Tíminn - 21.01.1972, Page 10

Tíminn - 21.01.1972, Page 10
10 TIMINN FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 Skákeinvígub: ÍSLENDINGAR EKKI VONLAUSIR! Fischer ræðir við Júgóslava ÞÓ-Reykjavík. Við inntum Guðmund G. Þór- arinsson eftir því, hvort þaS væri rétt, sem haft er eftir forseta bandaríska skáksambandsins, Ed- mondson, að útilokað væri að skák-einvígið milli þeirra Fisch- ers og Spasskys gæti farið fram í haust. Guðmundur sagði, að málið væri flóknara en Edmondson segði, og eftir samtali sem hann hefði átt við dr. Euwe, forseta FIDE, þá taldi dr. Euwe að vel kæmi til greina að halda ein- vígið í haust eða vetur. Þá bætti Guðmundur því við, að íslenzka skáksambandið hefði fengið staðfestingu á því frá FIDE, að einstakar borgir eða lönd gætu ekki hækkað tilboð sín og að öll tilboð yrðu að koma frá viðkomandi skáksambandi eða aðila, sem viðkomandi skáksam- band hefði samþykkt, sem útbjóð anda, en undanfarið hefur heyrzt að borgir í Júgóslavíu væru að hækka sín tilboð. A'ð lokum sagði Guðmundur, að íslendingar væru ekki vonlausir ennbá með að halda þetta einvígi aldarinnar, en vonandi færu málin að skýrast á næstu dögum. Síðustu fréttir herma, að Bobby Fischcr muni halda til Sarajevó í Júgóslavíu á miðvikudag í næstu viku. Fischer ætlar sér að ræða við yfirvöld þar um Sarajevó, sem hugsanlegan keppnisstað. NÝTT! FAIRLINE ELDHÖSID TREVERK FYRIR HUS OG ÍBUÐIR Seljum FAIRLINE eldhús með og án tækja, ennfremur fataskápa, inni og útihurðir. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Ý Gerum teikningar og skipuleggium eldhús og fataskápa, og gerum fast. bindandi verðtilboð # Komum í heimahús ef óskað er. VERZLUNIN ÖÐINSTORG H.F. BANKASTRÆTl 9 . StMI 1-42-75. SKIPTAFUNDUR Skiptafundur 1 þrotabúi OKs h.f., / steypustöð, Hafnarfirði, verður haldinn í dómsal embættisins, Hafnarfirði, fimmtudaginn 27. janúar 1972 kl. 4,00 e.h. Lögð verður fram virðingargerð á eign- um búsins og rætt um meðferð þess. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði 19. jan. 1972 Einar li.gimundarson. SJÚKRALIÐAR Sjúkraliði óskast til aðstoðar við heimahjúkrun Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona í síma 22400 frá kl. 9—12. Heilsuverndarstöð Reykjavíku Sveitarfélög Framhald af bls. 1. trygginga og atvinnuleysistrygg- Fulltrúairáð Sambands íslenzkra sveitarfélaga telur, að frumvarp- ið nm tekjustofna sveitarfélaga sé þýðingarmikill áfangi í heildar- endurskoðun skattakerfisins og í endurskoðun verkefnaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Fulltrúaráðið leggur þó áherzlu á, að hér sé um áfanga að ræða og að áfram verði að halda þess- ari endurskoðun. Bendir fulltrúa- ráðið á m.a., að fyrirligigjandi skattafrumvörp eru spor í þá átt að taka upp staðgreiðslukerfi skatta, sem landsþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefur lýst stuðningi við. Leggur fulltrúanáð ið mikla áherzlu á aðild Sambands íslenzkra sveitarfélaga að áfram- haldandi endurskoðun þessara mála.“ ■■rar.gjm;. Gjafir Flramhald af bls. 1. Samráð mun verða haft við hjartaskurðlækna og aðra hjarta- sérfræðinga á sjúkrahúsum í Reykjavík um það, hvernig og á hve löngum tíma þessu máli verður komið fram. Ráðuneytið flytur gefendum alr úðarþakkir fyrir þessar höfðing- legu gjafir, og þakkar þann skiln- ing á þörfum heilbrigðisbiónustunn ar í landinu, sem Þær lýsa.“ Fækka Bretum? Framhald af bls. 7. Önnur skattlagning, sem mælt er með í áætluninni, ætti einnig að auka atvinnuna. Er það svonefndur .endingarskatt- ur“ á iðnframleiðslu og lækk- ar í réttu hlutfalli við varan- leikann. Skattur á notamuni, sem entust aðeins eitt ár, yrði 100%, en enginn af þeim, sem entust í 100 ár, Skattur á varanlega muni. sem skemur entust, yrði ákveðinn í svipuðu hlutfalli við endingartimann. MIKIL áherzla er lögð á íbúatöluna í áætluninni. Þar er haldið fram, að Bretland geti séð fyrir 30 milljónum manna, eða að ekki þurfi að flytja inn matvæli handa þeim fjölda. Stefna þurfi að því, að þeirri íbúatölu verði náð á 150—200 árum, en íbúatalan er nú 55 milljónir. íbúatala jarðarinnar er nú nálægt hálfum fjórða mill- jarði. Þetta telja höfundar áætlunarinnar hámarkstölu fólks, sem unnt sé að fæða svo að viðunandi sé, án þess að grípa þurfi til örþrifaráða f ^bnr^i r'nVtiinnrnfifnrfí- um, sem skerði afkastamögu- leika jarðvegsins. Bent er á í áætluninni, að íbúatala jarðarinnar verði komin upp í 15 milljarða árið 2040, jafnvel þó að iðnþróuðu þjóðunum takist að stöðva fjölgun sína, sem hugsanlegt sé á árunum 2000 til 2040. — Þess vegna er lögð áherzla á róttækari ráðstafanir til að draga úr fólksfjölguninni. Ibróttir Framhald af bls 9. Stefán Hallgrímsson, UIA 3,40 Sigurður Kristjánsson, ÍR 3,37 Guðm. Guðm.ss., UMSS 3,20 Karl W. Fredrikss., UMSK 3,20 Jónas Bergsteinsson, ÍBV 3,20 Kári Árnason, ÍBA 3,20 Kristján Sigurjónss., HSK 3,10 Þröstur Guðmundss., HSK 3,10 Tómas BaldvitiáSon, ÍR 3,10 Bergþór Halldórsson, HSK 3,10 Karl Lúðvíksswnr USAH 3,10 Þrístökk: m. Karl Stefánsson, UMSK 15,16 Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 14,64 Borgþór Magnússon, KR 14,59 Pétur Pétursson, HSS 13,97 Bjarni Guðm.sson, USVH 13,76 Helgi Hauksson, UMSK 13,39 Jóhann Pétursson, UMSS 13,22 Hreinn Halldórsson, HSS 13,16 Fjölnir Torfason, USÚ 13,15 Valmundur Gíslason, HSK 12,88 Stefán Hallgrímsson, UIA 12,87 Jón Benónýsson, HSÞ 12,86 Ingólfur Steindórsson, ÍA 12,86 Ólafur Rögnvaldss., HSH 12,80 Búnaðarbankinn Framhald af bls. 3. króna, svo að auðið yrði að standa við lánsloforð, enda tókst það að fullu. Á árinu 1971 veitti Stofnlána- delld landþúnaðarins 1265 lán, en 851 árið áður, að upphæð 255 milljónir króna á móti 141 millj- ón árið 1970. Nemur aukningin 81%. Raunverulega námu lánveit- ingar 263 milljónum króna, því að lán að upphæð 8 milljónir króna voru samþykkt af Panka- stjórn, en var eigi vltjað fyrir áramót. Við athugun á lánveitingum til hinna ýmsu fjárfestingar- framkvæmda kemur í ljós, að mest aukning varð vegna kaupa á dráttarvélum og vinnuvélum úr 17 milljónum króna árið 1970 í 64 milljónir króna. Til Pygg- ingar. útihúsa og ræktunar voru veittar 86 milljónir króna á móti 64 milljónum króna árið áður og til vinnslustöðva 43 milljónir 1 óna á móti 24 milljónum króna 1970. Til íbúðabygglnga voru veittar 43 milljónir króna en 24 milljónir árlð 1970. Þær breytingar urðu á láns- kiörum íbúðalána. að hækkun varð á lánsupphæðum til sam- ræmis við lán húsnæðismála- stjórnar. Heildarútlán í árslok 1971 námu 1374 milljónum króna og heildarskuldir voru 1062 milljón- ir króna auk skyldusparnaðar unglinga í sveitum ásamt ó- greiddum vísitölubótum að upp- hæð 115 milljónir króna. Tekjuafgangur varð 59 millj- ónir króna og eigið fé deildar- innar í árslok 233 milljónir .króna. Hafði það aukizt um 38% á árinu. VEÐDEILD BÚNAÐAR- BANKANS Veðdeild veitti 87 lán til jarða- kaupa að' fjárhæð 15,3 milljónir króna, en árið 1970 voru lánin 85 og 14,5 millj. kr. Tekið skal fram, að auk þess voru afgreidd frá Pankastjórn 22 lán að fjárhæð 3,9 milljónir króna, en þau náðu ekki fullnaðarafgreiðslu. Þá voru á árinu veitt síðustu lánin vegna lausaskulda Pænda. Nemur heildarfjárhæð þessara lána 130,9 milljónum króna og eru að fjölda til 666. i SKIPULAGSMÁL BúnaðarPankinn setti á stofn eitt útibú á árinu og tók það til starfa í apríl s.l. að Markholti 2 í Mosfellssveit. Viðskiptasvæði þess eru Mosfells-, Kjalarnes-, Kjósar- og Þingvallahreppar. Heildarinnlán útibúsins í árs- lok námu 38 milljónum króna. Þá var á árinu komið á fót af- greiðslu að Flúðum í Hruna- mannahreppi frá útibúi bankans í Hveragerði. Er sú afgreiðsla opin einu sinni í viku. Lokið var smíði bankahúss í Búðardal og tók útibúið til starfa í eigin húsnæði hinn 1. ágúst s.l., en það hafði fram að þessu starf að í leiguhúsnæði Félagsheimil- isins á staðnum. Minni háttar skipulagsbreyt- ingar ...,y.oru gerðar á starfsemi bankans í Reykjavík með bætt- um húsakosti. Þannig flutti t. d. Endurskoðunardeild í nýtt hús- næði bankans við Hlemm, og tekin var í notkun ný matstofa starfsfólks í því húsi. Þá varð sú breyting á yfir- stjórn bankans, að Magnús Jóns son, fyrrv. fjármálaráðherra, tók á ný við starfi bankastjóra frá 1. ágúst s.l. Með hinni öru þróun Pankans á undanförnum árum veldur það vaxandi óþægindum í starfsemi hans og torveldar mjög eðlilega fyrirgreiðslu við viðskiptamenn, að hann hefur ekki enn fengið réttindi til að verzla með erlend- an gjaldeyri, þrátt fyrir ítrekað- ar óskir Pankastjórnar og banka ráðs í heilan aldarfjórðung. Á víðavangi Framhald af bls. 3. verandi ríkisstjórn hefði byggt upp, væri mönnum vísað frá Ileródesi til Pflatusar og í mörgum tilvikum virtist eng- inn þeirra aðila, sem með mál ið hefðu að gera, og þeir væru oft æði margir, vita hvar hið raunverulega ákvörðunarvald væri eða í hvaða röð allir þessir aðilar ættu að afgreiða málið, hver vísaði á annan og allir biðu eftir frumkvæði frá hin- um, þar til hringnum væri að fullu lokað og þeir, sem úr- Iausnar leituðu, væru komnir í sömu biðstofuna að nýju, þar sem þeir byrjuðu hringferðina. Þessu verður að breyta. En það tekur sinn tíma og að þessu mun núverandi ríkis. stjórn vinna. Embætti lögsögu manns, umboðsmanns eða ár manns cða hvað sem menn vilja nefna bað, er aðeins einn þáttur þeirrar endurreisnar og cndurbita, s:m gera þarf á stjórnkerfinu. — TK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.