Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 34
12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR26 DREKAFJÖLL kl. 4 og 6.30 ísl tal SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 6 M. ENSKU TALI TIMELINE kl. 8 og 10.10 B.i. 12 CONF. OF A TEEN DR. kl. 4, 6, 8 og 10.10 NED KELLY kl. 10.30 B.i. 16 kl. 8CHASING LIBERTYTAKING LIVES kl. 10.20 B.i. 16 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.40 og 8 50 FIRST DATES kl. 3.40, 5.50, 8, og 10.15 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 HIDALGO kl. 8 og 10.30 B.i. 12HIGHWAY MEN kl. 8 og 10 B.i. 16 PÉTUR PAN kl. 3.40 og 5.50 M/ÍSL. TALI Fór beint á toppinn í USA! R&B tónlist og ótrúleg dansatriði! SÝND kl. 4, 5.20, 8 og 10.30 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.20, 8 og 10.30 B.i. 16 HIDALGO kl. 6 og 8.30 B.i. 12 TOUCH. THE VOID kl. 5.45, 8.30 og 10 SÝND kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 12 SÝND Í LÚX. VIP kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16 SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 HHH Robert Ebert Chicago Sun HHH Tvíhöfði Van Helsing er alvöru sumarpoopkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Fyrsta stórmynd sumarsins HHHHH „Gargandi snilld!“ ÞÞ FBL HHH1/2 „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL HHHHH „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HHH Skonrokk HHHH HP kvikmyndir.com HHH Robert Ebert Chicago Sun HHH Tvíhöfði Van Helsing er alvöru sumarpoopkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Fyrsta stórmynd sumarsins G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 5 8 4 0 SMS TILBOÐ Gildir til 1. júní. SMS inneignin gildir innan kerfis Símans í 6 vikur. Til 1. júní færðu 300 kr. SMS gjafainneign ef þú fyllir minnst 2.000 kr. á Frelsi í heima- eða hraðbanka. Þú getur líka unnið frábæra vinninga, kíktu inn á siminn.is Mundu að allar rafrænar áfyllingar fyrir 1.000 kr. eða meira virkja Símavini. Tími, miðstöð fyrir tímalistir,stendur fyrir þriðja Tíma- kvöldinu í fundarherbergi Klink og Bank í kvöld. Þar mun Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður Morgunblaðsins, stjórna hlustun- arkvöldi þar sem tónlistarstefna er hann kýs að kalla Alt-Country verður kynnt áhugasömum tón- listarunnendum. Listamennirnir Bonnie Prince Billy, Golden Smog og Lambchop eru á meðal þeirra sem flokkast undir stefn- una sem einnig hefur verið kölluð „nýbylgjan í sveitatónlist“. „Þetta er sú gerð kántrís sem stýrir frá þessum Nashville- hljómi og línudansúrkynjun sem flestir flokka kántríið undir. Jað- arkántrí er ágætis lýsing á þessu,“ segir Arnar Eggert spek- ingslega. „Þetta gerðist aðallega þegar ungir rokkarar og pönkar- ar fóru að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að þeir voru að fíla það kántrí sem foreldrar þeirra voru að spila. Í sjálfu sér tókust þeir á við þessa arfleið með sín- um hætti. Útkoman hefur oft ver- ið mjög skemmtileg. Ryan Adams og þetta lið hefur til dæmis bætt rokkáhrifum inn í þetta.“ Arnar, sem hefur alla tíð ver- ið einlægur tónlistarunnandi, hefur fylgst með fæðingu ný- bylgjukántrísins og horft á það vaxa úr grasi. Hann hefur greinilega frá miklu að segja. „Upp úr 1990 fór að verða svona endurreisn í þessu, ungar stelp- ur í Converse-skóm að spila fjallageitatónlist eins og ekkert væri. Þetta eru rætur banda- rískrar tónlistar. Kántrí, blús og þjóðlagatónlist.“ Arnar ætlar að rekja sig í gegnum jaðarkántríið sögulega og spila reglulega tóndæmi svo að fólki sofni ekki yfir röflinu. „Ég mun röfla á milli laga en ég er nú líka að vonast til að fólk taki þátt í þessu með mér. Ég vil endi- lega að það skjóti inn spurningum og bæti við. Þetta á meira að vera eins og að sitja heima inni í stofu hjá einhverjum og spjalla.“ Sjálfur hefur Arnar nú blætt úr sínu hjarta með kassagítar að vopni á tónleikum. Hann ætlar þó að láta það vera í kvöld. „Fingrasetningin er ekki orðin nægilega góð. Ég er bara búinn að vera að spila í 3 ár. Ég læt það vera, annars fer ég á taugum,“ segir Arnar og hlær. Græjurnar verða settar í gang klukkan 21. Aðgangur er ókeypis. ■ ARNAR EGGERT Lifandi fræðibók um upphaf og þróun nýbylgjunnar í sveitatónlistinni. Ætlar að deila visku sinni með áhugasömum í fundarherbergi Klink og Bank í kvöld. Tími fyrir jaðarkántrí Loksins ný plata í vinnslu TÓNLIST Þungarokksveitin System of a Down ætlar að hefja upptök- ur á nýrri breiðskífu snemma í sumar. Upptökustjórinn Rick Rubin kemur til með að stjórna upptökum og verður platan víst tilfinningalega þung. Þetta verður í fyrsta sinn sem sveitin hljóðritar nýtt efni frá því að sveitin gerði meistarastykkið Toxicity árið 2001. Búið er að semja öll lögin og gera demó. Næsta skref er að hefja upptökur og er áætlað að platan skili sér í búðir fyrir árslok. „Heimurinn hefur misst vitið á undanförnum árum, þannig að ýmsar erfiðar tilfinningar hafa haft áhrif á lagasmíðar okkar,“ segir gítarleikarinn Daron Malakian. „Okkur langar bara til þess að gera góða rokkplötu, sem verður þung, líka í tilfinningum, ekki bara gítarriffum.“ „Það verður bókað tekið á nokkrum athyglisverðum mál- efnum,“ sagði söngvarinn Serj Tankian svo í viðtali við Bill- board. Miðað við þá andstöðu sem bandaríska sveitin hefur sýnt rík- isstjórn sinni má búast við því að Bush fái á snúðinn. ■ SYSTEM OF A DOWN Söngvarinn Serj Tankian er vel að sér í heimsmálum, hefur sterkar skoðanir á þeim og lætur þær eflaust flakka á næstu plötu System of a Down. TÓNLIST TÍMAKVÖLD ■ Arnar Eggert Thoroddsen stendur fyrir hlustunarkvöldi á Alt-Country í Klink og Bank í boði Tíma í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.