Tíminn - 23.01.1972, Side 6

Tíminn - 23.01.1972, Side 6
TIMINN SUNNUDAGUR 22. janúar 1972 SKATTAMÁLIN reisnarstjórnarinnar Segja má, að öll þau skattalög, sem nú gilda, hafi verið sett í tíð „viðreisnarstjóirnarmnar“ svonefndu. Það var líka eitt lof orð hennar að koma á fullkom inni og heilbrigðri skattalög- gjöf. Alþýðuflokkurinn hafði lof að því til viðbótar, að tekju- skattar skyldu afnuimdir á venju legtmi launatekjum. Að megin- stofini til eru lögin um tekju- stofna sveitarfélaga frá 1964 og löigin um tekju- og eignarskatt frá 1965. Það er ekki ofjnælt, þótt sagt sé, að skattalöggjöf sú, sem hef ur verið sett í tíð „viðreisnar- stjórnarinnar“, sé í litlu sam; ræmi við fyrirheit hennar. í stað þess að gera skattakerfið einfaldara og óbrotnara, hefur það orðið miklu flóknara en það áður var. í stað þess að fækka sköttum og tekjustofnum, hefuir verið bætt við fjölmörgum nýj um, og er frægastur þeirra að- stöðugjaldið svonefnda. í stað þess að fella niður skatta á almennum launatekjum, hafa þeir verið þyngdir stórlega og sum árin svo stórkostlega, að efnahagssérfræðingar stjórnar- innar hafa lagt til, að einstakl ingum yrðu veitt sérstök l'án til þess að geta innt greiðslu skattanna áf hendi! Stjórnarfrumvarp dagar uppi Vorið 1969 var svo komið, að ríkisstjómin taldi oirðið nauð- synlegt að láta endurskoða skattakerfi sitt. Þá var sett á laggirnar sérstök embættis- mannanefnd, sem hlaut það verkefni að endurskoða skatta- mál atvinnufyrirtækja með til- liti til Eftaaðildar. Sú nefnd skilaði frumvarpi, sem lagt var fyirir Alþingi síðari hluta vetrar 1970. Það náði aðeins til tekju skattsins og eignaskattsins. Mjög var um það deilt, hvort það yrði til bóta fyrir atvinnureksturinn, þar sem eitt ákvæði þess fjall- aði um að fella niður skatt- frjálsu varasjóðina. Atvinnurek endur töldu það einnig óheppi- legt, að endurskoðun skattamála skyldi ekki einnig ná til tekju stofna sveitarfélaga. Þetta og fleira varð þess valdandi, að frumvarpið dagaði uppi. Frum- varpið var í reynd stjómar- framvarp, þótt nefnd flytti það að beiðni fjármálaráðherra. Fyrirheit um hesldar- athugun skattamála Umræður þær, sem urðu um 'ftramannefnt frumvarp á Al- þingi, vöktu aukna athygli á því, að skattakerfi „viðreisnarinnar" væri orðið svo flókið og marg- slungið, að þörf væri á að láta fara fram heildarathugun á því með það fyirir augum að gera það einfaldara og auðveldara í framkvæmd. Fyrrverandi fjár- málaráðherra, Magnús Jónsson, féllst á þetta, og skrifaði hann því áðurnefndri embættismanna nefnd nýtt bréf vorið 1970, þar Unga fólkiS kann vel að meta snjólnn sem lagt var fyrir hana að taka allt skattakerfið til endurskoð unar með það fyrir augum að gera það einfaldara og hagkvæm ara. Jafnhliða því, sem neíndin fjallaði um skattamál atvinnu- rekenda, skyldi hún einn- ig fjalla um útsvars- og tekju- skattsmál einstaklinga og hafa það að miði, að skattar yrðu „sanngjarnir og eðlilegir". ^ Við hlið embættismannanefndarinn- ar var sett á laggirnar sérstök þingmannanefnd til að fylgjast með endurskoðuninni. Tilgangur hennar var að auðvelda Alþingi að fjalla um skattamálin, þegar þar að kæmi. Embættisnefndin tók ósleiti- lega til starfa og vann mikið starf sumarið og haustið 1970. Málið reyndist hinsvegar svo stórt og umfangsmikið, að nefnd in gafst upp við að leg'gja meira fyrir^ Alþingi í fyrra en endur- skoðáð frumvarp hennar frá fyrra þingi um tekjuskatt og eignarskatt aitvinnufyrirtækja. Stjórnarfrumvarpi gerbreytt Þetta frumvarp nefndarinnar var lagt fyrir Alþingi sem stjórn arfrumvarp. Það mun síðar þykja minnisvert í þingsögunni, því að ekki mun kunnugt um apnað stjómarfrumvarp meiiri- hlutastjómar, sem hefur hlotið eins miklar breytingar í meðferð þingsins. Ástæðan var ekki sízt sú, að atvinnurekendur risu gegn því. í fyrsta lagi lögðu þeir til í bréfi til Alþingis, að frumvarp ið yrði ekki afgreitt fyrr en end urskoðun á tekjustofnum sveit arfélaga hefði einnig farið fram. í öðra lagi lögðu þeir til, ef frv. yrði ekki stöðvað, að gerð > ar yrðu á því stórfelldar bareyt- ingar. Einkum var þeim þó kappsmál, að það ákvæði frum varpsins að fella niður skatt frjálsu varasjóðina, næði ekki fram að ganga. Eftir mikið þóf í stjórnarflokkunum, var fallizt á flestar tillögur atvinnurek- enda. Þannig fengu varasjóðiri) ir að haldast. Eins og áður seg- ir, var frumvarpinu gerbreytt í meðferð þingsins og stóð eigin- lega það helzt eftir af upphaf- legu efni þess, að hlutabréfaarð ur yrði skattfirjáls og leyft yrði að greiða hlutabréfaarð úr vara sjóði (arðjöfunarsjóði). Skilyrði Sjálfstæðis- flokksins íSsíiiacSm, icðeauiOs ..Akyæðin yjp .skattfre^si^^Jiluta^ , bréfaarðsins og arðjöfnunarsjóðs ins munu lengi þykja athyglis- verður þáttur í sögu íslenzkra skattamála. Mjög líklegt er, að bæði þessi ákvæði myndu ýta undir það, ef þau kæmu til fram kvæmda, að fé væri dregið úr hinum fjárvana atvinnurekstri, einkum þó meðan hlutafélög eru lokuð, eins og nú er venjan. Þá er mjög sennilegt, að skattfrelsi hlutabréfaarðsins myndi hafa í för með sér stofnun smiárra hluta félaga, þar sem margir myndu reyna að afla sér skattfrjáls gróða á þann hátt. Sá maður, sem einna gleggst hefur bent á þessa hættu, er Ólafur Bjömsson prófessor. Hann hefur m. a. gert það í grein, sem birtist í Mbl. á síðastl. vori. Þrátt fyrir þetta, sótti Sjálf stæðisflokkurinn það af einstæðu ofurkappi að fá samþykkt ákvæð ið um skattfrelsi hlutabréfaarðs ins. Samkvæmt frásögn Braga Sigurjónssonar neitaði Sjálfstæð isflokkurinn að styðja frumvarp ið um hækkun tryggingabóta, nema framvarpið um skattfrelsi hlutabréfaarðsins gengi fram. Þannig setti Sjálfstæðisflokkur inn hagsmuni hlutabréfaeigenda ofar hagsmunum allra annarra einstaklinga, sem ekki fengu neina leiðréttingu skattamála sinna á Alþirigi í fyrra. Hrunið skattakerfi Eftir að Alþingi hafði lokið af- greiðslu áðumefnds skattafrum varps, skipaði Magnús Jónsson fjánmálaráðherra nýja fjöimenna nefnd til að annast heildarathug un á skattakerfinu. Þar sem sú nefnd var miklu fjölmennari en embættismannanefndin, var ekki líklegt að störf hennar gengju greiðlegar. f skipun henn ar fólst hinsvegar ný viðurkenn- ing fyrrv. f jármálaráðhenra á því, að gildandi skattakerfi gæti ekki staðizt öllu lengur. Þegar núverandi ríldsstjórni kom til valda á síðastl. sumri, var því staðan i skattamálunum þannig, eins og rakið hefur ver ið hér á undan, að viðreisnar- stjómin var í verki búin að viðurkenna, að skattakerfi henn ar væri orðið svo flókið og marg þætt, að ekki yrði unað við það -léngúr og íheiriháttar ger- 'breyting þyrfti að verða. Nú- verandi ríkisstjórn sannfærðist um, að þetta var meira en rétt. Gerbreyting á skattakerfinu gæti ekki og mætti ekki dragast leng ur. í samræmi við það, hófst Halldór E. Sigurðsson fjánmála ráðherra handa um víðtæka end urskoðun skattakerfisins með það fyrir augum að hægt yrði að koma fram nauðsynlegustu byrjunarbreytingum strax á þessu þingi. Samkvæmt stjóm arsáttmálanum skyldi endurskoð unin beinast jöfnum höndum að þvi að gera skattakerfið ein- faldara og auðveldara í fram kvæmd og að lækka skatta á lágtekjufólki, m. a. með niður fellingu nefskatta. Nýju frumvörpin um skattamálin Það starf, sem Halldór E. Sig- urðsson og samverkamenn hans þurftu hér að vinna, var vissu lega meira en lítið vandasamt og erfitt. Hér var um starf að ræða, sem undir venjulegum kringumstæðum var tveggja til þriggja ára verk. Þess vegna má telja það afrek, að fjármálaráð herra og samverkamönnum hans skyldi takast að leggja fram áður en þingið fór í jólaleyfið tvö frumvörp, sem fela í sér stórbreytingu á skattakerfinu. Meðal annars gera þau ráð fyrir niðurfellingu ýmissa helztu nef skattanna, t. d. til trygginga. Hið fyrra þessara frumvarpa, sem fjallar um tekjustofna sveitar- félaga, hefur þegar fengið þann vitnisburð fjölmenns fundar sveitarstjórnarmanna, að það marki þýðingarmikil spor í rétta átt. Af hálfu Halldórs E. Sigurðs sonar fjármálaráðherra var strax lýst yfir því, að bæði þessi frumvörp væru upphaf víð- tækari endurskoðunar og breyt inga, sem unnið yrði að fyirir næsta þing. Á sama hátt hefur ráðherrann lýst yfir því, að hann sé reiðubúinn að ræða um ýmsar breytingar á frum- vörpunum í meðferð þingsins. Það skilyrði eitt er sett, að sjálfu meginkerfinu sé ekki breytt og að tekjur sveitarfélaga og ríkis séu ekki rýrðar, nema nýrra tekna sé aflað í staðinn. Þá ákvað fjármálaráðherra að viðhafa þau vinnubrögð, að frum vörpin yrðu lögð fram fyirir jóla leyfi þingmanna, en ekki tekin til meðferðar á þinginu fyrr en það kæmi aftur saman til fund- ar. Þetta var gert í því augna miði, að skattþegnamir gætu kynnt sér efni þeinra og haft áhrif á afgreiðslu þeirra í þing Tekjuskatturinn Af efni þessara nýju skattalaga- framvarpa hefur verið einna mest rætt um tekjuskattinn. Stjórnarandstæðingar hafa reynt að halda því fram, að hann full nægi ekki þeim tilgangi stjórnar sáttmálans að lækka álögur á lágtekjufólki. Þetta er þó tví- mælalaust rangt, en hinsvegar verður þetta umdeilanlegra, þeg ar um millistéttanmenn er að ræða. Þess ber líka að gæta, að skattalög fynrverandi stjómar eru hæpin viðmiðun og hafa núv. stjórnarflokkar haldið því réttilega fram, að samkvæmt þeim væru beinu skattamir of háir á lágtekjufólki og millistétt um. Það leiðir af kosningaloforð um þessara flokka, að þeirn ber að gera betur við lóglaunafólk og millistéttir í þessum efnum. Þess vegna er ekki óeðlilegt, þótt tekjuskattsfrumvarpið verði athugað á Alþingi með þetta í huga. En það verða menn að / gera sér ljóst, að allar breyting ar í þessum efnum kalla á tekjuöflun í öðru fonmi. Launamunur og skattar Stighækkandi tekjuskattar voru réttlátt og sjálfsagt tekjuöflun- arfonm á þeim tima, þegar tekju skipting var mjög misjöfn. Nú hefur tekjuskipting jafnazt veru lega og launamunur orðið minni en áður. Því verður að gæta þess, að stighækkandi tekjuskatt ar jafni ekki út eðlilegan launa mun, þannig t. d. að rauntekj ur ófaglærðs manns og faglærðs verði hinnar sömu. Þess verður líka að gæta, að tekjuskattur leggst tiltölulega þyngst ó launa stéttirnar, því að framleiðendur og milliliðir, sem sjálfir geta reiknað sér laun, sleppa alltaf betur, hversu ágætt, sem skatta eftirlitið er. Þessvegna eiga launastéttir að telja sér það ekki minna áhugamál, að tekjuskatt ar séu hæfilegir, en að hækka sjálft kaupið. Kauphækkanir koma að takmörkuðu gagni. ef um helmingur þeirra fer í skatta. Þetta er eitt af þeim höfuð- atriðum, sem hljóta að setja mikinn svip á þá framhaldsat- hugun skattamálanna, sem fyrir höndum er. Þ. Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.