Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 1
allt ión Kr. Ólafsson: Melódía minninganna í Bíldudal ferðir • tílboð ► í MIDIU BLAÐSINS Ellý Ármanns: Fædd undir stjömu nautsins og óheillatölunni 13 • 34 ára í dag SÍÐA 26 ► FRÉTTABLAÐIÐ 15. maí 2004 - 130. tölublað - 4. árgangur MEST LESNA DACBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlfð 24, 105 Reykjavík - sími 515 7500 úl MÁLÞÓF Stjórnarandstaðan sakar stjórn- arflokkana um handvömm og sýndar- mennsku við meðferð fjölmiðlafrumvarps- ins. Ég vil ekki Berlusconi-ástand á íslandi, segir Hjálmar Árnason. Sjá síðu 2 BRAUT JAFNRÉTTISLÖC Fræðslumið stöð Reykjavíkur braut að mati kærunefndar jafnréttismála jafnréttislög þegar ráðið var í starf tölvunarfræðings. Sjá síðu 4 ÞJÓÐARÁTAK Stjórnendur Landspítala ætla ekki að láta deigan síga þótt stjórn- völd hafi kallað eftir frekari sparnaðarað- gerðum. Þeir ætla að stækka barna- og unglingageðdeildina við Dalbraut og kalla eftir stuðningi landsmanna. Sjá síðu 6 KÁ BJARGAÐ Héraðsdómur Suðurlands hefur staðfest nauðasamninga KÁ. Mikill léttir fyrir marga, segir lögmaður KÁ, enda tilfinningamál fyrir Sunnlendinga að tryggja að félagið færi ekki í þrot. Sjá síðu 8 jVEÐRIÐ í DACj +3 é* +8 * * Fremur hægur vindur •sCb Xi' ÞURRT AÐ KALLA SUNNAN TIL Rigning eða skúrir á Norðurlandi. Fremur þungbúið á öllu landinu. Sjá síðu 6 HAUKAR CETA TRYCCT SÉR SICUR Þriðja viðureign Hauka og Vals um íslandsmeistaratitilinn í handbolta fer fram í kvöld. Haukar hafa unnið báðar viðureignir liðanna og geta því með sigri í kvöld tryggt sér titilinn. Viðureignin fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19.15. Kvikmyndir 50 Myndlist 48 Tónlist 48 Iþróttir 42 Leikhús 48 Sjónvarp 52 Fréttablaðið Morgunblaðið J Meðaltestur á höfudborgarsvæði A TRÖPPUM BESSASTAÐA Forsetinn svaraði stuttlega örfáum spurningum frá blaðamönnum sem biðu hans en sagðist ekki mundu halda blaðamannafund í anddyri Bessastaða. Ovænt heimkoma forseta veldur spennu Forsetinn segist hafa ákveðnar skyldur og þær hafi forgang. Óljóst hvort hann verður við brúðkaup danska ríkisarfans. Vangaveltur ágerast um hvort forsetinn hyggist skjóta fjölmiðlalögum til þjóðaratkvæðis. forsetinn Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi örstutt við blaðamenn á tröppum Bessa- staða er hann kom heim úr opinberri heimsókn til Mexíkó síðdegis í gær. Aðspurður um hvort heim- koma hans tengd- ist fyrirhugaðri lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum sagði Ólafur Ragnar: „Forsetinn hefur auðvitað ákveðnar skyldur eins og allir vita og þær hafa forgang." Heimkoma forsetans var óvænt en eins og Fréttablaðið jyForsetinn hefur auðvit- að ákveðnar skyldur eins oq allir vita. greindi frá í gær var dagskrá for- setans breytt á þriðjudag. Upp- haflega stóð til að hann færi beint til Danmerkur frá Mexíkó til að vera viðstaddur konunglegt brúð- kaup danska krónprinsins. Forset- inn vildi ekki svara því hvort hann yrði viðstaddur brúðkaup krón- prinsins og sagði að það yrði að koma í ljós. Stefán L. Stefánsson forsetaritari staðfesti við Frétta- blaðið að ferðaáætlun forsetans næstu daga væri óákveðin. „For- setinn er kominn heim og það hef- ur ekkert verið ákveðið um frek- ari ferðir,“ sagði Stefán. Óvænt heimkoma forsetans hefur valdið ákveðinni spennu í tengslum við afgreiðslu Alþingis á fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Þeir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær- kvöld voru á báðum áttum um hvaða þýðingu heimkoma forset- ans hefði en allir voru sammála um að heimkoman tengdist af- greiðslu Alþingis á fjölmiðla- frumvarpinu. Einn þingmaður stjórnarliðsins orðaði það þannig að Ólafur Ragnar væri til alls lík- legur en ef hann léti verða af því að beita neitunarvaldi við þessar aðstæður yrði það upphafið að endi forsetaembættisins. borgar@frettabladid.is Sjá nánar síðu 2 Aftaka vekur hörð viðbrögð umheimsins: Villimannsleg framkoma aftaka Aftaka bandaríska gísls- ins Nick Berg af samtökum tengdum al-Kaída hefur vakið harkaleg viðbrögð víða um heim og hver stjórnin af fætur annarri hefur fordæmt verknaðinn sem villimannslegan. Aftakan var tekin upp á myndband en Berg var hálshöggvinn eftir að hafa gefið yfirlýsingu um hver hann væri. Myndbandinu hefur verið dreift víða á vefnum og vakið óhug og viðbjóð hjá flestum. NICK BERC Aftaka hans hefur vakið viðbjóð og mikil viðbrögð víða um heim. Yfirlýsing fimm grímuklséddra manna sem sjást einnig í mynd- bandinu gefur til kynna að aftak- an hafi verið hefnd fyrir illa meðferð Bandaríkjamanna á íröskum föngum í Abu Ghraib- fangelsinu. Hóta þeir öllum öðr- um vestrænum aðilum sömu ör- lögum og Berg hlaut. Hans hafði verið saknað í nokkrar vikur áður en lík hans fannst um helg- ina við þjóðveg einn nálægt Bagdad. ■ FANCELSIÐ ILLRÆMDA Skipt hefurverið alfarið um allan mann- skap sem gætir fanga í þessu mesta öryggisfangelsi Iraka. Bretland: Fleiri her- mennjáta misþyrmingar dacblöd Breska dagblaðið Daily Mirror heldur áfram að birta myndir og frásagnir af meintum misþyrmingum íraskra fanga í fangelsum undir stjórn Breta og Bandaríkjamanna þrátt fyrir að liggja undir ámæli um að hafa vís- vitandi falsað fyrri myndir sem birst hafa í blaðinu. Segir blaðið að tveir hermenn til viðbótar hafi við- urkennt að hafa tekið þátt í því að gera föngunum vistina erfiða og yfirmenn hafi alla tíð vitað hvað gengi á. Segja þeir að fangar hafi reglulega verið barðir og niður- lægðir á versta mögulega máta. ■ Allt er klárt fyrir Eurovision-söngvakeppn- ina sem haldin verður á laugardagskvöldið kemur. Undankeppni Eurovision: Danir úr leik söngvakeppni Framlag Dana til Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva féll ekki í kramið hjá þeim fjölmörgu sem greiddu at- kvæði en í gærkvöld fór fram í fyrsta sinn sérstök undankeppni sem ekki hefur verið haldin áður. Áður höfðu fjórtán þjóðir þegar tryggt sér keppnisrétt en aðrir að- ilar þurftu að heyja sérstaka und- ankeppni. Meðal þeirra sem komust gegnum niðurskurðinn voru Malta, Grikkland, Úkraína, Holland og Króatía en íslending- urinn Tómas Þórðarson sem söng fyrir hönd Dana féll ekki í kramið og er úr leik í þetta skipti. Úrslita- keppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Istan- bul í Tyrklandi á laugardag og þar verður Jónsi, Jón Jósep Snæ- björnsson, fulltrúi íslands og flyt- ur lagið Heaven. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.