Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 6
6 TIMINN LAUGARDAGUR 22. janúar 1972 Nú er AS-i á Grími Orkidé (Cimhidíum.) Það mun fáum kunnugt að blómi'ð Orkidé (Orkedía) er rækt. að á íslandi nú í dag og hefur náðst athyglisverður árangur í ræktun þess, því að mjög erfitt er að fá hana til að blómstra fullkomnu blómi, ncma við sér- stök skilyrði, en þetta hefur tek- izt hér í gróðurhúsi austur f Hveragerði og er það Lauritz Christiansen, sem það hefur gert. Orkidé er miög fagurt blóm og er talið eitt dýrasta blóm, sem ræktað er, það er notað mjög mikið til skreytinga, enda stend- ur blómið mjög lengi, einnig er það notað í brúðarvendi og þykja þeir bera af öðrum bæði við hvíta og mislita brúðarkjóla og draktir, einnig eru margir, sem láta út- búa kjólablóm úr Orkidé i sam- kvæmiskjólinn og ef kjóllinn er gamall virkar hann sem nýr með slíkri skreytingu. Margur ástfang- inn maður hefur með góðum ár- angri fært unnustunni Orkidé, er hann sækir hana til að fara út að kvöldi. Og má segja að möguleik arnir á notkun þessa sérstæða og fagra blóms séu óþrjótandi, sagði Aage Foged f Blómabúðinni Hraun í Bankastræti, en þar sá- um við þetta fagra blóm í glugga. ÁRSHÁTÍÐIR - ÞORRABLÓT Tryggið yður hljómsveitir oe skemmtikrafta tímanlega. — Opið frá kl. 2—5 SKErmnrramBQÐJÐ Kirkjutorgi 6, 3. hæð. Póstbox 741. Sími 15935. - GÍRO Girónúmer 83070 Sendum vður blómm — blómaskrevtmgar t örugg- um umbúðum um land allt — Greiðið með Gíró BLÓMAHÚSIÐ SKIPHOLTI 37 SlMI 83070 iVið Kostokjör, skammt fró Tónabló) óður Álftamýri 7. Opið alla daga — öll kvöld og um helgar. Vegna lesenda Tímans og til þess að hamla á móti hinni óheillavænlegu kenningu hóf- drykkjupostulanna, skrifa ég eft- irfarandi línur. f Tímanum 21. des. birtir A.S. alllanga grein um ofdrykkjuna sem þjóðarböl. f þeirri grein ber hann brigður á að orðtakið: „Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta“ sé ekki að finna f ritum Salómons. Mér þætti fróðlegt að vita hvar það stendur. Það ætti að vera hægðarleikur fyrir A.S. að benda á það, ef það væri til. f þess stað leitar hann, og getur ekki ann- að, að arðum, sem honum finnst að þýði það sama. Hann er svo sannfærður um að þessi orð standi í biblíunni, að einum manni er las grein hans varð að orði um sann- færingu höfundar og óskhyggju: „Vakri Skjóni hann skal heita, þó að meri það sé brún.“ Það hefði verið skemmtilegra fyrir A.S. að taka þessari leiðrétt ingu minni og ábendingu með þakklæti og vinsemd. Ég get sagt honum það til gamans, að þegar ég var búinn að „orðtaka" biblí- una, spurði ég mann, sem ég vissi að var búinn að lesa biblíuna margoft og predika út frá henni (það var ekki prestur), hvar þetta stæði. Taldi hann í fyrstu að þetta væri hjá Salómon, en við nánari athugun fann hann það ekki og sagði að mín athugunivær rétt. Einnig get ég sagt honum það, að ég hefi fengið mörg þakk- lætisorð fyrir grein mína, bæði í einkasamtölum og á opinberum vettvangi. Á fundi (ekki stúku- fundi) úti á landi, þar sem grein mín var til vinsamlegrar umræðu. kom fram sú rétta ábending að áfengisdýrkendur notuðu öll með- öl og tækifæri máli sínu til fram dráttar, jafnvel hlífðust þeir ekki við að ljúga upp á Heilaga ritn- ingu. Má einnig benda á, að þeir hafa blandað helgidóma kirkiunn- ar eitri og á hófdrykkjukenningin sinn óheillaþátt bar í. A.S. reynir að rangsnúa orðum mínum, þar sem ég segist hafa orðtekið allt er biblían segir um áfeng: og misnotkun þess. Ég hefði haldið að það þyrfti ekki skynsamari mann en A. S. til að vita, að áfengisneyzla í hvað ljtl- um mæli sem er, er misnotkun. Viðvíkjandi 104. 14.—16. v. f Daviðssátmi er það að segja, að af ávöxtum jarðarinnar lifa menn op skepnur og höfundur lifsins hefur ætlazt til þess að við nyt- um þess með gleði í hjarta óskemmt en gerðum ekki eitraða drykki úr lífsgrösum jarðarinn- ar. Á þeim dögum eins og enn þann dag i dag notuðu menn heil- brigðan ávaxtasafa, sem ekkert á skylt við áfengi. enda er ekki tal- að þar um áfengi eða réttara sagt eiturdrykki. A.S. virðist vera sárreiður yfir hlutverki sínu og einnig því að geta ekki með neinum rökum hr-kið leiðréttingu mína, en lítur of stórt á sig til að viðurkenna fáfræði sína. Hann þarf ekki að vera mér sérstaklega reiður fyrir gervi Gríms meðhjálpara, heldur sjálfum sér fyrir að taka sér í munn orð hans og einnig getur hann re’ðzt Jóni Thoroddsen fyr- ir að skapa hann svona. Hefði A.S. skrifað eins og heiðarlegur maður undir fullu nafni, en ekki skotið úr launsátri, sem aldrei þykir drengilegt, hefði ég siálf A.S. er líka sárreiður yfir þvf, að ég skuli vitna í Eininguna og kalla hana bezt skrifaða blað lands íns. Ég hefi aldrei heyrt neinn hall- mæla því blaði og tel víst að A. S. er einn um að kasta skugga á það blað. Má hann vel við una ef honum hefur tekizt eða tekst að vinna jafn gott verk á sinni lífs leið og ritstjóri þess hefur gert með sinu predikunarstarfi á löng um æviferli. A.S. þarf að viðhafa aðra aðferð til þess en hófdrykkju kjaftæði. A.S. þykir skrítið að ég skuli kveða upp þessi „dómsorð": „Saló- mon sagði það aldrei“. Hvað átti ég að segja annað? A.S. hefur ekki heldur fundið þau sjálfur og verður því að leita eftir hlið- stæðum, en finnur þau samt ekki, þó að hann fái sér prest til aðstoðar. Þegar sú leit bregzt, ímyndar hann sér að það hljóti að vera í gömlum ritum og þýð- ingum. Ef svo er, hverniig stendur þá á því að seinni tíma þýðendur hafa þá fellt þetta „heilræði aldanna" og „spakmæli" úr biblíunni? Vill A.S. meina að það hafi verið ein- bverjir þröngsýnir, „bann- eða bindindispostular", sem það hafa gert? Það eru þá fleiri en ég, sem ekki hafa viljað viðurkenna þessa „lífsspeki“ og sem betur fer eru þeir fleiri þó að allt of margir hafi látið glepjast af villukenning um og gaspri þessara hófdrykkju- manna. Ég tel víst að séra Sigvaldi og Grímur meðhjálpari geti, ef þeir leggja saman, fengið allt aðra meiningu út úr biblíunni en við þessir einfeldningar, sem getum ekki lesið annað en það, sem skrifað stendur. Hvorugur er nú sú persóna að menn sækist eftir að líkjast þeim eða gera sér þá að andlegum leiðtogum. A.S. ger- ir jafnvel ráð fyrir því, að hann eigi eftir „að klappa á koll höf- undar“ (þ.e. undirrituðum). Ég vil þá mælast til þess að hann segi mér hver hann er, svo ég geti þakkað honum með virktum fyrir þá virðingu, er hann sýnir mér lítilmótlegum. Annars getur svo farið að þakklæti mitt lendi hjá Grími meðhjálpara og þar færi nú of góður biti í hundskjaft. Þar sem ég vil ekki þreyta lesendur á lengra máli um hártog anir og rangfærslur A.S. við grein mína: „Salómon sagði það aldrei“, er birtist í Tímanum — Landfara — 10. nóv. 1971, bið ég þá að gera þann samanburð, er þeim þurfa þykir. Aftur á móti vil ég léiða hug- ann að kjarna þessa máls og spyrja: A.S., Grím meðhjálpara eða aðra, sem vita betur. Hvað er eiginlega þessi hófdrykkja, sem þeir eru alltaf að tala um? Hver er mælikvarðinn á hana? Mér vit- anlega hefur enginn „vitringur" komið fram á sjónarsviðið, er hef- ur getað gefið óyggiandi svar við því. Vísindi síðari tíma og reynsla kynslóðanna hafa sýnt og sannað að fyrst? neyzla áfengis veldur truflun á dómgreind mannsins og sá, sem búinn er að bragðs áfpngi. er ekki dómbær á gerðir sínar. Þess vegna er þpim bannað með lögum að aka bíl. sem hafa bragð- að áfengi eða eru undir áhrifum þess. A.S. mundi í heiðri hafður, bæði hjá mér og öðrum hugsandi mönnum, ef hann fyndi ráð til sagt snúið máli mínu á annan bpss að gera áfengisneyzlu óskað- hátt Vi-átt fv’-i- bað bó að ég lpga. sk'"'"*’ á hann að skrifa undir í fréttum er iðul"ga sagt. að nafn; f hu hann ri° h"k v;* -;tt hann eða hún hafi verið aðeins fyrra gervi og tel ég mig því hafa undir áhrifum eða eitthvað vín rétt til að nefna hann hvaða gælu-! hafi verið haft um hönd, þegar nafni sem er á meðan. 1 hún stakk kærastann, eða þegar hann drap manninn, eða þegar þeir brutust inn í þessa eða hina búðina, eða þegar hann kastaði sér í sjóinn, eða þegar hjónin gengu hvort af öðru dauðu o.s.frv. Er það þetta, sem A.S. kallar hóf- drykkju? Skyldi það fólk hafa ætlað að verða að „ræflum“ þegar það bragðaði fyrsta sopann? Áreiðan- lega hefur það talið sig geta farið eftir kenningum A.S. Ég hef aldrei heyrt talað um, að menn hafi unnið óhæfuverk vegna þess að þeir hafi verið ódrukknir, nema þá til þess að ná sér i áfengi. Daglega berast fréttir og siðast í dag, — nýársdag — frá lög- regluyfirvöldunum um aukinn drykkjuskap og þá sérstaklega unglinganna yngri og yngri allt niður í börn. Hefur A.S., sem þyk- ist hafa svo mikinn áhuga á „lífssannindum“ hófdrykkjunnar, aldrei rennt grunt í, hvemig á þessum ósköpum stendur? Er hann svo blindur í sinni sök, að hann sjái ekki að kenningin um að sjálfsagt sé að neyta áfeng- is leiðir unglingana á glapstigu? A.S. þykist vilja kenna fólki að umgangast áfengi me£ því að neyta þess. Ef þetta er eins auð- velt og A.S. vill vera láta, hvers vegna eru menn pá ekki búnir að læra það ennþá? og hvað hefur A.S. kennt það mörgum, þeim að skaðlausu? Nóg eru efnin nú til þeirra hluta og hann lætur senni- lega ekki „bannmenn“ eða „bind indispostula" tmfla sig við kennsl una. A.S. telur sér trú um að bind- indis- og bannstefnan eigi sér lít- inn hljómgrunn. Veit ekki A.S., sem segist stjómast af mikilli skynsemi og væntanlega þekkingu á þessum málum, að mestu menn stórþjóðanna á ýmsum tímum og ekki hvað sízt nú á síðustu öld- um og áratugum, hafa verið al- gjörir bindindismenn og varað við allri áfengisneyzlu, svo maður tali nú ekki um íslenzka framámenn, sem heilar bækur eru til um, er segja frá starfi þeirra og góðum árangri sem bindindis- og bann- mönnum. Þá get ég sagt A.S. það að mörg alheims menningarsam- bönd sameinuðust á síðasta ári í eina heild undir forystu I.O.G.T. gegn áfengisbölinu I heiminum. Oft þegar auglýst er eftir mönn- um til starfa er sett það skilyrði, að þeir séu algjörir bindindis- menn, en ég hef aldrei séð aug- lýst eftir hófdrykkjumönnum. Samkv. kenningum A.S. ættu þeir að vera eftirsóknarverðir. Hann verður sjálfsagt ekki i vandræðum að benda á slíka, ef einhver skyldi biðja hann að útvega öruggan bíl- stjóra eða mann til ennþá ná- kvæmari starfa. Sjálfsagt mundi hann ekki taka á sig að ábrygj- ast verk slíks manns. Ég mun ekki eyða dýrmætum tfma oftar í það að eltast við hár- toganir og útúrsnúninga A.S. né vangaveltur Gríms meðhjálpara, "kki einu sinn bó að þeir fái sérd Sigvalda í lið með sér. Þar sem talað er um Grím með- hjálpara í ofanrituðu, er átt við hófdrvkkiuhuesunarbátHnn. Vel get ég fyrirgefið A.S. þó að hann geri mig Baldvinsson. Vona að vinur mínn Guðíón B Bald- vinsson misvirði það heldur ekki við A.S. Slik mistök geta alltaf átt sér stað: þar sem um mér þekktari mann var að ræða. Sizt vildi ég að minn skuggi félli á aðra menn. En ío *"m þessar linur rlta, er hinn rétti Guðjón Bj. Guðlaugsson, Efstasundi 30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.