Tíminn - 23.01.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.01.1972, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 22. janúar 1972 TIMINN * 11 Í lofti eða R 102 Maður kemst ekki hjá því a<5 veita því eftirtekt að öðru- hverju ryðst fólk fra,m á ritvöll inn og raunar í Útvarpið líka, og fjallar um væntanleg bygg- ingaráform Seðlabanka ís- lands. Koma þar fram mörg sjónarmið eins og gefur að sácilja, en flestar þessar ritsmíð ar eiga það sameiginlegt, að óska eftir því að Arnarhóli verði hlíft við væntanlegri ný- byggingu þessa ágæta banka, og hann hasli sér völl — jafn vel Austurvöll — fyrir þessar framkvæmdir. Fyrir mann eins og mig, sem er vikulega „á fjörum“, sæmir þess vegna ekki annað en leggja orð í belg — seint verð ur góð vísa of oft kveðin — eins og Þar stendur, og bygging armál Seðlabankans skipta ekki einungis þá stofnun veru legu máli — heldur einnig þjóð ina alla, einkum þá hluta henn ar, sem alltaf eru á „fjörun- um“ eftir einhverju. Mér lízt frekar vel á tillíg una um að leggja Austurvöll undir væntanlega byggingu — en þó eru þar nokkrir van- kantar á. Það liggur í hlutarins eðli að menn, sem gegna jafn ábyrgðar- og ábúðarmiklum störfum og þeim, að stýra og stjórna fjármálum þessarar þjóðar, þeir þurfa að vera hús aðir, þar sem útsýnið inspírer ar þá. Það getur enginn búist við því að verða fyrir inspíra- sjónum á æðstu fjármálaplön- unum með því að horfa á bak- hliðina á gamla Landsbanka- um, ellegar út úr gluggunum yfir steinhúsin við Hafnar- stræti. Maður getur líka látið sér detta í hug, að svipuð vandamál væru fyrir hendi, ef byggingunni yrði valinn stað ur á Austurvelli — allir þekkja til húsaskipunar kririg um hann! Það var þess vegna engin til- viljun að þeir völdu Arnar- hólinn sem heppilegan bygging arstað — Esjan og sundin hafa löngum verið vænleg til in- spírasjóna — eins og raunar heyrist bezt í Útvarpinu. En nú Þykir mörgum og þar á meðal mér, dálítið vænt um Arnarhólinn, auk þess sem ég tel það mikið glapræði að byggja þarna meðan Sænsk- ísl. frystihúsið gæti hugsan- lega verið í sjónmáli banka- stjóranna. Það inspírerast sko enginn af því! Hvaða lausn er þá fyrir hendi? Ja, það er nú það, eins og kallinn sagði. Ég var búinn að klóra mér í hausnum, og leggja hann í bleyti mánuðum saman þar að auki, og lengi vel skeði hreint ekki neitt. Sennilega yrði Arn arhóll að verða fyrir valinu — svo framarlega sem Ingólfur Arnarson, Sænsk-íslenzka ,Sölu turninn og annað fánýtt væri fjarlægt, svo það trufl-ði ekki hinir háleitu og hástemmdu hagfræði- og fjármálastjórn- aráarðanir. Þarna kom það loksins. Háleita. Háleitu! Hvers vegna gat mér ekki dottið þetta í hug fyrr. Lausn- in fundin — og mér létti svo mikið, að ég mntti til að hlaupa með hana fram á ritvöllinn - það gengi glæpi næst að. geyma hana og jafnvel gleyma henni í daglega amstrinu! Hún er svona: Seðlabankinn festir kaup á aflóga Zeppelin loftfari — eða bara R 102, seim mér skilst að ennþá sé til í einhverju skýli í Bretlandi — hitt brann í lend- ingu stuttu fyrir stríð. — Loft förin voru búin glæsilegu far- þegarými — fólk klæddi sig upp fyrir dinner í þá daga — þarna væri hægt að innrétta skrifstofurnar — útsýnið hlyti að vera stórkostlegt — þegar ekki væri skýjað, en Þá væri bara hægt að hækka skipið — og svo væri hægt að festa því um hálsinn á Ingólfi Arnarsyni, — eða Jóni Sigurðssyni. Kosirnir? Séðlabankastjór- arnir gætu haft glugga í skrif- stofugólfinu hjá sér og horft niður á þjóðina, þegar þá lang- aði til, og þjóðin hefði þá sveimandi fyrir ofan sig, og gæti Mtið upp til þeirra, þegar hana langaði til. En það verður að BANNA að skera á festina! Páll Heiðar Jónsson. Hríseyingar Hríseyingamót verður haldið í Glæsibæ 11. marz 1972, og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Skuggamyndasýning, myndir frá Hrísey o.fl. Dans. Sæborgarmarz með tilþrifum. Önnur ótalin númer. Hríseyingar, eldri og yngri, mætið vel og stund- víslega. Þátttaka tilkynnist strax í símum 12504 — 36139 — 35478. Undirbúningsnefnd. HÖFUM FYRIR, LIGGJANDl HJÓLTJAKKA G. HINRIKSSON SlMI 24033. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu »| I SH t!p ít jí GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 ÍTCi RÚMTEPPI 2,20x2,50 m. nýkomin LITLISKÓGUR á horni Hverfisgötn og Snorrabrautar. 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN FÉLAG JÁRNIÐNAÐAR- MANNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. janúar 1972 kl. 8.30 e.h. í samkomusal Landssmiðjunnar v/ Sölvhólsgötu. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Samningarnir. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Ljósmyndari óskasf Starfsmaður óskast við tæknilega ljósmynda- vinnu fyrir kortagerð. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Eiginhandar umsókn sendist undirrituðum fyrir 1. febr. n.k. Þar skal tilgreina m.a. aldur, mennt- un og fyrri störf. Upplýsingar um starfið ekki veittar í síma. Landmælingar íslands, Ljósmyndadeild, Laugavegi 178, Reykjavík. i|í Að gefnu tilefni « er athygli vakin á því að óheimilt er að hefja byggingu húss eða ráðast í breytingar eða breyta notkun húss, nema leyfi byggingarnefndar sé fyrir hendi. Sektir fyrir slík brot skulu vera samkvæmt lög- um. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. ÁRSHÁTÍÐIR - ÞORRABLÖT Tryggið yður hljómsveitir oc skemmtikrafta tímanlega. — Opið frá kl. 2—5 Helldsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 SKEIiniITIiiniBQSJÐ Kirkjutorgi 6, 3. hæð. Póstbox 741. Sími 15935.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.