Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR. 26. janúar 1972. Hulda Stefánsdúttir fyrrum skólastjóri á Blönduósi. Nú er Þorri byrjaður, sam kvæmt gamla dagatalinu. Þorra matur kominn á boðstóla I verzl unum, og þorrablót að hefjast og bætast við abrar skemmtanir, sem hjálpa okkur nútimafólki til að þreyja Þorrann og Góuna. Hugtakið þorramatur er raunar tiltölulega nýtt af nálinni. Það, sem viö köllum nú þorra- mat, var áður fyrr, allt fram á siðari heimstyrjaldarárin og sums staöar lengur, ein aðal uppistaðan i fæðu landsfólksins. Viö fengum nýlega Huldu Stefánsdóttur, fyrrum forstööu- konu Húsmæðraskólans á Blönduósi til að spjalla við okkur um þennan garnla, islenzka mat, og barst talið að ýmsu ööru I leið- inni. Hulda Stefánsdóttir fæddist að Möðruvöllum i Hörgárdal, en fluttist barn aö aldri til Akur- eyrar. Faðir hennar var Stefán Jóhann Stefánsson, skólameistari við Menntaskólann á Akureyri. Hulda bjó lengi að Þingeyrum i Húnavatnssýslu, en starfaði einnig sem kennari og siðar skólastjóri bæði norðanlands og hér I Reykjavik. Hún býr nú hjá dóttur sinni i Reykjavik. Gömlu geymslu aðferðirnar — Það var aldrei talað um sérstakan þorramat hér áöur fyrr, sagði Hulda i viðtalinu við Timann. — En allur matur, sem var geymdur, var annað hvort saltaður, settur I súr eða reyktur. Aðrar geymsluaðferðir þekktust varla i minni barnæsku, en þó var matur soðinn miður á einstaka heimili. Nýmeti var sjaldgæft viöast hvar, þótt fyrir kæmi að slátrað væri kálfi eöa eitthvað Áður ein landsman mannsmat bærist frá sjó. Það, sem nú er nefnt þorramatur, var þvi boröaö meira og minna árið um kring. Þannig var geymdur bæði sparimatur og hversdagsmatur, eins og slátur og lifrarpylsa. — Hvaö af þorramatnum þótti nú mest hnossgæti hér áður fyrr? — Hangiket og magálar var ekki haft á borðum nema á hátiðum og tyllidögum. Reyktir lundabaggar voru mikið notaðir til hátiöa brigða um jólin og fram eftir vetri. Súrir hrútspungar, súrir lundabaggar og súr svið þóttu góður sunnudagsmatur. Fóta- sulta þótti ekki eins fin og sviða- sulta og var frekar borðuð hvers dagslega. Þá var hákarl og góöur harðfiskur frekar sparimatur. Súr vélindi þóttu lika mikið hnossgæti. Þau voru búin til á þann hátt, að vélindað var skorið úr vélindiskeppnum, hreinsað vel og þvi snúið viö. Kjötræmu var siöan stungið i vélindað, saumað fyrir, það soðiö,kælt og súrsaö. En kjötið þurfti að vera gott til að vel tækist til. Eins var um lundabaggana. 1 þá voru notaðar iundir. Mér þykir ekkert varið i lundabagga, sem i eru notuð hjörtu eins og nú er oft gert. — Hvaö annað er i lundabögg- um? — Ristlar og þindin, sem var höfð utan um allt saman. Það var allt notað innan úr skepn- unni við gömlu matargerðina. Reynt að geyma góðan mat til sumarsins Isben var matur, sem fáir þekkja liklega núna. tsben var ristill úr nautgrip, sem var snúið við, verkaður ákaflega vel, mör- inn látinn vera I, en rístillinn siö- an fylltur með kjöti og bragðbætt með salti og pipar. tsben var soðið og hengt upp i eldhús eins og sperglar, sem voru svipaðir bjúg um en nokkru lengri. tsben var notað ofan á brauð og þótti góöur matur. Brauð var reyndar lengi reglu- legur sparimatur, enda oftast af skornum skammti. A málum var yfirleitt skammtað slátur með skyri, hræring eða mjólkurvell- ingi. Reynt var að geyma eitthvað af betri matnum til sumarsins. Það var erfiðasti tími ársins og þá oft aðkomufólk á bæjum. Allir vildu reyna að hafa sæmilegan mat yfir sláttinn. Ef veiði var á jörðum, voru lax og silungur á borðum á sumrin, og reyktur lax þótti góöur til bragðbætis. A Þingeyrum var lengi maður, sem ekkert gerði annað yfir veiðitimann en sinna um laxveiðina. Þingeyrar eru mikil laxveiðijörð, en aldrei var hægt að selja lax. Hann var saltaður,óhemjumikiðreyktur og hausarnir stundum notaðir til skepnufóðurs. Það hélt bændum i Húnavatns- sýslu ákaflega mikið niðri, aö þeir gátu bókstaflega engar af- urðir selt nema ullina á vorin og kjöt og gærur að haustinu. Þaö var ekki fyrr en i siðari heim- styrjöldinni að þetta breyttist með tilkomu mjólkurbúa og frystihúsa. Ef húsmóðir vildi gera vel við fólk sitt, var gott að eiga sund- maga. Þeir voru hertir, og komu oftast frá Vestfjörðum og geymdust von út viti. Sundmag- arnir voru soðnir og borðaðir þannig. En stundum voru þeir settir i byttu eöa bala og soðinu hellt yfir svo úr varð sulta, sem siðan var skorin niður i fer- köntuð stykki lfkt og súr hvalur. Stundum var búið til eins konar salat úr sundmögum, þeir voru settir út i skyr og borðaðir með brauði. Ef þetta var bætt með rjóma, var það reglulegt hnoss gæti. Víðsýnt og sanngjarnt mat á barnab Mikill fjöldi barnabóka, inn- lendra og þýddra, kemur út á hverju ári hér á landi, harla mis- jafnra að gæðum sem aö lfkum 1 lætur. Margir hafa á það bent fyrr og siöar með réttum rökum, aö góðar barnabækur séu afar mikil- vægt veganesti á leið barns og unglings, mikils ráðandi um mál- þroska, siðmat og lifsskyn. Abyrgð höfunda barnabóka sé miklu meiri en þeirra, sem skrifa bækur er fullorðiö og fullmótaö fólk les. Ýmsar tillögur hafa verið settar fram til úrbóta á þessum vettvangi, og með öörum bók- menntaþjóðum eru ýmis ráð reynd til þess að bæta barna- bækur og auðvelda skyn og mat þeirra, sem leggja þær á borð barna. Hér á landi hefur ekkert verið gert enn þá af hálfu opinberra aðila eða samtaka i þessa átt, og tilraunir oröið að engu. Fræðslu- ráð Reykjavikur gerði þá tillögu fyrir nokkrum missirum að verð- launa eina barnabók á ári. Hún var samþykkt, en dó siöan að þvi er bezt verður séö. Útgáfufyrir- tæki gaf einnig nokkra fjárhæð sem fyrsta tillag til slikrar viður- kenningar, helzt á vegum kenn- arasamtakanna, en framhald hefur ekkert orðið Loks bar það til tiðinda, sem ef til vill verður drýgst til þess að koma á viðhlitandi skipan i þéssum málum. Það var framtak nokkurra ungra kennslukvenna rétt fyrir jólin að lesa og meta all- margar barnabækur og birta niðurstöður i fjölmiðlum, kaupendum bóka til leiðbein- ingar. Þetta virtist gert að til- hlutun Kvenréttindafélags tslands. Þetta frumkvæði er á margan hátt þakkar vert, en eigi að siöur hljóta að vera á þvi miklir ann- markar, að nægilegt réttlæti náist og leiðbeiningarnar komi að gagni. Þetta mat kom ekki fyrr en langt var liðið á bókakauptiðina og náði auk þess alls ekki til allra barnabóka, sem út komu. Tilhögun bókaútgáfunnar hér á landi gerir slikt mat satt að segja nær ógerlegt. Augljóst er þvi, aö mat i þeirri mynd, sem það birtist rétt fyrir jólin, getur ekki og má ekki verða frambúðarskipan, og gallar þess eiga einmitt að vera hvatning til þess að koma á hald- betra mati. I ska Mé vik við dæi sjá nei um ræf mil tali fél;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.