Tíminn - 25.01.1972, Síða 5

Tíminn - 25.01.1972, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 1972 TÍMINN 5 Sjúkra- flugvél * a skíðum OÓ—Reykjavflj. Siúkraflugvél frá Flugþjón- ustu Björns Pálssonar fór í gær til Stykkishólms til að ná f slasaða stúlku, sem leggja þurfti inn á sjúkrahús í Reykja- vík. Mikill snjór er á Snæfells- nesi og flugvöllurinn við Stykk- ishólm lokaður. En sett voru skíði undir flugvélina og gekk flugtak og lending vel. Skíða- flugvélin er af gerðinni Cessna 180. Sagði Björn í gær, að skíða- útbúnaðurinn hafi lítið verið notaður undanfarin ár, en hann €r nauðsynlegur þegar snjó- þungt er, því ella er ekki lend- andi nema á stærstu flugbraut- um, þar sem umferð er mikil og ruðningstæki tiltæk. Stúlkan, sem sótt var, er frá Ólafsvík. Hafði hún legið á spft- alanum í Stykkishólmi með slæmt lærbrot og þurfti nú að komast sem fyrst til aðgerðar hiá sérfræðingum. LögreglubílUnn í Stykkis- hólmi, sem éinnig er sjúkrabíll, fór til Reykjavíkur í fyrradag. Flutti hann veikan mann og var sjúkrahúslæknirinn með í ferð- inni. Þessi ferð flugvélarinnar er 20. sjúkraflug Flugþjónustunn- ar á þessu ári. í fyrra voru far- in alls 153 sjúkraflug, sem er nokkru minna en áður var, því sjúkraflugin voru 200 til 220 á ári. Lenti i vörzlu lögreglunnar í stað þjónustu flugfreyja OÓ—Reyjkjavík. Lögreglan á Keflavflairflug- velli var s.l. sunnudag beðin að taka í sína vörzlu mann, sem ætlaði að fljúga utan með einni af flugvélum Loftleiða. Maður þessi, sem er íslendingur, var drukkinn. Hann var kominn á flugstöðina og beið þess að flug- vélin, sem hann ætlaði með, færi af stað. Var náunginn allhávaðasam- ur og heimtufrekur við starfs- fólkið og fór svo að áhöfn flug- vélarinnar, sem hann ætlaði með. bað lögregluna að taka manninn og geyma þar til flug- vélin uæri komin á loft. Vildi áhöfnin ekki eiga það á hættu, að sá fulli og freki ylli vand- ræðum meðan á flugi stæði. Því fór svo, að í stað þess að njóta bjónustu stimamjúkra flug- freyja, lenti maðurinn í hönd- um lögreglunnar. Slasaða stúlkan borin úr skíðaflugvélinni í sjúkrabíl á Reykiavíkur flugvelli. Tímamynd: GE. Verst verður að ná bátunum úr slippnum i ÞÓ—Reykjavík. „Ég get ekkert sagt um hvað tjónið er niikiö, a.m.k. ekki á þessu stigi málsins, en eitt er víst, að tjónið er mjög mikið,“ sagði Þorgeir Jósefsson, eig- andi skipasmíðastöðvar Þor- geirs og Ellerts á Akranesi, er við ræddum við hann í dag. — Við náðum Gissuri hvíta á flot á flóðinu í nótt og liggur skip- ið við bryggju á Akranesi. í gær var iokið við að þétta og dæla sjónum úr skipinu, og svo réttum við skipið við eftir því sem sjór féll að. Síðan var Giss ur dreginn út úr rennunni og gekk það mjög vel. 'Þongeir sagði, að skrokkur- inn á Gissuri væri ekki mikið skemmdur, a.m.k. læki hann hvergij, en vissulega væri skrokkurinn dólítið dældaður. Mesta hættan á skemmdum liggur í siglingatækjunum, en ekki er búið að athuga um skemmdir ó þeim. Sjálf skipalyftan er mjög mikið skemimd og enginn veit irneð vissu, hve miklar þær eru. í dag átti að byrja á að ná henni upp, og sagði Þorgeir, að ef bitarnir væru óréttanleg- ir, þá yrði um nokkuð langa stöðvun að ræða, þar sem það þarf að panta alla prófíla utan- lands frá og þeir eru ekki smíð aðir á lager. Núna er beðið eft- ir sérfræðingi frá verksmiðj- unni, sem framleiddi lyftuna í Ameríku og mun hann reyná að komast að raun um hvað það var, sem olli óhappinu. Ekki er hægt að segja með neinni vissu hvað bilaði, en vitað er, að eitthvað lét und- an á einu spilinu. Að lokum sagði Þorgeir, að fná því að skipalyftan tók til starfa, væri búið að taka upp 354 skip og aldrei hefði hent eitt einasta óhapp. Oft hafa verið tekin upp stænri og þyngri skip en Gissur hvffti, og nægir að nefna, að Akra- borgin hefur oft verið tekin upp með farmi. Þorgeir taldi líkur ó, að Gissur hvíti yrði ekki lengi tepptur frá veiðum, en núna væTÍ mesta vandamál- ið, hvernig hægt væri að ná þeim bátum niður, sem standa á görðunuim, og er langverst að ná Skinney niður, þar sem hún er lang stærst. „En ég held að það takist sagði Þorgeir, það er nú yfirleitt svo, að ef vilj- inn er fyrir hendi þá tekst allt“. ifliW'TOi mttiiú Vélskipið Gissur hviti náöist á flot á flóðinu i gærmorgun, eftir að búið var að rétta skipiö við. A myndinni sézt vel hvernig möstrin hafa brotnað er skipið féll niður i lyftugryfjuna. (Timaynd — Lárus Pálsson) Reyndi að bjarga sfúlku úr sjónum og lét sjálfur lífið OÓ-Reykjavík. Sjómaður, sem ætlaði að bjarga 16 ára gamalli stúlku, sem féll milli skips og bryggju f Njarðvíkurhöfn s.l. laugardag, lét lífið þegar hann teygði slg yfir borðstokkinn og ætlaði að ná taki á stúlkunni í sjónum. í sömu svifum valt báturinn að bryggjunni og varð efri hluti líkama mannsins á milli. Er álitið, að hann hafi látizt sam- stundis. Rétt á eftir var stúlk- unni bjargað úr sjónum. Maður- inn sem lézt, hét Jóhann Bertel sen, 1. vélstjórl á ÞverfellL Hann var 29 ára gamall, búsett- ur að Sléttahrauni 15, Hafnar- firði. Jóhann lætur eftir sig barnshafandi konu og þrjú börn. Slysið varð síðari hluta laug- ardags. Þá lá Stjaman RE-3 að austanverðu við bryggjuna i Ytri-Njarðvík. Skammt Þar frá lá Þverfell. Tvær ungar stúlkur — sú eldri 16 ára, voru að fara um borð í Stjömuna, þegar sú eldri datt í sjóinn milli skips og bryggju. Hin var komin um botfð. Hrópaði hún á hjálp. Jóhann var að aka í bíl upp bryggjuna þegar hann heyrði hrópin. Hann stöðvaði bílinn og hljóp um borð í Stjömuna. Kastaði hann kaðalspotta til stúlkunnar í sjónum og náði hún í enda hans. Þá teygði Jó- hann sig yfir borðstokkinn til að ná í hendi stúlkunnar, en þó valt báturinn að bryggjunni og vanð Jóhann á milli, og fannst ekkert lífsmark með honum eftir það. Mannskap dreif strax að. Vom það bæði vélsmiðir, sem vom við vinnu skammt frá og skipverjar á Stjömunni. Héldu þeir bátnum frá meðan krók- stjaki var réttur til stúlkunnar og gekk þá vel að ná henni upp. Stúlkan var nokkuð meidd. Var hún skrámuð á hnakka og meidd á fæti. Einnig var hún illa komin af vosbúð. Var stúlk- an flutt á sjúkrahús. Stúlkan, sem datt í sjóinn, ætlaði að hitta bróður sinn, sem er skipverji á Stjöraunni. Jóhann Bertelsen

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.