Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 7
F&mJDAGUR 21. janúar 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, IndriSi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stein- grímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — AfgreiSslusíml 12323. Auglýsingasimi: 19523. ASrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuSI innaniands. f lausasölu kr. 15,00 eint. — PrentsmiSjan Edda hf. Alþingi kom saman til fundar að nýju í gær eftir jóla- leyfi þingmanna. Brýnustu málin, sem þingið fær nú til afgreiðslu, eru skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar. Þær raddir hafa heyrzt, að óhyggilegt hafi verið af ríkisstjórninni að ráðast í jafn róttækar breytingar á skattakerfinu og frumvörpin fela í sér, þar sem ríkis- stjórnin hafi setið svo skamman tíma að völdum, og þessi mál séu svo flókin, víðtæk og viðkvæm, að ekki hafi gefizt nægur tími til að undirbúa þau og athuga sem skyldi. Það er vissulega rétt, að ríkisstjómin hafði naum- an tíma, en vegna hækkunar tryggingabótanna, sem þýddi stórhækkun persónuskatta, sem leggjast jafnt á alla skattþegna án tillits til tekna, og vegna fyrirheits í málefnasamningi um að fella einmitt persónuskattana niður, taldi ríkisstjórnin ekjd fært að búa við „viðreisn- arkerfið" og bæta þar aðeins við. Þótt ríkisstjórnin sæi fram á það, að ekki yrði unnt að afgreiða ný skattalög fyrr en að lokinni fjárlaga- afgreiðslu og á nýju ári, ákvað hún samt, þótt það stytti mjög tímann, sem til umráða var til að undirbúa frum- vörpin sem bezt, að leggja þau fyrir Alþingi strax í desember, svo þingmenn, . og þjóðin raunar öll, fengju. nægan tíma eða rúman mánuð til að grannskoða þessi mál í góðu tómi í jólahléinu. Við slíka skoðun kynni líka ýmislegt að koma í ljós, er betur mætti fara, ep sézt hefði yfir í þeim mikla hraða, sem hafa varð á við undirbúning frumvarpanna. Gæfist þá kost- ur á að lagfæra frumvörpin til samræmis við þær breyt- ingar, sem meirihluti þingmanna yrði ásáttur um. Með þessum vinnubrögðum yrði líka tryggt, að aUir þeir aðU- ar, sem málið snertir, sveitarfélög og hagsmunasamtök, gætu látið álit sitt 1 ljós opinberlega, áður en frumvörp- in yrðu endanlega afgreidd, en ljóst var að afgreiðslu þeirra yrði mjög að hraða eftir að þing kæmi saman að nýju. Hér hafa því verið viðhöfð mjög hyggUeg vinnubrögð og sanngjörn, er tryggðu að sem flestir aðilar gætu lát- ið álit sitt í ljós. Þess vegna hefur gefizt svigrúm til að athuga gaumgæfUega þessi tvö skattafrumvörp stjómar- innar og undirbúa þær breytingar, sem menn kunna að verða ásáttir um að gera á þeim. Fjármálaráðherra hefur ítrekað það, að hann og ríkisstjórnin séu fús tU breyt- inga á frumvarpinu að því tilskildu, að þær breytingar stefni að meiri jöfnuði og réttlæti í skattheimtunni, en hann hefur jafnframt lagt á það áherzlu, að verði um heUd arlækkun á beinum sköttum að ræða við þær breyting- ar, verði ekki komizt hjá því að afla tekna með öðrum hætti tU að tryggja hallalausan ríkisbúskap og sveitar- félögunum tekjur tU sinna verkefna. Því mega menn ekki gleyma, þegar þeir ræða um skattbyrði sína, og í því ljósi verða þeir valkostir að skoðast sem fyrir hendi eru í þessu efni. Menn krefjast mikillar og vaxandi þjón- ustu af ríki og sveitarfélögum. Til þess að unnt sé að verða við þessum kröfum, verður að afla tekna á móti, og undir þeirri tekjuöflun verða þegnarnir að standa undir öllum kringumstæðum. Þess vegna er það höfuðatriði að byrðunum sé jafnað sem rettlátlegast niður eftir efnum og greiðslugetu. Það er meginmarkmið ríkisstjórnarinn- ar með skattafrumvörpunum og að því miða þau. Hins vegar telur ríkisstjórnin það síður en svo veikleika- merki, eins og Mbl. heldur, að hún er opin fyrir hug- myndum og ábendingum um það sem betur mætti fara, hvaðan sem þær ábendingar koma. — TK ANTHONY LEWIS# New York Times: Þarf að fækka íbúum Bret- lands um næstum helming? Dapurlegt álit þrjátíu og þriggja þekktra sérfræðinga. ÞRJÁTÍU og þrír kunnir vís indamenn birtu brezku þjóð- inni þá viðvörun 13. janúar, að hún yrði að hætta að leggja vegi, skattleggja hráefnis- og orkunotkun og fækka landsbú- um smátt og smátt um helm- . ing, ef hún vildi komast hjá öngþveiti og umtumun um- hverfisins. Vísindamennirnir vom að ábekja skýrslu, sem nefnd hefur verið „áætlun um, hvemig eigi að lifa af“, og lýstu þá yfir meðal annars: „Verði núverandi framvinda látin afskiptalaus, hlýtur af henni að leiða óbærilega rösk un á lífsmöguleikum á hnettin- um öllum og framfærslukerfi hans, ef til vill þegar við næstu aldamót og í síðasta lagi áður en böm okkar em öll.“ FRAM er haldið, að mannkyn- ið verði að hætta að keppa að aukinni iðnvæðingu og grósku, en stefna í þess stað að „stöðugu samfélagi". Helztu einkenni þess samfélags er stöðvun mannfjölgunar eða fækkun, dreifðari byggð og strangar takmarkanir á notkun auðlinda. „Áætlun um, hvernig eigi að lifa af“ greinir frá, hvemig keppa beri að þessu marki, en hún var birt á 22 blaðsíðum í tímaritinu The Ecologist. (Um- hverfisfræðingurinn er ekki notandi sem þýðing, en ætti þó að auðvelda skilning). Ritstjór ar tímaritsins og ráðgjafar unnu að skýrslunni og birtu hana. Vísindamennimir þrjátíu og þrír lýstu yfir stuðningi við áætlunina og sögðu i þeirri yfirlýsingu, að þeir væm sam- mála henni í öllum megin- dráttum enda þótt þeir vildu gera ágreining í einstökum atriðum. Meðal þessara visindamanna má nefna líf- fræðinginn Sir Julian Huxley, C. H. Waddington háskóla- kennara í uppruna dýra við há- skólann í Edinborg og V. C. Wynne-Edwards konunglegan kennara í náttúrusögu við há- skólann í Aberdeen og forseta Könnunarráðs náttúmlegs um- hverfis, sem ríkisstjórnin hef- ur skipað. SIR Frank Fraser Darling varaforseti Verndarstofnunar- innar í Washington kynnti áætl unina á blaðamannafundi. Hann flutti fyrirlestraflokk í brezka útvarpið árið 1969 um umhverfisvandann og vðktu þeir fyrirlestrar mjög mikla at- hygli hér í Bretlandi. Sir Frank sagði áætlunina „skynsamlegustu opinbera skýrsluna", sem hann hefði séð um þann unhverfisvanda, sem við mannkyninu blasir, og sagðist hvergi koma auga á veralegar ýkjur í henni. „Við eigum ekki því lána að fagna að hafa mikinn tíma til stefnu," sagði hann. „Við get- um ekki bragðizt við þessum Heath forsætisráðherra Bretlands. vanda með hinum venjulega hætti og látið svo sem næstu þúsund ár verði svipuð síðast- liðnum þúsund árum.“ Á ÞETTA er einmitt lögð mikil áherzla í skýrslunni. Þar er haldið fram, að matar- og auðlindakröfumar og áhrif þeirra á umhverfið aukist með vaxandi hraða og kröfuaukn- ingin verði því sífellt meiri og meiri. f skýrslunni er birt línurit, sem sýnir þessa aukningu í hlut falli við olíubirgðir heimsins. Línumar, sem tákna olíu vinnslu og olíubirgðir, nálgast hvor aðra hægt og hægt til að byrja með, en svo tekur vinnslulínan á sig síaukna beygju og ofgerir birgðunum í kring um aldamót- in. Höfundur skýsrlunnar segja erfitt að gera sér Ijósa grein fyrir ógnuninni, þar sem eftirspurnaaukiningin komi í flóðbylgjum. „Ef við látum núverandi aukningarþróun afskiptalausa um heim allan, margfaidast núverandi kröfur til náttúrunn ar og umhverfisins með 32 á næstu 66 árum“, sagði í skýrslunni. „ENGINN heilvita maður getur fallizt á þann möguleika, — hvað þá talið hann æskileg- an, — að við höldum áfram að láta undan þeim þrýstingi, sem slíkur vöxtur veldur. Þetta er því aðeins mögulegt, að umhverfiskerfið allt sé sett úr skorðum og auðlindirnar þurrau°nar, en af því hlýtur að leiða ,að fæðuöflunarmögu leikarnir bresta og samfélagið hrynur". SÚ nýstárlega kenning er sett fram í skýrslunni að hneigðin til aukinnar fjár- mögnunar hljóti að leiða til atvinnuleysis í mjög stóram stfl. Sífellt þurfi meira og meira fjármagn að baki hverju nýju starfi. Ed ard Goldsmith ritstjóri Ecologist nefndi sem dæmi á blaðamannafundinum, að starf landbúnaðarverkamanns í Bandaríkjunum kosti orðið 30 þúsund dollara í vélum og efnakaupum. Af þessu hljóti að leiða aukið atvinnuleysi og óánægju. Lýst er yfir í skýrslunni, að núverandi ástand eigi fyrst og fremst rætur að rekja til „hinnar staðföstu og rótgrónu trúar á aukinn vöxt“. Þessi hugsun hljóti að lokum að leiða til styrjalda. hungurs og þjóðfélagsöngþveitis nema „gripið verði til breytinga, sem ákveðnar séu fyrirfram af aðgát og mannúð“ og stefni að stöðugu samfélagi. FYRSTU skrefin, sem höf- undar skýrslunnar segja að taka þurfi í átt til stöðugs sam félags, er að hætta að auka þœr kröfur, sem nú era gerð- ar til umhverfisins. Til dæmis er mælt með skatti á hráefni. Með því væri íþyngt þeim iðnaði, sem frek ur er til auðlindanna en íviln- að hinum, sem þarf mikið vinnuafl, og það eykur atvinn una. jBEáBBÆSiag-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.