Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN ÞRIDJUDAGUR 25. janúar 1972 ASI og skatta- frumvörpin Miðstjóra ASÍ hefur nú sent frá sér álitsgerð um skattafrumvörp rikisstjórn- arinnar. Þar segir að aug- ljóst sé að skattabreytingin hafi í för með sér skatta. lækkun hjá þeim lægst laun uðu, en erfiðara sé að gera sér grein fyrir áhrifunum á laun þeirra, sem hafi miðlungstekjur, eða 400— 600 þúsund krónur. ASÍ segir, að sé gert ráð fyrir lækkun kaupgjaldsvísi tölunnar um 3% vegna skattakerfisbreytingarinnar, og tillit tekið til þynging- ar fasteignaskattsins, megi ætla, að heildarbreytingin taki yfirleitt að verða óhag- stæð nálægt 400 þúsund kr. tekjumörkunum og í ein- stökum tilvikum jafnvel við verulega lægri tekjumörk. Telur ASÍ-stjórnin nauð- synlegt að tryggja það, að ekki verði um meiri lækk- un kaupgjaldsvísitölunnar að ræða vegna skattabreyt- inganna en svarar til þeirr- ar raunverulegu lækkunar, sem verða kunni hennar vegna á útgjöldum fjöl- skyldna með lágar og mið- lungstekjur. Bendir ASÍ á, að margt virðist mæla með því að upp verði tekin fjögur til fimm skattþrep og skatt- byrðinni þannig dreift rétt- látlegar miðað við tekjur. Vera megi að hliðstæðum árangri megi ná með leng- ingu fyrra skattþrepsins i 100—150 þús. kr. eða með hækkun persónufrádráttar. Þá bendir ASÍ á að skatt- þrepin í útsvarsstiganum á tekjubilinu frá 5200 þúsund til 450 þúsund króna sé ó- heppileg og vill láta athuga hvort ekki sé rétt að hækka persónufrádrátt fyrir ein- hleypa og einstæða for- eldra. í lok ályktunar sinnar segir ASÍ síðan að verði komið til móts við óskir og ábendingar ASÍ, telji miðstjórnin að frumvörpin séu til hagsbóta fyrir megin þorra fóiksins innan ASÍ og mæli því með samþykkt frumvarpsins skv. því. Hvaða breytingar verða gerðar? Alþingi mun nú taka skattafrumvörpin til lokaaf- greiðslu og reyna að flýta afgreiðslunni eftir föngum. Eins og Halldór E. Sigurðs- son, fjármálaráðherra, hef- ur marg lýst yfir, þá er rík- isstjórnin opin fyrir öllum ábendingum og hugmytnd- um um það að breyta frum- vörpunum, svo framarlega sem það gangi í þá átt að dreifa skattbyrðunum sem réttlátlegast. Eins og áður hefur verið bent á, þá hafði ríkisstjórnin takmarkaðan tíma til að undirbúa skatta- frumvörpin, en lagði á það áherzlu ,að þau yrðu lögð fram fyrir jól, þannig, að öllum aðilum gæfist sem beztur tími til að athuga þau meðan jólahlé Alþingis stæði yfir. Það mun brált skýrast, hverjar breytingar á skattafrumvörpunum rík- isstjórnin telur rétt að gera eftir þá athugun, sem frum vörpin hafa nú fengið og þær ábendingar, sem fram hafa komið frá ýmsum aðil- um. — TK Nafnabreytingar Landfara hefur borizt eftirfarandi bréf um ættar-' nöfn og notkun þeirra á íslandi: „Kæri Landfari. Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um mannanöfn hér á landi, einkum notkun ættarnafna, erlendra og innlendra. Nefnd kjörin af Alþingi eða stjórn- völdum mun hafa skilað frumvarpi um þessi mál, einkum að því er snertir skyldu útlendinga, sem öðlast hér rikisborgararétt, til þess að fella nafn sitt aö hinni hefðbundnu íslenzku nafnavenju. Ákvæði um það virðast mér skynsamleg, en öðru máli gegnir um íslenzku ættarnöfnin, sem flest eru þvi miður erlend skripi frá gamalli dönskutið. Ég tel óhjákvæmilegt, að sama regla sé látin gilda um ný erlend ættarnöfn inn- flytjenda og gömul ættar- nöfn, sem lengi hafa tlðkazt. Þau á hvor tveggja að af- nema I áföngum við kyn- slóðaskipti. Erlendi maður- inn, sem fær islenzkan rlkis- borgararétt, á að taka upp islenzkt fornafn (sklrnar- nafn) eða islenzka fyrra nafn sitt ef hægt er, en hann má bera ættarnafn sitt, meðan hann lifir. Hins vegar á að vera skylt að kalla börn hans syni eða dætur aftan við skirnarnafn, en ættar- nafnið leggist þá fyrir róða með annarri kynsióö. Með sama hætti á að af- nema þau ættarnöfn, sem festst hafa og breiðzt út meðal Islendinga á siðustu öldum. Þeir sem lifa á þeim degi, sem breytingin væri ákveðin, fengju að bera ættarnöfn sln meðan þeir lifa, en verða slðan að kenna börn sin við skirnarnafn sitt islenzkt sem syni eða dætur. Ef ekkert er að gert, hlýtur þeim Islendingum sífellt að fjölga, sem ættarnöfn bera, og hinni ágætu nafnahefð þjóðarinnar, arfi gildrar menningar, varpað fyrir borð, þvi að ættarnöfn hafa þá náttúru að breiðast sifellt til fleiri og fleiri, eins og reynslan hefur sýnt. Mér þótti ágæt að mörgu leyti grein, sem Kreymóður Jóhannesson skrifaði um ættarnöfnin i Timann fyrir nokkru, en hann tók ekki alveg nógu djúpt I árinni um islenzku ættarnöfnin". Þetta er bréfið, sem undir- skrifað er „Nafnbreytingar- maður", og Landfari telur að ábendingar hans séu margar á rökum reistar, en hér er um viðkvæmt og erfitt mál að ræða, því að fólki eru nöfnin helg og margir lita á þau sem hluta af sjálfum sér og vilja ógjarnan breyta þeim. Ungar ástir. A frummálinu EN KARLEKSHISTORIA Leikstjóri: Roy Anderson. Kvikmy ndari: Jörgen Person. Tónlist: Björn Isfalt. Hljóð: Owe Svensson Sænsk frá 1971. Sýningatimi 115 min. Sýningarstaður: Háskólabló. Þessi fyrsta mynd hins korn- unga Andersons sýnir ,enga byrjendaörðugleika. Hún er stllhreint, magnaö verk, þar sem ádeilan situr ekki i fyrirrúmi heldur fléttast inn i ástarsögu unglinganna. Hann heldur efninu i föstum skorðum og takmarkar sig nægilega til þess að fara hvergi út i öfgar. Það byrjar á sjúkrahúsi á sólheitum degi. Per (Rolf Sohlman) er að heimsækja afa sinn ásamt foreldrum sinum, og Annica (Ann — Sofie Kylin) að heimsækja móöursystur slna Evu (Anita Lindblom). Afinn er beiskur. Hann hefur unnið og stritað til þess að koma á velferðarrlkinu fyrir eftirkomendurna, en áttar sig á þvl að lokum að „heimurinn er ekki fyrir ein- mana fólk". Eva, móðursystir Annicu, er þunglynd og finnst hún litið hafa borið úr býtum. Ast- maður hennar, sem kallaður er „Klakinn", kemur fram við hana eins og ruddi. Foreldrar beggja ung- mennanna hugsa mest um stöðutákn og efnahagslega afkomu. Þau hafa ekki mikinn áhuga á börnum sinum. Aðalumræðuefnið heima hjá Annicu er, hvort billinn gæti nú rispazt, og Spánarförin fyrirhugaða. Samband unglinganna gengur ekki snurðulaust. Einn úr kliku Annicu niður- lægir Per I augsýn hennar. Honum fellur það afar þungt og finnst aö hann geti aldrei hitt hana aftur. Anderson lýsir sálarástandi hans: lætur hann hamast linnu- laust með bolta úti á knatt- spyrnuvelli, meðan hann ræðir við vin sinn um atvikiö. Annica veit ekki sitt rjúkandi ráð og reynir að koma á sáttum. Fegursta atriði myndarinnar gerist svo á knattspyrnuvellinum, þegar hún hefur kyngt stoltinu og biöur hann að biða og tala við sig, en hann þeysir burt án þess að Hta um öxl. Við sjáum nærmynd af társtokknu andliti stúlkunnar og slðan endurkomu Pers, og þá andlit vinkonu hennar, hrært af tilfinningum þeirra og feginleik. Per heimsækir Annicu heima hjá foreldrum hennar, og faðir hennar sér að hann er með gltar og spyr hann, hvort hann kunni að spila ýmis lög. Þau eru öll langt fyrir utan sjóndeildarhring Pers og hann neitar. Þetta atriði minnir sterklega á „Pétur og Pálu" eftir Milos Forman, þegar Pétur kemur heim með vin sinn. Ast þeirra er ekki svo mikið lýst með oröum, þau segja aldrei ég elska þig hvort við annað, heldur er innileikinn djúpur, þegar Annica fer út til að gá að Per, og texti lags- ins, sem þar er sunginn, segir allt um tilfinningar þeirra. Foreldrar Pers bjóða Annicu upp I sumarbústað. Þar eru þau látin sofa sitt I hvoru herbergi: hún hjá móður hans og hann hjá föður sinum. En bakið á þeim segir sina sögu, þegar þau koma frá járnbrautarstöðinni. Foreldrum Annicu er boðið I krabbaveizlu. Þar skemmta allir sér konunglega, þangað til faðir hennar kemur Hon- um tekst ekki aö selja fööur Pers Isskáp, og hann ákvður aðhefna sln á þeim öllum. Anderson lýsir kynslóða- bilinu án þess að prédika. Þegar foreldrar Annicu rifast, tekur hún litla bróður sinn og hjúfrar hann upp að sér, eins og til að vernda hann fyrir öllum þessum ljótu orðum, sem dynja á barnseyrum. Yfirþyrmandi leiðindum þeirra eru gerð góð skil, þegar þau eru að fara út að skemmta sér og konan vill ekki fara. Hann sýnir okkur þessi börn, sem ekki eru orðin fjórtán ára, en reykja eins og for- eldrarnir. Þau skilja ekki þetta peningastreð foreldr- anna, svara eins faú og hægt er, þegar þau eru spurð, og tala alls ekki að fyrra bragði við þau. Anderson sýnir okkur barns- leg uppátæki þeirra, þau dansa saman I rúminu, og eru fegin að sleppa burt frá fullorðna fólkinu i krabba- veizlunni. Þau koma eins og verur úr öðrum heimi þegar allir hinir eru súrir og reiðir, þegar faðir Annicu hefur látið eins og asni. Atriöið i skóginum, þegar hann öskrar framtlðaráætlanir dótturinnar út yfir skóginn, nær alveg tilgangi slnum. Á myndinni sést Ann — Sofie Kylin og Anita Lindblom I „Ungar ástir". Hljóðið I kvikmyndinni að- lagast alveg efninu og hug- blæ hvers einasta atriðis. Það skrifast á reikníng Owe Svensson. Tónlistin er llka við hæfi. Þó að börnin Sohlman og Ann — Sofie Kylin beri af, þvi þau leika svo óþvingað, má ekki láta hjá Hða að minnast á Anitu Lindblom söngkonu, sem leikur Evu, móðursystur Annicu, af miklum skilningi. Þetta er mynd sem enginn kvikmyndaunnandi má láta framhjá sér fara. Finnsku snjódekkin heimsfrægu NOKIA eru komin Stærðir Verð kr. Stærðir Veró kr. 520 x 13 1.572,00 560 x 13 1.708,00 600 x 13 ¦1.744,00 175 x 14 2.257,00 590 x 15 2.054,00 600 x 15 2.030,00 155 x 15 1.504,00 165 x 15 2.011,00 670 x 15 2.459,00 560 x 15 1.1893,00 Allt á Sama Stað Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.