Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 16
tölin og nýjo lögin (Tímamynd Gunnar) TK-Reyfejawffe. Tímanum hefur borizt bælding ur frá rikisskattstjóra með „leiS beinjngum rið útfyllingu skatta- framtals árið 1972“. Tíminn mun ekki birta þessar upplýsingar um skattaframtal, vegna þess að þær eru byggðar á gildandi lögum, en ekki þeim frumvörpum rikis- stjórnarinnar, sem nú eru til loka afgreiðslu á Alþingi. — Tíminn mun birta leiðbeiningar í sam- ræmi við ný lög, þegar lögin hafa verið samþykkt. Frá blaðamannafundinum með Magnúsi Kjartanssyni, iðnaðarráSherra í gær. Islendingum fjölgaðium 2.474 og eru 206.818 Laugardagur 22. janúar 1972 Nýtt þak sett á Glaumbæ TK-Reykjavík. Stjórn Húsbyggingarsjóðs Fram sóknarfélaganna í Reykjavík ákvað á fundi sínum s.l. þriðju- dag, 18. jan., að hefjast þegar handa um að setja að nýju þak á Framsóknarhúsið við Fríkirkju, veg til að koma í veg fyrir frek- ari skemmdir á húsinu. Verður þakið reist í sömu mynd og var. Reykjavíkurborg hefur leitað eftir samningum við Húsbygging- arsjóðinn um kaup á Framsóknar húsinu. Engin niðurstaða hefur enn fengizt í þeim viðrœðum. Hafizt verður handa um að setja þakið á Glaumbæ nú þegar eftir helgina. SJ-Reykjavík. fslendingum fjölgaði um 1,21% eða 2.474 íbúa á síðasta ári, eða öllu heldur á tímabilinu frá 1. des. 1970 til 1. des. 1971. 1. des. 1970 voru landsmenn 204.344, en voru 206.818 1. des. s.l. Eru þetta bráðabirgðatölur frá Hagstofu fs- lands. Er þetta meiri fjölgun en verið hefur undanfarin ár. Karlar eru enn í meirihluta á landinu, og eru þeir 2.306 fleiri en kvenfólkið. Ekki eru karl- menn þó alls staðar fjölmennari. í Reykjavík eru 1.859 fleiri kon- ur en karlar. Akureyri og Sauðár krókur eru einu kaupstaðirnir þar sem konur hafa vinninginn yfir karla hvað mannfjölda snertir. Á Akureyri eru 160 fleiri konur, þær cru 5.529 á móti 5.369 körl- um. Á Sauðárkróki eru 826 kon- ur en 806 karlar. Konur virðast kunna vel við sig í Hrísey. Þær eru þar 160, en karlar 135. Svo er að sjá sem konur kunni næstum eins vel við hverahitann og eyjaloftslagið. í Hveragerði eru 436 konur en 421 karlmaður. Eini hreppurinn á landinu, þar sem konur eru í teljandi meirihluta yfir karlmenn er Ásahreppur í Rangárvalla- sýslu. Þar eru 98 konur en 81 karl. f kaupstöðunum í heild eru 562 fleiri karlmenn en konur, 30.129 — 29.567. í sýslunum er munur- inn meiri, eða 2.662; 33.951 karl — 30.389 konur. Fámennasti hreppur landsins er Loðmundarfjarðarhreppur. Þar er nú einn maður. í Flatey á Skjálfanda eru nú skrásett fimm manns, og munu þau dveljast á eynni á sumrin. Þriðji fámenn- asti hreppurinn er Fjallahrepp- ur, N-Þing. Þar eru 25 íbúar. Þá kemur Selvogshreppur fjórði fá- mennasti með 26 íbúa. v)g síðan Fróðárhreppur, Snæfeflsnesi jneð 28 íbúa. í Grímsey, nyrzta hreppi lands- ins, eru nú 82 íbúar. Eyrarhreppur (Hnífsdalur) var sameinaður ísafjarðarkaupstað_ 3. október í haust. Skrásettir á ísa- firði eru nú 3.029 manns. 1. des. 1970 voru íbúar fsafjarðar 2.680, en Eyrarhrepps 397. fbúum fsa- fjarðar og Eyrarhrepps hefur sam kvæmt því fækkað um 48 á liðnu ári. Konaformaður Menntamála- ráðs Á fyrsta fundi nýkjörins Mennta málaráðs skipti ráðið með sér verkum svo sem hér segir: Formaður er Inga Bima Jóne- dóttir; varaformaður Kristján Benediktsson og ritari Baldvin Tryggvason. Aðrir í Menntamálaráði era Bjöm Th. Bjömsson og Matthías Johannessen. (Fréttatilkynning frá Menntamálaráði) Skattafram- Tjón vegna þrumuveðurs austanfjalls EB—Reykjavík. Eldingu sló niður í rafmagns- línu og símalínu í Ölfusinu um klukkan hálf þrjú í gærdag og brann einn rafmagnsstaur af þeim sökúm. Rafmagnstæki, sem voru í sambandi á bæjun- um í kring eyðilögðust og per- ur sprungu. Samkvæmt upplýs- ingum Páls Þcrlákssonar á Sandhóli í gærkvöldi, var þá enn rafmagnslaust á þremur bæjum og símasambandslaust á fimm bæjum. Taldi Páll að vi@- gerðum vegna þess arna myndi þó Ijúka í gærkvöldi. Páll Þorláksson sagði, að þegar eldingunni hefði slegið niður, hefði fólk í fyrstunni haldið að um jarðskjálfta vær að ræða. Heyrðust afar miklar dunur og miklar eldglæringar sáust. Mikið þrumuveður var anst- anfjalls síðdegis í gær. Stórvirkjanir og tenging orkusvæða hagkvæmust Minnzt 25 ára afmælis gildistöku raforkulaganna OÓ-Reykjavík, Að öllum líkindum verður raf- magnslínan norður lögð á ár- unum 1973 til 1974, en það fer eftir orkuspá og hve þörfin fyrir raforku fyrir norðan verður mikil. En áður en orkukerfi Norður- og Suðurlands verða samtengd, verða raforkusvæðin á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra tengd. Horfið er frá þeim hug- myndum að reisa margar og til- tölulega litlar raforkustöðvar, og verður öll áherzla lögð á það í framtíðinni, að reisa stórar vatns- aflsstöðvar og tengja orkusvæðin hvort öðru. Þetta kom fram á fundi sem Magnús Kjartansson, iðnaðarmála ráðherra, og nokkrir af forvígis- mönnum orkumála, héldu með blaðamönnum í gær, í tilefni þess að 25 ár eru nú liðin sfðan raf- orkulögin tóku gildi. Samkvæmt þessari heildar- stefnu verður horfið frá því ráði að virkja Svartá í Skagafirði, en nokkur kurr hefur verið í mönn- um vegna þeirrar ráðagerðar. Að spurður sagði ráðherrann. að hætt hefði verið við virkjunina bæði af hagkvæmnisástæðum og einriig végna þess að bændur í héra'ðinu eru mótfallnir slíkri virkjun og virðist lítil ástæða til að fara að vekja þar mótmæla- öldu þegar önnur og hagkvæmari lausn er fyrir hendi. Þegar eru hafnar framkvæmd- ir við víðtækari dreifingu raf- orku um landið og eru uppi mikl- ar áætlanir um samtengingu orku j svæða. Nú er verið að leggja línu frá Búrfelli að Hvolsvelli og verð ur orku frá Búrfelli þannig dreift um allt Suðurland. Framkvæmd- ir við Lagarfossvirkjun eru hafn- ar og á Vestfjörðum er unnið að virkjun fyrir botni Arnarfjarðar, sem verður álíka stór og Lagar- fossvirkjunin, og á að tengjast öðrum veitukerfum á Vestfjörð- um og fullnægja orkuþörf þar. En Vestfirðir verða fekki í bráð tengdir öðrum orkusvæðum. — Ég tel, sagði ráðherrann, að endurskipulagning rafveitusvæð- anna sé bezt komin á einni hendi og hef hugsað að Landsvirkjun verði landsvirkjun að raun og að stefnt verði að því að samtenging orkusvæðanna nýtist sem bezt og markaður fyrir rafmagn stækki. Reiknað er með að virkjunin við Sigöldu komist gagnið um svipað leyti og línan norður verð ur tilbúin. En virkjunaraðstaða á Norðurlandi er samt sem áður I athugun og er nú unnið að áætl- un að virkjun Dettifoss, og kæmi sú virkjun ef til vill í stað Hraun eyjafossvirkjunar, en nánari at- hugun þarf að fara fram áður en ákvörðun verður tekin um hvor virkjunarstaðurinn verður fyrir valinu. Uppi eru hugmyndir um að koma á fót orkufrekum iðnaði Framhald á bls. 14. Loðnuverð til yfirnefndar ÞÓ-Reykjavik. Verðlagsráð sjávarútvegsins hef ur ekki komið sér saman nm verð á loðnu og hefur nú málinu verið skotið til yfirnefndar og átti fyrsti fundur nefndarinnar að vera í gær. Landsamband íslenzkra útvegs manna hefur skorað á sjómenn og útgerðarmenn að hefja ekki loðnuveiðar fyrr en loðnuverð er komið á, en eftir því, sem blað- ið kemst næst. þá virðast bátarn- ir ætla að streyma á miðin þrátt fyrir þessa áskorun. AKRANES Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknaruist í félags- heimili sínu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 23. jan. n.k. kl. 16. Ölhim heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.