Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.01.1972, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 1972 TÍMINN v <$¦ mmm Ufgefaodi: Frarni6knarfíoW<ur[nn FwmkviRiwJaitjöd; Krisrfan B«n*dlkt*söti, Rjtttjorari Þórarinti Þórarinsson |éb), Andrés Krtofiánss<m, Jón Helgason,: IndrtSͦ'¦:¦ G. Þorsteinss^n og Tóma.} Ksrlsson, Aí^gh/singastjóri: Steln- x£r^úr: Gislalso^ : Ií3ð0::^ I83Q&. Skrifstotur Banfcastraerj 7,—- Afgrej&siusími Í7323. Auglýsíngasímj T9523, ASrar skrifstofur simj 18300. Áskrtftargjald kr. ÍöS.OQ á mánuSí Innanlands. í busasi>1« kr. 15.00 «lnUk». — BíaSaprcnt h.f. (Öíf*et) Þjóðaratkvæöi Á þessu ári munu fara fram þjóðaratkvæðagreiðsl- ur í Danmörku og Noregi um þátttöku í Efnahags- bandalagi Evrópu. Ríkisstjórnir beggja landanna hafa undirritað samning um þátttöku þeirra í bandalaginu, en hann tekur ekki fullt gildi fyrr en þingin hafa sam- þykkt hann og þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram. í Danmörku mun þetta gerast með þeim hætti, að þingið mun fyrst taka afstöðu til samningsins. Þykir víst, að það muni samþykkja hann. Lögin um það verða síðan lögð undir þjóðaratkvæði. Lögin falla úr gildi, ef þeim verður hafnað við þjóðaratkvæða- greiðsluna. En þau falla því aðeins, að meirihluti kjósenda, sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, hafi hafnað þeim, og að þann meirihluta skipi a.m.k. 30% þeirra, sem eru á kjörskrá. í Noregi verður þjóðaratkvæðagreiðslan ekki bind- andi, eins og í Danmörku, heldur aðeins ráðgefandi. Þess vegna fer atkvæðagreiðslan þar fram áður en þingið f jallar endanlega um samninginn. í reynd verð- ur atkvæðagreiðslan þó bindandi, því að 42 þingmenn hafa þegar lýst yfir því, að þeir muni greiða atkvæði gegn samningnum, ef hann fellur við þjóðaratkvæða- greiðsluna, en samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárrnn- ar nægir það til að fella hann. Það virðist nú færast í vöxt í lýðræðisríkjum, að þjóðaratkvæðagreiðslur fari fram, einkum þegar um meiriháttar utanríkismál er að ræða. í þessu sambandi má geta þess, að þeir flokkar, sem nú fara með völd hérlendis, hafa oft lagt til á undanförnum árum, að meiriháttar utanríkismál yrðu lögð undir þjóðarat- kvæðagreiðslu, t.d. landhelgissamningurinn við Breta, álsamningurinn og aðildin að Fríverzlunarbandalagi Evrópu. Núverandi stjórnarandstöðuflokkar hafa hafnað þessu, en afstaða þeirra virðist vera að breyt- ast í þessum efnum. T.d. hafa blöð þeirra rætt um, að eðlilegt væri að leggja uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin undir þjóðaratkvæði, ef til kæmi. Mál þe,tta er annars í nánari athugun. Fyrir frum- kvæði Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra var sam- þykkt á Alþingi í janúar 1970 þingsályktunartillaga, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta athuga, . hvort rétt væri að setja sérstaka löggjöf um þjóð- aratkvæðagreiðslu eða að setja ákvæði um það í stjórnarskrána. Til undirbúnings þessu verði aflað uppiýsinga um reynslu annarra þjóða og málið kann- að á annan hátt, t.d. hvort atkvæðagreiðslan á að vera bindandi eða ráðgefandi, og hverjir hafi rétt til að krefjast hennar, t.d. ákveðin tala þingmanna eða ákveðin tala'kjósenda. Það mun verða eitt af verk- efnum núv. ríkisstjórnar að láta vinna að athugun og undirbúningi þessa máls. Jákvæð afstaða Alþingi hafa nú borizt umsagnir ýmissa stéttasam- taka um tekjuöflunarfrumvörpin og má í heild telja þær jákvæðar, þótt óskað sé vissra breytinga. Alþýðu- sambandið telur þær kerfisbreytingar, sem felast í frumvörpunum, muni verða meginþorra meðlima þess til hagsbóta, ef vissar breytingar verði gerðar. Samtök atvinnurekenda telja líka ýmis ákvæði til bóta, en vilja fá breytingar á öðrum, einkum varðandi fyrning- ar. Alþingi mun að sjálfsögðu taka allar slíkar ábend- ingar til athugunar, enda hefur það alltaf verið ætlun fjármálaráðherra, að slík vinnubrögð yrðu viðhöfð. — Þ.Þ. Vilhjálmur Hjálmarsson, alþm.: Frumskógur stjórnsyslunnar FRUMSKÓGUR STJÓRN- SÝSLUNNAR. Pétur Sigurðsson flutti fyrr í vetur þingsályktunar- tillögu um „undirbúning löggjafar um embætti UM- BOÐSMANNS ALÞINGIS". Áður hcfir Kristján Thorla- cius og fleiri flutt þetta mál á þingi, og það hefir cinnig verið kynnt utan þingsala í ræðu og riti. Ýmsar grannþjóðir hafa þegar margra ára reynslu á þessu sviði. En það er til gangur með embætti um- boðsmanns Alþingis að tryggja „skilyrðislausan mögulcika þegnanna til þess, að lög og reglur þjóðfélags- ins gangi jafnt yfir alla ein- staklinga þcss", eins og seg- ir í greinargerð. Þegar flutningsmaður hafði talað fyrir málinu á fyrsta þingfundi eftir jóla- hlé s.l. föstudag, tóku Þrír aðrir þingmenn til máls og lýstu allir stuðningi við til- löguna, sem síðan var vísað til allsherjarnefndar. REYNA MÁ ÞAÐ. Ég var í fyrstu alltortrygg- inn gagnvart hugmyndinni um þetta nýja embætti. Mér skildist að vísu, að tilgang- urinn væri góðra gjalda vcrð ur. Því enda þótt menn hafi hina almcnnu dómstóla og margvíslegan annan mál- skotsrétt, þá eru þær leiðir, sem lög og reglur varða á þennan hátt oft og einatt bæði torsóttar og seinfarn- ar. Auk þess verða menn tíð- um að þola mótgang og mis- rétti, sem í sjálfu sér er úti- lokað að Ieiðrétta eftir þess- um leiðum og því full þörf að leita nýrra. Og það er einmitt þetta, sem fyrir til- lögumönnum vakir. — En næst sá góði tilgangur? Yrði ekki embætti umboðs- manns Alþingis enn eitt skrifstofubáknið, til þess eins fallið að magna villu vegfarandans í frumskógi stiórnkerfisins? Þrátt fyrir þessar efa- semdir hallast ég að því, að Þetta mál fái afgreiðslu og hugmyndin um umboðsmann Alþingis verði rækilega skoðuð í Ijósi erlcndrar reynslu og að sjálfsögðu með íslenzka staðhætti fyrir aug- FÆRÐIN ER AÐ ÞYNGJAST. Ég sé ekki betur en hætt- an á misrétti þegnanna á vissum sviðum þjóðlífsins hafi farið vaxandi ár frá ári. Stjórnunar- og embættis- kerfi íslendinga er t.d. orð- ið svo „fullkomið", að það er orðinn daglegur viðburð- ur, að forvígismenn sveitar- félaga og atvinnuvega vill- ist í þeim frumskógi og það svo hastarlega að þeir þyk- ist góðu bættir að komast út úr honum og til sins heima, jafnvel án þess að hafa náð ákvörðunarstað. Og um- komuleysi þeirra manna gagnvart þessum ógnvaldi er í ýmsum tilvikum algert, svo fullkomið er kerfið orð- ið. Sumir þættir félagsmála- löggjafar okkar, svo sem lög um almannatryggingar, eru það margslungnir í sjálfu sér, að þetta er ekki með öllu óeðlilegt. f þeim lögum er líka að finna ákveðin fyrir- mæli um að fræða almenn- Vilhjálmur Iljálmarsson. ing um rétt sinn og kynna starfsemina í heild. — Er nauðsynlegt að framfylgja þessu ákvæði út í æsar og miklu betur en gert hefur verið. f öðrum tilvikum eru al- faraleiðir borgaranna um Þau svæði stjórnsýslunnar, sem ættu að vcra tiltölulega auðrötuð, það illa merktar, að villur eru næsta algeng- ar og sums staðar hefur orð- ið viðvarandi umferðaröng- þveiti. Skal ég nefna dæmi. í FRUMSKÓGINUM. í nóvember síðastliðnum kom sendimaður frá samtök um 10 sveitarfélaga til höf- uðborgarinnar. Erindið var m. a. að fá tekna ákvörðun um innri tilhögun bygging- ar, sem þessi sveitarfélög voru að reisa ásamt ríkinu — að sjálfsögðu í almanna- þágu. Hann hóf göngu sína hjá framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins. Honum var tjáð, að samstarfsnefnd skipuð þrcm mönnum, frá Innkaupastofnuninni, við- komandi ráðuneyti og hag- sýsludeild fjármálaráðuneyt isins þyrfti að f jalla um mál ið. Væri eðlilegast, að við- komandi ráðuneyti hcfði for göngu um upptöku þess í samstarfsncfndinni og bæri honum því að snúa sér til starfsmanna ráðuneytisins- Mikið annríki var í ráðu- neytunum um þessar mund- ir, m.a. vegna undirbúnings ýmissa lagafrumvarpa og gekk seint að ná tali af við- komandi starfsmanni. Þegar það tókst var frásögn þeirra í Innkaupastofnuninni stað- fest, cn þær upplýsingar gefnar til viðbótar, að eðli- legast væri, að hagsýslan hefði forgöngu um fundi sam starfsnefndar og bæri sendi- manni því að snúa sér þang- að. Þegar hér var komið sögu var tími sendimanns þrotinn, því hann var stórfum bund- inn heima fyrir. Tók ég þá að mér að tala við hagsýsl- una, sem vísaði mér strax til ráðuneytisins! Góðviljaður starfsmaður þar tók nú að sér að þoka mál- inu áleiðis, en gat þess þó í lciðinni, að réttast hefði nú vcrið að ræða við Innkaupa- stofnunina! Nú eru liðnir meira en tvcir mánuðir síðan þessi kyndugi leikþáttur hófst og var honum ekki lokið síðast þegar ég fékk fréttir af svið- inu. Er þetta mjög bagalegt, því ætlað var að vinna innan húss í vetur. Hér má bæta því við, að árið, sem framkvæmdir hóf- ust við téða byggingu varð slíkur dráttur á ákvörðunum og undirbiiningi verksins, að steypuvinna gat ekki haf- izt fyrr en að hausti. Fyrsta frostnóttin var mjög köld. f morgunsárið kom ég þar að, sem smiðir og verkamenn kyntu olíuelda til að verja nýstcyptan grunninn, svart- ir af sóti og reyk og árum líkari en mennskum mönn- um eftir næturvökuna. HJÁLPAÐ NAUÐSTÖDDUM. Annar sendimaður, ný- bakaður oddviti, var staddur í bænum að útkliá mál fyrir hreppinn- Fjárhæðin var 300—400 þúsund og f járveit- ing fyrir hendi. f viku tíma hafði honum verið vísað frá Heródesi til Pílatusar án þess að fá erindislok. Þetta var fiskimaður, sem annaðist sveitarstjórnina í hjáverkum og mun fiskur hafa verið genginn á miðin. Fundum okkar bar sam- an, þegar hér var komið sögu og virtist mér þá all- mjög af manninum dregið. Ég hafði þá nýlega kynnzt ungum starfsmanni í kerf- inu, sem mér virtist hafa hjartað á réttum stað og og ráðlagði oddvita að biðja hann ásjár. Sjálfum var mér ekki fyllilcga Ijóst, hvar af- greiðslu væri að vænta. Hugboð mitt var rétt. Ungi maðurinn reyndist þeim hrjáða hinn miskunnsami Samverji og vísaði honinn til vegar. Málið var afgreitt á stundinni, oddviti flaug hcim síðdcgis — og gat haf- ið róðra. KLAPPAÐ Á STEININN. Annan oddvita Þekki ég, sem varð síðbúinn með end- urgreiðslureikning fyrir 1969. Hann skilaði reikn- ingnum þó í september 1970- Og þar scm hann dvelur langdvölum í höfuðborginni hafa honum gefizt mörg tækifæri til að minna á málio. Gerði hann það marg- sinnis, einkum í símtölum við hlutaðeigandi starfs- mann — allt fram í des. s.l. En þá var honum tjáð, að sá hinn sami tæki ekki síma fyrr en eftir áramót! Situr við svo búið. — Er nú odd- viti kominn í bæinn á nýjan leik og byrjar nú aftur að klappa steininn. Er mér ekki grunlaust um, að hann sé farinn að hafa gaman af iillu saman, enda mun hér um smáa upphæð að ræða, 20—25 þús. krónur. „SAT ÉG UNDIR FISKA- HLAÐA FÖÐUR MÍNS". Þá eru pappírshlaðarnir í kerfinu orðnir afskaplegir. Tilgangurinn er vafal. góð- ur, bætt upplýsingaöflun og aukin vinnuhagræðing f krafti skýrsluvéla og tölva. Og þetta kemur e.t.v. ekki að sök á meðan fastráðnir kunnáttumenn f jalla mn. En þegar tekið er að senda búnkana til erfiðismanna, Frh. á bls. 19. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.