Tíminn - 25.01.1972, Qupperneq 20

Tíminn - 25.01.1972, Qupperneq 20
93 létust af eitruðu áfengi NTB - Nýju Dehli. Niutiu og þrir Indverjar hafa nú láíizt af völdum eitraös áfengis, sem þeir drukku um heigina. Margir liggja á sjúkrahúsi og eru I lifshættu. Leitað var til leynivinsala I einu af fátækrahverfum Nýju Dehli á laugardaginn, þegar vlnlaust var oröið I brúð kaupsveizlu, sem þar var haldin. Vinsalinn útvegaöi miklar birgðir fljótlega og voru gestirnir snöggir aö inn- byrða þær. Drykkurinn reyndist þó enn göróttari en til var ætlazt, og fóru menn aö kasta upp og urðu siöan fárveikir. begar til kom, reyndist áfengiö mikil blandað tréspiritus. Nefnd var sett á laggirnar til að rannsaka, hvernig slikt geti komið fyrir, og er nú beðið eftir niðurstöðum hennar. ILO á að beita sér gegn krabba meininu - segja krabba- meinssérfræðingar NTB - Genf Alþjóöa vinnumála- stofnunin (ILO) á að dómi 11 sérfræðinga, sem nýlega hafa haldið með sér fund, að taka virkan þátt I baráttunni gegn krabbameini, meö þvi að safna upplýsingum um sjúkdóminn og dreifa þeim. Sérfræðingarnir eru frá 8 löndum og byggja þeir þetta álit sitt á þvi, að ILO hafi sérlega góða aðstööu til að tryggja samvinnu milli heil- brigðisyfirvalda, vinnuveit- enda og starfsmanna. Þá benda sérfræðingarnir á, að vitað sé, að mörg efni, sem notuð eru i iönaði, geti framkallað krabbamein, og reyna veröi að takmarka notkun þeirra, ef mögulegt sé, til aö vernda verkafólk. Hús 20 flug- félaga brann NTB - Manila Flugstööin á alþjóöaflug- vellinum I Manila á Filipps- eyjum brann á laugardags- nóttina og er stöðin gjörónýt eftir. Eldurinn virtist koma upp með dularfullum hætti, að þvi er sjónarvottar segja, og er ekki taliö útilokaö, að kveikt hafi veriö i. Sjö lik hafa fundizt i rústunum. Tuttugu alþjóöleg flug- félög höfðu skrifstofur sinar i byggingunni, og segir flug- vallarstjórinn, aö tjóniö muni nema allt að 40 milljónum dollara. Ekkert er hægt aö segja um, hvenær umferö getur hafizt um flug- stöðina á ný. Séra Jón Auðuns, dómprófastur, flytur minningarræöuna um Friðrik IX Danakonung I Dómkirkjunni I gær. (Timamynd—Gunnar) Konungsins minnzt í Dómkirkjunni EB - Reykjavik. Minningargúðsþjónusta um Friðrik IX Danakonung, fór fram I Dómkirkjunni i Reykjavlk I gær, á sama tima og útför konungs var gerð frá Dómkirkjunni I Hróarskeldu, þar sem konungurinn var lagöur til hinztu hvildar. Hófst minningarathöfnin I Dómkirkjunni I Reykjavlk kl. 13.30. Biskup tslands, herra Sigurbjörn Einarsson, fór með trúarjátninguna og las ritn- ingarorð og séra Jón Auöuns, dóm prófastur,flutti minningarorð. Enn- fremur talaöi Birger Kronmann, ambassador Danmerkur. Einar Vigfússon, sellóleikari, lék einleik á selló og Ragnar Björnsson, dóm- kantor, Iék á orgel sorgarmarsa eftir Hartmann og Mendelssohn og stjórnaði sálmasöng Dómkórsins. Voru sungnir sömu sálmar og I Dómkirkjunni I Hróarskeldu. Að minningarathöfninni I Dóm- kirkjunni stóöu danska sendiráðið hér á landi og færeysku og dönsku félögin.Útvarpað var frá athöfninni - og á eftir var leikin dönsk tónlist af hljómplötum I útvarpinu. 1 minningarræðu sinm um Friðrik IX Danakonung, fór séra Jón Auðuns nokkrum orðum um þann hlýhug, sem viö Islendingar bærum I brjósti til hins látna konungs, sem hefði verið krónprins lands okkar I rúmlega 35 ár. Frá heimsóknum Friðriks IX hingað, sem krónprins íslands, ættum viö fagrar minningar, en fegurstu minningar um konunginn ættum við frá heimsókn hans og drott- ningar hans 1956. Þá enn einu sinni hefðu dönsku konungshjónin ’sigrað hjörtu allra meö framkomu sinni. Séra Jón Auðuns minnti einnig á þann hlýhug, sem Friðrik IX heföi borið til Islenzku þjóðarinnar og þá miklu gleði, sem konungurinn hefði borið I brjósti yfir þeim vináttu- böndum, sem rikt hefðu milli ís- lands og Danmerkur I valdatlð hans. Minnti séra Jón á heimkomu handritanna i vor I þessu sambandi. Undirritun samnings Bretlands við EBE víða mótmælt: Poka af prentsvertu varpað i andlit Heaths um helgina Forsætisráöherrar landanna fjögurra, sem sótt hafa um aöild að Efna hagsbandalagi Evrópu, undirrituöu bandalagssáttmálann I Brússel, sið- degis á laugardag. Fyrstur undirritaði Heath fyrir Bretland, þá Lynch fyrir trland, Krag fyrir Danmörku og loks Bratteli fyrir Noreg. Samningur þessi er þó ekki endanlegur, þvl eftir er að samþykkja hann á þingum Iandanna og með þjóðaratkvæðagreiöslu I Danmörku. Hann gengur I gildi um áramótin nk. Undirritunarathöfninni I Brussel seinkaði um 50 minútur, vegna þess að Heath þurfti að þvo sér I framan og um hárið, og hafa fataskipti eftir að kona nokkur hafði kastað að honum poka af prentsvertu við innganginn I Egmont - höllina. Viðar var efnt til mótmæla vegna undirritunarinnar. í Kaumannahöfn komu 700 manns saman á fund og eftir fundinn var birt áskorun til dönsku þjóöarinnar að segja skýrt nei, við þjóðaratkvæðagreiösluna. 1 London hrópaði mannfjöldi „Heath svikari” og „Neitum Evrópu”, þegar hópur þingmanna afhenti mómælaskjal, stilað á fulltrúa Evrópu- nefndarinnar I London. Fólkið hafði safnazt saman viö heimili sendifull- trúans og báru margir skilti, sem á mátti lesa m.a.: „Látum ekki selja okkur skilyrðislaust” og „Það er fasismi að hafa ekki þjóðaratk- væðagreiðslu.” Leiðtogi mótmælendanna, Douglas Jay, sagöi við blaðamenn, aö til- gangurinn með þessu væri aö reyna aö koma öllum I skilning um, að meiri hluti almenningsálitsins i Bretlandi væri á móti aðildinni.. 1 siðari fréttum segir, að Heath hafi tjáö belgisku stjórninni, að hann myndi ekki leggja fram ákæru á hendur konunni, sem kastaöi að honum prentsvertunni. Hún heitir Marie - Louise Kwiatkowski og er af þýzkum ættum. Marie situr nú i varöhaldi i kvennafangelsi og viljá belgisk yfirvöld ákæra hana fyrir likamsárás á forsætisráðherra. Verði hún sek fundin, á hún yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. Rangæingar - Rangæingar Framsóknarfélag Rangárvallasýslu efnir til 3ja kvölda spila- keppni I Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli. Keppnin hefst sunnudagskvöldið 30. janúar n.k. kl. 21.30. Heildar- verðlaun er*fcrö til Kaupmannahafnar fyrir tvo og vikudvöl þar. Auk þess eru góð verðlaun fyrir hvert kvöld. Ávörp um Uokksstarfið og þjóðmálin flutt á hverju spilakvöldi. verðlaun eru ferð til Kaupmannahafnar fyrir tvo og vikudvöl þar. Marie komst að Egmont höllinni á laugardaginn með þvi að sýna sænskt blaðamannaskirteini. Hún segii) að árásin á Heath hafi ekki verið I mót- mælaskyni við undirritun samningsins, heldur þær áætlanir forsætisráð herrans, að láta byggja i Covent Garden. Marie er leiðtogi hreyfingar, sem berst fyrir varðveizlu garösins. Vinkona Marie segir, að þær hafi fengið hugmyndina um prentsvertuna, er þær voru aö drekka kaffi á veitingahúsi i Brussel á miðvikudagskvöldið. Hún bætti þvi við, að þær væru reiðubúnar að biðja Heath afsökunar á þessu, ef hann gerði ráöstafanir til aö Coventgarðurinn yröi varðveittur. Sænsk lögregla í skotbardaga við hasssmyglara NTB—Malmö Sænskum lögregluþjónum tókst á föstudaginn eftir stuttan skotbardaga, að yfir- buga þrjá bandariska her- menn, sem grunaðir voru um eiturlyfjasmygl og frelsa tvo sænska tollverði, sem Bandarikjamennirnir höfðu tekið sem gisla. Það var á fimmtudags- kvöldið, að tollyfirvöld, i Malmö uppgötvuöu 95 gr. af hassi I bil meö þýzku númeri. 1 bllnum voru fimm far- þegar, og fundust auk þess á einum þeirra 17.000 norskar krónur i margskonar gjald- miðli. Tveir farþeganna, konur, fengu að fara leiðar sinnar, en þrir bandariskir hermenn voru handteknir. Þegar öðrum þeirra var sagt, aö hann yröi hand- tekinn fyrir hasssmygl, dró hann upp byssu, tók tvo toll- verði meö sér og flýði i bil sinum. Hann reyndi aö komast með ferju til Dan- merkur, en lögreglan náði bllnum 80 km. norðan viö Malmö, með þvi að skjóta sundur hjólbarðana. Banda- rikjamennirnir skutu á móti, en gáfust loks upp. Siðar kom i ljós, að konurnar voru lika vopnaðar og voru þær handteknar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.