Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞEIÐJUDAGUR 25. janúar 1972 Kristinn Snæland: Getum við lært af Svium i skipasmiði? Hér hafa að undanfömu verið rædd ivandamál þau og erfiðleik ar, er innlendar skipasmiðar búa við. Hafa um þau mál fjall- að fróðir menn, erlendir sem innlendir. Af því er fram hefur komið er ljóst, að fjárskortur er eitt vandamálið sem aftur býður öðrum heim. Annað atriðið er blöndun við gerða og nýbygginga, og þriðja er að bygging skipa af misjöfn- um stærðum og gerðum kippir í raun fótum undan hagkvæmni og skipulagningu. Sem dæmi um hagnað þann er verður þar sem við er komið að byggja í mörg ár skip sömu stærðar og gerðar, má nefna Kockums skipasmíðastöðina í Svíþjóð. Þar hafa nú verið byggð 6 skip 255 þús. tonn hvert, en pöntuð eru a.m.k. 11 slík skip til við- bótar. Upphaflega var framleíðsla stöðvarinnar 4 skip á ári, en er nú 5 skip. Þessi aukning er fyrst og fremst þökkuð betri skipu- lagningu, er aukið hefur afköst véla og mannafla, en starfs- mannafjöldi hefur ekki aukizt að ráði. Það mun vera ósk íslenzkra skipasmíðastöðva að fá tæki- færi til að byggja ,seríur“ skipa. Með samvinnu skipasmíðastöðv anna og jákvæðu ríkisvaldi ætti sú ósk að geta rætzt. Það er vitanlega ekki rétt að öllu leyti, að gera samanburð á sænskum stórskipasmíða- stöðvum og hinum ís- lenzku, þó svo að ýms grund- vallaratriði séu hin sömu. — Sænskar skipasmíðastöðvar eru 17 talsins, Götaverken í Gauta borg stærst með 6350 starfs- menn og Karlstadssvarf minnst með 55 starfsmenn. Stöðvar með 55—300 starfs- menn eru 9 talsins. Þessar stöðv ar er því rétt að athuga til við- miðunar íslenzkum aðstæðum. Tvær þeirra hafa átt við mik il vandamál að stríða undan- farin ár. Gayve varf með 190 starfs- menn, en það fyrirtæki hefur barizt í bökkum allan síðasta áratug, 1966 afhenti það síðasta skip sitt, og hefur verið rekið sem vélsmiðja síðan. f ársbyrjun 1970 er fyrirtæk- ið var á barmi gjaldþrots urðu eigendaskipti og hafa hinir nýju eigendur með stuðningi sænska ríkisins endurnýjað vélar og byggingar fyrir 100 milljónir króna ísl. Aðalframleiðsla fyrirtækisins er nú gaflar í gufukatla og aðra þrýstikatla, gufukatlar og stál- grindabyggingar, auk verkefna í samvinnu við Götaverken. Með þessari framleiðslubreyt- ingu er staða fyrirtækisins talin tryggð. Hitt fyrirtækið er Sölves- borgsvarfet með 200 starfs- menn. Á aðeins einu ári eða 1970 nam tap fyrirtækisins 175 milljónum. Salén-útgerðin í Sví þjóð hefur nylega orðið eigandi Götaverken-skipasmíðastöðvar- innar eftir umfangsmikla samn inga við sænska ríkið. Götaverken var eigandi Söl- vesborgarvarfs, en við eigenda- skipti Götaverkens verða þær breytingar að stofnuð er ný stöð, Nya Sölvesborgs varf, er tekur við eignum gömlu stöðvar innar, en Götaverken tekur við skuldunum. Til nýju stöðvarinnar leggur síðan sænska ríkið og Salén 100 milljónir hvor til uppbyggingar vanda þessarar stöðvar, er það að fyrirhugað er að bæta einni grein við, eða verksmiðjufram leiðslu. Hugmyndin er að rekst- tækja og húsa, auk 50 millj. frá hvorum aðila í rekstrarfé. — Bæjarsjóður Sölvesborgar legg- ur loks 60 millj. i framkvæmd ir við lóð stöðvarinnar. Sam- fara því að stöð þessi er leyst undan skuldum er þannig varið til hennar um 360 millj. króna. Það vekur athygli í sambandi við rekstur Sölvesborgarstöðvar inar að þar blandast saman við- gerðir og nýbygging skipa. Þessi tvö form rekstrar þykja fara illa saman, enda talin að hluta orsök þess vanda er stöð- in var í. Þaið, er í fyrstu vekur furðu í sambandi við lausn urinn verði Þríþættur, og þá þannig að 40% verði nýbygg- ingar 40% viðgerðir og 20% verksmiðjustarfsemi. Með verk smiðjustarfsemi fæst starf fyrir þann hóp starfsmanna, sem verður að vera hreyfanlegur. Áætlað er að nýbyggingin haldi öllu jöfnu sínu en viðgerð arliðið verði hreyfanlegt. í tíu ár hefur þessi skipa- smíðastöð barizt í bökkum, jafn langan tíma hafa starfsmenn hennar búið við öryggisleysi um atvinnu sína. Lokasamningurinn um björgun stórvandræða tók ust rétt fyrir síðustu jól, enda sagði borgarstjórinn af þessu tilefni: „Þetta er jólagjöf ára- tugsins til starfsmanna og borg arinnar“. Til þess að mæta kröfum fram tíðarinnar, hafa skipasmíða- stöðvarnar og útgerðarfélögin hafið sameiginlegar rannsóknir um skip framtíðarinnar. Niður stöður þeirra rannsókna verða síðan lagðar til grundvallar við þróun skipasmíða og útgerðar. Til að nýta kosti fjöldafram- leiðslu og sérhæfingar áætla skipasmíðastöðvarnar þróun, er leiði til þess að stöðvarnar verði béinlínis samsetningarverksmiðj ur, en það krefst aukinnar sam vinnu við aðrar iðngreinar og mest við stáliðjuverin. Um 80 manns frá skipasmíða stöðvunum vinna nú að sameig- inlegri stöðlun er leiði til þess að hinir ýmsu framleiðendur hluta til skipa, geti framleitt vörur sínar í enn meira magni en áður. Sameiginleg innkaupanefnd starfar fyrir stöðvarnar, er náð hefur bæði lægra verði og hag stæðari afgreiðsluháttum. Loks má nefna að skipasmíðastöðvarn ar hafa komið sér upp sameigin legum rafeindaheila. Sænskar skipasmíðar eru í dag sterkur iðnaður með bjart- ar framtíðarhorfur. Þar hefur mikiil vandi verið leystur með víðtækri samvinnu og stuðningi ríkisvaldsins. — K. Sn. Gísli Gunnlaugsson, Búðardal: Loddaraleikur sjálfstæðismanna Er kosningaúrslitin voru kunn í vor, varð það imöngum gleði- efni, að stjórnarflokkarnir höfðu beðið ósigur. Sigurvegararnir voru vinstri andstöðuflokkarnir. Sigurinn má eflaust rekja til réttrar stefnu í landhelgismál- inu, svo og þreytu landsmanna á sífelldum loforðum, og siðan svikum, af þeiim þáverandi stjórn arherrum. Vinstri flokkunum var síðan falið að mynda stjórn. Stjórnarmyndunin tók nokkurn tíma, en meðan á henni stóð, dönsuðu sjálfstæðismenn örvænt ingarfullan framúrstefnu stríðs- dans. Hugmyndin með því var eflaust að útiloka stjórnarmynd- unina. En allt þetta var unnið fyrir gýg. Vinstristjórn var mynd uð, og Sjálfstæðisflokkurinn korninn í stjórnarandstöðu. For- maður hins hrjáða flokks lét þá svo ummælt í fjölmiðlum, að þeir mundu verða sterkir og ábyngir í stjórnarandstöðunni. Nú skal drepið á það helzta, sem drifið hefur á daga þeinra í stjórnarandstöðunni, og eirfið- ieika fonmannsins á að vera ábyrgur orða sinna. Það fyrsta, og jafnframt það skammtilega, sem gerðist, var breytt viðhorf sjálfstæðismanna til landhelgismálsins. Fyrir kosn ingar þurfti önnur 12 ár til að faara fiskveiðilögsöguna okkar út í 50 mílur, en eftir kosningar ekki 50 imílur, heldur allt land- grunnið strax. Eftirþankarnir komu strax i ljós. Eftir að nefnd sú var skipuð, sem hefur það hlutverk að vera utamíkisráðhenra til aðstoðar, mátti sjá æsiskrif eins og „Van- traust á Einar“, „Lúðvík sakar Einar um rangtúlkun". Þetta og ótalmargt fleira var notað sem sundrungarmeðal, en ekkert hreif. Já, margur heldur mig sig. Mikla furðu hefur vakið hjá þingheimi og alþjóð hin mikla sprettharka og þol Ellerts B. Schram. En því miður sannast þar, að ekki fer alltaf saman líkamleigt og andlegt atgjörvi. Þessi fruimhlaup i stólinn hafa gengið svo langt, að samherjar hafa jafnvel orðið máttvana af ráðaleysi. En í ráðaleysi sínu skal þeim bent á ráð séra Ei- ríks í Vogsósum, sem sé að bera lím á botn snáðans. Um málflutning þeiirra sjálf- stæðismanna meðan á kjarasamn ingum stóð má m.a. segja þetta: Það er furðulegt, hvernig þeir auðvaldsherrar geta breytt við- horfi sínu til einstakra mála frá degi til dags. í þau 12 ár, sem þessir „gæðingar“ hafa stjórnað, hefur alltaf þurft að knýja fram kjarabætur með verkföllum. Og ástæðan er fjandskapur þeirra við launþeiga. En nú sneru þeir við blaðinu og sögðu, að staða atvinnuveganna væri með slík- um blóma, að möguleikar væru á mjög miklurn kjarabótum. Eft- ir að kjarasamningamir voru samþykktir, fluttu þeir sjálfstæð ismenn þann boðskap annan daginn, að þessar umsömdu kjara bætur mundu ríða atvinnuveg- unum að fullu, en hinn daginn sögðu þeir, að alltof langur tími hefði farið í samningana, mið- að við þær kjarabætur sem náð- ust. Ef þessum málflutningi held ur áfram, hætta þeir bráðum að þekkja í sundur á sér fæturna. Út af stjórnafrumv. um tekju- skatt og tekjustofna sveitarfé- laga urðu mikil blaðaskrif, sem urðu hámairk ósvífninnar af hálfu sjálfstæðismanna. Hér skal bent á, hversu örvæntingarfull og furðuleg skrif þeirra voru. í staksteinum Morgunblaðsins 28. des. sl. er yfirskriftin „Er haegt að sanna allt með tölum?“. Þar er sýndur m.a. frumstæður útreikningur reikningstölvunnar Ólafs G. Einarssonar á því, hversu mjöig skattar hækki við stjórnarfrumv. Dæmi er tekið um hjón með 2 börn og 250 þús. brúttótekjur en 200 þús nettó. Útsvar af þessurn tekjum samkv. stjórnarfrumv. verða 15 þús. kr. skattárið 1972. Síðan segir að tekjuaukning milli áranna 1970 og 1971 sé 23%, og tekjur því skattárið 1971 kr. 209 þús. brúttó en 163 þús. nettó. Útsvar af þeim nettótekjuim verða 4.590,00 kr. samkv. núverandi skattakerfi. Báðar þessar útsvarstölur eru teknar inn í skattaútreikning til samanburðar á þessum tveim skattakerfum. Þvílíkur loddara- leikur! Auðvitað á að reikna út tekjur sama árs til að finna skatt- mismuninn. í þessu dæmi á annað hvort að reikna út frá 209 þús. kr. skattárið 1971, til að finna útsvar samkv. stjórnarfrumv., eða 200 þús. kr. skattárið 1972 til að finna útsvar samkv. nú- verandi kerfi. Það er svíviæði- legt að bera slíkt talnafals á borð fyrir okkur landsmenn, eða álíta sjálfstæðismenn okkur al- gjör viðundur? Já, mikil er kunnátta reikn- ingstölvunnar. Engin er furða, þótt íbúar Garðahrepps séu loðn- ir um lófana ef útsvarsreikningur Ólafs hefur alltaf verið þessu líkur. Enigan skal nú undra, þótt Frh. á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.