Tíminn - 23.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1972, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 22. janáar 1972 TIMINN 9 CRÖDURREGN OG HORNSTRANDAHRYDJUR Fyriff nokkru birtist í Tím anum grein er nefndist hinu glettna nafni „Gróðurregn í Mýrdal“. Þar sem grein þessi er að mestu ádeila á grein mína „Hornstrandahryðja“, er komið hafði í Tímanum nokkru áður, vil ég reyna að leiðrétta að nokkru misskilning er þar kemur fram, svo og biðjast afsökunar á þeim atriðum, sem fjallað hefur veirið um af lítilli landfræð-il. þekkingu. Á þetta sérstaklega við um muninn á Hornströndum og Ströndum, en fyrir mér hafa Hornstrand ir og Strandir verið það sama. Þó að sjónvarpsþátturinn Suð- ur hafi verið frá Ströndum en lýsing mín átt frekar við Horn strandir. Annars finnst mér Þ. M. túlka orð mín undarlega, því að á undan þeirri upptalningu, sem birt er úr grein minni, kemur þessi spurning og hefði hún þurft að birtast líka. En er hér náttúrunni cinni um að kenna? Ég læt í ljós vafa um að svo sé og tel síðan upp til samanburðar þær mestu and stæður, sem ég get hugsað mér í veðurfarslegu og náttúru- fræðilegu tilliti hérlendis. Ég ber ekki á móti því að þessi samanburður er byggður á mjög einhæfu sjönarhomi hvað Hornströndum viðvíkur, eða aðeins frá hafi. Efalaust eru þessar andstæður málaðar of sterkum litum, og ásýnd Hornstranda allt önnur í sumri og sól. Vafalaust geta ferða- langar, sem fara um Mýrdal- inn í þoku og „gróðurregni" myndað sér annarlegar skoð anir uim héraðið og veðráttu þess. Útkoman verður hinsveg ar sú sama. Hvort sem við get um orðið sammála um mismun andi landsigæði eftir landshlut um eða ekki þá eiga báðir,, o.g reyndar allt dreifbýlið, við sömu erfiðleika að stríða í sam handi við fólksflótta úr sveit un\n, og fæ ég ekki séð hvem ig uivnt er ' að túlka orð mín þannig ið til sundrangar telj ist í gam dreifbýlisins. Þvert 4 móti er m.ðurstaða greinar- Innar að ástíeðan fyrir fólks- Hóttanum úr switunum sé ekki af völdiim landsSSigs eða veð urfars, heldur dæmigarð „Horn strandahryðja" af mainavöld- um. Afleiðing gróða og fjárm.- stefnu, sem aðeins hefur stbdtot að einu marki, að hlaða ofan ■ jf það fjármaign sem fyrir er á Reykjavíkursvæðinu. Þessi stefna hefur tekizt það vel, að bú og sveitir landsins eru metn ar til fjár af stórgróðamönn um höfuðborgarsvæðisins með tilliti til sumarbústaðalands eða laxveiði. Annað þarf hinsvegar ekki að verðleggja. Ám og vötn um skal breytt og þau virkjuð til almenningsheilla. Þegar svo bændur vakná af dvala og snúast til varnar að ám sé veitt ýmist úr eða í sveitir þeirra, þá skal setja lög um að sveitir landsins eigi ekki það land, sem þær hafa nytjað og borið kostnað af allt frá landnámstíð. Um viðskipti rík isins við bændur, sem land- eiigendur og einstaklinga, þarf ríkið ekki að leggjast svo lágt að semja lög eða reglur, t. d. ef peningamaður eða hlutafé lag í Reykjavík á malarnámu í nágrenni 'bæjarins dettur hvorki ríki né einstaklingi í hug að taka þar efni án þess að greiða fyrir það sem upp er sett. í viðskiptum við bænd ur er þessu öðruvísi farið. Þar er efni til vega- og mannvirkja gerðar tekið bóta- og leyfis- laust úr löndum bænda, þeir nota þetta hvort eð er ekki sjálfir og ástæðulaust að setja reglur um þetta, frekar en bara andrúmsloftið, sem allir þurfa að draga að sér. Þannig er keisaranum goldið það sem keisarans er. Þetta er ein af þeim hryðj um af mannavöldum, sem gert hefur sitt til að veikja trú dreifbýlisfólks á verðgildi jarða og stöðu bóndans gagn- vart þéttbýlinu. Það er einnig hrakviðri af mannavöldum, þeg ar dreifbýlismaður verður að greiða margfaldan kostnað við læknishjálp vegna ferðakostn aðar og uppihalds. Það er auð skilið að dreifbýlisfólk, sem reynir að koma börnum sínum til mennta, kjósi heldur að fá sér atvinnu í þéttbýli, en greiða tugi þúsunda aukalega með hverju barni í heimavist eða annarsstaðar. Þetta er hret í garð dreifþýlisfólks, sem losar ... um kjölfestu þess í heimabyggð um.w-En Það er „Hornstranda- hryðja“ af mannavöidum þegar athafnaþörf heils landshluta er haldið niðri í hálfa öld og at- vinnumöguleikar þannig skert ir, að ungt fólk verður að leita til annarra staða til lífs bjargar, vegna þess eins að til er einn eða nokkrir áhrifa- menn í áhrifastöðum, sem ekki sjá lengra en nef þeirra nær og haga gerðum sínum eftir þvL Það er á þennan hátt, sem hafnarmál okkar Skaftfellinga hafa verið meðhöndluð síðustu áratugina og er varla von á öðru en það fari að hitna í kolunum. Sýslumaður okkar Skaftfellinga hefur nú borið fram tillögu á alþingi um að hraða hafnarrannsóknum við Dyrhólaey. Skaftfellingar fylgj ast vel með þessu máli, og von andi er að þingmönnum Suð urlandskjördæmis, hvar í flokki sem þeir standa, renni blóðið til skyldunnar og veiti þessari tillögu fyllsta stuðning. Ég er alveg sammála Þ. M. um það, að skrif okkar um kalda eða hlýja sumar- eða vetrarveðráttu er aðeins hjaL ’lg efast urn að nokkur ís- lendingur hafi flúið heimkynni sín af þeirri ástæðu. Hvað landkosti og landslag áhrærir er það varla neitt atriði held ur, þegar um er að ræða fólks flótta úr dnvfbýlinu. Fólk lag ar sig að þeh* staðháttum, veðurfari og þeirri lífsbjörg, sem landið býður upp á á hverjum stað, og lærir að meta fegurð þess og kosti. Heima- menn líta vafalaust hérað sitt öðrum augum en íerðalangar og á það sennilega við um okkur báða. Ég sé t. d. ekki beljandi jökulár, ryðjandi á undan sér grjoti og eyðilegg ingu, heldur ár sem bugðast og kvíslast um svarta sanda. Ár með lítt nytjaða möguleika til fiskiræktar og sanda, sem bjóða upp á ódýrustu ræktun- arframkvæmdir og mannvirkja gerð hérlendis. Jafnvel eld- fjöllin bjóða upp á sevðandi óttablandna eftirvæntingu, nátt úruundur, sem ekki á sinn líka í víðri veröld. Þannig get- ur ógnvaldur eins og Katla gef- ið af sér milljónir í gjaldeyris- tekjur, ef samgöngu og ferða- mannamál eru skipulögð í tíma og samræmd skipulagi almanna stofni sér ekki í hættu. Segja má því að hvorugur hafi séð nema aðra hlið á heimabyggð hins. Það má vera að bændur í Strandasýslu séu ekki fátækir eða mergsognir, enda byggist atvinna annarra á vinnu bæði til sjávar og sveita, eins og Þ. M. orðar það. Hér er þessu öðruvísi farið. Mest öll atvinna annarra en bænda í sýslunni snýst um verzlun og þjónustu vi® þá í einh. mynd, og þar er varla lengur á bætandi. Þeg ar svo árslaun þessara þjón- ustuliða eru orðin tvöföld á við árslaun bænda héraðsins, og þeir verða að greiða dýr- ari flutningskostnað á fóður- vörum og áburði en annarstað- ar þekkist, vegna hafnleysis, þá tel ég að þeir séu mergsognir. Þetta er ekki sagt til þess að kasta rýrð á þessa aðila eða koma á úlfúð á milli stétta, heldur aðeins staðreynd sem Skaftfellingar búa við og vilja bæta úr með því að fá höfn við Dyrhólaey. Fá þannig aðgang að þeim auðlindum, sem eru við þeirra bæjardyr og skapa sér þannig annað verk- efni en vera uppeldisstöð fyrir stór-Reykjavík, sem þegar á við ofþensluvandamál að glíma. Ég vil að endingu þakka Þ. M. þarfa áminningu, en jafn framt ítreka það, að ég skrifa ekki sem forsvarsmaður eins eða neins, heldur era þetta per- sónulegar skoðanir, sem ekki ber að blanda saman við félags- sitanfsemi á neinu sviði. Hafi ég vakið reiði Strandamanna með rangri lýsingu á byggð þeirra harma ég það og biðst afsökunar á því. Ég vil ekki halda því fram, að skoðanir mínar á þessum málum séu þær einu réttu. Byggðaþróun dreifbýlisins er mál okkar alira úti á lands- byggðinni, og orð mín eru að- eins rödd þaðan. Óskandi væri Framhald á bls. 10. gjörið þið svo vei. ðbte Tila YÍðsMptfn Síminner (90)91400 Verksmiðjuafgreiðsla KEA annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér cskið, af fjöl- breytilegri framleiðslu þeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóra-sultur og safar, forauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtaL Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og veyar ið viðskiptin. Síminner (96) 21400. 7 / r & / BRAUÐ GERÐ e/m REYK HÚS SMJÖRLÍKIS GERB i I t' VERKSMIÐJUAFGREIÐSIA K-E-A AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.