Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 1
BLAÐ II — Föstudagur 21. janúar 1972 H jarta- sjúkdómar APN—Moskvu. Stjórn sovézku læknaakademí- unnar hefur komið saman til fundar og rætt um hvernig marka skuli meginstefnuna í væntanlegri starfsemi nýrrar miðstöðvar hj artalækninga, sem nú er verið að hanna og rísa á í Moskvu. Verður þetta stærsta hjartaverndarstöð í Evrópu. Formaður alþjóðasamtaka hjartaverndarfélaga, Ástralíu- maðurinn Madox, sagði nýlega, að dauðsföll af völdum hjarta- veilu væru svo algeng sem raun ber vitni vegna þess að sjúkling- arnir nytu ekki umönnunar og læknishjálpar sérþjálfaðra lækna og hjúkrunarfólks á þeim tima fyrst eftir sjúkdómsáfallið sem örlagaríkastur væri. Madox læknir bætti því við, að sér fyndist það merkilegast við heil- brigðisþjónustuna í Sovétríkjun- um, hversu nálægð væri mikil, ef svo má að orði komast, milli hins þjálfaða lækna- og hjúkr- unarliðs og sjúklinganna. Hann á þar m. a. við sjúkraflutninga- kerfið, sem hvergi á sinn líka utan Sovétríkjanna, en útkalls- stöðvar þessa flutninganets eru um 2500 talsins og 12000 læknar eru í tengslum við þær. Þjálfaðir haf a verið sérstakir hópar til að annast sjúklinga sem orðið hafa fyrir bráðum hjartaáfönum. Hóp ar þessir halda strax og tilkynn- ing berst til dvalarstaðar sjúkl- ingsins og hefja nauðsynlegustu læknisaðgerðir. Naumast þarf að taka það fram, að þessi læknis- hjálp er veitt mönnum að kostn- aðarlausu, eins og hverskonar önnur heilbrigðis- og læknisþjón usta i Sovétríkjunum. Ný gerð togara APN—Moskvu. í skipasmíðastöðinni „Baltija" í bænum Klajpeda í Litháen hefur verið lagður kjölur að 1900 lesta togara. Skip þetta, sem þeg- arhefur hlotið nafn, „Barentsevo More", verður með nýju sniði og meðal annars búið tveim vörp- um. Þegar önnur botnvarpan verður tekin á þilfar, "verður hinni kastað, þannig að hægt verður að lengja til muna tog- tímann. II Innan í þessum hvíta sívalningi á að ganga lest sú, sem flytja á fólk til og frá svæSi þyí, sem vetrarolympíuleikarnir fara fram á. Leikarnir í Sapp- oro f Japan hefjast 3. febr. n.k. en og er undirbúningi aS verSa lokið. Lcið- in er að mestu neðanjarðar, en á nokkrum stöðum, eins og þessum, verSur hún að liggja ofanjarðar og þá í álgöngum með gluggum. Húsin i baksýn eru í hverfi því, sem byggt var sérstaklega fyrlr leikana og verSur íveru- sraður keppenda. Nixon lofar öllu fögru — í upphafi kosningaárs NTB—Washington, fimmtudag. Nixon Bandaríkjaforseti talaði í dag til þingsins og skýrði frá stöðu Bandaríkjanna. Jafnframt var þetta áætlun um kosninga- baráttuna. Nixon bað þingið, sem er að meirihluta demókratískt, að gleyma, að nú er kosningaár, en einbeita sér þess í stað að því að afgreiða um 90 mikilvæg mál, sem verið haf a í nef ndum. í hálftíma langri ræðu Nixons kom fátt fram, sem ekki var áð- ur vitað. Fyrst taldi hann upp f jölda mála, sem ekki hafa feng- ið afgreiðslu og sagði, að nú á þessu ári, yrði að gera eitthvað við þau. Þrátt fyrir að listinn var langur, var Nixon hreykinn af öllu hinu, sem gert hef ur verið á þremur undanförnum árum. Hann líkti forsetatíð sinni við síðustu árin, sem Johnson var forseti og voru það talin óróleg ár. Trúlega mun þessi samlíking verða kjarninn í kosningabar- áttu Nixons í ár. Árið 1972 mun ef til vill verða það ár, sem mest ar framfarir verða í Bandaríkj- unum og á árinu eigi einnig að takast að brjóta verðbólguna á bak aftur. í yfirlýsingunni um stöðu Bandaríkjanna, tekur Nixon fyr- ir bæði innanríkis- og utanríkis- mál, en innanrikismálin eru þó aðalatriðið. Hann sagðist ætla að leggja fram tillögu um að tæknileg vitneskja, sem aflað hefur verið, til dæmis með geim- ferðum, verði betur hagnýtt á jörðinni. Þá segist hann ætla áð útvega fleiri vinnu, að gera bandarískan iðnað betur sam- keppnishæfan á heimsmarkaðn- um og styrkja efnahaginn. Ekki minntist Nixon á hvernig hann í smáatriðum ætlaði að gera þetta allt. Hann viður- kenndi, að halli væri á fjárlög- unum, en hann yrði minni en á sl. ári, en þá var hann um 40 milljarðar dollara og hefur aldrei verið meiri síðan síðari heims- styrjöldinni lauk. Samningar að nást um Möltu NTB—Róm, fimmtudag. Allt útlit var fyrir það í kvöld, að samkomulag væri að nást í aðalatriðum um skilýrði fyrir áframhaldandi afnot Breta af herstöðvunum á Möltu. Áreiðanlegar heim- ildir sögðu, að Mintoff, for- sætisráðherra Möltu og Carr- ington lávarður hefðu varla tminnzt á leiguupphæíBna á fundi sínum í Róm í dag. Mintoff, sem fram til þessa hefur krafizt 18 milljóna punda í ársleigu fyrir stöðv- arnar, fékk í gær endanlegt tilboð frá Nato, sem talið er að sé um 13 milljónir punda. Heimildirnar segja ennfrem ur, að allt útlit sé fyrir, að Mintoff taki þessu tilboði, sem framkvæmdastjóri Nato, Joseph Luns lagði fyrir hann. Þá mun Mintoff væntanlega samþykkja áð aðeins Bretar og aðrar Nato-þjóðir fái að- gang að stöðvunum á eynni. Þau mál, sem eftir er að ræða, eru m. a. hvað Bretar eigi að ráða miklu landssvæði á Möltu og hversu marga Möltubúa þeir vilji ráða til starfa við stöðvarnar. Dr. Luns fór frá Róm í gær og sagðist hafa lokið verkefni sínu. Það voru því bara Mintoff og Carrington, sem ræddust þar við í dag, þótt ráðgjafi Luns og Aldo Moro væru viðstaddir. í Bretlandi er talið, að halda þurfi annan viðræðu- fund á morgun, og bent er á, að þótt samningur kunni að verða gerður, sé mikið eftir, áður en hægt verður að und- irrita hann. Norðurlöndin viðurkenna Bangladesh samtímis NTB-Kaupm.höfn, fimmtud. Danska stjórnin hefur á- kveðið að viðurkenna Bangla- desh, að því er K. B. Ander- . sen, íitaiiríkisrá'iYbcrra -til-, kynnti í dag. líkki hefur þó 1 verið ákveðið nákvæmlega hvenær lýst verður yfir við- urkenningunhi. Sagði ráð- herrann, að Norðurlöndin og Bretland myndu væntanlega fylgjast að. Eftir að Danir hafa viður- kennt Bangladesh mun utan- ríkisráðuneytið væntanlega senda sérfræðinga austur þangað til að fylgjast með og ^hjálpa,, til,f>í(truppbyggingu landsins. Siðar mun verða á- kveðið, hvort löndin skiptast á sendiherrum. ' Sænska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag, að sænska stjórnin hefði einnig ákveðið að viðurkenna Bangladesh, en ekki hvenær. Enn blóðugar stúd- entaóeirðir í Madrid NTB—Madrid, fimmtudag. Enn brutust út miklar stúd- entaóeirðir í Madrid í dag, fjórða daginn í röð og kom til blóðugra átaka iiiilli lög- reglu og stúdenta. Óeirðirnar í dag stóðu í um tvær klukku- stundir. Lögreglumenn á hestum og í jeppum reyndu að stilla til friðar og dreifa hópum stúd- enta, sem safnazt höfðu saim- an til að mótmæla brottvísun 4000 læknastúdenta og veru lögreglunnar á háskólalóðun- um. Við miðborgina stöðvuðu stúdentarnir umferð um þrjár götur með flutningabílum. Margir lögreglujeppar komu aðvífandi og ráku stúdentana burtu. Hörðust urðu átökin þó I arkitektaháskóla nokkrum, þar sem stúdentár höfðu búið um sig og hrópuðu ókvæðis- orð að lögreglunni. 30 vopn- aðir lögreglumenn réðust inn í skólann og hröktu stúdent- ana út með höggum og spörk- um. Bæði lögreglumenn og s'túd entar særðust og þurftu að minnsta kosti 7 lögreglumenn að fá læknishjálp. Ekki er vitað, hversu margir stúdent- anna voru sárir. Tugir stúdenta og f jórir er- lendir blaðmenn voru hand- teknir. Blaðamönnunum var sleppt, en segulbönd og myndavélar teknar af þeim. Bretaprins í árekstri NTB-Portsmouth, fimmtudag. Karl Bretaprlns lenti í á- rekstri í Portsmouth í dag, að því er talsmaður Buckingham hallar tllkynnti. Prinsinn meiddist ekkert. Karl prins er um þessar mundir að æfingum í flota- stöðinni í Portsmouth og var hann á leið um götur miðborg arinnar í sportbíl sínum, þeg- ar áreksturinn varð. Fimm bílar rákust saman og varð prinsinn í miðri þvögunni. Sportbíllinn skemmdist lítið og enginn hinna bílstjóranna meiddist heldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.