Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 6
TIMINN FÖSTUDAGUR 21. janóar 1911 Rætt við Jóhann K. Sigurðsson, framkvæmda- sfjóra Síidarvinnslunnar í Neskaupstað Útgerð Síldarviunslunnar hf. í Neskaupstað var stofnuð ár- ið 1964, og 10. marz 1965 kom fyrsta skipið, sem útgerðin festi kaup á Barði NK 120 og 14. maí sama ár kom annað skipið, sem útgerðin eignaðist, til landsins hlaut það nafnið Bjartur NK 121, cn bæði þessi skip voru smíðuð í A-Þýzka- landi. Árið 1966 bættist þriðja skip útgerðarinnar við, kom það frá Noregi og hlaut það nafnið Börkur NK 122. í júlí , Jóhann K. SigurSsson 1967 kom svo fjórða skip út- gerðarinnar, scm einnig var smíðað í Noregi, hlaut það nafnið Birtingur NK 119. Allan tímann, sem útgerðin hefur verið starfrækt, hefur einn og sami maðurinn séð um rekstur hennar, en það er Jó- hann K. Sigurðsson Öllum ber saman um, a'ð Jóhann hafi hald ið vel á málum útgerðarinnar, en Jóhann sagði, er við rædd- um við hann fyrir skömmu, að velgengi útgerðarinnar væri ekki sízt að þakka góðum skip- stjórum og góðum mannskap. Við spurðum Jóhann fyrst að því, livað aflaverðmæti fjög urra skipa útgerðarinnar væri orðið mikið frá upphafi. —Frá upphafi til áramóta 1971 er aflaverðmætið orðið 403,428 milljónir og býst ég við að útflutningsverðmæti þess afla sé orðið um einn milljarður og segir það ekki svo lítið. En þess má geta að afli skuttogarans Barða er hér reiknaður með, en allt frá ár- inu 1960, eða eftir að sfldin brást algjörlega héæ við land fórum við að hafa áhuga á skut togarakaupum, og í fyrra seld- um við eldri Barða, en skut- togarinn Barði kom til lands- ins þann 12. des. 1970. Þar sem að þurfti að breyta skipinu nokkuð, þá gat það ekki hafið veiðar fyrr en um rniðjan febrúar 1971 og núna um jólin er skipið búið að afla 2663 lestir og aflaverðmæti þess er orðið 34.939 millj. Há- setahluturinn á skipinu er orð- inn 692 þús. á þessum 10 mán- uðum. Við getum víst fullyrt að þetta skip hafi reynzt vel og má þar líka þakka mann- skapnum mikið. — Á ekki Síldarvinnslan von á öðrum skuttogara? — Jú, nú fyrir stuttu sömd- um við um kaup á nýjum skut- togara frá Japan, verðuir sá togari 47 metra langur og 9.5 metrair á breidd. Áætlað er að 'þessi togari verði tilbúinn í desember á næsta ári, en veið- ar getur hann ekki hafið fyrr en á árinu 1973, þar sem það tekur 6 vikur að sigla skip inu heirn. í skipinu verður 2000 ha. Nikata aðalvél og áætl- að verð skipsins komið til landsins er 106 millj. — Hvað er mesta vandamál útgerðarinnar? — Það má segja að það vanti sífellt rekstrarfé, afborg- anir eru mjög stífar, og viðhald og veiðarfæirakostnaður er þungur baggi, ef á að halda skipunum og veiðarfærunum sómasamlega við. Þetta bjarg- ast yfirleitt þar sem, vel geng- ur, en þar sem afli hefur verið tregur er erfitt að gera úit. Nú segja sumir að það sé erfiðara að gera út frá Austur- landi en öðruim landshlutum, er þetta rétt? — Það er helzt yfir vetrar- tímann, þegar netaveiðar eru stundaðar. ■ Netaútgerðin er ákafleiga erfið frá Ausitfjörð- um, sigling á miðin tekur oft 16—18 tíma, bátamiæ eru úti nokkra daga í einu og era svo frá í meira en tvo sólarhringa þegar þeir fara með aflann heim og er það mjög bagalegt að netin þurfi að liggja svona lengi í sjó. En þessi útgerð er rekinn með það fyrir augum að afla hráefnis fyrir Neskaup- stað og það sama má segja um einstaklingsútgerðina hér í bæ, því stærri bátar í eigu einstakl- inga, hér á staðnum leggja hér mikið upp. — Hverjir eru skemmtileg- ustu tímarnir, sem þú hefur átt við þessa útgerð? — Óhætt er að fullyrða að skemmtilegustu timarnir hafi veirið á síldarárunum. Þá fóru bátarnir kannski út að morgni og voru komnir að landi, að kvöldi og okkar bátar voru allt- af í fremstu fylkingu. Hinsveg- ar má segja að erfiðustu tím- ar sem ég hef átt í útgerðar- máluim hafi verið 1967 og ’68. . ' ^ Skuttogarinn Barði NK 120 — Ég tel að við höfum bjarg að okkur úr sfldarleysinu 1968 með þv£ að breyta nógu fljótt um veiðiaðferð og fara yfir á togveiðar. Þær veiðar reyndust okkur strax vel, en hinsvegar var okkur fljótt ljóst, að við þurftum að fá stærra skip, til Gemgisbreytingamar höfðu stór kostleg áhrif á útgerðina, þó svo að hún hafi rétt mikið úr kútnum. Þú minntist áðan á góð- ærið á sfldarárunum, en þegar sfldin hvarf, var þá ekki erf- itt að gera út fyrir austan, þeg ar við bættust gengisfellingair og aðrir erfiðleikar? Börkwr NK 122 að stunda þær veiðar og upp úr miðju ári 1969 fórum við að kanna kaup á skuttogara, og endaði það með því að í deseanber 1970 kom skuttogar- inn Barði, og sannaði hann fljótt yfirburði sína hvað veiði- getu sneirti, miðað við fyrri skip okkar, sem voru nú reynd ar ekki upphaflega smíðuð fyr- (Ljósmynd G.S.) ir togveiðar. Og eins og fyrr segir þá erum við nýbúnir að semja um kaup á skuttogara frá Japan, sem við eigum að fá að ári. — Að lokum spurðum við Jóhann hvað væri stærsta mál útgerðarinnar • í dag. Svaraði (Ljósmynd G.S.) hann því til, að landhelgismál- ið væri mál málanna um þess- ar mundir. Með útfærslu land- helginnar gæfist okkur kostur á að nýta okkar eigin mið sjálf ir og þá ætti að vera hægt að koma við betri nýtingu á þeim og um leið að fá betra hráefni, með betri skipulagningu. Þ.Ó. Birtingur NK 119 á leiö til lands meö fullferml af loönu (Ljósmynd H.V.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.