Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 22. janúar 1972 TIMINN 7 20 lestir af eitri fóru í vatnsbólið NTB-Haderslev. Það varð uppi fótur og fit í bænum Simmersted í morg- un, þcgar tankbifreið, hlaðin 20 iestum af fenoli, sem er banvænt eiturgas, fór út af veg !num og valt í nágrenni þorps- ins. Fenolið rann niður í vatns bólin og eyðilagði þau og hafa hundruð manna flutt frá Simm ersted í dag. Hálka var mikil á þessum slóðum og þegar bíllinn lenti ofan í brautarskurðinum, kom gat á tankinn og 80 stiga heitt fenolið rann út. f köldu loftinu myndaðist þegar eiturgufa á stóru svæði. Bílstjórinn gat aðvarað fólk, áður en hann veiktist sjálfur af eitrun. Brunalið og hjálpar- sveitir komu þegar á staðinn og afgirtu þorpið. Allir íbúar innan 200 metra hrings frá staðnum voru þegar fluttir burt og fimm manns fóru í sjúkrahús. Allir þorpsbúar fengu fyrirmæli um að fara þegar til læknis, ef þeir kenndu lasleika. Vatnsveitu- kerfið var þegar tekið úr sam bandi og lögreglan sendi út bann við að nota vatnið. Fjöldi sérfræðinga vinnur nú við að rannsaka hvað sé hægt að gera í vatnsleysinu. Björgunarmenn telja, að ekki verði hægt að koma bíln- um á réttan kjöl fyrr en í kvöld, þar semjjá verði fenol- ið farið að kónia og þykkna og mestu eiturgufurnar rokn- ar úr því. Tízkan er að verða kvenleg NTB-Róm. ítölsku tízkuvikunni lauk í dag og er óhætt að segja, að hún hafi drukknað í flóði knipplinga, pífa og þess háttar kvenlegu og viktoríönsku „fíniríi“. Það var tízkuhúsið Valen- tino, sem slökkti á kösturun- nm á eftir síðasta shiffonpils- inu. Meira að segja „tjull“, sem ekki hefur sézt lengi í tízkuheiminum er komið aftur, ásamt risastórum gerfiblóm- nm. Þá eru falskar perlur mik ið notaðar, og fangamörk saum uð út í sokkana við ökkla, eru það nýjasta. Síðir, víðir jakkar og buxur, sem sópa göturnar, settu svip á vikuna, ennfremur bein pils niður á mitt hné. Litirnir eru hvítt, svart, dökkblátt, bleikt og grænt og' þykir það ákaflega rómantískt. Blaðamenn þeir, sem skrifa nm tízkuna, fá ekki að jafna sig lengi, því í næstu viku fer hringekjan í París af stað. Heyi-zt hefur að margir tízku- kónear bar í borg ætli nú að tiæt.ta að framleiða dýrt og fjöldaframleiða heldur fyrir smekkkonur, sem eiga mið- lungsþykkt peningaveski. Kisfa konungs á leið gegnum Kaupmannahöfn. k viöhafnar- börum í kirkjunni SB-Reykjavík. TugþiVaundir manna fylgdu kistu Friðriks konungs er hún var borin gegn um Kaupmannahöfn til hallarkirkju Kristjánsborgar, eft- ir kveðjuathöfn í Amalienborg- Þiigli.r og berhöfðaðir vottuðu Kaupmannahafnarbúar þamiig hin um látna konungi virðingu sína. Á eftir fallbyssuvagninuim með kistuna, fóru Henrik prins, Kon- stantín konungur og Eiehard prins gangandi, þá komu sjö bflar og í þeim fyrsta var Ingiríður drottning og dætur hennar. Kistunni var komið fyrir á við- hafnarbörum inni í kirkjunni og þar stendur hún til mánudags. Áður er konungsfjölskyldan yf- irgaf kirkjuna, var kistan kvödd með viðeigandi hneigingum. Á miðvikudaginn síðdegis fékk almenningur tækifæri til að ganga fram hjá viðhafnarbörum kon- ungs, og hefur fjöldj manns kom- ið og vottað virðimgu sína. Mintoff vísar tilboði Nato vill peninga strax NTB-Róm. Sanmingaviðræðurnar um Möltu milli Breta og Möltustjórnar, sem farið hafa fram í Bóm undanfarið, runnu. út í sandini, í dag, þegar Dom Mintoff, forsætisráðherra Möltu, krafðist þess, að Bretar greiddu leigu sína fyrir herstöðv- arnar á Möltu þegar í stað. Bretland og Atlantshafsþanda- lagið hafa til samans boðið Möltu um 25 milljarða ísl. króna í árs- leigu, en þó ekki ætlað að greiða hana, fyrr en komizt hefur verið að nýju samkomulagi. Allt fram á síðustu stundu þóttust menn vissir um, að nýtt samkomulag væri á næsta leiti og að Mintoff myndi taka boðinu. þótt það sé 816 milljónum lægra en Malta hefur krafizt. En á viðræðufundi í dag lýsti hann því yfir, að hann vildi ekki sjá tilboðið og yrði að fá peningana strax. Fulltrúi Nato á samningafund- unum í Róm, Paul van Kampen, kom í dag til baka til Briissel og þess er vænzt að Nato-ráðið verði kallað saman á morgun til að ræða reiðarslagið. ,Mannkynið er að skera á naflastreng náttúrunnar' — sagði Thor Heyerdahl í ræðu í Evrópuráðinu NTB-Strassbourg. Thor Ileyerdahl, ferðalangur- inn frægi, sagði í dag í ræðu, er hann flutti yfir sérstakri nef.nd í Evrópuráðinu, að maðurinn væri búinn að stórskemma hið flókna og fíngerða kerfi í náttúrunni með notkun kemiskra efna. Þar með værl allt lífrænt jafnvægi úr skorðum. Þess vegna verðum við að sitja uppi með allan úngang okkar O'g læra að lifa við hann. Heyerdahl saigði, að eitt af stærstu vandamálunum væru öll kemisku efnin, sem við notuðum og náttúran ynni ekki á. Hann sagði, að Kon-Tiki-leiðangurinn ár- ið 1947 hefði ekki séð nein merki um „menningu" fyiT en komið hefði verið nálægt ströndum. Haf ið hafi verið kristaltært, en hins vegar hafi Ra-menn siiglt milli plastbrúsa og olíuköggla alla leið- ina yfir Atlanshafið. — Það lík- ist ekki úhafi lengur, heldur sóða- legri höfn, sagði Iieyerdahl að lokum. Blóðugar óeirðir í Ródesíu — Átta blökkumenn fallnir Ræða Heyerdahls var upphaf umræðna um mengunarvandamál, sem nú eru að hefjast innan ráðs- ins. — Það er jafnvægið í nátt- úrunni, sem hingað til hefur gert okkur kleift að lifa á jörðinni, sagði Heyerdahl, — en það sem við köllum „framfarir", iðnvæð- ingin og nýjar uppfinningar, ógna nú lí "i okkar. Þá sagði Heyerdahl, að ef við vildum lifa áfram ættum við ekki að leika okkur að því að skera á naflastrenginn lil náttúrunnar. — Enginn reykhálfur er það hár að hann nái upp úr gufuhvolf- inu og ekkert skolpræsi það langt, að það tæmist út íyrir alheiminn. NTB-Salisbury. Átta blökkumenn voru skotnir til bana í . bænum Umtalia í Ródesíu í gærkvöldi. Fjórtán manns til viðbótar særðust, þeg- ar óeirðalögreglau barði niður óeirðir í bænum með hörku. Óeirðirnár í Umtalia em hinar alvarlegustu síðan mótmælin_ gegn samningi þeim. sem leysa á málin milU Bretlands og Ródesíu, hófust fyrir níu dögum. Alls hafa nú 13 manns látið lífið. Lögreglan í Umtaliu, sem er rétt við landamæri Mósambik, seg ir, að óróaseggirnir hafi vcrið reknir aftur inn í borgarhverfi svartra, sem síðan var girt af. Þá hafa oröið talsverðar óeirðir í Tafari, sem er útborg Salisbury. Þar gengu þeldökkir berserks- gang og rændu verzlanir. Þrátt fyrir atburðina í dag, verður samningaviðræðum haldið áfram og nýr fundur þeirra Min- toffs og Carrington, varnarmála- ráðherra Bretlands, verður trú- lega á föstudaginn í næstu viku. Eftir fundinn í dag sagði Carr- ington, að ekekrt hefði þokazt í samkomulagsátt, en þó væri nú vitað. á hvaða sviðum aðalósam- komulagið væri. Edward Heath, forsætisráð- herra Bretlands og Sir Alec Douglas-Home, utanríkisráðherra, fara á morgun til Brussel til að undirrita sáttmála Efnahagsbanda lagsins og rnunu þeir væntanlega nota ferðina til óformlegra við- ræðna um Möltu, við fulltrúa Nato þar. i Fer Bema- i detta aftur \ í fángelsi? ■ NTB-Belfast. ■ Bernadetta Devlín, norður- ■ írska þingkonan og baráttu- _ manneskjan, á nú yfir höfði sér hálfs árs fangelsi, verði ® hún sek fundin um að hafa ■ óvirt bann stjórnarinnar við ■ mótmælaaðgerðum. Henni ,og _ tveimur öðruin var í dag stefnt fyrir að hafa tekið þátt í mót- 1 mælum gegn þvx að ríkisstjórn ■ in fangelsaði fólk án dóms og ■ laga. B Brezkur hermaður, scm var á verði við landamæri írlands. Iét lífið í aag. er sprengja ■ sprakk. Þá hafa borizt fréttir ■ af sprengingum vfðar, en ekki B er vitað, hvort nokkur slasað- _ ist í þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.