Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 2
14 TIMINN SUNNUDAGUR 22. janúar 1972 að láta Ijós sitt skína á svo sér- stöku sviði. varð það siður á hverju ári, að konungur stjórnaði sinfóníuhljámsveit útvarpsins við sérstðk tækifæri. Til eru á hljóm- plötam dagskrár slíkra tónleika, þar seim konungur stjórnar. Þá kom það einnig fyrir, að hann stjórnaði hljómsveituim við óperu flutning. Margar af sínuim haim- ingjustundum átti Friðrik konung ur, ar hann stóð með tónsprotann i höndum. Unni Grænlandi Áhugi Friðriks konungs á Grænlandi og ást haiís til lands óg þjóðar, var greinileg. Hann hafði góða þekkingu á vandamálum Grænlendinga og fylgdist vel með öllu, sem gerðist í því sambflmdi. f auguim Grænlendinga var kon- ungurinn heldur ekki f'jarlæiftt hug tak, heldur lifandi og vingjarn- leigur maður, seimi á einstakan hátt saimeinaðist í konungleg virðing og náttúrleg kímni. Friðrik kynntist Grænlandi Cyrst þegar hann sém krónprins feoim þangað imeð föður sínuim ár- ið 1921. Eftir að hann >var orðinn konungur, kom hann þanigað 1952, 1860 og 1968. Með honuim í þess- um ferðum var drottningin og 1980 Margrét krónprinsessa einn- ig. Græmlandsferðir konungsins woru ekki skptferðir, heldur kynn isferðir með viðkomu á öllum helztu stöðum og mörgum smá- stöðum. Hann lagði áherzlu á að hafa tíma og tækifæri til að kynn ast fólkinu og vandamálum þess, hann ræddi við fólk, og leyfði því einniíg að kynnast sér. Friðrik lagði áherzlu á að heim sækja Grænland á kohungsnekkj- unni, Dannebrog, rétt eins og haran fór á henni milli staða í Danimörku sjálfri. Þessa viðleitni hans að sýna að Grænlamd oig Danmörk væru ein heild, kunnu Grænlendingar að meta. Græn- lendingar virða yfirstjórn lands- ims, en ekki er víst að þeir myndu gera það, ef sú stjóro setti sig á baan hest gagnvert þeim. En Frið- rik konungur hefur alltaf verið vinur Grænlendinga og það hefur þjóðin fundið, skilið og virt. ElskaSi sjóinn Ást Friðriks á sjónum og sjó- mönnum var fölskvalaus og kom í IJós þegar á unglingsárum hans, þegar bræðumir sigldu á hverju sumri með foreldrum sínum á kon ungssnekkjunni og fóru simám saman að vinna störfin um borð. Þegar svo krónprinsinn síðar — eftír stúdentsprófið — átti að velja menmtun sína, valdi hann með samþykki foreldra sinna, að fara til sjós ag gerast nemi í flot- anum 1917. Hann lauk prófi það- an 1921 og fékk titilinn sjóliðs- Allt fram til 1935 fór hann ár- Iega í ýmsar ferðir á skipum flot- ans, oft sem skipstjóri, en síðan fóru skyldur hans sem krónprins að taka svo mikið af tíma hans, FriSrik konungur meS dótturson slnn og nafna, sem nú er orðinn krónprins og sezt einhverntíma í hásætið sem FriSrik X. að hann sá sér það ekki fært leng ur. Gegn um öll þessi ár óx ást hans á sjónum og öllu, sem þar gerðist. Hann bar óskerta virð- ingu fyrir.sjómönnuim,Jivext.seim. verkefni þeirra á sjónum var. í mörg ár fór hann aldrei öðruvísi en með skipum milli staða og hann hélt alla tíð sambandi við marga af þeim skipstjórum, sem hann hafði kynnzt á ferðum sín- um til Grænlands, íslands, Am. eríku og Austurlanda fjær. í áraimótaboðskap konungs um hver áramót, voru jafnan nokkur orð til sjófarenda. Anir þeir, sem á sjó eru, munu verðveita með virðtagu minninguna um Friðrik IX. Miðdepill fjölskyldunnar Eitt af því sem gerði Friðrik konung hvað kærastan dönsku þjóðinni, var að hann var góður faðir og glaður afi. Flestir muna þó árin, er Friðrik krónprins og Ingiríður krónprinsessa gengu með bamavagninn um Löngu- línu. Skot og sprengjudunur kváðu við annað slagið. Hinir ungu foreldrar sýndu öllum, sem þau sáu, að hægt var að láta sig stríðið engu skipta með því að láta, sem það væri ekki til. Margar fallegar myndir frá fyrri árum, sýna gleði Friðriks yfir f jölskyldu sinni. Ástæðan til þess, að allar dætur hans eru nú, sem fullorðnar konur, svo vel gerðar og heilsteyptar manneskjur, á yafalaust 'rætur síhar(a8 rekjá'^til hamihgjusamrar ""'"berífsku .*"",óf æsku í föðurhúsum. Friðrik hló og skemmti sér með dætrum sínum, hann var ekki strangur faðir, sem refsaði af litlu tilefni. En veigna þess að hann og kona hans voru svo skyldurækin, lærðu börnin það frá því fyrsta, að konungbor- ið fólk verður oftsinnis að láta skemmtun víkja fyrir skyldu. Friðrik konungur gekk aldrei sem barn í venjulegan, almennan skóla. Sennilega hefur hann sakn- að samverunnar við jafnaldra á unglingsárunum, því það var að hans ákvörðun, að dæturnar voru látnar fara 1 almennan skóla. Alltaf þegar konungshjónin fóru í heimsóknir sínar um land- ið með Dannebrog, tóku þau flæt urnar með sér. Þau vissu, að fólk- ið langaði að sjá þær, og einnig hitt, að þær myndu laera og sjá margt á þessum ferðum. Margrét drottning hefur sagt, að í' byrjun hafi verið erfitt að vera miðpunkt ur athygli fjölda fólks. — Mig langaði mest til að skríöa inn í músaholu, sagði hún. En faðir hennar gerði hénni ljóst, að þetta var nokkuð, sem varð að gera og þá igat hún það. Friðrik náði að leiða allar dæt- ur sínar upp að altarinu og kynn- ast bömum þeirra ailra síðar. Á 70 ára afmælisdaginn kom hann á svalir Amalienborgarhallar um- kringdur allri fjölskyldu sinni, dætrjpnj tengdasonum og barna- börnum og me'ð Ingiríði við hlið sér eins og ævinlega. Það er mikill missirinn fyrir fjölskylduna og ef til vill er hann þyngri konungbornu fólki en öðr- um, því aðstæður krefjast þess, að songin sé borin með reisn, sem allir hafa ekki yfir að ráða. Ingiríður drottning og dætur hennar munu bera sorg sína vel, ekki sízt vegna þess, að þeim var kennt það af Friðrik konungi, sem nú er ekki við hlið þeirra lengur. Margrét II. Margrét, elzta dóttiir Friðriks, varð þjóðhöfðingi á sama augna- bliki og faðir hennar gaf upp and ann, Aðeins þurfti formsatriði, áð ur en hún varð Margrét II, Dana. drottning, 560 árum eftir lát Mar- grétar I. Það var sólskin í Kaupmanna- höfn, þegar hin nýja drottning tók, .formlega við völdum fyrir rúmri viku. Á mínútunni kl. 3 3ð dönskiuh tíma, opnuðust svala. dyrnar á Kristjánsborgarhöll og drottningin, svartklædd, kom út á svalirnar ásamt Jens Otto Krag, forsætisráðherra. 100 þúsund manns voru samankomin á torg- inu fyrir neðan, til þess eins að eins að vera persónulega viðstatt þennan hluta landssögunnar, þótt alveg eins vel hefði verið hæigt að sjá atburðinn í sjónvarpinu heima í stofu. Jens Otto Krag ávarpaði fólkið og hrópaði síðan þrisvar sinnum samkvæmt gamalli hefði: Friðrik konungur níundi er látinn, lengi lifi hennar hátign. Margrét drottn ing önnur. Síðan tók drottningin til máls Wmm- ¦~d*- •¦^1" HANDBOK BÆNDA1972 TÆKNI - NÝJUNGAR FJÖLBREYTT - GAGNLEG HANI>BÓKIN er nauðsynleg bændum, sem vilja fylgjast með nýjungum. Húsmæður, í HANDBÓKINNI er allt, sem þið þurfið að vita um stofublóm. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS, Bændahöllinni, sími 19200. Þessi mynd varS heimsfræg á sínum tíma. FriSrik konungur sltur við pianóið, en Benedikta kíkir úr felustaS sínum bak viS tjöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.