — Já, ég er búinn að trckkja klukkuna og setja köttinn út. Bretinn: Ríkharður konungur sló á öxl forföður míns og gerði hann að riddara. Bandaríkjamaðurinn: — Og Sitjandi Tuddi sló forföður minn í höfuðið og gerði hann að engli. — Byggingar eru ekki leng- ur eins og þær voru í gamla daga. Ég var bara að reyna að höggva stafina mína í vegg- inn. Málamiðlun er listin að skipta köku þannig, að öllum finnist þeir hafa stærstu sneiðina. Það var ákaflega róman- tískt. Hann bað hennar í bíln- um og hún játaðist honurn á sjúkrahúsinu. Maður giftir sig til að forð- ast einmanaleikann, en lendir þá bara í tómleikanum. — Af hverju hlaupa iuenn» irnir svona? — Þeir eru að keppa. — Hvers vegna? — Sá fyrsti fær verðlaun. — En númer tvö? Fær hann ekki eitthvað? — Nei. — Því í ósköpunum er hann þá að hlaupa líka? Mig vantar einkaritara, sem lítur út eins og ung stúlka, hagar sér eins og dama, hugsar eins og karlmaður og vinnur eins og skepna. DEIMNI Halló hr. Wilson. Ég lét mig týnast, cins og þú sagðir incr DÆMALAUSla«gcra ISPEGLI Margrét prinsessa, sinn var kölluð ein leguptu konum heims, ef það varla lengur.-Það er einhvern- veginn orðið allt .of .jvikið af, henni. Ilún var áður grönn og kvenleg, en nú er hún nánast ,,júferta“ sem greinilega á bágt með að finna sjálfa sig, sérstak- lega hvað snertir klæðnaðinn. Hér er það greinilegt, þar sem hún er með manni sínum og börnum á leið tii Sardiníu í frí. Veslings konan er afar — ★ — ★— Ingemar Johanson, 39 ára og fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur nú innrétt- að Bingó-sal. mikinn í Tivoli Costa del Sol í Torremolinos. Auðvitað heitir staðurinn Ingo- Bingo og Ingó, sem um nokk- urra ára skeið hefur búið í Sviss vegna skattanna, hefur nú ákveðið að flýtja til Spánar og setiast þar að. — ★ —★- Höfundur sjónvarpssögunnar um Ashton-fjölskylduna, sem úð verðum nú aðnjótandi, heitir John Finch og er 46 ára. Hann segist hafa skrifað aila söguna upp úr bréfum þeim, sem móð- ir hans sendi honum í stríðinu, en þá var hann sjómaður. Móð irin var verkakona í náma- hverfi Yorkshire og hún skrif- aðj syni sínum vikulega. Allar petsónur Ashton-fjólskyldunnar eru til orðnar úr þeim mann- eskjum, sem móðirin sagði frá í bréfum sínum. — ★ — ★ — Heyrzt hefur að Yul Brynn er hinn sköllótti, sem nú er 51 árs, hafi nýlega kvænzt í þriðja sinn. Nýja konan heitir Jacqueline de Croisset, er 38 ára og frönsk. óánægð yfir þvl að geta ekki farið með siigur af hólimi yfir Frank Sinatra hefur nú kvatt skemmtiiönaðinn, en i staðinn er dóttir hans Tina, sem er 22 ára, að vekja á sér athygli. Hún hefur leikið í kvikmynd, sem bráðlega verður fnífnsýnd og meðleikarar hennar eru ekki minna fólk en Jc-anne Moreau og Jean Loius Trintigant. Þar fyrir utan er Tina ástfangin af Robert Wagner, fertugum starfs bróður sínum, sem áður heíur kílóunum eftir margra ára bar- áttu. verið kvæntur þeim Nathalie Wood og Marion Marshall. Fað- ir Tinu er ekki ýkja hrifinn af sambandinu. Sjálfur hefur hann slæma reynslu af mörgum hjóna böndum og auk Þess veit hann líklega hvað hann er að segja, þegar hann talar um að of mik- ill aldursmunur sé óheppilegur. Á myndinni sjást þau Tina og Robert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.