Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 38
Mér fannst þetta frekar ein-kennileg „heimildarmynd“, innan gæsalappa, hjá honum Jónasi Knútssyni,“ segir Sverrir Stormsker tónlistarmaður, sem er vægast sagt óhress með þátt sem sýndur var um hann í Sjón- varpinu á sunnudaginn. „Fyrir það fyrsta þá kom hvergi fram að þetta er sjö ára gömul mynd, í öðru lagi þá kom aldrei fram hvernig viðmælend- urnir tengdust mér og í þriðja lagi þá kom enginn fram í mynd- inni sem þekkti mig að einhverju ráði og þess vegna held ég að sjónvarpsáhorfendur hafi orðið akkúrat engu nær um mig eftir þáttinn, sem í sjálfu sér er nátt- úrlega ágætt, því þá er nóg pláss fyrir fordóma. Viðmælendurnir voru allir vinnufélagar sem ég starfaði stopult með einhvern tíma á lífsleiðinni eða fólk sem ég hef aldrei talað við og þaðan af síður það við mig. Stundum spurði ég sjálfan mig meðan ég horfði á myndina: Um hvern er þetta mér ó k u n n u g a fólk eigin- lega að t a l a ? Þ a r n a k o m t . d . f r a m e i n - h v e r t a ð - r e y k t l i s t a - s p í r a s e m v i l d i v i r k a v o ð a - l e g a klók og hreykti sér af þ v í eins og h a n i upp á fjós- haug að hafa gabbað mig til að fara út á túnið fyrir framan Höfða og skjóta þar máva til að löggan tæki þar af mér byssu. Lögg- an hefur aldrei tek- ið af mér neina byssu fyrir að skjóta einhverja fugla. Ég skaut hins vegar niður allt o f skæra truflandi peru í ljósastaur fyrir framan húsið hjá mér og þá kom löggan og sagði: „Þú þarft náttúrlega enga ljósastaura, Sverrir minn, því heimurinn á ennþá menn eins og Sverri sem allt lýsa upp.“ Sverrir segir kvikmyndagerð- armanninn lítið hafa reynt að komast að kjarnanum í sér: „Hann hafði ekki heldur neinn áhuga á því að reyna að kafa ofan í Zorró eða Sverró á bak við grímu- na og hvað þá að spyrja af skynsamlegu viti eitt- hvað út í tónlistina, ljóðlistina, málverkin, málshættina, greina- skrifin eða nýyrðabókina. Hon- um var hins vegar mikið í mun að hamra á því neikvæða um mig og halda þeirri firru sem hæst á lofti að ég hefði eingöngu gefið út klám og það er mjög undarlegt, sérstaklega í ljósi þess að af um það bil 150 lögum sem ég hef gef- ið út þá eru um 10 djóklög sem mætti flokka sem klám sam- kvæmt „grófri“ skilgreiningu. Samt fór dágóður tími margra viðmælenda í að ræða „allt þetta klám“ sem ég á að hafa gefið út. Þetta eru alveg ótrúlegir leppalúðar, næstum því fáfróðari og ófyndnari en Davíð Þór Jóns- son og Sigurjón Kjartansson báð- ir til samans.“ Frágangur myndarinnar og framsetning efnis er einnig fyrir neðan allar hellur að mati Sverr- is, sem segir klippingu hennar vera „sér kapítula“ út af fyrir sig. „Hún var þannig úr garði gerð að sem mestar líkur væru á því að ég virkaði í stöðugri mót- sögn við sjálfan mig. Flest mín ummæli fengu aldrei að hafa nauðsynlegan und- anfara og komu því oft eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þetta eru svakalega lúaleg vinnu- brögð hjá Jónasi og maður spyr sig: Í hvaða tilgangi var þáttur- inn eiginlega gerður? Hann lofaði mér því að ég fengi að kíkja á myndina með góðum fyrirvara áður en hún færi í loftið en það loforð sveik hann að sjálfsögðu eins og öll önnur. Hann fékk aldrei heimild hjá mér til að sýna myndina óséða og þetta getur því ekki einu sinni kallast „heimildarmynd“ að því leytinu til heldur. Þetta var einfaldlega heimildar- mynd um Jónas Knútsson og hans amatörsvinnubrögð og bar allt svipmót hans sjálfs: Óvandaður, grunnur, marklaus, illa klipptur, illa gerður, óheiðar- legur, svæfandi og stupid. Það má einnig segja að þetta hafi ver- ið heimildarmynd um það hvern- ig eigi ekki að gera heimildar- myndir.“ ■ ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Kosningabarátta forsetafram-bjóðandans Snorra Ás- mundssonar varð fyrir nokkru áfalli í gær þegar það láðist að telja hann upp á meðal annarra sem þegar hafa lýst því yfir að þeir renni hýru auga til Bessa- staða. Snorri var í gær ítrekað inntur eftir því hvort hann væri hættur við framboðið en sú er raunin vitaskuld ekki. Hann seg- ir söfnun undirskrifta stuðnings- manna ganga vel og hann ætti því að vera til í slaginn áður en framboðsfrestur rennur út. Ein- hverjar sögur eru komnar á kreik um að forsetaframboð Snorra sé í raun gjörningur enda maðurinn listamaður og býsna frumlegur sem slíkur. Það er þó ekki annað á kappanum að heyra en honum sé enn full alvara og hann er meira að segja svo víg- reifur að hann sló upp sigurhátíð um helgina og var gleði hans og stuðningsmanna slík að nágrann- ar sáu sig tilneydda til að kvarta yfir látunum til lögreglu. Þol- gæði nágrannanna var þó nokk- uð þar sem einhverjum var farið að þykja nóg um strax um klukk- an 20. 30 12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR HEIMILDARMYND SVERRIR STORMSKER ■ er fokvondur út af sýningu heimildar- myndar sem Sjónvarpið sýndi um hann á sunnudaginn. Hann segir vinnubrögðin við gerð myndarinnar og val á viðmæl- endum hafa orðið til þess að hann var í stöðugri mótsögn við sjálfan sig og áhorfendur séu því engu nær um hin eina sanna Sverri bak við grímuna. Brengluð mynd af Stormskerinu SVERRIR STORMSKER „En annars hafði ég gaman af sumu í myndinni, t.d. Snorra eldhuga í Betel sem sagðist endilega vilja kveikja í öllum disk- unum og bókunum sem ég hef gefið út, eins og honum sé eitthvað kalt. Það hlýtur að hafa yljað þessum litla strák með eldspýturnar um hjarta- rætur þegar húsið mitt brann. Ætli hann sé ekki núna að hlusta á Loga í Vestmannaeyjum spila Brennið þið vitar og diskar.“ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. KR og ÍBV. Kristinn H. Gunnarsson. Danmörku. Lárétt: 1 halli, 6 slít, 7 tveir eins, 8 í röð, 9 fát, 10 færði sig, 12 gerast, 14 mjöl, 15 varðandi, 16 sk.st. 17 snák, 18 afkimi. Lóðrétt: 1 ánægjuvottur, 2 borg, 3 smá- orð, 4 ílát, 5 líkamshluta, 9 smetti, 11 hlotnaðist, 13 konunafn, 14 nagdýr, 17 pot. LAUSN: Lárétt: 1brekka,6ríf, 7rr, 8oó,9fum,10 vék,12ske,14mél,15um,16úk,17 orm,18skot. Lóðrétt: 1bros,2ríó,3ef, 4krukkur, 5 arm,9fés,11fékk,13emma,14mús,17 ot. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 1210 5 Rocky Það eru allir klipparar lausir, þannig að þú getur valið! Ég tek allavega ekki þennan Kenny Rogers þarna! Magnað hvernig klipparar geta breytt um karakterinn hjá manni! Frá Rocky til... Bingó! ÞESSI virðist kunna þetta! Ég tek hana! Hvað ertu með í pokanum, Rocky? Eyrun á mér! Bert í Sesam- stræti... Bobby Ewing... Jónas R.!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.