Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 16
 Pimratudagur 20. janúar 1972 komulag um skatta Yzt er mynd af myndastyttunni. Efst er Páli Líndal að afhenda málverkið, og á myndinni er Geir Hallgrímsson ásamt sveitastjórnamönnum, en hann afhenti baekurnar sem eru í efstu hillunni .Hér fyrir ofan er Jóna s Kristjánsson forstöðumaður og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra ásamt hjónunum Þorsteirri M. Jónssyni og Sigurjónu Jakobsdóttur. (Tímamynd Gunnar) Árni Magnússon kominn í Handritastofnun Éslands Málverk af honum var meðal margra gjafa, sem afhentar voru í gær EB—ReykjaVlk, miðvikudag. Handritastofnun íslands fékk í dag að gjöf frá Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaiga, málverk af Árna Magnússyni, sem gert er eft- ir frummynd eftir séra Hjalta Þorsteinsson £ Vatnsfirði, en sú mynd er í Konunglega bókasafn- inu í Kaupmannahöfn, og er tal- in eina frummyndin, sem gerð hef- ur verið af Ama Maignússyni, Aa;ge Nielsen Edwin gerði eftir- myndina, en hann er búsettur hér á landi. Þá var Handritastofuninni af- hent í dag formlega bókaflokk- urinn „Heilaigra manna sögur“ sem f jallar um dýrlinga í kaþólskri trú. Sem kumnugt er gefur Reykja víkurborg þessar bækur, og var Handritastofuninni tilkynnt um þessa gjöf við komu handritanna í vor. Geir Hallgrímsson, bongar- stjóri, afhenti gjöfina og gat þess við það tilefni, að þessar bækur hefðu verið ofarlega á óskalista Handritastofnunarinnar. Ennfrem- Málverkið af Árna Magnússynl ur var Handritastofuninni afhent formlega í dag, myndastytta eftir Guðmund Einarsson í Miðdal, en það er igjöf frá 16 landssaimtök- um. • í þakkarræðu sem Jónas Krist- jánsson, forstjóri Handritastofn- unarinnar, flutti vogna þessara gjafa kom fram að Handritastofn- unin hefur nú einnig fengið að gjöf bókasafn Þorstéins M. Jóns- sonar, fyrrverandi skólastjóra, og eiiginkonu hans Sigurjónu Jakobs dóttur, en það bókasafn mun vera hið stærsta í einkaeign hér á landi. Hefur ríkissjóður ke ypt bókasafn ið, en hjónin svo gefið Handrita- stofnuninni lielming kaupverðs þess. Hluta bókasafnsins hefur þegar vedð komið fyrir í Hand- ritastofnuninni. Við afhendingu þessara gjafa voru m.a. viðstödd í dag Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráð- Brotsjór reif funninguna og sópaði öHu af þiifarinu á Gunnari frá Reyðarfirði, sem lá við Langanes herra, sveitarstjórnarmcnn og Framhald á bls. 14. — og fulltrúafundur sveitarfélaga því fram- lengdur. EJ-Reykjavík, miðvikudag. Fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga, sem ljúka átti í dag, var framlengdur til morg- uns. Ástæðan mun vera ósamkomu lag um skattamálin, sem eru höfuðmál þessa fundar. Fundurinn afgreiddi í dag til- lögur um nokkur önnur efni. M.a. lýsti fundurinn „ánægju sinni með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að löggæzlukostnaði verði létt af sveitarfélögum og væntir þess, að fullt samráð verði haft við stjórn sambandsins og viðkomandi sveit arfélög um yfirtöku þessa verk- efnis í sambandi við sameiginleg- ar eignir“. Þá var bent á það í áætlun að áætlaður kostnaður sveitarfélaga vegna nauðsynlegra umbóta á næsta umhverfi fiskvinnslustöðva sé 500—-750 milljónir, og eigi um bótunum að vera lokið 1974. Er talið nauðsynlegt. að til að að- stoða sveitarfélögin verði Lána- sjóði sveitarfélaga útvegað sér- stakt fjármagn í þessum tilgangi, og verði það allt að 400 milljónir króna í ár og á næstu tveimur árum. Ungt fólk ræíir framtíð Glaumbæjar F.U.F. í Reykjavík efnir til fundar að Hótel Sögu næstkomandi miðvikudagskvöld. EB-Reykjavík, miðvikudag. Stjórn Félags ungra Framsókn armanna í Reykjavík ákvað á fundi sínum 17. janúar s.l., að efna til fundar með ungu fólki í borginni um framtíð veitinga- hússins Glaumbæjar, en eins og kunnugt er, þá er mikill áhugi meðal ungs fólks í Reykjavík um það, að Glaumbær verði endur- reistur eftir brunann, sem varð í desember s.l. Skrifuðu 2 þúsund ungmenni undir áskorunarskjal, þar sem skorað var á eigendur Glaumbæj- ar, Framsóknarfélögin í Reykja- vík ,að endurreisa Glaumbæ. FUF, sem er einn af eigend- um Glaumbæjar hefur áhuga á Framhald á bls. 14. Kópavogur Fundur verður haldinn í Framsóknarfélagi Kópavogs mánu- daginn 24. janúar kl. 21 að Neðstutröð 4. Fundarefni: Húsnæðismálin. Stjórnin. ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. VélskipiB Gunnar frá Reyðar- firði fékk á sig brotsjó í nótt, þar sem það lá í vari 2 sjómílur und- an Lambeyri á Langanesi. Brot- sjórinn reif lunninguna lausa á 4 metra kafla og stultur, sem halda lunningunni uppi og ganga niður í skipið, losnuðu, og við það komst smáleki að skipinu. Sjór komst niður í lestina og einn tankinn í vélarrúminu. Jónas Jónsson, skipstjóri á Gunnari sagði í viðtali við Tímann í kvöld, að þeir hefðu verið rétt byrjaðir línutúr. Vifð vorum bún- ir að vera rúman sólarhring úti, en höfðum ekkert getað aðhafzt vegna brælu. í gær lónuðum við uppundir Lambeyri á Langanesi og létum reka þar þegar ólagið skall yfir. Þá var haugasjór og 10—12 vindstig, sagði Jónas. Jónas sagði, að fyrir utan þær skemmdir som skipið hlaut, þá hefði ,allt lnuslegt sópazt út af dekkinu, til dæmis sópuðust 20 línubalar út, en sem betur fer þá voru þeir allir tómir, þá brotnuðu uppstillingarfjalir og annað tré- verk, sem var á dekkinu. Gunnar lagði af stað til Reyðar- fjarðar strax eftir óhappið og kom hann þangað seinni hluta dags í dag.' Tjónið. sem af þessu hlauzt er ansi mikið og taka mun tölu- verðan tíma a® gera við skipið. Gunnar er 249 rúmlestir að stærð. Félagsmálaskólinn Fundur að Hringbraut 30, mánudaginn 24. janúar kl. 20,30. Dr. Ólafur Ragnar Grímsson lektor flytur framsöguerindi um íslenzka stjórnmálaflokka og svarar fyrirspurnum um efnið á eftir. Allt áhugafólk velkomið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.