Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 7
ÍIÐVIKUDAGUR 19. janúar 1972 TIMINN ■ WHt Margrét drottning veifar hanzkakiæddri hond til mannfjöidans viS Amalienborg á laugardaginn. Milljónir manna geta fylgzt SB; NTB, þriðjudag. Útför Friðriks Danakouungs fer fram frá Roskilde-dómkirkju á mánudaginn ,að viðstöddum flest- um þjóðhöfðingjum Evrópu og hundruðum fréttamanna víðs veg- ar að. Margar milljónir manna geta fylgzt með, útförinni um leið og hún fer fram, í sjónvarpi. Þao var hugmynd Ingiríðar drottningar ,að komið yrði upp biðstöð fyrir fréttamenn á Royal Hótel og upplýsingamiðstöð í Amalienborg, þaðan sem allar upplýsingar um undirbúning út- fararinnar eru jafnóðum sendar fjölmiðlum. 200—300 erlendir fréttamenn eru væntanlegir til að fylgjast mcð útföjrinni sjálfri og er talið að helmingur þeirra sé frá liinum Norðurlöndunum. Friðrik IX verður jarðsettur í norðvesturhorni kirkjunnar, þar sem fyrir hvila forfeður hans. En nokkur vandi er nú fyrir hönd- um, því ákaflega þröngt er orðið þarna og í fyrstunni verður kist- an látin standa á miðju gólfi, sveipuð danska fánanum. Þannig stóð kista föður hans í mörg ár og var allan tímann þakin blóm- um. En hvar kistan verður endan lega sett, er vandamál. Ekki er mögulegt að bvggja fleiri kapell- ur við kirkjuna og af mörgum ástæðum þykir það ekki æskilegt. Húsnæðisskipti Að nokkrum tíma liðnum munu drottningarnar Margrét og Ingi- ríður skipta um bústað, því bú- staður Margrétar Kristjáns IX- höll, sem var nægilega stór fyrir krónprinsessu og fjölskyldu, er ekki nógu stór fyrir drottningu, sem hefur mörgum opinberum skyldum að gegna. Fredensborgar höll og Grásteinshöll verða nú undir yfirráðum Margrétar drottn ingar. Aðeins Marlesisborgarhöll og veiðihúsið í Trent voru eign- ir Friðriks IX persónulega. Benedikta leysir af Krónprins Dana nú er hálfs fjórða árs og heitir eins og flest- ir vita, Friðrik, en auk þess André, Henrik, Kristján. Bróðir hans Jóakim prins er hálfs þriðja árs og næstur í röðinni að erfða- rétti . En það verður Benedikta prin- sessa, sem verður þjóðhöfðingi Danmerkur, ef Margrét veikist eða fcr í ferðalög, allt þar til Friðrik prins nær 18 ára aldri og tekur sæti í ríkisráðinu. Nato býður 12 miKj. Fastaráð Nato gekk í dag frá tilboði til Möltu, og hljóðar það upp á 12 milljónir punda i greiðslu fyrir herstöðvarnar á eynni. Mintoff vill fá 18 milljónir punda, en svars frá honum við nýja tilboðinu er ekki að vænta fyrr en eftir fund þeirra Carringtons lávarð- ar í Róm í dag. Salt-viðræður áfram Salt-viðræðunum í Vínarborg verður haldið áfram, þótt sam komulag kunni að nást í ná- inni framtíð, var upplýst í Vín í gær. Báðir aðilar von- ast til að samkomulag takist áður en Nixon fer til Moskvu. en slikur sáttmáli yrði ekki nægilega umfangsmikill og því verður að halda viðræðum áfram. Rahman afþakkar Mujibur Rahman, forsætis- ráðherra Bangladesh, afþakk- aði í gær tilboðið frá Bhutto, forseta Pakistan, upi að Muji- bur gæti fengið að vera for- seti alls Pakistan. — Ég hef engan áhuga á að stjóma í Pakistan sagði hann — og auk þess kom tilboðið 10 mánuð- um of seint. •Holo-t Brezka stjórnin hugsar Brezka stjórnin veltir því nú mikið fyrir sér, að viðurkenna Bangladesh og sagði sir Alec, utanríkisráðherra í gær. að yfirlýsing um málið mundi birt í náinni framtíð. Á meðan hef ur stjórnin ákveðið að senda 1 miilj. punda til viðbótar til hjálpar í Bangladesh. Áður hafa verið sendar tvær millj. punda. Stúdentaóeirðir í Madrid Ríðandi lögregla var í fyrri- nótt í öllum herklæðum við háskólana þrjá í Madrid til að koma í veg fyrir að óeirðirnar, sem brutust út þar í fyrradag, blossuðu upp á ný. 100 stúdent ar voru handteknir og eru þetta taldar mestu óeirðir sem orðið hafa í Madriú i einu ári. í gær urðu síðan átök milli lögreglu og stúdenta og voru margir stúdentar handteknir. Rússar í landhelgi USA Tveir sovézkir togarar voru teknir að ólöglegum veiðum i bandariskri landhelgi í gær. Rússarnir reyndu að stinga af, en strandgæzlan náði þeim ^it ir tveggja tíma eltingarleik. Tók hún annan togarann í tog, en skipstjóra hins í varðhald í strandgæzlubát. Sadat yngir ráSherra Sadat Egyptalandsforseti tók í gær 32 meðlimi stjórnar Egyptalands í eið. Hann skip- aði nýja stjórn, af þvi að hann óskaði þess, að yngri ráðherr- ar gætu hjálpað honum að undirbúa „hið óhjákvæmilega stríð“ við ísraeL Grikkir kaupa frönsk vopn Yfirmaður gríska flughers- ins kom á mánudaginn til Par- ísar í því skyni að semja uim kaup á fi’önskum. vopnurn, að boði frönsku stjómarinnar. Frakkar hafa undanfarið boðið fjöldamörgum löndum að koma og líta á vopnin og bafa marg- ir þegið boðið. Gert er ráð fyr- ir að vopnasala Frakká aukist mikið á árinu.' Uppreisn æru Stjórn Bangladesh hefur til- kynnt., að allar þær 200 þús- und konur, sem V-Pakistansk- ir hermenn nauðguðu í bardög- ununi i landinu í fyrra, skuli nú vera þjóðarhetjur. Stjóm- in ákvað þetta vegna þess að alheknsráð kirkjunnar liafði miklar áhyggjur af þessum kon um. Múhameðstrúairmerm vest- ur þar eru ekkert góðir við svívirtar konur. Auglýsið í Tímanum BÍLASKOÐUN & STILLIN6 Skúlagötu 32 LJÓSASTILLINGAR HJÚLÁSTILLINGAR MÚTORSTILLINGAR LátiS stilla í tíma.£ 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-100 VERZLUNARFOLK VERZLUNARFÓLK Að gefnu tilefni vill Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vekja athygli afgreiðslufólks á því, að ef frí vegna vinnu á laugar- dögum er minna en einn heill dagur, skal það frí vera samfellt helgarfrþ þ.e. eigi skemmra en til kl. 13,00 á mánudögum. Sérstaklega skal bent á, að skv. 7. gr. kjarasamnings V.R.- skal dagvinnutími hefjast kl. 9 að morgni eða að einhverju leyti fyrr. Sú eina undantekning, sem heimilar að vinna hefjist eftir kl. 9 að morgni, er bundin við kl. 13,00 á mánudögum. Óheimilt er að láta vinnu hefjast seinna en kl. 9 að morgni aðra daga vikunnar. Sérstök athygli skal vakin á því, að dagvinnu lýkur eigi síðar en kl. 18-00 á föstudögum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.