Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 1
SeNDIBÍLASTÖÐINHf * * * * MFTÆKJADEILD, HAFNAnSTHÆTI 23, SlMI 183ÍS ijf. 16. tbl. Föstudagur 21. janúar 1972 — 56. árg. Aflinn 53 þús. lestum minni 1971 ÞÓ—Reykjavík. Samkvæmt áætlun, sem Fiski- félag íslands hefur gert og er byggð á upplýsingum trúnaðar- manna og mati starfsmanna félags- ins, hefur heildarafli landsmanna á árinu 1971 orðið 679 þús. lestir á móti 732 þús. lesta á árinu 1970. Heildaraflinn hefur því minnkað um 53 þús. lestir á síðasta ári. Sem fyrr er bátaaflinn veiga- mestur liðurinn, bátaaf linn á árinu varð 348.0 Þús. lestir á móti 395.8 þús. lestum 1970. Togaraaflinn á árinu varð 71.6 þús. lestir á móti 79.9 þús. lesitum 1970. Samtals varð því báta- og togaraafli 419.6 þús. lestir á árinu á móti 475.7 þús. lest um 1970. Annars er skiptingin á aflanum þessar: tölur frá 1970 innan sviga. SÍld 61.0 þús. lestir (50.7 þús.), loðna 182 þús. lestir (191.7 þús. lestir), rækja 6.0 þús. lestir (4.5 þús. lestir), humar 4.6 þús. lestir (4.0 þús), hörpudiskur 3.2 þús. lestir (2.4 þús.) og hrognkelsi 3.0 Þús. lestir (3.7 þús lestir). Af þessum tölum má sjá, að afla aukning hefur átt sér stað á verð- mætasta fiskinum t.d. hefur rækju aflinn aukizt um 1500 lestir, hörpu disksaflinn um 800 lestír, humar- aflinn um 600 lestir og síldarafl- inn hefur aukizt um tæpar eitt þúsund lestir og er það mest sú mikla aflaaukning, sem varð hjá Norðursjávarbátunum. Loðnubátar miði m ÞÓ-Reykjavík. Loðnan virðist nú vera komin á stórt svæði fyrir Austur- og Suðurlandi. f gær fann leitarskip ið Árni Friðriksson talsvert magn af loðnu út af Hálsunum, en þeir eru 15 mílur fyrir vestan Horna- fjörð og á svæðinu frá Hálsum og austur í Lónsbugt hefur alls staðar lóðað á loðnu. Jakob Jakobsson. leiðangurs- stjóri á Árna Friðrikssyni sagði í viðtali við blaðið. að sem stæði, þá væru þeir að leita á Lónsbugt, en þar væri hvað bezta veðrið þéssa stundina. í Lóns- bugt hefur lóðað á ræmur, en ekki torfur og sagði Jakob að ekki væri gott að segja til um hvað kæmi út úr þeim ef kastað yrði. Fyrsti loðnubáturinn Hilm- ir frá Fáskrúðsfirði, var væntan- legur á miðin síðdegis og vitað var um nokkra báta, sem eru lagðir af stað, eða væru að leggja af stað á miðin. Loðnan, sem fundizt hefur í dag, hefur mest megnis verið á 14 faðma dýpi. Fulltrúafundur sveitarfélaga um tekjustofnafrumvarpið: Þýðingarmikil spor í rétta átt I gæmorgun samþykkti fulltrúa- fundur Sambands ísl. sveitarfélaga ályktun um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem lagt hefur verið frani á Alþingi. í ályktuninni segir að með frum- varpinu séu „í höfuðatriðuim stig- in þýðingarmikil spor í rétta átt". Og ennfreimur: Á frumvarpinu eru anmmarkar, sem þó má telja víst að unnt sé að bæta úr, án þess að það grundvallarkerfi sem fruim varpið byggist á, riðlist. Hér á eftir fer inngangur álykt unar fulltrúafundarins, en sleppt er athugasemdum sem gerðar voru við firumvarpið, og eru frekar „fag legs" eðlis. „Fulltrúaráð Sambands íslenzkra sveitarfélaga telur, að með frum- varpi því til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, sé í höfuðatriðum stig- in þýðinigairmikil spor í rétta átt. Frumvarpið felur í sér mikilvæga einföldun á samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Stefnt virðist að ein faldara og virkara skattakerfi, tekjustofnar sveitarfélaga eru ekki eins háðir hagsveifluim og verið hefur, og ríkið tekur að mestu að sér hina félagslegu þætti skatt lagningar. Hinsvegar er ljóst, að á frumvarpinu eru annimarkar, sem þó má ielja víst, að unnt sé að bæta úr, án þess að það grund vallarkerfi, sem frurmvarpið er byggt á, riðlist. Fulltrúaráðið tclur, að tekjustofna kerfi það, sem í frumvarpinu felst, gefi alls ekki nægilegt svigrúm til tekjuöflunar. Miðað við svip- aða nýtingu tekjustofna sveitar- félaga og á síðasta ári virðist — samkvæmt upplýsingum Ef nahags- stofnunarinnar og fleiri aðila ; vanta talsvert til að heildartekj- ur sveitarfélaga verði þær sömu samkvæmt lagafrumvarpinu á þessu ári og þær hefðu orðið sam- kvæmt gildandi löguim og álagn- ingarreglum sveitarfélaga á síðasta ári, og er þá tekið fullt tillit til lækkunar útgjalda sveitarfélaiga. Ljóst er, að tekjustofnar sam- kvæmt frumvarpinu i'ullnægja tekjuþörf margira sveitarfélaga sérstaklega sveitahreppa. Hins- vegar er ljóst, að mörg þéttbýlis- sveitarfélög verða að nýta alla tekjuöflunarmöguleika með öllum álagsheimildum, sem frumvarp- ið felur í sér, eigi þau að ná sömu eða svipuðum tekjum og þau hefðu náð samkvæmt gild- andi lcgum,. Nokkur sveitarfélög virðast alls ekki ná saman end- um, þegar bráðabirgðaákvæðið um átagningu aðstöðugjalda fellur niður, munu flest þéttbýlissveit- arfélög búa við þrengri fjárhag en verið hefur, komi ekkert í stað inn. f þessu sambandi skal bent á, að hinir ýmsu tekjustofnar hafa misjafna þýðinigu í hinum ýmsu sveitarféögum, og að einnig þess- vegna er raeiri sveigjanleiki í nolkun tekjustofnanna nauðsynleg ur en gert er ráð fyirir í frum- varpinu. Eigi sveitarfélögin að geta hald- ið þeim framkvæmdahraða, sem þau hafa haft að undanförnu, hvað þá aukið hann, sem víðast hvar virðist nauðsynlegt, er fullljóst, að &kvæði fruimvarpsins gefa alls ekki nægilega möguleika til tekju öflunar. Sem dæmi um sérstakt, aðkallandi framkvæmdaverkefni þéttbýlissveitarfélaga skal nefht, að mörg þéttbýlissveitarfélög munu í ár og næstu ár þurfa að verja samtals 500—750 millj. króna til umbóta á næsta nágrenni fiskvinnslustöðva, sem að verulegu leyti eru hrein viðbót við aðkall- andi verkefni í sveitarfélögunum á öðrum sviðum. Það er skoðum fulltrúaráðsins, að miðað við að- stæður, eins og þær eru í daig, hafi auknar framkvæmdir á veg- uim sveitarfélaga almennt mun meiri áhrif til aukinnar velferðar stærsta hluta þjóðarinnar, heldur en framkvæmdir ríkisins, þar sem sveitarfélagið skapar einstaklingn- um hið nánasta umhverfi, sem hanm lifir og hrærist í. Aukning framkvæmda sveitarfélaga hefur því mikil velferðaráhrif og getur meira en flest annað stuðlað að vaxandi menningu og betra lífi almennimgs. Þetta eru röksemdir fyrir aukinni hlutdeild sveitarfé- laganna í ráðstöfun þjóðartekna og þar með auknu ráðstöfunarfé þeirra. Fulltrúaráð Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga telur að 10—20% aukning á tekjum þétt- býlissveitarfélaga geri þeim mögu- legt að ná þeim framkvæmda- hraða, sem víðast hvar er óskað eftir. Fulltrúaráð Sambands íslenzkra sveitarfélaga telur, að á frum- varpinu þurfi að gera breytingar, sem í höfuðatriðum feli £ sér a) meiri möguleika til tekju- öflunar til að standa undir framkvæmdum sveitarfélaga. b) möguleika til að halda meiri valkostum í nytingu tekju- stofna en gert er ráð fyrir í frumvarpinu til að vega á móti mismunandi afrakstri hinna ýmsu tekjustofna í sveitarfélögum. Reynslan sannar, að sveitarstjórnum er treystandi til að sýna fulla ábyrgð í nýtingu álags- heimilda, enda bera þær beina pólitíska ábyngð. Þá telur fulltrúaráðið óheppi- legt, að tengsl afkomu sveitarfé- laga og afkomu atvinnufyrirtækja rofni. Ennfremur álítur fulltrúa- ráðið, að fella verði niður að fullu framlög sveitarfélaiga til sjúkra- Framhald á bls. 10. Ráðuneyti fékk 3 millj. frá Ásbirni og tékkasjóöi „I lok desembermánaðar síðast- liðins bárust heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra tvær stórgjafir, 1.500.000.00 krónur frá hvorum gefanda. Gefendur voru Seðla- banki íslands, sem gaf féð úr tékka sjóði og Ásbjörn Ólafsson, heild- sali, sem gaf féð úr Minninjpr- sjóOi Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar. Báðir gefendur ætlast til þess að fénu verði varið til kaupa á tækiabúnaði, sem þarf til þess að hægt verði að gera opnar hjarta- aðgerðir hér á landi. Með því að veita viíitöku þess- um gjöfum hefur ríkisstjórnin ákveðið að hefja undirbúning að því, að aðstaða verði sköpuð til að framkvæma hjartaskuriðlækningar hérlendis. Framhald á bls. 10. Könnun á áfengisneyzlu unglinga OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Félagsmálaráð Reykjavíkurborg ar hefur ákveðið að láta fara fram könnun á áfengisneyzlu unglinga. Var samþykkt á fnndi ráðsins 6. jan. s.1. að fela Hflöi- gunni Ólafsdóttur, félagsfræðingi, að annast könnunina f samráði við félagsmálaráð. Einar Ágústsson á Alþingi: Viðurkennum Bangladesh um leið og hin Norðurlöndin EB—Reykjavík. f upphafi fundar í Sameinuðu þingi í gær, kvaddi Bjarni Guðna son (SFV) sér hljóðs utan dag- skrár og beindi þeim fyrirspurn- um til Einars Ágústssonar, utan- ríkisráðherra, í fyrsta lagi hvort danski utanríkisráðherrann, K. B. Andersen, hafi sett siig í samband við ríkisstjórnina út af fyrirhug- aðri viðurkenningu Dana á Bangla desh; í öðru lagi hver afstaða ís- lenzku ríkisstjórnarinnar væri til þessa máls og hvort hún ætlaði að taka eitthvað frumkvæði í því, og í þriðja lagi hvaða skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til þess, að ríkisstjórnin teldi sig geta við- urkennt Bangladesh. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, sagði að utanríkisráðherra Dana hefoi ekki haft samband við íslenzku ríkisstjórnina út af Bangladesh. Utanríkisráðherra sagði, að spurningin um viður- kenningu á ríkisstjórn Bangladesh, hefði verið rædd á ríkisstjórnar- fundi snemma í janúar og hefði verið ákveðið að hafa samflot með hinum Norðurlöndunum í því efni. Hefði sendiráði íslands í Stokk- hólmi vexið falið, að fylgjast með málinu, og hefði utanríkisráð- neytið síðan fengið ýmsar upplýs- ingar frá sænskum st.iórnvöldum um afstöðu hinna Norðurlandanna og nokkurra annarra rikja. Gert væri ráð fyrir, að Danimörk, Finn- land, Noregur og Sviþjóð viður- kenndu Bangladesh samtímis og yrði þá fsland með i þeim hópi. — Almenn skilyrði til þess að nýtt ríki hljóti viðurkenningu, má segja að séu þau að viðkomandi stjórnvöld hafi náð sjálfstæðum, raunverulegum og virkum yfir- ráðum yfir umræddu landssvœði. Ég hygg að fram að þessu hafi tæpast þótt fullljóst hvort slik þjóðréttarleg skilyrði hafi verið fyrir hendi í Bangladesh, en ég endurtek að ríkisstjórn íslands hefur ákveðið að hafa samflot með hinum Norðurlöndunum í þessu máli og viðurkenning okkar mun koma samtímis og þeirra, sagði utanríkisráðherra. Ráðherrann gat þess að nú hefðu 9 ríki þegar viðurkennt Bangla- desh, en mörg ríki hefðu það mál til athugunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.