Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 IÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 9 4. grein: Beztu frjálsíþróttaafrekín 1971 LJÓSIR PUNKTAR VORU ISTÖKKÚRHNUNUM Valbjörn Þorláksson — átti enn bezta afrekið í stangarstökki. íþróttasíða — Setning: Jón Ó. Þá er röðin komin að stökk- greinunum. Þær voru allgóðar í fyrra, nema langstökkið, það er afleitt að enginn skuli stökkva yfir 7 metra. Þrístökkið er betra en oftast áður, Karl Stefánsson, UMSK, fékk nú gilt stökk yfir 15 metra og vonandi nær hann a. m. k. 15,50 m. á þessu ári. Friðrik Þór setti unglingamet, stökk 14,64 m. Hann og Borgþór ættu báðir að stökkva yfir 15 m. í sumar. Pétur Pétursson HSS er mikið ef ni, sem lítið æfir, því miður. í stangarstökkinu bar það til tíðinda, að Valbjörn tapaði Margt framundan hjá Sundsambandinu Mikið verður um að vera hjá sundfólki á þessu ári. Keppnis- tímabilið mun standa yfir nær allt árið, en a. m. k. eitt mót verður í hverjum mánuði og sum ir mánuðirnir bjóða upp á mörg mót. i Mést verður um'að verají suíri- ar, en þá fer m. a. fram' Meist- aramót fslands og Meistaramót Reykjavíkur og fl. Fátt verðurum erlendar heim- sóknir, a. m. k. enn sem komið er, en íslenzkt sundfólk mun keppa víða erlendis, m. a. í Darm stad í Þýzkalandi, í 8-landa keppni, sem fram fer í Skotlandi og einnig má búast við að ein- hverjir komist á Olympíuleikana í Múnchen. Fyrsta sundmót ársins verður 23. janúar n.k. Unglingameist- aramót Reykjavíkur, en eitt stærsta mót vetrarins verður 17. —19. marz, Bikarkeppni SSÍ. Það mót svo og önnur mót í vetur fara fram í Sundhöllinni í Reykjavík og Sundhöllinni í Hafnarfirði. Annars er mótaskrá ársins þessi: 23. jan.: Unglingameistaramót Reykjavíkur. 8. febr.: Sundmót Ármanns. 21. febr.: Sundknattleiksmeist- árámót Reykjavíkur. (Úrslit) 23. febr.: Unglingamót Sundfé- lags Hafnarfjarðar. 20. febr.: Sundmót Ægis. 17.—19. marz: Bikarkeppni Sund sambands íslands. 31. marz: Meistaramót Hafnar- fjarðar. í apríl (ódags.): Unglingamót Ægis. í apríl (ódags.>: Sigurgeirsmót í sundknattleik. 22. maí: Sundmót K.R. 8. júní: Sundmót Í.R. 17. júní: 17. júní mótið. í júní (ódags.): Unglingamót K.R. 25. júní: Sundmeistaramót Reykjavíkur. (aðalhluti) Hann tekur upp keppni fyrir Ianda í fyrsta sinn í mörg ár. Sá, sem hann tapaði fyrir heitir Guðmundur Jóhann- esson, Snæfellingur. Guðmundur náði sínum bezta árangri stökk 4,25 m. Valbjörn var þó örugg- asti stangarstökkvari ársins. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, sem skipað hefur efsta sætið í hástökkinu undanfarin ár, keppti ekki í fyrra. Þrír efstu mennirnir, sem allir eru ungir, náðu sínum bezta árangri og Elías Sveinsson, ÍR, stökk í fyrsta sinn yfir 2 metra. Stefán og Hafsteinn ættu báðir að ráða við 2 m. á þessu ári. Afrekin í stökkgreinunum: Langstökk: m. Guðmundur Jónsson, HSK 6,90 Valbjörn Þorláksson, Á 6,85 Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 6,73 Stefán Hallgrímsson, UÍA 6,69 Karl Stefánsson, UMSK 6,65 Ólafur Guðmundsson, KR 6,61 Pétur Pétursson, HSS 6,45 Bjarni Guðmundss., USVH 6,45 Jón Benónýsson, HSÞ 6,38 Páll Dagbjartsson, HSÞ 6,33 Þorvaldur Benediktss., ÍBV 6,31 Karl Ragnarsson, USVH 6,31 Fjölnir Torfason, USU 6,28 Ólafur Rögnvaldsson, HSH 6,12 Hástökk: m. Elías Sveinsson, ÍR 2,00 Stefán Hallgrímsson, UIA 1,90 Hafst. Jóhanness., UMSK 1,90 Árni Þorsteinsson, KR 1,85 Valbjörn Þorláksson, Á 1,80 Karl W. Frederikss., UMSK 1,80 Páll Dagbjartsson, HSÞ 1,79 Georg Ottósson, HSK 1,75 Jónas Bergsteinsson, ÍBV 1,75 Bjarki Bjarnason, UMSK 1,70 Bergþór Halldórsson, HSK 1,70 Pálmi Sigfússon, HSK 1,70 Ólafur Guðmundss., USVH 1,70 Karl Lúðvíksson, USAH 1,70 Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 1,70 Hjörtur Einarsson, USU 1,70 Stangarstökk: m. Valbjörn Þorláksson, Á 4,30 Guðm. Jóhannesson, HSH 4,25 Elías Sveinsson, ÍR 3,65 Skarphéðinn Larsen, USU 3,62 Þórólf ur Þórlindsson, UIA 3,52 Stefán Þórðarson, HSH 3,50 Árni Þorsteinsson, KR 3,40 Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 3,40 Framhald i bls. 10. í júní (ódags.): Meistaramót ís- lands í sundkna,ttleik. 13.—15. júli: Norðurlandameist- aramót unglinga í Danmörku. 21.—23. júlí: Sundmeistaramót íslands. 28.—29. júlí: Átta landa keppni í Ediriborg. (loridiri eru Belgía, ísland, ísrael, Noregur, Skot- land, Spánn, Sviss og Wales, sem senda einn keppanda í hverja grein.) í ágúst (ódags.): Unglingamót ÍR. 14.—15. sept: Unglingameistara- mót íslands. nóv. (ódags.): Unglingamót Ár- manns. j des. (ódags.): Haustmót í sund- knattleik. AtH.: Breytingar geta orðið á skrá þessari. Þeir sem hyggja á að halda sundmót sem ekki eru á ofangreindri skrá, ættu að' senda Sundsambandi fslands upplýsingar um það svo að hægt sé að setja þau inn í skrána. Verða ÓL í Moskvu 1980? Moskvuborg hefur nú þegar sótt um, að halda sumarólym- píuleikana 1980. Ákvörðun um hvar sumarleikarnir 1980 verða haldnir, verður ekki tek in fyrr en á árinu 1974. Samt sem áður er nú talið víst, að Rússar fái að halda olympíu- leikana 1980, þar sem Moskva sótti um leikana 1576, en varð þá ekki fyrir valinu og ein aðalorsökin til þess, var sú, að of mikil fyrirhöfn var talin fyrir fólk að fá ferðaleyfi tdl Rússlands. Sem kunnugt er þá verða sumarleikarnir 1976 haldnir í Montreal í Kanada. ÞÓ Baldur meS upptökuvélina. leiki Vals Hvað er þessi náungi að gera og fyrir hvern er hann að vinna? . . . Að þessu hafa margir spurt, sem fylgst hafa með leikjunum í 1. deild í handknattleik að undanförnu. Allir hafa séð að hann er að taka kvikmynd af leikjunum, og þar sem sjónvarpsmenn láta ekki sjá sig í höllinni þessa dagana — vegna auglýsinganna á búningum leikmanna — hafa margir orðið for- vitnir. Náunginn heitir Baldur Magnússon, og hann er með í hönd- unum myndsegulband. Hann hefur tekið upp myndir af öllum leikjum 1. deildarliðs Vals, en þær eru svo aftur sýndar leik- mönnunum, sem þar geta séð öll sín mistök og allt það góða, sem þeir gera í leiknum, og lært af því. Baldur tók upp í síðus'tu viku leik ÍR og Víkings, og var sá leikur sýndur leikmönnunum \im helgina. Það er Valur, sem hefur upptöku- og sýningartækin að láni, en þau munu kosta drjúgan skilding, og varla á færi fátækra félaga að eignast þau. En þau geta þó sjálfsagt komið að góðum notum — þó ekki hafi þau enn gert það hjá Valsliðinu, sem hefur sýnilega lítlð af þeim lært, a. m. k. enn sem komið er. ^vöruvet^ / Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 - sími 11783 POSTSENDUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.