Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 2
TIMINN —Við hjónin munum að sjálf sögð halda áfram að hafa áhuga á íslandi og öllu, sem íslenzkt er. Við kveðjum ekki nú, heldur segjum „pá gjen- syn!“, svo ég grípi, til míns móður.aáls. Þessi orð lét ívar Eskeland falla í viðtali við Tímann fyrir skömmu. Samiræða okkar fór fram í fallega húsinu í Vatns mýrinni, sem hýsir þá stofnun og starfsemi, sem unnið hefur hug og hjörtu Stórreykvíkinga og raunar fleiri landsmanna á undanfömum árum. ívar Eske land hefur borið gæfu til að leiða þessa stofnun, Norræna húsið, fyrstu sporin, en hann varð forstjóri hennar í janúar 1968 og kom hingað í sumar byrjun það ár. Nú lætur hann af störfum, og annar tekur við. Þau hjón, ívar og Ása og son ur þeirra Bárður, sem fæddist á íslandi viku eftir vígslu Nor ræna hússins, eru á förum til Gentofte í Danmörku, en ívar hefur verið ráðinn einn af þrem deildarstjórum Norrænu menn ingarstofnunarinnar í Kaup- mannahöfn (Sekretariat for nordisk kultursamarbeid) frá komandi mánaðamótum að telja. Ivar Eskeland Samræming norræns samstarfs Ég byrjaði á því að spyrja ívar urn þessa stofnun, sem vinna á að norrænni samvinnu f menninganmálum: — Stofnun þessi er alveg ný af nálinni, starfseimi hennar hófst 1. janúar s.l., sagði fvar Eskeland, — forstjóri hennar er finnskur, Magnus Kull heit ir hann. Undir honum eru svo þrír deildarstjórar, og er ég einn þeirra, en mitt svið verða listir og menningarmál. Sænsk ur maður fer með vísindi og rannsóknir og Dani stýrir þeirri 'VARA- I 6 HLUTIR 18MSK»HÍIIuiIiiiiIiii deild, sem menntamál heyra undir. Yfir okkur hefur að segja sérstök embættismanna nefnd, sem heyrir aftur undir menntamálaráðherra Norður- landanna, eða norræna ráð- herraráðið, sem er eins konar upphaf að samnorrænni ríkis- stjórn, en Norðurlandaráð er okkar alþingi. — Hvað eru starfsmenn stofnunarinnar margir? — Þeir eru nú 10—12, en verða 20—30 þegar starfið er komið í fullan gang. — Og hlutverk hennar? — Eins og þú veizt, hefur farið fram norræn samvinna á möngum sviðum, sem dæmi nægir að nefna Norræna hús ið hér í Reykjavík. Hlutverk stofnunarinnar er að samræma þessa starfsemi. Opinberir aðilar á Norðurlönd um hafa varið samtals sem svar ar um 370 milljónum íslenzkra króna til norræns sam=tarfs ár- lega og þessi upphæð hefur nú verið hækkuð nokkuð eða í um 517 milljónir. FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 Stofnunin verður í fyrsta lagi til að samræma þetta starf og hafa yfirlit um það. Við mun um framkvæma það, sem yfir menn okkar biðja okkur að gera. T. d. ef þeir ákveða að nú skuli nánara samstarf haft með Norðurlandaþjóðum á ein hverju ákveðnu sviði. Einnig getum við haft frumkvæði sjálf ir að norrænni samvinnu í ein- hverjum greinum. Norræn þýðingamiðstöS — í hverju verður starf þitt fólgið? — Undir mína deild heyra m. a. Norræna húsið, bók- menntaverðlaun Norðurlamaa- ráðs, einnig tónlistaverðlaun- in, samskipti á sviði leiklistar, tónlistarsamvinna, styrkir til rithöfunda, gagmrýnenda, blaða manna, sem ritla um menn- ingarmál, einnig Norræna mynd listarráðið, nefndin, sem fer með menningarmál Lappa eða Sama, eins og við köllum þá, og loks Norræni menningar- sjóðurinn. Fyrst ég minntist á Nor- ræna myndlistanráðið vil ég nota tækifærið og geta þess, að það mun standa fyrir sýn ingu á málverkum Norðurlanda málara á Listahátíðinni í sum ar. Verður hún í Myndlistar- húsinu á-Miklatúni, en grafik- sýning verður hér í húsinu. — Nokkur sérstök verkefnj sem þín deild mun sinna á næstunni? — Ýmsar hugmyndir hafa komið fram, sem of snemmt er um að ræða. Ég get þó nefnt, að til greina kemur að stofna þýðingamiðstöð, en sú hugmynd er upphaflega kom in frá íslenzkum rithöfundum. Þar yrðu íslenzkar og finnskar bækur þýddar á hin Norður landamáljn og kannski öfugt. Einnig hefur komið til tals að láta þýða norrænar bókmennt ir á ensku. — Hvernig hyggurðu til þessa nýja starfs? — Mér lízt vel ó það. Ég hef ekki gert samning ennþá, en býst við að vera í Kaup mannahöfn 2—3 ár. En ég er nú fyrst og fremst á leið heim eftir rúmlega þriggja og hálfs árs veru hér. Eina stofnunin í heimin* um sinnar tegundar — Þegar þú lftur aftur, hvemig finnst þér þá starf semi Norræna hússins hafa gengið? — Harla vel. Mér vitanlega er engin stofnun hliðstæð Nor ræna húsinu til í heiminum. Og allt starf okkar hér hefur verið meira og minna tilraunir. Okkur hafa orðið á mistök, en fólk hefur til allrar hamingju ekki tekið eftir þeim. Mín aðalskoðun hefur verið, og verður framvegis, að menn ing sé hugtak, sem ekki er hægt að skilgreina, — hún er allt okkar líf. Ef hin Norður- löndin hafa getað boðið eitt- hvað gagnlegt eða _ eitthvað, sem ég taldi að íslendingar ættu að kynnast nánar, þá var HOLTS VETRARVÖRUR Vatnskassaþéttir og hreinsir — Rakavari fyrir rafkerfi Vatnsþéttir og hreinsir — Rakavari fyrir rafkerfi — Blokkaþéttir — Hljóðkútakýtti o.m.fl. Ármúla 3 Sími 38900 BILABUÐIN ^Buick) ■ Rætt við ívar Eskeland fyrrum forstjóra Norræna hússins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.