Tíminn - 23.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.01.1972, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 22. janúar 1972 TfMINN 7 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, IndrlSI G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. _ AfgrelOslusíml 12323. Auglýsingasími: 19523. ASrar skrifstofur síml 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuSi innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint. — PrentsmiSjan Edda hf. 50 mílur - 400m. f grein, sem Steingrímur Hermannsson skrifaði í Tím- ann fyrir skömmu, gerir hann skilmerkilega grein fyrir því, hvers vegna tillaga sjálfstæðismanna í landhelgis- málinu, um að miða skuli útfærsluna við 400 metra jafn- dýpislínu í stað 50 sjómílna frá grunnlínum, sé óraun- hæf og óskynsamleg. Steingrímur benti á, að alþjóðareglur væru mjög óljósar um það, hvert væri landgrunn strandríkis. Að vísu náðist á hafréttarráðstefnunni 1958 meirihluta sam- þykki fyrir þeirir reglu að miða skyldi við 200 m. dýptar- línu eða dýpra, eins og nýtanlegt kynni að reynast." „Það er ekki sízt með tilliti til þessarar afar loðnu skilgreiningar," segir Steingrímur, „að kölluð verður saman hafréttarráðstefna til þess að ákveða þetta betur.“ Það eru mjög skiptar skoðanir um það, hvernig ákvarða skuli mörk landgrunns. Mælingar á ís- lenzka landgrunninu eru enn svo skammt á veg komn- ar, að enginn veit, hvar þau mörk kunna að vera á ís- lenzka landgrunninu. Það er nauðsynlegt fyrir fslendinga að hafa vaðið fyr- ir neðan sig í þessu máli og útiloka engan framtíðarrétt okkar varðandi landgrunnið með útfærslunni 1. septem- ber. Með þingsályktuninni, sem samþykkt vaf' 1948; lýsti Alþingi því yfir, að landgrunnið allt, hvemig sem það kjami að verða endanlega ákveðið, skyldi vera eign okkar íslendinga og fiskimiðin yfir því. Með útfærslunni í 50 sjómílur sláum við engu föstu um það, hvar ís- lenzka landgrunnið endar, og áskiljum okkur allan rétt í framtíðinni til að færa fiskveiðilögsögu okkar út síð- ar að því marki, sem alþjóðleg skilgreining á landgrunni kynni að ákveða. Mjög er hæpið fyrir okkur að miða við jafndýpislínu, vegna þess hve mælingar okkar á íslenzka landgrunn- inu eru skammt komnar. Kemur það fram í skýrslu landgrunnsnefndar þeirrar, sem Rannsóknaráð ríkisins skipaði 1969, að mælingar eru svo ófullkomnar, að óljóst er, hvar 400 metra dýptarlína raunverulega liggur á ís- lenzka landgrunninu, og víða virðist hún liggja innan við 50 sjómílna mörk frá grunnlínum. í tillögu sjálfstæðismanna er gerð tilraim til að slá saman tveimur reglum, því að þeir leggja til að fært verði út að 400 metra jafndýpisUnu, en þó aldrei skemmra en 50 sjómílur frá grunnlínum. Á korti, sem birtist með skýrslu, er fyrrverandi ríkisstjóm hafði út- búið, sést glöggt, að langmestur hluti fiskveiðilögsög- unnar mundi ákvarðas* af síðari reglunni, þ.e. 50 sjó- mxlum. Svo yrði um alla íeiðina frá Reykjanesi og aust- ur fyrir land. Þar kemur 400 metra dýptarlína út fyrir aðeins á örlitlu svæði. Síðan ræður 50 sjómílna línan ná- lægt því alla leið vestur fyrir Hom og suður að Amar- firði, nema í litlum geira út af Húnaflóa. Því er ljóst, að meginreglan mundi eftir sem áður verða 50 sjóm. 23 ríki hafa fært fiskveiðilögsögu sína út lengra en 12 sjómílur. Ekkert þeirra hefur miðað við jafndýpis- línu. Það er lífsnauðsyn fyrir okkur að skipa okkur í hóp þeirra þjóða, sem vilja sem rýmsta fiskveiðilögsögu og hafa sem nánasta samstöðu við þær. Það væri okkur til tjóns í okkar réttarbaráttu að fara að standa í deilum við þessar þjóðir um aðferðir, sem fylgja beri við út- færslu landhelgi, og fráleitt af okkur að skipa okkur einum á bát með algera sérstöðu í þessu efni, og vera þar með öðrum, sem ríkastan hafa skilning á nauðsyn útfærslu okkar, til trafala. — TK JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: Ljósritun auðveldar stórlega leka á leyniskjölum ráðunauta Ný tækni, sem hefur reynzt Nixon og Kissinger óheppiieg RÍKISSTJÓRN Nixons for- seta er að reyna að ráða tor- leysta gátu. Hún vill komast að raun um, hvers vegna blöð in komast á snoðir um jafn mörg ríkisleyndanmál og raun ber vitni. Hver ber ábyrgð á þessum trúnaðarbrotum og hvað á að gera til að koma í veg fyrir þau? Alríkislög- reglan og leyniþjónusta hersins leita í óða önn að svörum við þessum spurningum. Uppi eru ýmsar kenninigar. Samkvæmt stjórnmálakenning unni eru hinir opinberu starfs menn, — sem flestir voru sett ir í embætti meðan Demokrat- ar fóru með völd, — að reyna að gera ríkisstjóm Republik- ana óleik. önnur kenning er um, að hernaðarandstæðingamir í stjómarskrifstofunum afhendi blöðunum öll þau skjöl, sem geta fært heim sanninn um muninn á því, sem forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans segja opinberlega og hinu, sem þeir láta uppi í einkasamtölum. Séu uppljóstranir Pentagon- skjalanna og Anderson-skjal- anná athugaðar gaumgæfilega , .kemur í.ljós, að þessar kenn- ingar hafa ýmislegt við að styðj ast. HVAÐ sem því líður er «1- mennast álitið, að hin raunveru lega ástæða sé hvorki stjórnm.- legs- né heimspekilegs eðlis, heldur eigi rætur að rekja til tækninnar. Chester Carlsson er talinn eiga sök á lekanum, en hann fann upp ljósritunina, sem drottnar í stjómarskrif- stofunum og ræður mestu um dreifingu upplýsinga fró ann- ani hverri stofnun í landinu. Sérhvert ráðuneyti, stjóraar skrifstofa, deild, undirdeild, ritaraskrifstofa og aðstoðarrit araskrifstofa og jafnvel aðstoð anmenn hafa yfir afritunartæki að záða eða hafa aðgang að þvi. Ljósritun, rððun og dreif ing skjala er orðin regla í Washington, að ekki sé sagt plága. Washington lýtur í raun og veru stjóm vel gefinna kvenna sem gleymnir ráðherrar eru 'alltaf að spyrja: „Hvað var anuars um . . .?“ o.s.frv. Þær geyma skjölin og ljósrita allt, sem þær kynnu að gleyma. AÐFERÐIN er svo einföld, að enginn getur komizt af án hennar. Henry Kissinger held ur til dæmis fund með helztu ráðgjöfum forsetans í Hvíta húsinu um deilu Indverja og Pakistana og vill auðvitað eiga afrit af þvf, sem sagt er. Opin ber ritari skráir það og síðan er ljósritum dreift meðal þátt takenda. Lítum nú inn í kjallaraher bergi Hvíta hússins, þar sem Ijósritunin fer fram. Starfs maðurinn getur tekið tiu, ell- efu, eða fimmbán afrit af leyni skýrslunni o.g dreift eins og honum sýnist, svo flremi að hann sé ekki undir lögreglu eftirliti. Uppljóstrunarmögu- KISSINGER leikarnir liggja í augum uppj. Af sérhverju eintaki, sem hver þátttakandi í fundi Kiss- ingers um deilu Indverja og Pakistana fær í hendur, má í snatri taka samrit og afhenda „ábyrgum" fulltrúum í hans deUd, en aðstoðarfulltrúar og ritarar afhenda þau. Þeir hafa aðgang að tækjum og enda þótt flestir geri ekki annað en bera samritin þeim, sem þau eru ætluð, þá virðist hver sem er geta staldrað við og tekið sitt samrit og dreift því eins og honum sýnist. ÞETTA gerir J. Edgar Hoov er erfitt fyrir þegar hann reyn ir að stöðva lekann. Auðvelt var að komast að uppruna Pentagonskjalanna, en torvelt er að rekja slóð Anderson- skjalanna, jafn algeng og tæk in til samritunar eru. En hvers vegna kemur And erson þarna við sögu? Enginn veit til, að hann hafi verið í vinfengi við háttsettan mann í utanríkis- eða varnamálaráðu neytunum. En hvað er þá um tæknimennina við tækin? Rík islögreglan veit javfnel ekki, hvert hún á að snúa sér, jafn algeng og afritunartækin eru. Erfitt væri að sanna að upp Ijóstranirnar að undanförnu stafi frá andstöðu gegn Nixon eða hernaðarandstöðu í innan- ríkis- eða utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Opinberir starfs menn þjóna forsetanum af hefð, hvað svo sem hann tekur sér fyrir hendur. En möguleik ar á slysum eða vísvitandi upp ljóstrunum eru sýnilega miklu meiri en nokkni sinni fyrr, þar sem farið er að ástunda samritun skjala og dreifingu þeirra. HIN fljótvirka, nútímasam- ritun hefir miklum mun meiri áhrif á öry.ggi og stjórnmála samskipti en almennt er ljóst eða viðurkennt. Sagt var, að með fljótvirkari afritun skjala yrði auðveldara að útbreiða vitneskju, upplýsingar og sann indi. Mikið er að sönnu hæft í þessu, en afleiðingarnar koma að óvörum á margan hátt. Tökum sendiherra eða aðra starfsmenn Bandaríkjanna er- lendis sem dæmi. Þeir gátu áður sent athugasemdir sínar í trúnaði til utanríkisráðuneyt isins eða forsetans, en nú þurfa þeir að gera ráð fyrir, að þær verði afritaðar og þeirn dreift. Þeir verða því varfærnari en áður. Samritunartækin standa þeim ævinlega fyrir hugskotssjónum. Geta þeir sagt hug sinn allan af trúnaði, eða verður áliti þerira dreift víðsvegar um höfuðborgina og notað til að setja þeim stólinn fyirir dyrn- ar á framabrautinni? Þetta er næsta alvarleg spurning í aug um þeirra, sem þykjast hafa tekið eftir að dregið hafi til muna úr áhrifamætti og valdi utanríkisráðuneytisins síðustu árin. EFLAUST segja sumir full- trúanna hug sinn allan, jafn \ vel þó að þeir geri ekki ráð ) fyrir, að valdhöfunum í Hvíta húsinu geðjist að séráliti þeirra. En margir þeirra og máske flestir fella nokkuð nið ur af ótta um að álit þeirra kunni að virðast annarlegt þeg ar búið er að taka afrit af því og dreifa þeim. Vera má því, að leyndardóm urinn eigi ekkert skylt við stjórnmál eða heimspeki, en stafi aðeins frá tækninni. Kát legast er, að hin hröðu afritun artæki áttu að útbreiða upplýs ingar og sannleika, en árangur inn verður þveröfugur. Afritun artækin auka ekki öryggið, held Framhald a bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.