Tíminn - 23.01.1972, Side 3

Tíminn - 23.01.1972, Side 3
SUNNUDAGUR 22. janúar 1972 TIMINN Hvað vill æskan með kirkjuna? Það igerist margt undarlegt nú á döigum, ekki sízt í kirkj- unnar málum, hvort sem prest- uim og öðru forj'rtuliði kirkj- unnar er það ljúft eða leitt. Einn af frægustu blaða- og sjónvarpsmönnum Breta, Mal- colm Muigageridige hefur nýlega skrifað bók, sem nefnist Jesus rediscovered — Jesús endur- fundinn eða uppgötvaður að nýju. Og þótt þessi bók sé að mestu um persónulega trúarað stöðu og reynslu þessa fjöl- fróða nútímamanns, sem hefur fylgzt með á öllum sviðum og í öllum helztu átökum aldar- innar, allt frá uppgötvun sulfa lyfjanna til tunglferða, sem sagt í smásjá og stjörnukíkj- um, þá bendiæ bókin til þess sem er að gerdst á allra síð- ustu tímum í æskulýðshreyfing um og uppreisnum gegn hinu hefðbundna og staðnaða í trú- málum. Auðvitað gætir þar margs kon ar afla, sem virðast einigöngu til niðunrifs. En þar er einnig haldið á kyndlum, sem vísa í áttina til þess, sem verður loka niðurstaða þessa lærða, nýtízku fjölmiðlaþjóns. En þá ályktun mætti orða eitthvað á þessa leið í einni setningu: „Jesús er ljósið. Og æðsta hlutverk hvers manns er að vera í þjónustu þess ljóss, hvort sem hann er blaðamað- ur, prestur eða bóndi, sjómað- ur, kaupsýslumaður, tunglfari, læknir eða vísindamaður". En víkjum nú aftur að æsk- unni með sinn „endurfundna Jesú“. Auðvitað ber þar býsna mik- ið á grunnfærni, öskrum og hávaða, eins og bezt kemur í ljós í hinni umdeildu og um- ræddu mynd Super-Star — Æðsta stjarnan. En þar er fleira til íhugunar. Kirkiulegt mót, sem haldið var í Árhus í sumar gefur nokkuð glöggar hugmyndir um verkefni og vinnubrögð æskulýðsins á þessu trúarlega starfssviði. , Mótin voru raunar þrjú í Danmörku í sumar með svip- uðu sniði, en Árhusmiótið vakti mesta athygli. Þetta voru svonefnd alkirkju mót, en þó varla á vegum Ai- kirkjuráðs og mjög fjarri þvi að líkjast kirkjuþingum eins og saigan segir frá þeim, með háttvirtum prelátum, klerkum og djáknum, kannske með páf- ann í hásæti, með skrúðgöng- um og sálmasöng. Samt áttu þessi mót sína við höfn og sína söngva, sem allt átti að sanna og sýna leit unga fólksins að Kristi á öll- um vegum, og um leið, að hann gæti mætt hverjum og einum á hvaða stíg hverdags- lífsins sem veira skyldi. Alls staðar á þessum mótum var mikið af söng og dansi á dagskrá og tónlist af öllu tagi, allt frá klassiskum symfoníum til popöskra af æstustu gerð eða .jgeggjuðustu“, svo notað sé eigið orðalag unglinganna. Þetta var allt með nýtízku- brag að dómi þátttakenda, en jafnvel eldra fólk sýndist una ( því ágætlega. Hér eru nokkur ummæli eins af forystumönnum mót- anna, sem er ung stúlka, kand- idat í læknisfræði og hefur oft unnið sem firéttamaður bæði við blöð og útvarp. Hún segir: „í Árhus dönsuðum við alltaf í morgunguðsþjónustunni. Þetta var keðjudans milli borða og stóla. Leikið var, á gítar fyrir dansinum og ljóðið sem.sungið var mest, var með þessu viðlagi á ensku: „I am the Lord of the Dance, said he“. „Ég er lávarður dansins, hann kvað", gætum við orðað það á íslenzku. Og hann er þá Jesús, og dansinn, sem hann vill leika okkur öll „ er ríki Guðs“. Þet.ta segir læknakandidat- inn og blaðakonán Ellen Niel- sen um morgunandaktina á mótinu og hún virðist mjög hirfin af öllu, sem þarna gerð- ist. Einkunnarorð þessa móts voru: „Ást og hugarflug". En það er sú hlið mannlífs, sem guðfræðingar yfirleitt telja sig yfLr það hafnir að ræða, segir unga fólkið. Tveir frægir hugsuðir nú- tímans mótuðu umræður og allan blæ Árhus-mótsins. Ann ar í tilvitnunum unglinganna, hinn með nærveru sinni. En sá síðari var Jiingen Mottmann, sem hélt ræðu á þingi þessu og gerði þar grein fyrir hugmynd- um sínum um frelsi, leik og ástir undir fyrirsögn, sem hann tók úr blökkumanna- sálmi: „Hvernig get ég leikið mér í framandi landi?“ Hinn spekingurinn, sem mjög var vitnað til á mótinu í Árhus, var Harvey Cox. En síðasta rit hans heitir „Skrípa- leikuirinn", eða „Bjánahátíðin" og hefur vákið æsingar um alla veröldina ekki ósvipað „Hár- inu“. Aðalefni þessara rita er spurninigin: Hvernig er unnt að njóta æskugleði í heimi, sem ramb- ar á helvítisbanmi haturs og grimmdar og þar af leiðandi skelfinga og þjáninga? ■ Og svarið er: Æskugleði getum við því aðeins notið, að við steypum þessu hrófatildri heimskunnar og hristum það í rústir og velt um hinum fölsku goðum for- tíðarinnar af sínum tignar- tróni, hverju nafni sem þeir nefnast. Raunar er þetta ekki orðrétt, en þó nokkuð næirri því að vera efnislega rétt orðuð skoð- un æskufólksins þarna á trúar- arfi okkar eldri kynslóða. Og því miður verður þar sak laus að líða fyrir sekan eins og gengur, og því miður veæð- ur líka að játa með kinnroða að hér hefur æskan nokkuð til síns máls. í formföstum stöðnuðum kenningum, þótt fagrar séu, hefur ekki tekizt að móta þann kjarna og lífsmagn kenninga Krists, sem nægja mætti til að koma í veg fyrir hörmungar heimsins eða frelsa firá þeim. Ræðumenn töldu nauðsyn að hrista af sér hlekki neyzlusam- félagsins, sem gjört hefur fram leiðsluna að helzta sakramenti. Sú menningarbylting má fylgja í kjölfarið, segja þeir, sem lætur fjárhag og fram- leiðslu þjóna menningunni. En nú er það öfugt, segja þeir. Menningin, þekkingin á alltaf að vera í þjónustu framleiðsl- unnar og auðsöfnunarinnar og því fer sem fer. öllu fórnað á altari Maimmons. Annað megin atriði, rætt á þessu móti, var afstaða kirkjunnar til ásta og kynferðismála yfirleitt. Þar kom skýrt fram, að flest ir töldu kirkjuna alla tíð hafa misskilið hlutverk sitt á þessu sviði. Einu sinni leyfði hún og lét brenna og lífláta fólk fyrir alls konar mistök í ástarmál- um. Hórdómur eða hjúskapar- brot, sifjaspell og svo kölluð blóðskömm þóttu sjálfsögð af- brot til dauðadóma, sem prest- ar og prelátar lögðu blessun sína yfir. Af sömu rótum voru bönn við hjúskap presta og kirkj- unnar þjóna hjá katólskukirkj unni og alls konar refsingar og eftirlit, sem sjálfsagt þótti, þótt ekki væri líf einstaklings að veði lagt. Nú er þetta sem betur fer að mestu úr sögunni. Katólsk- ir. pcestar krefjast !nieira að segja frelsis til ásta og hjú- skapar. Og sú krafa fær býsria mikinn hljómgrunn. Þeir eru orðnir fáir, sem betur fer, sem dæma aðra í ástar- og einkamálum svo sem áður var. Samt eru til þeir, sem enn vilja sinna bókstaf biblíunnar og lagasetningum löngu liðinna alda á þessu sviði, dæma og fordæma. En þeim fækkar óðum. Nú er víð- ast hvar rýmkað um fjötra og viðurlög á sviði einkamála bæði gagnvart sifjamálum, kynviltu fólki og afbrigðilegu í ástum og einkalífi, þar sem áður þótti sjálfsagt að vera með nefið niðri í öllu hjá nágranna sín- um af næsta lítilli góðvild. Ekki skal þó gleymt, að enn er á vegum fjöldans beitt for- dómum, skilningsleysi og grimmd á þpesu sviði, sem kemur fram í slúðri og rógi, sem alltof margir þroskalitlir og illa gerðir einstaklingar veita bæði vængi og eyru. En dauðadómar í ástamálum, uppkveðnir af dómstólum eru samt úr sögunni. Og kirkjan er farin að viðurkenna að frelsi einstaklings til að elska og vera elskaður sé sjálfsagð- ur þáttur í einkalífi og per- sónufrelsi hverrar mannesekju. Allt þetta kom fram hjá lærðum læknum og sérfræðing um á þessu sérstæða móti í Ártius. En þar kom einnig annað í ljós. Þótt kirkjan hafi raun- verulega lengi aðeins viður- kennt hina andlegu, gefandi ást eða það sem nefnt er agape á frummáli kristninnar, grísk- unni, og þýðir elska og kær- leikur, þá má ekki heldur gleyma þeim þætti í tilfinn- ingalegu og kynferðislegu sam bandi einstaklinganna. „Nútíminn leggur alltof ein- hliða áherzlu á hina kynferðis- legu ást“, sagði einn ræðu- manna meðal þessa unga fólks. „Það getur orðið eins hættu- legt hamingju og heillum bæði heildar og einstakra persóna, ef fíkjublaðið er flutt alla leið upp að andlitinu eða alveg kastað burtu“, bætti hann við. Æsingabylgja ástalífsins, með allt sitt óheflaða klám, hefur dregið unað og fegurð ástartilfinninganna ofan í svað ið og saurgað allt. Þar er ör- skammt öfganna á milli. Öll of mötun skapar óbeit. „Hóf er bezt, hafðu á öllu mátá“, ’ gat verið yfirskrift þessa boðskap- ar um ástina og kirkjulegan boðskap, sem þarna var rök- rætt. Og gætum við ekki tekið und ir það í fullri einlægni. Einni ræðunni lauk eitthvað á þessa leið: Gætið ykkar, þetta getur endað i örvænt- ingu og leiðindum. Ekkert gef- ur fremur lífinu gildi. Kirkjan hefur lagt alla áherzlu á agape, hinn fórnandi kærleika, en aðeins talið „ást- ina“ hæfa til að framleiða nýja einstaklinga. Allt þa. fram yfir væri synd og sori, glæpir og skömm. Þetta er auðvitað rangt. En hitt er einnig fjar- stæða. Hið kynferðislega, ást- ræna, holdlega, eða hvað það er nú kallað, sem nefnist „sex“ á götumáli, verður að eiga sér ívaf hins andlega fórnandi kær leika. Við getum kallað slík viðhorf vináttu, samúð, góð- vild og ástúð. Án þessa verður „sex-lífið snautt og dautt“. Er þetta ekki nokkuð rétt álykt- að? Hinn eiginlegi lofsöngur um ástina, kom þarna fram hjá katólskum presti frá Osló, Hal- vard Riebeir-Mohm. Hann vitn- aði óspart í Dante og Shake speare, sem hann taldi gefa tóninn fyrir hið heillavænlega Framhaid á bls. 10. Prentrice-Hall bókasýning Beztu og nýjustu tækni-, vísinda- og fræSibækur frá einum stærsta bókaútgefanda Bandaríkjanna, Prentice-Hall, verða til sýnis og sölu í bókaverzl- un okkar í Hafnarstræti 4, uppi, næstu daga. Þetta er einstakt tækifæri hér á landi til að sjá fjölbreytt úrval erlendra tækni-, vísinda- og fræSi- bóka. Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4 & 9. KRYDD í FALLEGUM UMBÚÐUM MIKIÐ ClRVAL GOTT VERÐ SMEKKLEGAR KRYDDHILLUR FÁST EINNIG O

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.