Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 1
ÍflfS BLAÐ II — Sunnudagur 22. janúar 1972 — Listahæfileikar Margrótar droftningar eru óumdcilanlegir. Þessi þrjú fangamörk sín tcikna'öi hún sjálf. Frá vinstri krónprinsessan, gift Honnry, og drottningin. I „Konungurinn V er látinn lifi Friðrik IX. Danakonungur verður jarðsettur á morgun í Hróarskeldudómkirkju, þar sem forfe'ður hans og danskir konungar fyrri alda hvíla. Kista konungs héfur síðustu dag- ana staSið í hallarkirkju Kristjánsborgar á viShafnarbörum og hefur fjöldi fólks gengiS fram hjá börunum og vottaS virSingu sína. Yfir kistuna er breidd krýningarskikkia kon- ungs og við höfSagaflinn standa þrjú silfurljón. Á morgun verður kistan flutt með viðhöfn að aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmanna- höfn og þaðan með sérstakri lest 30 km. leið til Hróarskeldu. í lestinni verða einnig nán- ustu ættingjar og fylgdarlið. Við athöfnina í Hróarskeldudómkirkju verða flestir þjóðhöfðingjar Evrópu. Milljón- ir sjónvarpsáhorfenda víða um heim munu geta fylgzf með útförinni. Þegar fregnin um dauða kon- ungsins barst út föstudagskvöldið 14. janúar, grét fólk víða um landið. Gráturinn hljóðnaði þó daginn eftir, er nýr þjóðhöfðingi tók formlega við völduni: Mar- grét, elzta dóttir hins látna kon- ungs. En þjóðarsorg ríkir í Dan- mörku og hvaðanæva að úr heim- inum hafa dönsku þjóðinni borizt samúðarkveðjur. Konungur í 25 ár Friðrik konungur IX. tók við völdum 21. apríl 1947 af föður sín um, Kristján konungi X., látnum. Hinn 21. apríl í ár hefði hann ver- ið konungur í aldarfjórðung. Mik- il hátíðarhöld voru fyrirhuguð af því tilefni og var undirbúningur þeirra hafinn, er konungur veikt- ist. í marz hefði konungur orðið 73 ára. Hann var fæddur í Sorgen- frihöll, elzti sonur Kristjáns þá- verandi krónprins og Alexandrínu prinsessu, en hún var fædd her- togaynja af Meeklenburg-Schver in. Þótt allir vissu, að Friðrik yrði einhverntíma konungur, var upp- eldi hans næstuim eins og annarra barna, frjálslegt og eðlilegt. Á 18 ára afmælisdegi sínum, 1917 varð Friðrik meðlimur danska ríkis- ráðsins og hafði því átt sæti þar í 55 ár, er hann lézt. Hann hafði orðið vitni að stórum hluta í sögu Danimerkur. Eitt af því fyrsta var endursameining Danmerkur og Suður-Jótlands. Við hlið föður síns reið hann einn suanardag ár- ið 1920 inn á hið endurheimta landssvæði til að taka Þátt í gleði íbúanna og raunar allrar þjóðar- innar þennan dag. Ferðalangur Þótt Friðrik konungur væri verndari Sambands danskra flug manna, var hann sjálfur aldrei neinn aðdáandi flugvélarinnar. Hann vandist því síðar að nota flugvélar á hinum löngu og mörgu ferðalögum sínum, en flugferðir sem slíkar voru honum ekki nautn. Fyrsta langa flugferð Friðriks var um vorið 1937, er hann sem krónprins var ásamt Ingiríði krón prinsessu í fyrstu flugferð, sem farin var án viðkomu inilli Lond- on og Kaupmannahafnar með danskri áætlunarflugvél. Skip, járnbrautir og bifreiðar voru konunginum miklu hugstæð- ari farskjótar en flugvélar, en eftir stríð urðu flugvélar allsráð- andi. Sumarið 1960 fóru konungs hjónin í mikið ferðalag, fyrst fljúg andi yfir Norðurpólinn með við- komu í Syðra-Straumfirði, til Los Angeles. Þaðan þvert yfir Banda- ríkin til Washington og New York. Þetta ár var „Danmerkur- ár" í Bandaríkjunum og þurfti konungur víða að koma við. Þessi ferð var sannkölluð ævintýraferð og eftiir það var sagt, að ferða- lög konungs hefðu tekið nokkr- Uim stakkaskiptum. Síðar ko-mu tvær ævintýráferðh til viðbótir, til Thailands í jan. 1962 og.til ír- an vorið 1963. Ef til vill var það í Thailands-ferðinni, sem konung- ur sætti sig loks við flugvélina. Þetta var Iíka 22 klukkustunda flug hvora leið. Um ferðalagið til íran sagði konungur síðar, að það væri ógleymanlegt. Auk þessara ferða, sem hér hafa verið nefndar, voru óteljandi smáferðalög, en slð asta ferðalag konungs var í haust til fran, þar sem haldiS var upp á 2500 ára afmæli persneska keis- aradæimisins. Tónlistarunnandi Friðrik konungur var mikill tónlistarmaður og hafði sérstaka hæfileika í þá átt, einkum sem stiórnandi. Tónlist hefur sett svip sinn á dönsku konungsfjöiskyld- una um aldir. Við hirð Kristjáns konungs IX lét Louise drottning tónlistarhæfileika sína og dætr- anna þriggja, Dagmar, Alexandrine og Thyru, njóta sín vel. Friðrik konunigur er talinn hafa erft tón- listargáfu sína frá móður sinni, Alexandrine drottningu, sem var framúrskarandi píanóleik- ari. Friðrik lærði snemma að spila á píanó, en hann lét sér það ekki nægja, heldur .stjórnaði einn- ig hljómsveitum síðar. Þó ekki sé auðvelt fyrir konungborið fólk Á vinstri myndinni sjást fjórir konunglegir aettliðir. Gamli maðurinn er Nikolaj af Rússlandi, langafi Friðriks konungs, sem þarna er ársgamall, i fangi móður sinnar Aiexandrine prinsessu, erí við hlið hennar situr móðir hennar, Anastasia hertogaynja af Mecklenburg. Á hægri myndinni er Friðrlk að hjálpa Margréti heima með öll blómin, sem hún var búin að tina i sumarleyfinu. Myndin er tekin 1946.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.