Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR, 26. janúar 1972. Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 22 og skal ég þá fylgja einhverjum skipastraum upp til meginlands. Fáðu leyfi föður þíns að taka út ýmislegt:, svo gerir þú þér upp lasleika og afscgir að fara til baka. Þú skalt segja, að nógar séu ferðir rnilli lands og eyjanna, svo þú komir ef til vill þeigair daginn eftir, og þeir skipsmenn þurlfi ekki að vera hræddir uni að illa fari um þig. Ég má ekki vera við þetta rið- inn. Ég fer strax af skipi og k'.ára mig við kaupmann:, fel mig svo þangað til félagar okkar eru farn- ir. EftLr að ég var búinn að leggja þetta niður fyrir henni, skildum við. Tíminn leið. Dagurinn til- tekni kam. Guðný fékk fararleyfi og var nú á skip komin. Svo bar imiig þar að, með poka um öxl, og bað um far og það Ifékkst. Skip- ið var losað fná landfestum stundu eftir miðjan morgunn. Hafaldan létti undir með róðrin- um og seglið var sett upp. Ég leit upp að æskustöðvum mínum og vildi með einlægni andagt kveðja allt. Það var ónotalegt að álit mitt var, að nú liti ég í síðasta sinni til æskuleikvallar míns. Ég fann að ég sleit mig úr útbreiddum faðmi blessaðra æskustöðvanna. Þetta var að vorlagi, fullar átta vikur af sumri, og ég sá eyjarn- ar sælu, svo brosleitar og hýrar, skreyttar allri fegurð jurtarík;s- ins. Nýgræðingurinn var vökv- aður og endurnærður af heil- næmri brjósitamjólk vorblíðunnar. Ég saknaði allra hluta þair að lút- andi. En þegar fram á móts við miðin kam, tfannst mér enn byrja nýr, sár söknuður. Bátamir morr- uðu þax á miðunum, og menn veifuðu sjóhöttum sínum glaðir og kótix, en kulið bar oss úr aug- sýn vina vorra. Ferð okkar igekk vel upp til Eyrarbakka. Fóru all- ir í land og skipverjar bráðlega komnir í krambúðardyr. Félagar mínir fóru daginn eftir. Ég kvaðst þurfa margt að annast og skyldu þeir ekki bíða, ef ég yrði ekki kominn í tíima. Fór svo. Þegar ég hafði stutt igengið, kom ég að op- inni sjóbúð. Ég tók mér bessa- leyfi og gekk þar inn og hallaði hurðinni að staf:, fór í snarræði í póka mirin, tók upp skegghníf, sótti sjó í hattinn minn og tók að bleyta skeggið. Eftir litla stund var ég búinn að raka mig. Fór ég þá úr utanyfinfötum og klæddist pilsum af Guðnýju ag kvenúlpu að ofan, tók svo sjal og vafði þétt um háls og höfuð og fór svo út á götu kaupstaðarins og hneigði mig kurteislega fyrir hverjum drukknum dreng. Ég gekk að búð ardyruim, þar sem Guðný var inni og voru búðarpiltar liðugir í krinigum hana. Þeir sögðu klút- ana stóra og kynjaða vel, og lér- eftin væru littrú og breiddin hin bezta, klæðið allt væri frá Kúr- landi keypt og hvergi gæti slíkt, fallegu sjölin fengin væru atf Frakkatorgi og ekta silkið útval- ið frá Ítalíu. Svo hitt kramið sunn an úr heimi sent var drengjum, en brauðið allt var Bretuim frá, það ber þann smekkinn. Fylltu bara fjandans sekkinn. Guðný var búin að taka nauð- synjar sínar og eyjaskeiggjar á förum. Ég vék mér frá, þegar skip- verjar voru að bera fram dót sitt á skipið. Eg var þar sem ég gat vel séð hvað af Guðnýju yrði. Ég var blíð og kurteis við glað- lega pilta, sem voru að heilsa mór, skrækmælt, saug ögn upp í nef- ið ag sló höfðinu ýmist aftur á við eða þá ögn til hliðar og lét ekki vanta viðeigandi kvenbeyg- ingar. Þeir kölluðu sumir: — Kona góð! Má ekki bjóða yður bragð? Mörgum þykir tárið okkar gott. Ég hneigði mig og hvað slíkt óþarfa, en illt væri þó með öllu flotinu að neita. Þeir fóru því- næst að spurja mig, hvort ég væri gift, eða hvort ég ætti börn. Þeir sögðu mig verulega á velli og fóru að spyrja hvaðan ég væri. Ég kvaðst frá fjöllum, ofan úr sveit, þar sem sauðarsíðan er seggja þverhönd. — Þar þykkna vöðvar og þróast herðar, leggir lengjast og líkam- inn gildnar. Komið þangað kæru vinir, og kyssið mig þar, jung- frúna. Um það leyti vintist mér Vest- manneyingar vera farnir að hafa hátt. Gekk ég nær og sá byrðing leika við landfestar óg drengi standa í fjöru. Þeir stútuðu sig á tóbakspontum og kölluðu til Guðnýjar, að hún skyldi koma. Hún kvaðst vera lasin og imætti því ekki fara með þeim og bað þá að taka sig ekki, því hún mundi hafa illt af því, ef þeir hreyfðu sig. Þeir bröltu þá fram á byrðinginn og bitu í rullu, köll- uðu svo með kappi fullu: — Nýja! Druslan þín, ræfils-, garmskinnsgreyið! Geturðu ekki komið? Komdu strax. Nýja! óhræs ið þitt! Ætlar þú ekki að hlýða? Þú ert ekkert veik. Þú segir ekki satt. Nýja! Kæpan þín! Því gegn- ir þú ekki? viltu að við komum og gómum þig? Viltu að við kom- um og knúppuim' þig til mannúð- ar? Nýja! Axjónsrokkurinn þinn! Viltu hafa kjaft uppi? í því bili kom ég' og laut að Guðnýju og talaði nokkur orð við hana. Kallaði ég svo til skipverja og sagði að kaupmannshjónin hetfðu seht mig til að bjóða þeirn að taka stúlkuna til aðhlynning- ar, þangað til hún frískaðist. Skip verjar spurðu, hvort ég væri úr kaupmannshúsinu ag sagðist ég vera forstöðustúlka fyrir matar- framreiðslu. Þeir sögðu: — Þér eruð vaxin úr grasi. Þér eruð digrar um dentinn. iSkárri er það skrokkurinn! Þér lofið að vel fari úm Guðnýju, svo við ætlum þá að láta hana verða eft- ir, en hefir ekki borið fyrir yður Grímur Ólafsson? — Þann mann. þekki ég ekki, svaraði ég. Þeir sögðu enn- fremur: — Komi hann fyrir augu yðar, þá segið okkur tfarna. Og um leið skullu áramar í sjó- inn. Það kváðu við fjörugar sál- ir ^skútan skreið skarplega fram á djúpið. Mínir kæru Vestmann- eyingar voru því fljótlega horfn- ir sýn tminni. Við Guðný tókum föggur okkar og héldum frá staðn um. Nóttin var björt, en þó allt orðið kyrrt og allir búnir að loka híbýlum sínum. Við héldum ör- ugg til fjalla, en þjóðveg óttuð- umst við. Svefnmók sveif ytfir loft og láð. Hátt í tfjallahlíðum hrjóstr ug leið mín var. Beitarhús og bændasel beður minn löngum hét, og það var mitt vígi fyrir sól oig sjónum manna. Fyrst svaf ég um Krossgáta dagsins 1021. KROSSGÁTA Lárétt 1) Eflir. — 5) Samiö. — 7) Miskunn. — 9) Beita. — 11) Greinir. — 12) Reyta. — 13) Læröi. — 15) Kalli. — 16) Ölga. — 18) Roggin. — Lóörétt 1) Tunglið. — 2) Likneski. — 3) Númer. —4) Óhreinka. — 6) Undinn. — 8) Kindina. — 10) Sæ. — 14) Fundur. — 15) Ógnun. — 17) Tré. — Ráðning á gátu no. 1020 Lárétt 1) Lokkar. —5) Ell. —7) Sút. — 9) Auk, —11) Ut,— 12) Na. — 13) Gil. — 15) Þil. — 16) Æra. — 18) Skarti. — Lóörétt 1) Lúsuga. — 2) Ket. — 3) Kl. - 4) Ala. — 6) Akalli. — 8) Cti, — 10) Uni. — 14) Læk. — 15) bar. — 17) Ra. — —Hvar sástu Ranger Jim? Við lofum að ekkert kemur fyrir þig, ef þú segir okkur þaö. — Jæja, en ég hætti á mikið. Mér leizt ekki á þessa menn, sem hann var með. Hann er i hæðunum við klofnu fururnar. Bráðlega... —Ég er að fara upp að klofnu furunum, Tonto. —En ef þeir sjá þig, verðið þið skotnir. D R E K I — Meðan þú borðaðir með skip- stjóranum, leitaði Walker i klefanum þinum. — Þess vegna bauö skip- stjórinn þér. — Hvað nú? — Við eigum morð fjár undir þessu. Vi.ð ætlum ekki að missa það i hendurnar á honum. — Það sem þú átt aö gera, er að fara með honum i gönguferð. Þaö er alltaf fámennt á dekkinu. — Einhver sá mig koma út úr klefanum, Djöfull. Morðingjarnir? Vonum það. Þá koma þeir til min. . . Miðvikudagur 2G. Janfiar 7.00 Morgunútvarp 12.25 Fréttir og veðurfregmir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um heilbrigðismál Guðmundur Oddsson læknir talar um kransæðasjúkdóma. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Litli prins- inn“ eftir Antoine de Saint- Exupéry Þórarinn Bjöms- son íslenzkaði. Borgar Garð- arsson les (4) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: íslenzk tónlist 16.15 Veðurfregnir. Þættir úr sögu Bandarfkj- anna. Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri flytur fjórða erindi sitt: Uppruni nýlendubúa og afkoma. 16.45 Lög leikin á sýlófón 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga Atli Heimir Sveinsson tón- skáld sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatíminn Valborg Böðvarsdóttir og Anna Skúladóttir sjá um tímann. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 A B C Ásdís Skúladóttir sér um þátt úr daglega lffinu. 20.00 Stundarbil Freyr Þórarinsson kynnir 20.30 Framhaldsleikritið „Dickie Dick Dickens" eftir Rolf og Alexöndru Becker. Endurflutningur áttunda þáttar. Leikstjóri: Flosi ólafsson. 21.10 „15 Minigrams", tónverk fyrir tréblásarakvartett eftir Magnús Bl. Jóhannsson. 21.20 Summerhill. Arthur Björgvin Bollason og Hallur P. H. Jónsson flytja samantekt sína um brezka uppeldisfrömuðinn A. S. Neill og skóla hans í Suffolk á Englandi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „örtrölli“ eftir Voltaire Þýðandinn, Þráinn Bertels- son, les annan lestur af þremur. 22.35 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Áma- sonar. 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. janúar 1972. 18.00 Siggi. Kanínan. 18.10 Teiknimynd. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 18.15 Ævintýri f norðurskógum. 17. þáttur. Fréttir af Frank Williams. Þýðandi Kristrún Þórðard. 18.40 Slim John. Enskukennsla í sjónvarpi. 10. þáttur endurtekinn. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Heimur hafsins. 2. Þáttur. Lífið í sjónum. Þýðar.di Óskar Ingimarsson. 21.25 Refskák. (La Chartreuse de Parme). Frönsk bíómynd frá árinu 1948, byggð á samnefndri skáldsögu eftir franska rit- höfundinn Stendhal (1783— 1842). Sfðari hluti. Leikstjóri Christian Jaque.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.