Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 TIMINN það nóg fyrir mig. Dæmi: Próf- essor Georg Borgström, sem varð fyrstur til að vekja at- hygli á náttúru- og umhverfis- verndarmálum á Norðurlönd- um, fjallaði í eins ríkum mæli um menningarmál þegar hann kom hingað og flutti fyrirlestra, : <■><? rithöfundar þeir eða aðrir i ’:3tamenn, sem hingað hafa *omið. Náttúru- og umhverfis »ernd geta verið fyrsta flokks menningarmál. — Og margt er það í starf seminni, sem maður er ánægð ur með þegar litið er til baka. Ýmsir hafa haldið hér nám- skeið í samvinnu við Norræna i húsið. Læknanámskeið hafa | ▼erið þrjú, tvö blaðamannanám skeið, en skemmtilegast var kannski prentaranámskeiðið, þar sem danskir kennarar leið beindu. Ég man ég spurði for mann Hins íslenzka prentara félags (Jón Ágústsson), í upp- bafi þess, hve mörgum þátttak endum hann byggist við. „Ef 60 koma getum við verið ánægð ir“, man ég að hann svaraði. En það komu ekM 60 heldur 150, og ekki aðeins prentarar heldur prófessorar og alls komar fólk. „ÞaS va,r meira en húsiS gaf tekið á móti" Við höfum reynt að hafa tölu á því fólki, sem sótt hefur þá starfsemi, sem við höfum stað ið fyrir í Norræna húsinu eða átt þátt að. Síðam opnað var 24. ágúst 1968 hafa komið hing að 280.000 gestir m.a. á sýning ar, tónleika eða til að fá liánað ar bækur í bókasafninu. Þetta hefði ekki getað átt sér stað á hinum Norðurlöndunum, Það er ég sannfærður um. — Erum við þá svona mikl ir menningarunnendur? — Um það vil ég ekki segja of mikið. En það er mjog gott að vinna hér. Og ég hef reynt margt, sem ég trúði eiginlega ekki á sjálfur. Hér var t.d. lít- il, austur-grænlenzk sýning, sem ég bjóst satt að segja ekki við, að menm hefðu mikinn áhuga á. En 11.000 manns komu að skoða hana. Svo var það sænska sýning im „Að uppgötva — upplifa“. 12.800 manns komu að skoða hana á tveim vikum. Ég veit ekki hvort það er heimsmet, en ég held það. Þetta var miklu meiri aðsókn em húsið gat eig inlega tekið á móti. „Ég hefði skotið mig" Það sem mér hefur þó fund izt allra mest spennamdi í starfi mínu hér er hlutur minn að Listahátíðinni 1970. Enginn okkar, sem að hátíðinni unnu, hafði reynslu í slíku starfi. Ef fyrirtækið hefði mistekizt, og þá á ég fyrst og fremst við fjárhagslega, held ég að ég hefði skotið mig. Það hefði ekki verið skemmtilegt að steypa íslenzka ríkinu og Reykjavíkurborg í vonlausar skuldir. En útkoman var 24 þúsund króna halli í íslenzku fé, eða nánast enginn. Og ef framlag ríkisins, Reykjavíkur borgar og annarra aðila er ekki dregið frá, þá var út- koman um 200.000 kr. ágóði. 17—18 þúsund aðgöngumið ar seldust á hátíðina af 22. 000, sem á boðstólum voru að 56 mismunandi atriðum. — Og verður Norræna hús ið aðili að Listahátíðinni í sumar? — Það þykir mér sennilegt, cv ekki er ákveðið hvort nýi forstjórinn hér verði fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Þá er einnig hálfvegis búið að ákveða að hafa hér enn Listahátíð 1974. Dálæti á Halldóri Laxness — Þú ert bókmenmtamaður, fvar? — Já, ég er cand. philol., en það er svipaður titill og ph. d. í Bandaríkjunum, í norsku og norrænu, með kennslu og frönsku sem aukagreinar, það er 7 ára nám. Aðalverkefni mitt til prófs var ritgerð um Halldór Laxness; var hún gefin út, sem ekki er algengt með slík prófverkefni. Ritgerðin hét „Halldór Kiljan Laxness. Menneske og motiv“, og kom út í 3.500 eintökum, sem nú eru ófáanleg. Bókin seldist strax upp, enda var Laxness svo vinsaimlegur að fá Nóbels verðlaunin einmitt um þetta leyti. — Hefur ekki lítið tóm gef izt til bókmenntaiðkana þessi ár þín hér? — Jú, ég hef ekki haft mik inn tíma til þeirra, það eina, sem ég ehf gert, er að þýða, og þá einkum fyrir leikhúsim, Det norske teater og National- teatret úfcvarpið og Riksteatret, sem fer með leikrit um landið. — Þú hefur þýtt Halldór Laxness? — Ég hef þýtt tólf af bók um hans á ríkismálið norska. Laxness er fyrir mér númer eitt í hópi rithöfunda. Einnig hef ég þýtt 5 bækur eftir Færeyinginn Heinesen, en á nýnorsku að ósk hans sjálfs. Hann er fínn listaimaður. Af leikritahöfundum hef ég m. a. þýtt 0‘Neill, Strindberg, Sean 0‘Casey, Broziek, og ekki alls fyrir löngu Staðgengilinn eftir Hochhut. Það síðastnefnda er eitt erfiðasta verk, sem ég hef unnið, en leikritið er skrif að í stakhendum (blank verse). Ég hei einnig þýtt margar íslenzkar barnabækur á norsku meðan ég hef verið hér. Við höfum rætt hér um rit höfunda. En sú stétt á íslandi, sem ég ber mesta virðingu fyr ir eru fiskimenm. Ef þeir kunna ekki nógu vel til verka eiga þeir á hættu að missa hand- legg. Ég vildi óska að sama ætti við um listamenn; rithöf unda jafnt og myndlistarmenn og tónlistar. Því öll þessi störf eru 90% kunnátta og þjálfun en aðeins 10% hæfileikar eða snilligáfa. Fyrri störf — Hvað starfaðirðu áður en þú kon.;t hingað? — Ég var aðstoðarleikhús- stjóri við Det norske teater í fimm ár. Þá var ég ritstjóri í rúmt ár 1965—66 og skrifaði þá einkum um náttúruvernd Norræna húsið. og náttúruspillingu, svo og mannfjölgunarvandamálið. Þá héldu rnargir, að ívar þessi Eskeland væri alveg brjálaður. Ef ég væri blaðamaður nú, mundi ég sennilega ekki skrifa mikið um náttúruvemd, því síðan þetta var hafa svo að segja allir farið að hugsa meira og rninna um þessi mál, en svo var ekki þá. Nú, ég var formaður norska útvarpsráðsins í fjögur ár. Það var mjög spennandi. Ég skrif aði bók að loknu starfi mínu í þágu útvarps og sjónvarps, Rapport om NRK, og síðar eru flestar skoðanir mínar orðnar að raunveruleika. En í bókinni lét ég m. a. í ljós það álit, að útvarpsstjóri ætti ekki að vera skipaður ævilangt heldur að- eins í npkkur ár. Síðasta árið mitt í Noregi starfaði ég sjálfstætt (free lance) og ég hef aldrei haft meiri tekjur en þá, eða um 1300.000 ísl. kr. Það hefði ekki verið hugsanlegt að vinna fyrir sér á þennan hátt um það leyti sem ég lauk námi um 1955, en svona mikið höfðu aðstæður breytzt á þessum árurn. En það er galli á slíku lífi. að maður tekur að sér alls kyns minni háttar verkefni, t. d. að skrifa blaðagreinar o. þ. h., sem eru tiltölulega vel bonguð, en það verður svo til þess að meiri háttar viðfangsefni sem maður ætlar að vinna vilja sitja á hakanum. Ég vil gjarnan láta þess hér getið, að ég hef ásamt Magnúsi Stefánssyni í Bergen samið kennslubók í nútímaís- lenzku fyrir menntaskóla. Nor egur er eina landið þar sem íslenzka er kennd í mennta- skólum, og sífellt fleiri nem endur læra nú nútímaíslenzku í stað „igammalnorsk“, en náms efni í þeirri grein er nánast ein göngu forníslenzka. Allur texti bókarinnar er einnig til á segul böndum, nemendum til stuðn ings við framburðarnám. Ég hef einnig skrifað margar aðrar kennslubækur fyrir menntaskóla; smáorðabækur o. þ.h. „Þið eruð verri en við hvað snertir að kunna ekki að taka gagnrýni" — Hvernig hefur þér og þinni fjölskyldu fallið að búa á fslandi? — Það er ekki aðeins gott að búa í Norræna húsinu held ur einnig ágætt að vera á fs- landi? — Finnst þér ekki við fs- lendingar værukærir miðað við Norðmenn? — Jú, mér finnst íslemding ar mjög ólíkir íbúum Vestur- Noregs, en þaðan er ég, frá Storði. Aftur á móti eru Fær eyingar og Vestlendingar mióg líkír. En maður er ekki kominn.iil annars lands til að hitta íóík, sem er eins og fólkið í heima högunum. Ég veit heldur twri hvorir kæmu betur út úr þess um samanburði. Sennilega ís- lendingar. En hér eir svo að segja allt ólíkt því sem gerist í Noregi, fótaferðatími, háttatími, hvað eina. En við koimum hingað til að lifa hér og starfa, og það er okkar að semja okkur að þeim siðum, sem hér tíðkast. —Hvernig finnast þér að- stæður til útilífs hér? — Nú minnirðu mig á það eina, sem mér finnst þreytandi við íslendinga. Áhugi minn á íslandi hefur vea’ið vakandi allt frá því ég var drengur og verð ur það áfram. Og þegar ég hef gagnrýnt eitthvað hér hef ég ekki ætlað að gera illt af mér. En íslendingar taka gagnrýni sem persónulega móðgun. Við þekkjum þetta fyrirbrigði í Noregi, en þið eruð enn verri en við hvað þetta snertir. Fólkinu að þakka — Og loks þegar heim til Noregs kemur, hvað tekur þá við? — Það veit ég að sjálfsögðu ekki. Það bíður síns tíma. Ég vil að lokum taka það fraim að það er ekki mér að þakka að mestur lsluti starfsins í Norræna húsinu hefur tekizt svo vel sem raun ber vitni, held ur fólkinu í Reykjavík og ná- grenni, og á íslandi yfirleitt. Ég mun fylgjast með starf inu hér þótt ég sé á förum og koma hingað við og við. Það er ósk mín að dagskrá Norræna hússins verði a.m.k. eins fjöl- breytt og verið hefur til þessa og að sem flestir geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi. S. J. Jörð til sölu Jörðin Stóri-Dalur í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Áhöfn og vélar geta fylgt. Nánari upplýsingar gefur eigandi, Ingólfur Ásbjamarson, Stóra-Dal og Daníel Sveinbjömsson, símstöðinni Saurbæ. Til sölu Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. SUMARDEKK — SNJÓDEKK Ýmsar stærðir á fólksbíla á mjög hagsfæðú verði. Full óbyrjyð te'kin á sólningunni. Sendum um allt Iand gegn póstkröfu. BARÐIH ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.