Tíminn - 23.01.1972, Síða 2

Tíminn - 23.01.1972, Síða 2
2 TIMINN SUNNUDAGUR 22. janúar 1972 Unga fólkið getur sjálft ráðið miklu um framtíð Glaumbæjar FUF í Reykjavík boðar til fundar að Hótel Sögu um málið og óskar eftir að heyra álit unga fólksins Eins og kunnugt er, hef- er Félag ungra Framsókn- irmanna í Reykjavík boð- að til fundar að Hótel Sögu n.k. miðvikudag um fram- tíð Glaumbæjar, en FUF er einn af eigendum húss- ins og vill gjarnan heyra álit unga fólksins í borg- inni á þessu máli og móta stefnu sína í samræmi við vilja þess. Tilhögun fundarins verður með þeim hætti, að fluttar verða stuttar framsöguræð- ur, en á eftir verða frjálsar um ræðuir. Fratnsögumenn verða Guðjón Styrkársson, formaður Húsbyggingasj óðs Framsóknar- félaganna, Markús Örn Antons son, borgarfulltrúi, en hann er jafnfiramt formaður Æskulýðs ráðs, Guðbergur Auðunsson, Birgir Viðar Halldórsson og Kristján Þórarinsson, stjórnar menn í FUF, og Haukur Ingi bergsson og Jónas R. Jónsson. Fundarstjóri verður Ómar Kristjánsson. Hvaða leið er betri. Sannarlega snertir Glaum bæjarmálið mikinn fjölda ungs fólks í Reykjavík og nágrenni og jafnvel víðar — og óhugi þess á því að Glaumbær verði endurreistur sem skemmtistað UMSJÓN: EINAR BJÖRGVIN ur ungs fólks er ótvíræður. Tvö þúsund manna áskorunin er ein sönnun þess, og svon. „Glaumbæjarhreyfing" sem hélt opinn fund í Háskólabíói í gær er önnur sönnun þess. Það vantar tilfinnanlega skemmtistað fyrir ungt fólk í Reykjavík og nágrenni, skemmtistað rekinn á eins nú- tímalegan hátt oig Glaumbær var rekinn fyrir brunann. Og hvaða leið er betri til þess að fullnægja þessari þörf unga fólksins, en einmitt sú að endurreisa Glaumbæ og reka hann með svipuðu sniði og áður? Og nú er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum svo að við fáuim Glaum bæ aftur — EB. Glaumbær hreinsaður eftir brunann. (Tímamynd Gunnar) Bangladesh á 3 plötum — og bandarísk þreyta á einni! Apple-fyrirtækið í London hefur nú gefið út þrjár LP- plötur í sama umslaginu, og var tónlistin á þeim tekin upp á Bangladesh-hljómleikunum í New York, sem George Harris son stóð fyrir í ágúst s. 1. Bera plöturnar einfaldlega titilinn „The consert for Bangla Desh“. Eins og mörgum tmun vera kunnugt tóku margir heims- þekktir hljómlistannenn þátt f þessum hljómleikum, sem haldnir voru til styrktar þeim fjölda Austur-Pakistana, er barðist fyrir aðskilnaði og þá um leið sjálfstæði þess lands við Vestur-Pakistan, undir nafninu Bangladesh, og bar sigur af hólmi í þeirri bar áttu með aðstoð Indlands, og hefur nú stofnað ríkið Bangla desh. En þetta er nú kannski dálítill útúrdúr, og atburður sem öllum á að vera kunnugt um. Á þessum plötum eru sem sé listamenn eins og Ravi Shankar, Bob Dylan, Eric Clapton, Billy Preston, Ringo Stair, Jesse Davis, Klaus Voor man, Leon Russell og að sjálf sögðu George Harrisson sjálfur. Á plötunum eru náttúrlega lög, sem þessir listamenn hafa gefið út á sínum eigin plötum, en þau eru þarna leikin á sér stökum stað og með því hugar fari sem hlýjar manni um hjartaræturnar, hugarfari sem er sérstaklega tillitsamt, ef svo má að orði komast — mannlegt. SPEGLAR ÁSTAND í BANDARÍKJUNUM. Það hefur ekki verið venfa í þessum þætfi, að skýra frá nýútkomnum hljómplötum frá poppheiminum erlendis. En úr því getið var Bangladesh- platnanna, er ekki úr vegi að minna á plötu, sem Bandaríska hljómsveitin Sly & The Family Stone hefur nýlega sent frá sér, en sú hljómsveit hefur notið töluverðra vinsælda hér á landi, sem annars staðar í heiminum. Þessi nýja plata hljómsveitarinnar heitir „There's riot goin‘on“. Það hefur verið sagt um Sly & The Family Stone, að tónlist hennar hafi alltaf verið í góðu sambandi við það sem raunverulega væri að ger ast í kringum hljómsveitina, og ekki nóg með það, heldur hafi hún gert það að verkum, að fólkið umhverfis hljómsveit ina hafi kornizt í merri snert ingu við sjálft sig, og ýtt því út í að gera drguma sína að veruleika. Umrædd plata er sú fyrsta, er hljómsveitin hefur sent frá sér í tvö ór, og hún er samt sem áður gjörsamlega kraftlaus, eioungis þreyta. — En sannar þetta ekki enn einu sinni það sem sagt hefur verið um hljómsveitina, að hún sé í góðu sambandi við það sem er að gerast umhverfis hana? spyrja nú bandarískir popptónlistar- gagnrýnendur og minna því næst á þá breytingu sem ein- kennt hefur bandaríska popp- tónlistanmenn undanfarið. — Er þessi plata ekki þýðingar mikil vegna þess að hún spegl ar vel það ástand sem nú ríkir í þessum effnum hér í Banda- ríkjunum, segja popptónlistar gagnrýnendurnir. Ekki sakar að lokum að minna aðeins á litla ómeng- aða landið okkar í þessu sam bandi. Undanfarið hefur mér virzt anzi mikill spilaleiði ríkja meðal hinna fáu góðu popp- tónlistarmanna sem við eiigum, þess vegna varð að minnsta kosti ég glaður, þegar ég frétti um þær breytingar sem nú standa yfir í poppheimi okkar, þ. e. hræringarnar í tveimur beztu hljómsveitunum okkar, Náttúru og Ævintýri. George Harrisson og Ravi Shankar NÝJÁN KRAFT í POPPT ÓNLISTINA í hálkunni og snjónum síð ast liðinn mánudag, hitti ég tvo vel kunna menn úr popp- heiminum, neðst í Bankastræti. Það voru þeir Björgvin Gísla- son, gítarleikari í Náttúru, fremur illa klæddur miðað við veðurfar og Jóhann G. Jóhanns son, tónsmiður, söngvari, gítar leikari, málari ásamt eflaust mörgu öðru. Við ræddum sam an amástund, þótt allir værum við á hraðri ferð í miðjurn önnum dagsins. Tjáðu þeir fé- lagar mér, að nú stæðu þeir í tækjakaupum, enda mun hljómsveitin Náttúra ekki rík af hljómflutningstækjum eftir að hafa misst slíka hluti í Glaumbæjarbrunanum, því miður. Ennfremur var þarna staðfest, að Jóhann G. væri nú að ganga í Náttúru, en eins og fram hefur komið í fréttum, standa fyrir dyrum miklar breytingar í poppheim inum héma: Ævintýri að kveðja og Pétur Kristjánsson að ganga úr Náttúru og stofna hljómsveit með þeim Sigurði Karlssyni, trommuleikara í Ævintýri og Birgi Hrafnssyni, rythmagítarleikara í sömu hljómsveit. Þá ganga sögur um það að Björgvin Halldórsson sé að ganga til samstarfs við meðlimi Trúbrots. Ekki náði ég tali af Björgvini fyrir helgi til þess að vita hvort þessi orð rómur ætti við rök að styðjast, en að minnsta kosti mér finrst það ekki ósennilegt Gunnar Þórðarson og Björgvin hafa staríað talsvert saman við hljómplötuupptöku og mun það samstarf hata verið mjög gott, og eru þeir vinir góðir. Tvær nýjav hljómsveitir- Eins og kuimugt er, hefur verið heldur ietiiegt yfirbragð á poppheiminum, undanfama mánuð pophljómsveitirnar hafa spilað á skemmtistöðum eins og venjulega, hver með sínu lagi eins og venjulega, staðið að undirbúningi hljóm- platna eins og venjulega. Hljómleikar hafa ekki verið haldnir frá því Writing on the Wall, Man og Badfinger spil- uðu fyrir okkur f Laugardals höll. Jethro Tull-hljómleikun um, sem áttu að vera í Lauigar dalshöll fyirr í mánuðinum, varð að fresta af óviðráðanlegum or sökum, og að því er ég bezt veit, óráðið enn hvenær þeir verða haldnir — og ekkert hef ur frétzt meira af hljómleikun um, sem mun hafa staðið til að halda með íslenzkum popp- hljómsveitum, til stuðnings Náttúru, vegna þess tjóns er meðlimir hljómsveitarinnar urðu fyrir er Glaumbær brann. Nú hefur þetta venjulega hins vegar horfið á braut, að minnsta kosti fyrst um sinn, og tvær vinsælustu hljómsveit irnar stokka nú upp. Eins og áður er komið fram, er vitað um eina nýja hljómsveit sem verður til vegna þessara hrær inga, en þá standa á víðavangi þeir Arnar Sigurbjörnsson, gft arleikari í Ævintýri og Sigur- jón Sighvatsson, bassal úkari í Ævintýri. Líkiega verða þeir ekki aðgerðarlausir lengi og taka ákvörður. mnan skamms hvað þeiir gera í „bransanum" séu þeir ekkí negar búnir að því. Tvær nýjar hljómsveitir vegna breytinga — hver veit0 Ekki skal fjöiyrt meira uip þetta efni nú. en fullviss er ég um, að margir binda miklar vonir við það, að þessar breyt ingar leiði til þess, að nýr kraftur færist í popptónlistar lífið hér.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.