Tíminn - 22.01.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 22.01.1972, Qupperneq 2
TIMINN SUNNUDAGUR 22. janúar 1972 FríSrik konungur meS dótturson sinn og nafna, sem nú er orSlnn krónprins og sezt einhverntíma í hásætiS sem FriSrik X. 14 að láta Ijós sitt skína á svo sér- stöku sviði. varð það siður á hverju ári, að konungur stjórnaði sinfóníuhljóimsveit útvarpsins við sérstök tækifæri. Til eiru á hljóm- plötum dagskrár slíkra tónleika, þar sean konungur stjórnar. Þá kom það einnig fyrir, að hann stjórnaði hljómsveitum við óperu flutning. Margar af sínum ham- ingjustundum átti Friðrik konung ur, etr hann stóð með tónsprotann i höndum. Unni Grænlandi Áhugi Friðriks konungs á Grænlandi og ást hans til lands óg þjóðar, var greinileg. Hann hafði góða þekkingu á vandamálum Grænlendinga og fylgdist vel með öllu, sem gerðist í því sambymdi. f augum Grænlendinga var kon- untgurinn heldur ekki fjarlægt hug tak, heldur lifandi og vingjarn- legur maður, serni á einstakan hátt sameinaðist í konungleg virðing og náttúrleg kímni. Friðrik kynntist Grænlandi fyrst þegar hann sem krónprins kom þangað með föður sínum ár- Ið 1921. Eftir að hann var orðinn konungur, kom hann þangað 1952, 1960 og 1968. Með honum í þess- um ferðum var drottningin og 1980 Marigrét krónprinsessa einn- ig. Grænlandsferðir konungsins voru ekki skotferðir, heldur kynn isferðir með viðkomu á öllum helztu stöðum og mörgum smá- stöðum. Hann lagði áherzlu á að hafa tíma og tækifæri til að kynn ast fólkinu og vandamálum þess, hann ræddi við fólk, oig leyfði því einnig að kynnast sér. Friðrik lagði áherzlu á að heim sækja Grænland á koriunigsnekkj- mmi, Dannebrog, rétt eins og hamn fór á henni milli staða í Banmörku sjálfri. Þessa viðleitni hans að sýna að Grænlamd oig Danmörk væru ein heild, kunnu Grænlendimgar að meta. Græn- lendimgar virða yfirstjóm lands- ims, en ekki er víst að þeir myndu gera það, ef sú stjóm setti sig á háan hest gagnvert þeiim. En Frið- rik konungur hefur alltaf verið vinur Grænlendinga og það hefur þjóðin fundið, skilið og virt. Elskaði sjóinn Ást Friðriks á sjónum og sjó- mönnum var folskvalaus og kom í ljós þagaæ á unglingsárum hams, þegar bræðurnir sigldu á hverju sumri með foreldrum sínum á kon tmgssnekkjunni og fóm smám saiman að vinna störfin um borð. Þegar svo krónprinsinn síðar — eftir stúdentsprófið — átti að velja memmtun sína, valdi hann mfið samþykki foreldra sinna, að fara til sjós oig gerast nemi í flot- aniun 1917. Hann lauk prófi það- an 1921 og fékk titilinn sjóliðs- forimigi. Allt fram til 1935 fór hann ár- lega í ýmsar ferðir á skipum flot- ans, oft sem skipstjóri, en síðan fóru skyldur hans sem krónprims að taka svo mikið af tíma hans, að hann sá sér það ekki fært leng ur. Gegn um öll þessi ár óx ást hans á sjónum og öllu, sem þar gerðist. Hann bar óskerta virð- ingu fyrir .sjómönnuim, bvert seini verkefni þeirra á sjónum var. í mörg ár fór hann aldrei öðmvísi en með skipum milli staða og hann hélt alla tíð sambandi við marga af þeim skipstjórum, sem hann hafði kynnzt á ferðum sín- um til Grænlands, íslands, Am- eríku og Austurlanda fjær. í áramótaboðskap konungs um hver áramót, voru jafnan nokkur orð til sjófarenda. Allir þeir, sem á sjó eru, munu verðveita með virðínigu minninguna um Friðrik IX. Miðdepill f jölskyldunnar Eitt af því sem gerði Friðrik konung hvað kærastan dönsku þjóðinni, var að hann var góður faðir og glaður afi. Flestir muna þó árin, er Friðrik krónprins og Ingiríður krónprinsessa gengu með bamavagninn um Löngu- ltnu. Skot og sprengjudunur kváðu við annað slaigið. Hinir ungu foreldrar sýndu öllum, sem þau sáu, að hægt var að láta sig stríðið engu skipta með því að láta, sem það væri ekki til. Margar fallegar myndir frá fyrri árum, sýna gleði Friðriks yfir fjölskyldu sinni. Ástæðan til þess, að allar dætur hans eru nú, sem fullorðnar konur, svo vel gerðar og heilsteyptar manneskjur, á vafalaust rætur síriar, að rekja' til hamingjusamrar bernsku og æsku í föðurhúsum. Friðrik hló og skemmti sér með dætrum sínum, hann var ekki stranigur faðir, sem refsaði af litlu tilefni. En vegna þess að hann og kona hans voru svo skyldurækin, lærðu börnin það frá því fyrsta, að konungbor- ið fólk verður oftsinnis að láta skemmtun víkja fyrir skyldu. Friðrik konungur gekk aldrei sem barn í vemjulegan, almennan skóla. Sennilega hefur hann sakn- að samverunnar við jafnaldra á unglingsárunum, því það var að hans ákvörðun, að dæturnar voru látnar fara I almennan skóla. Alltaf þegar konungshjónin fóru í heimsóknir sínar um land- ið með Dannebrog, tóku þau dæt urnar með sér. Þau vissu, að fólk- ið langaði að sjá þær, og einnig hitt, að þær myndu læra og sjá margt á þessum ferðum. Margrét drottnimg hefur sagt, að í byxjun hafi verið erfitt að vera miðpunkt ur athygli fjölda fólks. — Mig langaði mest til að skríða inn í músaholu, sagði hún. En faðir hennar gerði henni ljóst, að þetta var mokkuð, sem varð að gera og þá gat hún það. Friðrik náði að leiða allar dæt- ur sínar upp að altarinu og kynn- ast börnum þeirra ailra síðar. Á 70 ára afmælisdaginn kom hann á svalir Amalienborgarhallar um- kringdur allri fjölskyldu sinni, dæt ryfcin, tengdasonum og barna- börnum og með Ingiríði við hlið sér eins og ævinlega. Það er mikill missirinn fyrir fjölskylduna og ef til vill er hann þyngri konungbornu fólki en öðr- um, því aðstæður krefjast þess, að songin sé borin með reisn, sem allir hafa ekki yfir að ráða. Ingiríður drottning og dætur hennar munu bera sorg sína vel, ekki sízt vegna þess, að þeim var kennt það af Friðrik konungi, sem nú er ekki við hlið þeirra lengur. Margrét II. Margrét, elzta dóttir Friðriks, varð þjóðhöfðingi á sama augna- bliki og faðir hennar gaf upp and ann. Áðeins þurfti formsatriði, áð ur en hún varð Marigrét II, Dana- drottning, 560 árum eftir lát Mar- grétar I. Það var sólskin í Kaupmanna- höfn, þegar hin nýja drottning tók. formlega við völdum fyrir rúmri viku. Á mínútunni kl. 3 að dönskum tíma, opnuðust svala- dyrnar á Ki'istjánsborgarhöll og drottningin, svartklædd, kom út á svalirnar ásamt Jens Otto Krag, forsætisráðherra. 100 þúsund manns voru samankomin á torg- inu fyrir neðan, til þess eins að eins að vera persónulega viðstatt þennan hluta landssögunnar, þótt alveg eins vel hefði verið hæigt að sjá atburðinn í sjónvarpinu heima í stofu. Jens Otto Ki-ag úvarpaði fólkið og hrópaði síðan þrisvar sinnum samkvæmt gamalli hefði: Friðrik konungur níundi er látinn, lengi lifi hennar hátign. Margrét drottn ing önnur. Síðan tók drottningin til máls HANDBÚK BÆNDA1972 T7EKNI - NÝJUNGAR FJÖLBREYTT - GAGNLEG HANDBÓKIN er nauðsynleg bændum, sem vilja fylgjast með nýjungum. Húsmæður, í HANDBÓKINNI er allt, sem þið þurfið að vita um stofublóm. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS, Bændahöllinni, sími 19200. Þessi mynd varð helmsfræg á sinum tíma, Friðrik konungur situr viS píanóið, en Benedikta kíkir úr felustað sínum bak við tjöldin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.