Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 3
ÍUNNUDAGtJR 22. janúar 1972 TIMINN 15 um vlð hirðina upp á þönnukök- ur í hallargaröinum. Ein þeirra bakaði pönnukökur, en enn þann dag í dag hafa þær ekki sagt hver, því veitingarnar voru ekki sérlega vel heppnaðar. Margrét sagði einfaldlega á eftir: Ef engum verður illt, þá er allt í lagi. Á ferðalögum sínum um heitm- inn, hefur Margrét oftsinnis hald- ið fundi með fréttatnönnum og hún er rómuð fyrir greið svör og sóiskinsskap við slík tækif. Enn er mörgum í fersku minni, þegar hún var eitt sinn spurð, hvort hún ætl aði ekki að fara að leita sér að eiginmanni. Hún brosti og svar- aði I gamansömum tón: — Nei, hann á að leita að mér. Aðeins einni spurningu blaða- manna hefur hún aldrei viljað svara: — Hvað ætlarðu að gera, þeigar þú verður drottning? Þá varð hún jafnan alvarleg og sagði: — Um þann dag huigsa ég aldrei, því þá verður faðir minn dáinn. Alltaf að læra öll menntun Margrétar hefur miðazt við, að hún yrði drottning einn góðan verðurdag. Nú er sá dagur kominn og áreiðanlega er leitun á betur menntuðum þjóð- höfðiwgja. En Margrét getur — eins og flest börn — þakkað móður sinni fyrir, að uppeldi hennar var stefnt i heppilega átt. Imgiríður -á um það, strax og Margrét var orðin læs — og raunar hinar dæturnar líka — að hún fengi barnabækur á frönsku, sæmsku og ensku til að stauta sig fram úr. Auk þess talaði Ingiríður snemma móðurmál sitt, sænsku, við litlu prinsessurnar. Því varð tungu- ¦málanámið auðvelt, þegar í skól- ,ana kom, A^Jir. prófessprar og kennarar, sem kennt hafa Mar- Þessi mynd er tekin af Margréti drothiingu, þegar hún kom með tárin I augunum frá banabeði föður síns. og dauðaþögn varð fyrir neðan. Hún talaði rólega, en af festu og aðeins einu «inni brast rödd henn ar. Hún lauk máli sínu á þessum orðum: — Guðs hjálp — kærleik- ur þjóðarinnar — styrkur Dan- merkur. Þetta eru kjörorð drottn- ingarinnar, sem hún valdi sér sjálf. Ýmsar breytingar, sem nú voru gerðar, hefur drottningin ákveðið sjálf. Flestar eru þær til þess að færá fonmið nær nútímanum. Hún Éelldi niður alla titla og það til- kynnti hún á ríkisráðsfundi strax morguninn eftir lát föður síns. Hann bar langan og mikinn opin- beran titil, en Margrét er aðeins Af guðs náð, drottning Dan- merkur. Upphaf titils föður henn- ar var — konungur yfir Dan- mörku, en hún sleppti yfir. Mangrét drottning teiknaði sjálf hið opinbera fangamark sitt, seim sett verður á peninga, bygg- ingar ríkisins, fána og einkenn- isbúninga. Blöð um allan heim hafa und- anfarið skrifað mikið um Mar- gréti drottningu. Hún er sögð bezt menntaði þjóðhöfðingi heimsins, ung, gafuð, fögur og 6 fet á hæð. Þannig tók Sunday Mirror til orða. í New York Times var talað um hana sem tungumálasnilling og íþróttamanneskju, sem hafi mesta ánægju af því óformlega. eins og faðir hennar. Áhugamál hennar séu allt frá fornleifagreftri til jiu- jitsu, sígildri tónlist til tennis, skíðaíþróttarinnar og hlaupa. Hún tali fimm tungumál, hafi gert sjónvarpsþætti um ferðalög sín er lendis og búið í moldarkofa í Súdan við fornleifauppgröft. Eitt blað sagði, að hún sem barn hefði ekki alltaf verið ímynd glæsileikans en nú sé hún það sannarlega. Venjulegt barn Sú saga er til, og alls ekki ósennilegri en margar, sem sagð- ar hafa verið af drottningunni sem barni, að eitt sinn hafi tvær litlar stúlkur hitzt í afmælisveizlu og eftirfarandi samtal átt sér stað: — Ég heiti Margrét. Hvað heitir þú? — Ég heiti Benta. Hvað gerir pabbi þinn? — Hann ar kóng ur, en pabbi þinn?. . . . Litla prinsessan hafði engan sér stakan áhuga á stöðu sinni í þjóð- félaginu. Henni fannst það gera hana öðruvísi en önnur börn og það vildi hún sízt af öllu vera. Fyrstu kanaríf uglarnir henriar hétu til dæmis Herra og Frú. Henni fannst þeir verða að heita það, því öll fjölskyldan var ann- aðhvort kóngar eða drottningar, prinsar eða prinsessur og hún vildi endilega hafa einhvern í ná- vist sinni, sem var bara herra eða frú. Oft á æskuáruim Mangrétar voru haldnaí skemmtanir í konungs- höllinni. Þá klæddist fólk í fína búninga og lék ýmis hlutverk. En Margréti var ekkert um það gefið að leika prinsessu, það var engin tilbreyting í því. Einu sinni settu systurnar á svið Hans og Grétu og þá lék Margrét nornina af svo mikilli sannfæringu, að litlu syst- urnar, sem voru Hans og Gréta, urðu skelfingu lostnar í alvöru. Það var Benedikta, sem var yfir sig hrifin af fínum fötum og vildi alltaf vera áð klæða sig í ein- hverja skrúða. Þá sat Margrét í gailabuxum með krosslagða fæt- ur á gólfinu og gerði góðlátlegt grín að systur sinni. En systurnar voru mjög sam- rýndar, þótt þær stríddu hver ann arri. Ef alvara var á ferðum, stóðu þær saman eins og ein manneskja. Einu sinni buðu þær vinum sln- ÆFINGAGALLAR ÆFINGATÖSKUR ENSKIR FÉLAGSBÚNINGAR ENSKIR FÉLAGSFÁNAR ENSK FÉLAGSMERKI MYNDIR AF ENSKUM FÉLAGS- LIÐUM * ÚTVEGUM FÉLÖGUM OG SKÓLUM HANDKNATTLEIKSBÚNINGA, KNATTSPYRNUBÚNINGA OG KÖRFUKNATTLEIKS- BÚNINGA Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 - sími 11783 POSTSENDUM HEIMILISÍÆKJAMÓNUSTAN SÆVTÐARSUNDl 86 — SÍMl 30593. Gerum við eldavélar, þvottavélar, þvottapotta, brærivélar og bvers konar önnur raftækL SlMI 30593. Vegna setningar íaga um styttingu vinnuviku, verba bensínstöðvar í Reykjavík opnar sem hér segir: Virka daga 7.30—21.15 Sunnudaga 9.00—11.30 og 13.00—21.15 Eftir lokunartíma bensínstöðvanna verður bensín afgreitt til notenda á bensínstöð Olíufélagsins Skeljungs h.f. á Kópavogs- hálsi, bensínstöð Olíuverzlunar Islands h.f. á Vitatorgi og bensínstöð Olíufélagsins h.f., Hafnarstræti 23. Olíufélagið Skeljungur h.f. Olíuverzlun íslands h.f. OlíufélagiS h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.