Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 7
iUNNUDAGUR 22. janúar 1972 TÍMINN 19 •-*m*^m*-**-^-^r*m**m-mm-m w*0*^0*4r*0*0'i0*m<0»0**^^*é **m*0**m4*m0i+*0t^ ^p ^¦^¦^¦^•^^ »*^^.^^^-^ ^¦^•^¦^¦^^¦^^^¦¦^¦^^fc^^s^^^.^^^^^^N^i^.^^l^.^^^' ^•-* > Þaö gerist ekki öll sagan í áþreifanlegum efnisheimi Hcilsuhæli náttúrulækninga- félags íslands £ Hveragerði er að minni hyggju sá eini stað- ur á landi hér, þar seim þreytt fólk, aldrað eða heilsuveilt get ur dvalið sér til hvíldar og hressingar svo að nokkru gagni komi. Þar er vel að öll- um búið og svo virðist sem ýmsir endurheimti þar nokk- urn hluta þeiirrar orku, sem þeir áður hugðu glataða. Taug- arnar róast og yfirbragðið verð ur glaðara. Þessu mættu íslenzkir ráða- menn gjarnan gefa gauim og hegða sér þar eftir. Hér á heilsuhælinu hitti ég að máli Jósefínu Njálsdóttuir, sem ung óx upp í Árneshreppi á Ströndum. Hún fæddist á Borðeyri í Hrútafirði fyrir sjö- tíu og fimm árum og hefur því lifað það timabil í íslenzkri þjóðairsögu, sem kalla má, að mestar breytingar hafi orðið á högum og lífsháttum fólksins í landinu. Lítil börn vorra tíma eiga erfitt með að skynja ömmusöguna sem raunveru- leika. Foreldrar mínir voru Njáll Guðmundsson frá Kjós í Árnes hreppi og Súsanna Margrét Þorleifsdóttir ættuð úr Húna- þingi. Þórarinn, langafi minn, var bróðir Hjallalands-Helgu. Faðir minn nam trésmíði hjá Konráði sem búsettur var inni í Hrútafirði og tók pilta til kennslu. Höfðu þau móðir mín samastað á Borðeyri og þar fæddist ég. Þegar ég var ársigömul flutt-1 ist faðir iminn, að tilmælum föður síns, með f jölskyldu sína norður að Kjós. Þar var hann í þrjú ár og reisti vandaðan bæ að þeirrar tíðar hætti. Eftir það fór hann norður að Krossnesi við Norðurfjörð og bjó þar í þrettán ár, var ég því þar mín æsku- og ung- lingsár. Búskaparárin á Krossnesi stundaði faðir minn jöfnum höndum, ásamt með búskapn- um, smíðar og sjóróðra. Krossnes er mikil álagajörð. Ég man það vel, þó þá væri ég aðeins stelpukrakki, að gamli bóndinn, sem Hermann hét og var fyrstu árin í tvíbýli við föður minn, sagði honum frá þeim stöðum, sem ekki mátti hreyfa við af manna- höndum. Foreldrar mínir virtu þessa þjóðhelgi og vorum við börn- in undir sérstökum aga gagn- vart því. Einu sinni var Guðlaugur á Steinstúni fenginn til að rista heytorf og honum bent á stað- inn, íar sem hann átti að rista. Faðir minn var ekki heima en hafði, áður en hann fór, gefið fyrirmæli um þetta. Guðlaugi hefur líklega ekki getizt sem bezt að landinu, sem hann átti að vinna, því að hann færði sig til og veitti ég því þá athygli, að hann var kominn á einn þeirra staða, sem ekki mátti við hreyfa, og sagði ég móður minni frá þessu. Hún sendi mlg strax til hans með skilaboð um, að hann skyldi hætta. Guðlaugur hló i—m w» framan í mig og kvaðst mundi fara sínu fram. Ég fór þá aftur til móður minnar og sagði henni sem var. Gamla konan brá sér þá út sjálf og var Guð- laugur þá búinn að rista þrjár torfur á bannstaðnum. Móðir mín bað hann að hætta verk- inu, sem skjótast og setja nið- ur torfurnar. Mætti hann fara heim, ef hann ekki gæti í þessu farið að fyrirmælum hennar. Guðlaugur hló, en þegar hann sá, hver alvara henni var, lét hann þó vera sem hún vildi, og stóð hún yfir honum meðan hann gekk frá torfun- um. Um þetta var svo ekki meira talað, enda varð enginn skaði af. Þar sem ég þekkti til f Ár- neshreppi á þessum árum, var fólkið víðast fátækt, en þó ekki þannig, að mat skorti. Faðir minn vann við smíðar hér og þar í hreppnum, en naumast mun hann hafa orðið hökufeitur af þeirri iðju, því að kaupið var kr. 1,50 á dag og verkfæri sín varð hann að bera á bakinu milli bæja. Eitt af því, sem hann mun hafa annazt algjörlega a.m.k. í norðurhluta sveitarinnar, var að smiða likkistur utan um þá sem dóu. Sjaldan virtist honum koma mannslát á óvart og var hann oft búinn að Bafa verkfæri sín tilbúin áður 1m honum bárust boð þar um. Hvernig hann fékk þessa vitneskju vildi hann ekkert um ræða, kvað það sér einum við- komandi. ' Við systkinin vorum þrjú. Ég elzt og svo bræður mínir tveir, Skarphéðinn og Gunnar, yngri. Vorið 1913 fluttumst við til Sauðárkróks. Þar virtist faðir minn ætla að hafa það gott hvað atvinnu snerti, en hann undi sér ekki og fluttist aftur heim í Árneshirepp næsta vor. Hann fékk þá stóra lóð í Norð- urfirði og byggði þar íbúðar- hús, sem hann nefndi Njáls- staði. Engin grasnyt fylgdi en hann ræktaði vel blettinn kringum húsið og fékk engja- heyskap hjá bændum, svo að fljóUega gátum við haft kú. Þegar ég var komin á ung- lingsár fór ég að vinna fyrir mér, að nokkru utan heimilis. Sumarið, sem við vorum á Sauð árkróki, fór ég í kaupavinnu að Tunguhálsi í Lýtingsstaða- hreppi. Þar var móðursystir mín húsfreyja. Annars er til- gangslaust að vera að tfunda allan minn flæking, því að ég fór svo víða. Mig langaði til að kynnast lífinu í landinu. Af þessu nam ég ýtniss konar verkshátt, t.d. lærði ég bæði netabætingar og karlmanna- fatasaum. Ég var í síld á Siglú- firði og f fiskvinnu hjá Hálf. dáni í Búð í Hnífsdal, svo að eitthvað sé nefnt. Auðvitað lá svo leiðin til Reykjavíkur. Þar kynntist ég Guðmundi Þórðarsyni. Hann var þá sjójnaður á togaranum Nirðl, vörpulegur maður og harðduglegur. Guðmundur vsr Rangæingur af Víkingalækjar ætt, frá Rauðnefsstöðum. Við giftuim okkur árið 1932 og stofnuðum heimili í Reykjavik. Þá'voru erfið ár. Kreppa, at- vinnuleysi og f járskortur. Sumarið 1934 átti að hefja byggingu sfldarverksmiðju á Djúpuvfk. Ég hafði orð á því við Guðmund, hvort hann væri mjög andvígur þv£ að við leit- uðum eftir atvinnu þarna og færum norður eitt sumar. Hann féllst á þetta og við feng um vinnuna og komum til Djúpuvíkur með norskum flutningadalli 17. jún£ um vor- Jósefína Njálsdóttir ið. En þetta sumar varð býsna langt, því að á Djúpuvík vor- um við búsett f 20 ár, og Guð- miundur fastur starfsmaður við verksmiðjuna hjá h. f. Djúpu vík allan þann tíma. Þegar ég nú lft til baka, finnst mér að þac höfum við lifað okkar beztu æviár. Guð- mundur var mikill athafnamað ur og kom sér upp talsverðu af skepnum. Á tfmabili áttum við tvær kýr, 30 kindur og þrjú hross. Þetta var talsvert erfitt, þar sem Guðmunduir'var i föstu starfi, en hann notaði skap og ég gat svo annazt hey skap og ég gat svo annast hey- þurrkinn. Þegar börnin" okkar tvð komust á logg, gátu þau lfka hjálpað tiL Guðmundur var mikill dýra- vinur og fannst sér erfiðið full- goldið með umgengninni við skepnurnar, enda voru kind- urnar svo hændar að honum, að því var likast sem þær væru allar heimalningar. A veturna gat hann kallað þær i hús á kvöldin, þótt þær dreifðu sér um Im'mir og hjalla ofan við víkina. Á þessum árum var fjöl- menni á Djúpuvfk og atvinna næg. Þar var margt fólk að- flutt og varð ég ekki annars vör en að það yndi hag sínum vel. Ulviðri og einangrun held ég, að fáir hafi talið helztu einkenni Ámeshrepps á þeim árum. FólMð var athafnasamt og leið vel og er mér næst að halda, að þeir, sem ittu heim- ili og lífsbjargarmbguleika sæmilega, hafi ekki kosið ann- an samastað fremur. Eg hef heyrt, að þú værir gædd dulskyni, Jósefina? — Já, «kki neita ég þvi, að ýmislegt hefur fyrir imig bor- ið, sem ég á erfitt með að skýra. Það má kannski telja þetta truflun. En það er eitt- hvað i undirvitundinni, sem starfar án þess ég geri mér grein fyrir á hvern hátt. Vildir þú kannski segja mér eitthvað nánar frá þessu? Ég mun hafa verið nokkuð innan við fermingu. Faðir minn var einhvers staðar úti i sveit við smfðar. Þá er það eina nóttina, að mér virðist rauðskeggjaður maður koma á gluggann yfir rúminu mfnu og kalla til mín: „Hann pabba þinn vantar fulnishefiUnn". Hvort honum hefur sýnzt ég veita þessu of litla athygU veit ég ekki, nema hann kallar aftur og nú tals- vert hærra. „Hann pabba þinn vantar fulnishefilinn". Daginn eftir kemur J6n Samsonarson framan úr vfk. Hann segir þær fréttir, að Pét- ur Jónsson á Gjögri sé dáinn og er með boð frá pabba að senda sér verkfæri, þv£ að hann ætU að smiða kistuna. Jón gat ómögulega munað hvaða verkfæri hann hafði sér- staklega ibeðið um og mamma kvaðst alveg ókunnug hvaða áhöld hann helzt notaði f þessu tilfelli. „Sendu honum „fulnishefil- inn, mamma", sagði ég. „Já, ég get alveg eins sent hann og hvað annað, því ég geri mér enga grein fyrir hvað hann vantar". Þegar heim kom sagði pabbi, að ef hann hefði ekki fengið þennan umrædda hefil, hefði það kostað sig að senda aftur norður. Þegar ég fyrst kom til ísa- fjarðar, þénaði ég hjá Árna Olasyni trésmið. Ég kom þang að i húsið 7. desember og var fengið til umráða herbergi, sem mágur húsfreyjunnar, Art húr að nafni, hafði. Hann var í sigUngu og var von á honuui heim fyrir jól og var þá til þess ætlazt að hann yrði í her- bergi með bróður sinum með- an hann væri heima. Konan fylgir mér inn í her- bergið; það er rúmgott. Á miðju góUi er stórt borð, inni í horni kommóða og á henni nokkrar myndir. Við einn vegg inn er sófi, þar er mér ætlað að sofa. Ég var þreytt eftír ferðalag- ið og bjó því strax um mig Og sofnaði fljótt. Ekki veit ég hve lengi ég hef sofið en vakna við það, að ég heyri að úti- dyrahurðin er opnuð og svo gengið upp stigann og inn ganginn áleiðis að dyrum her- bergisins, þar sem ég svaf. Ég varð mjög skelfd, þvi að ég taldi vlst, að gleymzt hefði að loka útidyrahurðinni og ég var þarna ein uppi á lofti I ókunn- ugu húsi. Á fótatakinu heyrði ég, að maðurinn var á stígvél- um, járnslegnum á hælum og tám. Nú opnast herbergishurðin og í dyrunum stendur hár mað > m**m^^»*m<m*>m+ ¦~*~ mmm>m*m^mm»^<^imm^m0>^mm^^^m*mm<^m^m'^^^^*4^m^n^0'^^mmm^m^ m*m**^mmm+mmmmw m* ur. Hann er vel farinn í and- liti með þykkt, dökkt hár, greitt upp frá enninu. Klædd- ur er hann dökkbláum fötum, í stígvélum úr leðri, og ná þau upp á miðja leggi. Hann lítur rólega til mín og hverfur mér þá að mestu allur ótti en má mig þó hvengi hræra. Maðurinn gengur inn eftir góUinu og staðnæmist við kommóð'una, eins og hann sé að athuga myndirnar. Síðan snýr hann sér við, kemur að höfðalaginu til mín, lítur nið- ur og horfir framan í mig og finnst mér ég óttalaus mæta augnaráði hans. Hann gengur svo fram að dyrunum, fer út úr herberginu, lokar á eftir sér hurðinni og heyri ég fóta- tak hans fram ganginn, niður stigann og út, sömu leið og hann kom. En nú er sem af mér séu leystir fjötrar. Ég sprett upp úr rúminu, hypja mig í fötin, tek lampann, kveiki á honum og fer fram í eldhús og sezt þar. Skömmu seinna kemur frú- in fram. Hún segist hafa heyrt mig ganga fram úr herberginu en ekki fara inn aftur og þvi viljað vita, hvað um væri að vera. Ég segi henni hvað fyrir mig hafi borið. „Ekki skil ég að hann Art- húr hafi það sterkan hug til herbergisins, að honum sé ekki nokkuð sama hver gistir þar. En þvi verður ekki neit- að, að lýsing þ£n á manninum kemur nokkuð heim við útUt hans", segir frúin. Hún fer svo fram til sfn og kemur aftur með dálitla mynd i ramma og sýnir mér. „Þetta er maðurinn", segi ég óhugsað, en sá eftir þvf um leið og ég sleppti orðinu, en þó meira seinna. Daginn eftir segir hún mág- konum sínum, systrum Art- húrs, frá þessu og fannst þeim saga min furðuleg og hefur án efa vakið hjá þeim einhvern óróa. Skömmu seinna kom skip að sunnan. Með því var Arthúr væntanlegur, og fer Árni nið- ur á bryggju til þess að taka á móti honum. Þegar bann verður hans ekM var meðal farþeganna sem i land koma, víkur hann sér að einum þeirra, sem hann þekkU vel, og spyr hvort hann hafi ekk- «rt orðið var við Arthúr. „Arthúr", segir maðurinn og bregður mjög: „Hefur þú ekki frétt af honum?" „Nei", Árni kveður það ekki vera. Maðurinn færir honum þá þær fréttir, að Arthúr hafi fall- ið út af skipinu, sem hann var á £ sfðasta túrnum og drukkn- að. Þú ert bæði skyggn og draumspök? Mið dreymir oft og órar fyp- ir ýmsu þv£ ókomna. Ég skynja stundum eitthvað umhverfis það fólk, sem verð- ur á vegi mínum og líður mis- jafnlega vel í návist þess. Ég held það verði varla rei^gt, að eitthvað sé til utan efnisheimsins, sem okkur er áþreifanlegur. Þ.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.