Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 1
/ rr SBND1BILAS70ÐIN Hf 17. tbl. * * * * * * * * * * * é * * * ■^y i~l ff-n- 72/ta££aAve4aA. RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆT1 23, SlMI 18355 FRYSTIKISTUR * FRYSTISKÁPAR * * * * * * * * * * * * * 56. árg. — Laugardagur 22. janúar 1972 — ÞÓ-Reykjavík, föstutlag. Um kl. 1,30 í morgun, er verið var að taka vélbátinn Gissur hvíta SF-1 upp í skipalyftunni hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi vildi það óhapp til, að lyftupallurinn brast skyndi lega undan bátnum öðram meg- in og skipti það engum togum, að báturinn fór á hliðina og lagð- ist ofan á lyftuna, sem brotnaði mikið. Báturinn lagðist á hliðina i gryfjuna, sem er undir lyftunni, og hefur mikill sjór verið í honum i dag, þar sem sjór liefur getað runnið í bátinn eftir sjávarföll- um. Veður var sæmilegt þegar þetta gerðist, hægur SA andvari. Hér er um geysilegt tjón að ræða. En erfitt er að gera sér grein fyrir hversu miklar skemmdirn- ar eru, en þær skipta vafalaust tugum ef ekki hundruðum millj- óna króna. Tveir menn urðu undir bátnum þegar hann lagðist á hliðina, en hvorugur meiddist alvarlega og þykir það ganiga kraftaverki næst. í morgun átti að taka tvo Homa- fjarðarbáta upp í slippinn á Akra- nesi. Sá fyrri var Skinney og var byrjað að taka hana upp um níuleytið oá gekk það allt eðli- lega. Strax og því var lokið, var byrjað að taka Gissur hvíta upp og virtist allt ganga eðlilega, þang að til báturinn var kominn í fulla hæð, þá virtist undirstaðan skyndilega bresta. Lyftan lagðilt saman undir bátnum og báturinn lagðist algjörlega á hliðina í gryfj una, þar sem lyftan er. Gissur hvíti hefur legið á stjórn borðshliðinni í allan dag og kornist sjór strax í skipið og hefur hækk- að og lækkað í því eftir sjávar- föllum. Bjöngunaraðgerðir hóf- ust svo til strax eftir að óhappið varð, og síðdegis í dag kom björgunarskipið Goðinn upp á Akranes. Á flóð- inu í kvöld átti að reyna að draga Gissur hvíta út, ef tækist að rétta hann eitthvað við. Ef ekki tekst að ná skipinu út fyrir háflæði í kvöld, þá er hætt við að skipið hálffylli af sjó í nótt á flóðinu og þá má búast við að miklar skemmdir verði á tækjuim í skip- inu. Þegar Tíminn hafði samband við Jósef Þorgeirsson hjá Skipa- smíðastöð Þongeirs og Ellerts í dag, sagði hann, að ekkert væri hægt að segja um hver orsökin væri fyrir óhappinu, það yrði ekki hægt að rannsaka það fyrr en búið Á myndinni sést hvernig Giss- ur hvíti liggur í lyfturennunni. Möstrin ganga inn á milli uppi- staðanna og verSur erfitt að rétta skipið við, þar sem mjög þröngt er að athafna sig við starfið. Báturinn, sem sést uppi á garðinum er Skinney frá Horna- firði, og eru því báðir loðnubát- ar Hornfirðinga tepptir á Akra- nesi, á meðan loðnan bíður. (Tímamynd Lárus Pálsson) Gífurlegt tjón á Akranesi þegar skipalyftan brotnaði og Gissur hvíti féll i sjóinn væri að ná Gissurj hvíta út. Jósef taldi víst að báturinn væri eitt- hvað skemmdur, en ekki væri vitað hvað það væri mikið. Um tjónið sagði Jósef, aðvhann gæti ekkert sagt, en það væri ofboðs- legt. Fimm bátar voru uppi í slippn- um þegar óhappið vildi til, þar á meðal loðnubáturinn Skinney frá Hornafirði. Nú verður það geysi- legt vandamál að ná þessum bát- um á flot og óvíst hvort það tekst með góðu móti fyrr en búið verð ur að gera við skipalyftuna, en það getur tekið mjög langan tíma. Þá var verið að smíða tvo 105 tonna báta í skipasmíðastöðinni, Framhalö á bls. 14. Hilmir fékk fyrstu loðnuna í fyrrinótt: Innbyrti ekki alla loðnuna Árni finnur geysimikið magn milli Hrollaugseyja og Ingólfshöfða ÞÓ-Reykjavík, föstudag. Það var vélskipið Hilmir, sem fékk fyrstu loðnuna á þessari ver- tíð. Hilmir fékk kringum 300 lest- ir 1—1 y2 sjómílu undan Stokks- nesi. Hilmir kom á miðin seinni- hluta dags í gær og var loðnan þá frekar dreifð, en er líða fór á nóttina þéttist loðnan mjög og varð Hilmir að sleppa miklu úr síðasta kastinu. Hilmir fór með loðnuna 't* bmmahafnar, sem er Fáskrúðs- fjörður, og átti mikið af loðnunni að fara i frystingu, en beituskort- ur er víða á landinu. Jakob Jakobsson, leiðangurstjóri á leitarskipinu Árna Friðrikssyni, sagði í viðtali við blaðið að mjög mikið loðnumagn virtist vera kom ið á miðin. Hefur loðnan fundizt austan frá Lónsbugt og vestur að Ingólfshöfða. Sagði Jakob að þeir á Árna hefðu fundið margar mjög góðar torfur á tveim svæðum milli Hrollaugseyja og Ingólfs- höfða. Um það bil 1 sjómílu frá sandinum fundust margar góðar torfur og mjög margar torfur fund ust í stefnunni frá Ingólfs- höfða að Hrollaugseyjum, en hér er um stórt veiði- svæði að ræða. Ekkert skip var komið á þessi mið, en um kl. 12 í dag, var Gísli Árni kominn austur að Alviðruhömrum og átti hann að geta náð á miðin í kvöld. Sagði Jakob að veðrið væri ágætt þessa stundina, en spáin væri slæm og hann vonaði að veðri'ð gengi fljótt yfir. Vitað er um marga báta, sem eru að leggja af stað á loðnumið- in þrátt. fyrir áskorun LÍÚ til út- gerðarmanna og sjómanna að hefja ekki loðnuveiðar fyrr en loðnuverð er komið á. I fyfra veiddist fyrsta loðnan aðfaranótt 17. febrúar út af Horna- firði, og er hún því tæpum mán- uði fyrr á ferðinni en þá. Lýsi og mjöl lækka í verði ÞÓ—Reykjavík. Seinnihluta síðasta árs lækkaði verð á loðnumjöli og -lýsi allmik- ið, og óhætt er að segja að lækk- unin á lýsinu hafi verið mjög mik- proteineining. en er núna 1,30 pund tonnið í fyrra, en hefur nú farið allt niður f 45 pund tonnið. Minni lækkun hefur hinsvegar orðið á loðnumjöli. I fyrra komst loðnumjölið hæst í 1.35 pund hver roteineining, en er núna 1,30 sterlingspund fyrir hverja protein- einingu. Tryggvi Óláfsson hjá Lýsi h.f. tjáði blaðinu í gær að aðalástæðan fyrir þessari lækkun væri yfír- framleiðsla á feitmeti í heiminum. i Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.