Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 8
TIMINN LAUGARDAGUR 22. janúar 1972 i Greinargerc) stangaveiðifélaga á norðanverðu Snæfellsnesi um Netaveiðí við Lárós Stangaveiðifélag Ólafsvíkur, ítangaveiðifélag Jöklara á Hellis- andi og Fiskiræktarhlutafélagið fróðá, hafa sent landbúnaðarráð- íerra greinargerð um ádráttar- 'eiði á laxi í sjónum framan við iskiræktarstöðina við Lárvaðal á lorðanverðu Snæfellsnesi á sd. umri, þar sem í niðurstöðum er crafizt, að slíkt leyfi til veiða á axi í ádráttarnet framan við iskiræktarstöðina í Lárósi verði kki framar veitt og alls ekki lema að Veiðimálanefnd, stjóm jandssambands veiðifélaga, þ.e. 'eiðiréttareigenda og stjóra .andssambands stangaveiðifélaga jalli fyrst um málið. Vegna greinar þeirrar er Tím- nn birti hinn 6. janúar síðastlið- nn um mál hetta frá Jóni Sveins- yni, rafvmelstara og forstöðu- nanni Lárósstöðvarinnar og 'egna þess að stjórn Landssam- iands stangaveiðifélaga hefur kki sent íjölmiðlum frétt um mál ð frá síðasta aðalfundi sambands ns, hafa f ramangreindir aðilar og veiðiréttarhafar sent blaðinu 'reinargerð um málið, sem þeir aafa visað til landbúnaðarráð- íerra. UMRÆÐURNAR Á AÐAL- '’UNDI LANDSS AMBANDS 5TANGAVEIÐIFÉLAGA Á umræddum fundi upplýstist ftirfarandi: 1. Að fiskiræktarhlutafélagið úátravík hefði á s.l. sumri sótt im undanþáguheimild frá lax- og úlungsveiðilögunum nr. 76/1970 :il að veiða lax og silung í ádrátt- irnet fyrir framan gildrur hluta- élagsins á LárvaðlL 2. Að veiðimálastjóri, Þór Guð- ónsson, hafði mælt með því við andbúnaðarráðherra í bréfi hinn !0. júní 1971, að umbeðin neta- ;eiði á laxi með ádrætti framan /ið fiskeldisstöðina í Lárvaðli /rði veitt, með skírskotun tfl 3. ngr. 16. gr. lax- og silungsveiði- aganna. 3. Að landbúnaðarráðuneytið íefði veitt þetta leyfi, að fengn- im hir’”” •■•’-’u meðmæl- nn veiðimáiastjora ri ,,:na 50. júní 1971. og er bré' " sins dags. hinn 2. iúlí 1971 og sent Fiskiræktarfélaginu Látra- ík — b.t. Jón Sveinsson, raf- virkjameistara, Grundarlandi 12, teykjavík. 4. Að mál þetta var aldrei borið mdir Veiðimálanefnd, enda ekki ’.auðsynlegt samkvæmt því ákvæði lax- og silungsveiðilag- mna, sem veiðimálastjóri vísar il í bréfi sínu og álítur, að rétt- ætt( geti hina veittu undanþágu- íeimild. í málflutningi okkar undirrit- iðra á nefndum aðalfundi Lands- ;ambands stangaveiðifélaga, lögð- im við áherzlu á eftirfarandi at- -iði: 1. Að lög um lax- og silungs- veiði mæltu svo fyrir sem grund- vallaratriði í 14. grein 4. kafla laganna, er beinlínis fjallar sér- stakleaa ,UM FRIÐUN LAX OG •*ÖNGUSILUNGS“ 1. málsgrein þeirrar greinar að „Eigi má veiða inx f otr v.T-rj það þvi höfuð- 'ilu'4 beirra ooinberu að- ila, er eftirlit hefðu með fram- kvæmd þessara laga, að þessu ákvæði yrði fylgt til hins ýtrasta og gætt sérstakrar varúðar um veitingu undanþágu frá þessu megináikvæði laganna. 2. Að þar sem 9. kafli sömu laga fjallaði sérstaklega um klak- og eldisstöðvar ríkisins og fisk- eldi og veiðar í námunda við slíka starfsemi almennt. samanber sér- staklega 73. og 74. grein laganna í þessum kafla, væri það með öllu fráleitt af vciðimálastjóra að ganga framhjá Veiðimálanefnd í slíku máli, sem hér um ræðir og beina meðmælum sínum til land- búnaðarráðuneytisins um undan- þáguheimild fyrir Látravík h.f. til ádráttarveiði í sjónum framan við fiskeldisstöð félagsins á alger- lega röngum forsendum. 3. Að samkvæmt framansögðu hefði veiðimálastjóri beinlínis orðið valdur að því að lög um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 hefðu verið brotin á alvarlegan hátt og mcð þvf gefið fordæmi, er væri afar alvarlegt og gæti dregið á eftir sér óviðráðanlega erfiðleika. Svo sem að líkum lætur urðu umræður um mál þetta víðtækar á nefndum aðalfundi. Tveir Veiði- málanefndarmenn voru staddir á fundinum, formaður nefndarinn- ar, Ámi Jónasson, ráðunautur, sem upplýsti fundinn um það, að málið hefði aldrei verið lagt fyrir Veiðimálanefnd, og Guðmundur J. Kristjánsson, deildarstjóri, er staðfesti upplýsingar formanns- Veiðimálanefndar og fordæmdi harðlega um leið hina veittu und- anþáguheimild fyrir ádráttar- veiði á laxi við ströndina framan við fiskiræktarstöð Látravikur h.f. ÞÁTTUR VEIÐIMÁLASTJÓRA Veðimálastió-i revndi að rétt- læta þetta embæ'J .. tik sitt á tvennan hátt. í fyrsta lagi með því, að myndazt hefði sandrif framan við gildrur flskiræktar- stöðvarinnar við Lárvaðal. tor’, -1 "i laxi göngu inn í gúdr- stöðvarinnar, en sandrif þetta taldi hann að myndazt hefði ein- mitt vegna byggingar gildranna og annarra framkv. við útrennslið úr Lárvaðli, eða með öðrum orð- um vegna framkvæmda af manna völdum, þ.e. eigenda stöðvarinn- ar, sem þeir hefðu varið allmikl- um fjármunum til að fram- kvæma. í öðru lagi vildi veiðimála- stjóri halda því fram, að hér væri um nákvæmlega sömu aðstæður yið ósasvæði að ræða og við t.d. Ölfusárósa eða Hvítárósa í Borg- arfirði og reyndar víðar, þar sem netaveiði væri leyfð og ekki við henni hróflað. Veiðimálastjóra var að sjálf- sögðu á það bent að þessar rök- færslur hans gætu á engan hátt staðizt, þar sem upplýst væri, að breytingaraar við útrennslið úr Lárvaðli ættu rót sina að rekja til framkvæmda af manna völd- um og yrðu því þeir, er ættu hlut að máli, einir að bera ábyrgðina af þeim breytingum. Ósasvæði Ölfusár og Hvítár hefðu hins vegar aldrei breytzt neitt af manna völdum, svo vitað væri, þar væru ekki reknar neinar klak- og fiskiræktarstöðvar eða fisk- eldi, auk þess sem netaveiðin þar byggðist á fornum rétti, sem að vísu hefði lengi verið gagnrýnd- ur og barizt á móti, svo sem veiðimálastjóri ætti manna bezt að vita. Bæri því allt að sama brunni um lögleysu þessa máls, sem veiðimálastjóri sjálfur stað- festi reyndar með slíkum mál- flutningi sínum. Það skal skýrt tekið fram, að frá hendi undirritaðra var mál þetta vakið og tekið til umræðna á umræddum aðalfundi Lands- sambands veiðifélaga á þeim grundvelli, að ekki hefði verið farið að lögum og beinlínis snið- gengin þau ákvæði lax- og sil- upngsveiðilaganna. er 74. grein þeirra mælir fyrir um, varðandi heimild frá landbúnaðarráðuneyt- inu til að veiða lax í sjó framan við klak- og fiskeldisstöðvar. Enginn hefur neitað því eða mælt því mót, að Látravík h.f. rekur fiskiræktar- og fiskeldis- starfssemi í Lárósi eða Lárvaðli á norðanverðu Snæfellsnési. Það liggur því í hlutarins eðli, að starfssemi þessi fellur undir 9- kafla lax- og silungsveiðilaganna, þegar um það væri að ræða að leyfa með undanþáguheimild neta veiði á laxi og silungi í sjónum eða við ströndina framan við fiskiræktarstöðina og þá að sjálf sögðu samkv. 74. gr. laganna. Af þessu leiðir ómótmælanlega, að engan veginn er hægt að beita fyrir sig öðrum ákvæðum laganna til umræddrar ádráttarveiði við Látravaðal, og þá heldur ekki 3. málsgrein 16. greinar laganna, svo sem veiðimálastjóri hefur gert í bréfi tfl landbúnaðarráðu- neytisins hinn 30. júní 1971 og ráðuneytið, því miður, tekið til greina, sbr. bréf ráðuneytisins til Látravíkur h.f. hinn 2. júlí 1971. —•""* T» •------------**>!• OG FÍSKIf -1 vrARMANNA Með tilvísun til framanritaðs og upphafs þessa erindis, leyfum við undirritaðir okkur þvi hér með að beina eftrfarandi niðurstöðum okkar til landbúnaðarráðherra: 1. Vi® mótmælum mjög ein- dregið tilmælum veiðimálastjóra til landbúnaðarráðuneytisims í bréfi dags. 30. júní 1971 um leyfis veitingu til ádráttarveiði á laxi og göngusilungi framan við lax- eldisstöðina í Lárvaðli og teljum slíkt byggjast á rangtúlkun á ákvæðum lax- og silungsveiðilag- anna og vera brot á þeim lögum. 2. Við skorum eindregið á land búnaðarráðuneytið að fyrirbyggja slíka leyfisveitingu í framtíðinni, þar sem hún hljóti að skapa mjög hættulegt fordæmi og óforsjáan- lega erfiðleika, um leið og slík leyfisveiting mundi draga stór- lega úr áhuganum á marg- háttaðri fiskiræktunarstarfsemi áhugaraanna á víðáttumiklu lax- veiðisvæði, þar sem búast má við því, að slík leyfisveiting geti haft liinar alvarlegustu afleiðingar fyrir árangur fiskiræktar f nær- liggjandi veiðivötnum. Vi® höfum talið rétt að senda þetta erindi hæstvirtum land- búnaðarráðherra, þar sem komið hefur í Ijós, að í fréttatilkynn- ingu frá aðalfundi Landssambands stangaveiðifélaga í Keflavík hinn 27. nóvember s.l. hefur stjóm Landssambandsins ekki skýrt fjöl miðlum frá þessu alvarlega ágrein ingsmáli, er við lögðum fyrir fund inn. Einnig höfum við álitið rétt og sanngjarnt a0 senda formanni Veiðimálanefndar og veiðimála- stjóra, Þór Guðjónssyni, afrit af þessu erindi okkar, þann- ig að öllum hlutaðeigandi aðilum sé sem fyrst ljóst, hvert við stefn um í máli þessu. Hins vegar höf- um við ekki séð ástæðú til að senda Látravík h.f. afrit af þessu erindi, þar sem við teljum þá ekki hafa brotið umrædd laga- ákvæði. Enda þótt í málflutningi veiði- málastjóra á umræddum aðal- fundi Landssambands stangaveiði félaga hinn 27. nóv. s.l. hafi mik- ið borið á brýningum í garð und- irritaðra, hvers vegna þeir hefðu ekki kært veiðamar utan vi® Lár- ós á s.l. sumri, Þá sjáum við ekki ástæðu til 'þésk héðan af á annan hátt en með bréfi þessu. Hins vegar munum við minnast þessara orða veiðimálastjóra að sumri og kæra, ef leyfisveiting á sér þá stað á sama hátt og í ár, þ.e. að Veiðimálanefnd verði snið gengin. Undir þessa greinargerð um þetta alvarlega mál skrifa svo stjómamefndarmenn fyrrgreindra félaga með eigin hendi, til að fyrirbyggja allar efasemdir eða tortryggni, enda málið fengið fé- lagslega meðferð áður. Loks fylgja svo greinargerðinni meðlagsonð þau, er flutt voru á aðalfundi Landssambands stanga- veiðifélaga, þegar málið var lagt fyrir fundinn. MEÐLAGS ORÐ FRAMSÖGU- MANNS, Helga Kristjánssonar, fulltrúa Stangaveiðifélags Ólafs- víkur á aðalfundi Landssam- bands stangaveiðifélaga í Kefla- vik 27. nóvember 1971. Á fundi þeim í Stangaveiðifé- lagi Ólafsvíkur, sem ræddi og sam þykkti þessa ályktun, urðu miklar umræður um þetta niál, og voru allir á einu máli um, að me® veiting” leyfis til ádráttarveiði í sjó hefði verið gefið hættulegt fordæmi, er gæti valdið miklum erfiðleikum fyrir stangaveiði- menn. Ekki er vitað, hvar íslenzki lax inn dvelur þau tímabil, sem hann er ekki í ánum- Þar af leiðir, að ekki vitum við Breiðfirðingar t.d. hvort 'xx sá, ef í okkar ár geng- ur, kemur fyrir Öndverðarnes eða Skor eða í þriðja lagi beint af hafi. Komi laxinn fyrir Öndverðarnes og fylgi ströndinni, þá eni minni líkur á ,að lax sá, er gengur í Hólmkelsá og Fróðá, komist nærri Lárósi. En hvað þá um lax þann, sem færi sömu leið til göngu f Dalaárnar? Eru Þá ekki milrlar líkur á, að lax sá, er gengur f þennan hátt utan við Lárós? Komi Breiðafjarðarlaxinn aftur á móti fyrir Skor eða beint af hafi, þá er að mínu viti alveg undir hælinn lagt, hvar hann kem ur að ströndinni á Snæfellsnesi nofðanverðu og byrjar leit að sín um ósi. Geta kannske eigendur Láróss eða veitendur ádráttarleyfisins upplýst þennan leyndardóm og/ eða sannað, að þarna sé einungis verið að drepa lax, .sem í Lárós- stöðina ætlar að ganga.' Nei, hafið er áreiðanlega al- menningur, hvað laxinn snertir, líkt og afréttarlönd sauðfjárins. Leyfist bændum að helga sér sauðfé á afrétti án markskoðun- ar? Nei, — vissa þarf að vera fyrir hendi um eignarrétt. Hvers vegna sitja ekki eigendur Láróss við sama borð og aðrir laxarækt- endur í landinu, þ.e.a.s. að verða að sæta því, að laxinn gangi sjálf viljugur í veiðivatnið? Um laxeldisstöðina í Lárósi er að öðru leyti allt gott að segja. Hún er virðingarvert framtak, og leitt að málstað hennar skuli spillt me® þessum ádráttarveiðum. En lítum nú á fordæmið. sem gefið er með þessu. Víða á landinu hagar svipað til og í Lárósi, þ.e. að frá náttúrunn ar hendi eru góð skilyrði til þess að gera laxeldisstöðvar, og má reikna með, að svo verði gert í auknum mæli. Hvað þá ef að dyrum berja erfið leikar við að fá laxinn til að ganga sjálfviljugan inn í stöðvarn ar? Verður þá ef til vill veitt leyfi tfl að veiða me® ádrætti úti fyrir? Hvað um stöð, sem staðsett yrði t.d. að Grjóteyri við Borgar- fjörð, þar sem tugþúsundir laxa eiga leið um í Borgarfjarðarám- ar? Væri hægt a® verja ádráttar- veiði þar? Svo tala blöðin um fjölda Þeirra laxa, sem gengið hefðu inn í Lár- ósstöðina. Blöðin sögðu einnig frá fjölda þeirra laxa. sem gengið hefðu í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Ætli þa® hefði ekki orðið eitthvað hærri tala, ef ádráttur hefði farið fram í Kolla- firðinum? Nei — fundarmenn góðir. Hér þurfa samtök stangaveiðimanna að sporna við fótum. Veiði á laxi í sjó hefur ætlð verið höfuðóvinur stangaveiði- manna og þess vegna er með um- ræddum veiðum gengið í berhögg við stefnu íslenzkra stangaveiði manna. Góðir fundarmenn! Pélög þau, sem erindi þetta senda inn á fundlnn, æsbja þess að því verði vel teJdð og að fund urinn taki skýra afstöðu með því í þessu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.