Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 TIMINN 3 Innlán Búnaöarbankans nærri 3.5 milljarðar Mikil útlánaaukning stofnlánadeildar Á fundi bankaráðs Búnaðar- banka íslands hinn 20. þ. m. fluttu bankastjórar skýrslu um rekstur bankans og lögðu fram bráðabirgðareikninga hans og útibúa fyrir árið 1971. Öraggur vöxtur varð á starfsemi allra deilda bankans og útibúa hans á árinu, innlánaaukning meiri en nokkra sinni áður og staðan gagnvart Seðlábanka jákvæð í árslok. INNLÁN Heildarinnlán í Búnaðarbank- anum námu 3415 milljónum króna í árslok og höfðu þá auk- izt um 570 milljónir eða 20% á árinu á móti 517 milljónum og 22% aukningu árið áður. Af þess ari aukningu voru 406 milljónir í spariinnlánum og 104 milljónir í veltiinnlánum. í Reykjavík voru innlán 2133 milljónir og aukning 17,1% á móti 17% árið áður, en innlán útibúa utan Reykjavíkur námu 1282 milljónum króna og höfðu aukizt um 25,3% á móti 32,6% árið 1970. Innlán Búnaðarbankans í Reykjavík skiptast þannig, að í aðalbanka nema innlán 1402 milljónum, en í 5 útibúum í borginni 731 milljón króna og sýnir þetta, að almenningur not- færir sér í vaxandi mæll þá þjón ustu, sem fólgin er í rekstri úti- búa bankanna. Stærsta útibúið í Reykjavík er Austurbæjarútlbú við Hlemm með 330 milljónir króna í inn- lánum, en úti á landi Sauðár- króksútibú með 228 milljónir króna innlán. Vöxtur innlána var nokkuð jafn allt árið fram til nóvember- loka og virtust horfur á mun meiri vexti en raunverulega varð. Desembermánuður varð hins vegar mun óhagstæðari en venja er til og varð þá talsverð: lækkun innlána. Bundin innlán í sparisjóði, sem bera hæstu vöxtu, hafa auk- izt hlutfallsléga mest á síðustu árum og námu í Búnaðarbanka samtals 956 milljónum króna í árslok. Önnur sparlinnlán námu 1718 milljónum og veltiinnlán 741 milljón króna. ÚTLÁN Heildarútlán námu 3092 millj- ónum króna og höfðu aukizt um 467 milljónir króna á árinu 1971 eða um 17,8% á móti 23,1% aukn ingu árið áður. Heildarútlán í Reykjavík reyndust 1750 millj- ónir króna og höfðu aukizt um 11,5% á árinu, en í útibúum ut- an Reykjavíkur námu heildar- útlán 1342 milljónum króna, sem er 27,1% aukning frá fyrra ári. í þessum tölum eru öll endurseld lán bankans að upphæð 582 milljónir króna, en aukning þeirra frá fyrra ári er 24,8%. Afurðalán bankans námu 555 milljónum króna í árslok og höfðu hækkað um 100 milljónir eða 22%. Hér er að langmestu leyti um að ræða afurðavíxla vegna landbúnaðarafurða. End- urseldir afurðavíxlar í Seðla- banka voru 460 milljónir, hækk- un 80 milljónir frá fyrra ári eða 21%. Hlutur Búnaðarbankans í heildarfjárhæð endurkeyptra víxla Seðlabankans út á birgðir' HLLbNA HÍjKTOR SNYKTI^ ^VÖRURj ^ +Xa +Xa rj^ rj% rj^ rj^ í % landbúnaðarafurða nam 43,25% árið 1971, og hefur hann farlð hækkandi undanfarin ár._ Til Framkvæmdasjóðs íslands lánaði Búnaðarbankinn á árinu samtals rúmar 70 milljónir króna samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórnina um fj.ármögn- un framkvæmdaáætlunar. Afgreiðslufjöldi víxla við aðal- bankann í Reykjavík, þar með taldir afurðavíxlar og innheimtu víxlar, var tæp 65 þúsund og tala vanskilavíxla í eigu bankans að- eins 180 um áramót. Vanskila- prósenta var 1,47 og hefur ekki verið lægri síðan í árslok 1966. Stærstu útlánagreinar voru landbúnaður, verzlun og iðnað- ur með samtals um 60% útlána. Til íbúðabygginga fóru 10,8%, samgangna og þjónustustarfa (þar með talin ferðamál) 9,2%, fjárfestingarsjóða 7,6% og ríkis og sveitarfélaga 6,1%. STAÐAN VIÐ SEÐLA- BANKANN Innstæður í Seðlabanka námu alls 738 milljónum króna í árs- lok 1971. Á bundnum reikningi voru 670 milljónir króna og hækkuðu á árinu um 131 milljón króna eða 24,3%. Innstæða á viðskiptareikningi nam 68 millj- ónum króna, en miklar sveiflur voru á þessum reikningi á árinu. Endurseid lán í Seðlabanka voru samtals 550 milljónir króna og jukust um 101 milljón króna eða 22,5%. REKSTUR BANKANS Á rekstraryfirliti kemur í ljós, að til varasjóðs fóru 8,4 milljónir króna á móti 9,2 milljónum króna árið 1970. Afskriftir námu 12,8 milljónum króna, en 7,6 milljónum króna. árið áður. Eig- ið fé bankans í árslok var 85,4 milljónir króna og hafði aukizt um 10,9%. Kostnaður við rekstur varð rúmar 92 milljónir króna á árlnu og jókst um 21 milljón króna eða 29,6%. Árið 1970 varð kostnaðar- aukning tæpar 18 milljónir króna eða 33,0%. Starfsmannafjöldi var í árslok 201, þar af 46 í útibúum utan Reykjavíkur, þeim fjölgaði um 15 á árinu. Þá eru taldir með starfsmenn Stofnlánadeildar lándbúnaðarins og Veðdeildar Búnaðarbankans. * * * Búnaðarbanki Islands vlð Austurstræti STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Fyrlrsjáanlegt var í ársbyrjun 1971 vegna stóraukinna umsókna um lán á árinu miðað við árið 1970, að mikil aukning yrði á út- lánum deildarinnar umfranri getu hennar til þess að standa straum af aukinrii lánsfjárþörf án sérstakra ráðstafana. Var út- lánaáætlun deildarinnar miðuð við 252 millj. króna og veittu Framkvæmdasjóður og Seðla- bankinn samtals 182 milljónir Framhald á bls. 10. Lögsögumaður Umboðsmaður Ármaður Þingsályktunartillaga Péturs Sigurðssonar um stofnun em- bættis umboðsmanns Alþingis var til umræðu í Sameinuðu Alþingi í gær. Þeir þingmenn, er til máls tóku, lögðu allir til að tillagan fengi jákvæða af- greiðslu. Það var Kristján Thorlacíus, sem fyrstur flutti þetta mál inn á Alþingi, er liann flutti þingsályktunartillögu um stofn un sams konar embættis á þinginu 1964 og lagði þá til að embættismaðurinn yrði nefnd ur lögsögumaður. f umræðunum í gær kom Gunnar Thoroddsen fram með tillögu um nýja nafngift. Lagði hann til að þcssi cmbættis- maður yrði nefndur „ármað- ur“ eða „ármaður Alþingis“. Einar Ágústsson, utanríkis- ráðlierra, minnti á, að það hefði komið í hans hlut að mæla fyrir tillögu Kristjáns Thorlacíus um stofnun em- bættis lögmanns. Tillagan var fyrst flutt 1964, en síðan end- urflutt á þingunum 1966 og 1967. f fyrstu hefði þessi til- laga ekki fengið neinar undir- tektir. Enginn hefð tekið til máls um tillöguna annar en framsögumaður. Á þinginu 1966 hefði tillag- an hins vegar mætt andstöðu hjá þáverandi þingmcirihluta. Þáverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins mælti gegn tiUög- unni. Taldi hann embættið óþarft, en einkum lagðíst hann þó gegn embættisheitinu lögsögumaður. Flutningsmenn tillögunnar hefðu þó ítrekað, að nafngiftin á embættinu væri þeim ekkert atriði held- ur embættið og verkefni þess. Einar Ágústsson sagði, að fagna bæri því, að skilningur færi nú vaxandi á nauðsyn þessa embættis. Heródes og Pílatus Sérstaklega verður það að teljast ánægjulegt að það skuli vera Sjálfstæðismaður, sem tekur nú málið upp að nýju, því að andstaðan gegn fram- gangi þess var fyrst og fremst í Sjálfstæðisflokknum og for- ystu hans. En þetta rifjar upp, að í tímariti Evrópuráðsins var fyrir nokkrum árum frá því skýrt og vitnað til ís- lenzkra ráðamanna, þegar ver- ið var að kanna viðliorf og þörf aðildarríkja Evrópuráðs- ins til sérstakra ráðstafana til að tryggja rétt einstaklingsins gegn opinberum aðilum í skrif finnskubákni nútímaþjóðfé- lags, að engin þörf væri á slíkri starfsemi hér á landi. Hér væri allt til fyrirmyndar. Var það vissulega í samræmi við þáverandi afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til þessa máls. Nú er hljóðið annað og er það vel. Vilhjálmur Hjálmarsson rakti í þessum umræðum átak anlegt dæmi um það, hve mein gallað stjórnsýslukerfi okkar er og hve rík nauðsyn er að gera það elnfaldara og skil- virkara. í því kerfi, sem fyrr- Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.