Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 UMHUGSUHAREFNI OT? GULLKALFUR PENINGAARÐSMANNA BROSTINN Kunnur lögfræðingur skrif- aði fyrir nokkrum tíögum grein um skattamál í Morgunblaði'ð undir fyrirsögninni: „Ríkis- stjórnin gerir fátæka fátæk- ari.“ Einn liðurinn í rökstuðn- ingi fyrir fullyrðingu fyrir- sagnarinnar hljóðar svo: „Fellt er einnig niður úr 12. gr. sömu laga fyrirmæli um skattfrelsi af arði af hlutabréf- um ,sem var 30 þús. kr. fyrir einstakling en 60 ])ús. fyrir hjón og óncitanlcga hefðu orð- ið til þess að almenningur hefði lagt fé í hlutafjárkaup og þannig eflt atvinnulífið í landinu." Ilér er vikið að mcrkilegu máli, þótt vafasaint sé, að af- nám þessara ákvæða stuðli að því að „gera fátæka fátækari“. En hvað um það. Sjálfsagt að hafa f.vrirsögnina lieppilega, þótl erindi grcinarinnar sé ef til vill anna'ð en sanna hoð- skap hennar. pað var ein síðasla varðan, sem fyrrverandi íhaldsstjórn í landinu hlóð. að leiða í lög þetta skattfrelsi hlutabréfaarðs — peningaarðsins. Þar er um að ræða leiðarstein á sam- felldri sókn gömlu stjórnar- innar að hreinkynjuðu ílialds- þjóðfélagi á íslandi. íslenzka þjóðfélagið, sem við búum við, er ungt í flestum greinum. Á mótunarárum þess eftir sjálfstæðistökuna ríktu töluvert félagsleg sjónarmið í stjórnarháttum undir forystu Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Afleiðing þess var sú, að á þriðja og fjórða áratugi aldarinnar voru sett merk fé- lagsmálalög um atvinnu- og efnahagsmál, sem verið hafa að ýmsu leyti grundvöllur þró- unarinnar. Af því leiddi einnig, að ýmis skýrustu einkenni íhaldsþjóðfélags eins og þau birtast í ýmsum nágrannalönd- um, þar sem þau standa á gömlum merg, sáu ekki dags- ins Ijós hér á þessum mótunar- tíma. Eitt þcssara einkcnna var, að hér komst ckki á skatt- frelsi hlutabréfa- og peninga- grðs í ]icim mæli, að ein- staklingar, fjölskyldur eða ætt- ir gætu lifað af vöxtum eða arði peninga einvörðungu. Það hefur ekki verið hægt á fs- landi vegna þess að sá arður var hátt skattlagður. f íhalds- þjóðfélögum annarra landa er þetta hægt og hefur lengi verið. Þetta atriði hafa ýmsir meira að segja talið skera úr um það, hvort þjgðfélag væri harðsvírað og gamalgróið íhaldsþjóðfélag eða félags- hyggjuþjóöfélag. Hér er þvi um að ræða merkistein. Á hinum langa valdatíma íhaldsstjórnar á íslandi rúman síðasta áratug, sótti íhaldið jafnt og þétt fram á þessum vígstöðvum viðleitninnar til þ.ess að þoka íslenzka þjóðfé- laginu lengra og lengra í hina sönnu íhaldsátt. Þeir áfangar, sem náðust, eru hýsna margir, þegar vel er skoðað, og náðust sumir án þess að mikið bæri á, eða þá undir fölsku flaggi og ýmsu yfirskini. Stóráfanga má nefna, hvernig skattabyrð- um var velt af breiðu bökunum á bak hins almenna borgara og þá líka þá, sem lítils máttu sín. Eins konar úrslitasigur eða stóráfanga taldi íhaldið sig ná, þegar það kom gegnum Alþingi á lokamissiri stjórnarinnar fyrrnefndum ákvæðum um skattfrelsi hlutaf járins. Þar var stigið veigamikið spor að þvi marki að peningamenn gætu lifað af arði hlutafjár. Þar var lagður grunnur að stofnun svefnberbergishlutafélaga í fjölskyldum. þar sem unnt yrði að koma hjá skattlagningu vænni fjárhæð af tekjum í þessu formi. Þetta var gullkálf ur íhaldsins á íslandi, áfangi sem átti að tryggja, að íslenzka þjóðfélagið væri komið réttu megin. Að sjálfsögðu hlaut það að verða eitt af fyrstu verkum fé- lagshyggjustjórnar í landinu að brjóta þennan gullkálf íbaldsins og færa með, ráðstöf unum í framlialdi af því. þjóð- félagið yfir á félagshyggju- vænginn. Þess vegna er afnám þessara ákvæða í senn tákn- rænt og raunhæft og skatta- málabrcytingir stjórnarinnar í samrænii við það og miða í sömu átt. Hér eru vatnaskil, sem vert er að þjóðin veiti at- hygli. — AK AUGLYSING um sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum Samkvæmt lögum nr. 83/1966, um skipulag á fólks- flutningum. með bifreiðum, falla úr gildi 1. marz 1972 öll sérleyfi til fólksflutninga, sem veitt hafa verið fyrir yfirstandandi sérleyfistímabil, er lýkur 1. marz 1972. Samkvæmt sömu lögum eru hér með auglýst til um- sóknar sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum fyrir næsta sérleyfistímabil, frá 1. marz 1972 til 1. marz 1977, á eftirtöldum leiðum: . Árlegt Lágmarks- aksturs- f jöldi Sérieyfisleið: tímabil ferða 1. Akureyri—Egilsstaðir 1/6-30/9 2 ferðir vikul. 2. Akureyri—Húsavík —Raufarhöfn—Þórs- höfn 1/5-31/10 2 — — 3. Akureyri—Mývatns- sveit— Húsavík 1/1-31/12 2 — — 4. Akureyri—Mývatns- sveit—Vopnafjörður 1/6-30/9 1 ferð — 5. Akureyri—Húsavík um Reykjahverfi 1/6-30/9 1 ferð — 6. Akureyri—Dalvík — Ólafsfjörður— Siglufjörður 1/1-31/12 1 ferð dagl. 7. Akureyri—Grenivík 1/5-30/9 2 ferðir vikul. 8. Akureyri—Hjalteyri 1/1-31/12 2 — — 9. Borgarnes—Akranes 1/1-31/12 1 ferð — 10. Egilsstaðir—Borgar- fjörður eystra 1/6-30/9 2 ferðir vikul. 11. Egilsstaðir—Reyðar- fjörður—Eskifjörður —Neskaupstaður 1/5-31/10 1 ferð dagl. 12. Egilsstaðir—Reyðar- fjörður—Fáskrúðs- fjörður—Stöðvarfj. 1/5-31/10 4 ferðir vikul. 13. Egilsstaðir—Seyðisfj. 1/5-31/10 6 — — 14. Höfn—Egilsstaðir 1/6-30/9 2 — — 15. Höfn—Fagurhóls- mýri—Skaftafell 1/6-30/9 2 — — 16. ísafj.—Bolungarvík 1/1-31/12 5 — — 17. ísafjörður—Flateyri —Þingeyri 1/5-31/10 2 — — '18. ísafjörður—Suðureyri 1/5-31/10 5 — — 19. ísafjörður—Súðavík 1/5-31/10 2 — — 20. Lón—Kópasker— /Raufarhöfn 1/5-31/12 1 ferð — 21. Reykjavík—Akranes Reykholt—Húsafell —Stafholtstungur —Hvítársíða 1/1-31/12 3 ferðir vikul. 22. Reykjavík—Akureyri 1/1-31/12 2 — — 23. Reykjavík—Álafoss —Reykir—Mosfells- dalur 1/1-31/12 5 ferðir dagl. 24. Reykjavik—Biskups- tungur—Lau gar d alur 1/1-31/12 3 ferðir vikul. 25. Reykjavík—Borgames 1/1-31/12 1 ferð dagl. 26. Reykjavík—Brú— Drangsnes —Hólmavík 27. Reykjavík—Búðar- dalur—ísafjarðardjúp 28. Reykjavík—Búðardal- dalur—ísafjarðar- kaupstaður 29. Reykjavík—Patreks- fjörður—Bíldudalur ' 30. Reykjavík—Gaulverja bær—Skeggjastaðir 31. Reykjavík—Grindavík 32. Reykjavík—Hafnarfj. fjörður—Vífilsstaðir —Álftanes 33. Reykjavík—Hruna- mannahreppur— Gnúpver jahreppur 34. Reykjavík—Þorláks- höfn—Hveragerði 35. Reykjavík—Keflavík —Vatnsleysuströnd —Vogar—Hafnir —Garður—Sand- gerði—Stafnes 36. Reykjavík—Kjalar- ' nes—Kjós 37. Reykjavík—Miðfell í Grímsnesi 38. Reykjavík—Ólafsvík Sandur 39. Reykjavík—Hvera- gerði—Selfoss—Eyr- arbakki—Stokkseyri 40. Reykjavík—Stykkis- hólmur—-Grundarfj. 41. Reykjavík—Rangár- valla- og Vestur-. Skaftafellssýsla 42. Reykjavík—-Þingvellir 43. Siglufjörður—Sauðár- krókur—Varmahlíð 44. Þingeyri—ísafjörður 45. Keflavík—Grindavík 46. Innri-Njarðvík— Grænás—Keflavík 47. Þorlákshöfn— Stokkseyri Enn fremur er hér með auglýst eftir umsóknum um sérleyfi til fólksflutninga á innanhéraðsleiðum í öllum sýslum landsins, og ákveður samgönguráðherra í hverju tilviki, hvort slík sérleyfi verða veitt, ef um- sóknir berast um þau. Einnig er heimilt að sækja um sérleyfi á einstökum leiðarhlutum, og ákveður ráð- herra, hvort slík sérleyfi verða veitt. Umsóknir’ um sérleyfi til fólksflutninga samkvæmt framansögðu skulu sendar til Umferðarmáladeildar pósts og síma, Umferðarmiðstöðinni i Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1972. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um bifreiðakost umsækjanda, sem hann hyggst nota til sérleyfisferða. Upplýsingar um núgildandi fargjöld o.fl. viðkomandi núverandi sérleyfisleiðum er að finna í Leiðabók 1971—1972. Samgöngui'áðuneytið 20. janúar 1972. 1/1-31/12 1 ferð vikul. 1/1-31/12 2 ferðir vikul. 1/5-31/10 2 — — 1/5-31/10 2 — — 1/1-31/12 1/1-31/12 2 — — 10 — — 1/1-31/12 Dagl. ferðir 1/1-31/12 3 ferðir vikul. 1/1-31/12 2 — dagl. 1/1-31/12 Dagl. ferðir Mm/n 1 ferð dagl. 1/1-31/12 4 ferðir vikul. 1/1-31/12 3 — — 1/1-31/12 3 — dagl. 1/1-31/12 2 ferðir vikul. 1/1-31/12 1/5-31/12 1 ferð dagl. 1/1-31/12 1/5-31/10 1/1-31/12 4 ferðir vikul. '2 — — 1 ferð dagl. 1/1-31/12 1 ferð dagl. 1/1-31/12 1 ferð vikul.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.