Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTABLAÐIÐ VEISTU SVARIÐ? Hvað heitir maðurinn sem bauð sig fram til embœttis forseta íjýrradag? | Hvað verða íslenskir karlmenn að I meðaltali gamlir? ! í hvaða höll í Tyrklandifer * Eurovision-keppninjram? Svörín eru í bls. 47 GENGI GJALDMIÐLA Bandarfkjadalur 74,3 -0,28% Sterlingspund 131,64 0,57% Dönsk króna 11,84 0,12% Evra 88,12 0,11% Gengisvísitala krónu 123,65 -0,28% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 469 Velta 11.881 milljónir ICEX-15 2.677 I 3,18% Mestu viðskiptin Samherji hf. 960.128 íslandsbanki hf. 678.072 Pharmaco hf. 317.282 Mesta hækkun össur hf 3,60% Flugleiðir hf. 2,04% Marel hf. 1,67% Mesta lækkun Vinnslustöðin hf. -5,88% Burðarás hf. -0,99% Medcare Flaga -0,85% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.892,8 -1,3% Nasdaq* 1.888,1 -2,2% FTSE 4.412,9 -0,9% DAX 3.776,2 -1,9% NKSO 1.395,7 -0,1% S&P* 1.077,8 -1,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Bretland: Leita kaleiks Krists bretland. ap Hópur breskra sér- fræðinga sem þekktur er fyrir að leysa dulmálslykla Þjóðverja í sein- ni heimsstyrjöldinni hefur nú snúið sér að því að leysa 250 ára gamla ráðgátu sem sumir teljá að ljóstri upp um hvar kaleikur Krists er fal- inn. Er ráðgátan grafin á stein í garði við kastala sem var eitt sinn í eigu eins fremsta og frægasta ljós- myndara Bretlands. Lengi hefur verið leitað hins heilaga kaleiks sem Jesú á að hafa drukkið úr við síðustu kvöldmáltíðina en hann ekki fundist þrátt fyrir margar tilraunir. ■ Aðalhagfræðingur Seðlabankans: Ráðinn í topp stöðu í Basel alþióðastofnanir Már Guðmunds- son, aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands, hefur verið ráðinn aðstoð- arframkvæmdastjóri og staðgeng- ill framkvæmdastjóra peninga- mála- og hagfræðisviðs Alþjóða- greiðslubankans í Basel, sem er í eigu um 50 seðlabanka. Um 80 virt- ir hagfræðingar komu til greina í stöðuna og segir Seðlabankinn stöðuveitinguna mikla viðurkenn- ingu fyrir bankann og persónulega fyrir Má. Már segist ekki hafa ver- ið að líta í kringum sig þegar haft hafi verið samband við hann. „Þetta er náttúrlega tilboð sem maður fær einu sinni á ævinni.“ ís- lensk stjórnvöld hvorki tilnefna né hafa áhrif á ráðningar við bankann og er þetta æðsta staða hagfræð- ings í alþjóðlegri stofnun sem ís- lendingi hefur hlotnast. Már segir að ráðið hafi verið í stöðuna eftir strangt hæfnismat. Alþjóðagreiðslubankinn er í senn banki seðlabankanna og rann- sókna- og greiningarstofnun á svið- um sem lúta að starfsemi seðla- MIKIL VIÐURKENNING Seðlabankinn segir ráðningu Más Guð- mundssonar aðalhagfræðings bankans til Alþjóðagreiðslubankans í Basel mikla við- urkenningu. Már var valinn úr alþjóðlegum hópi 80 hagfræðinga. banka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Már mun sinna stjórnunarstörfum og taka þátt í yfirstjórn bankans, auk þátttöku í ráðstefnum og fundum fyrir hönd hans. ■ Þjóðarátak um upp- byggingu BUGL Stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss ætla ekki að láta deigan síga þótt stjórnvöld hafi kallað eftir frekari sparnaðaraðgerðum. Þeir ætla að stækka barna- og unglingageðdeildina við Dalbraut og kalla eftir stuðningi landsmanna. Arsfundur Uppbygging barna- og unglingageðdeildarinnar við Hringbraut var meðal málefna sem rædd voru á ársfundi LSH I gær. Pálmi R. Pálmason, formaður stjómarnefndar spítalans, var meðal þeirra sem fluttu ávörp á fundinum. heilbrigðismál Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala háskóla- sjúkrahúss, kallaði í ávarpi sínu á ársfundi LSH í gær eftir stuðningi landsmanna við framtíðarupp- byggingu barna- og unglingageð- deildarinnar (BUGL) við Dal- braut. „Ég höfða til almennings, ungra sem aldinna, einstaklinga og hópa, félaga og fyrirtækja að taka þetta málefni upp á sína arma, leggja því lið og fullgera verkið,“ sagði Magnús. Á fundinum kom fram að Heil- brigðisráðuneytið hefur til skoð- unar tillögu Landspítala - háskóla- sjúkrahúss um uppbyggingu BUGL. Tillagan hefur fengið afar góð viðbrögð í ráðuneytinu og jafnframt hjá skipulagsyfirvöld- um Reykjavíkurborgar. BUGL hefur lengi búið við þröngan húsa- kost á Dalbraut en gert er ráð fyrir úrbótum með því að byggja við húsin þar. Áætlaður kostnaður er um 340 milljónir króna. Talsvert fé er nú þegar til í sjóði vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við Dalbraut. Stjórnvöld veittu á síðasta ári 45 milljónir króna til að undirbúa verkefnið. Gjöf Hringskvenna, 50 milljónir króna, til barna- og unglingageð- deildar hleypti enn frekari krafti í undirbúninginn. Með sölu á Kleifarvegi 15 fást um 30 millj- ónir, auk þess sem sérstakur bygg- ingarsjóður BUGL er að myndast með gjafafé. Samtals eru 140 milljónir tryggðar til verkefnis- ins. Margir einstaklingar, fyrir- tæki og félagasamtök hafa að undanförnu stutt eða lýst vilja til þess að styðja uppbygginguna. Á fundinum lýsti starfandi heilbrigðisráðherra, Árni Magn- ússon, einlægum vilja stjórnvalda til að halda áfram að bæta stöðu barna og unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þá greindi Áslaug Björg Viggós- dóttir, formaður Hringsins, frá vilja Hringskvenna til þess að styðja áfram við framtíðar- uppbygginguna við Dalbraut. Stefnt er að því að viðbótarhús- næði BUGL geti verði tilbúið til notkunar um mitt ár 2006. jss@frettabladid.is 13. maí 2004 FIMMTUDAGUR Annar gekk til byggða: Á tófuveið- um án skot- vopnaleyfis lögregla Tveir menn voru á tófu- veiðum án skotvopnaleyfis í Keflavík sunnan við Látrabjarg. Annar veiði- mannanna gafst upp á félaga sínum, sem var ölvaður, og gekk til byggða og lét lögregluna á Patreksfirði vita um klukkan níu á þriðjudagskvöld. Bifreið sem veiðimennirnir höfðu farið á til veiðanna var biluð í fjöru- borðinu og þurfti lögreglan að draga bílinn úr fjörunni áður en flæddi að. Vopnin sem mennirnir höfðu notað, haglabyssa og riffill, voru tekin í vörslu lögreglunnar. ■ Blóðbankinn: Blóðgjöfum styttar stundir blóðbankinn Þeir sem koma í Blóð- bankann til að gefa blóð þurfa ekki lengur að liggja og láta sér leiðast á meðan, því starfsmaður Expert kom nýlega fær- andi hendi þangað. N e v a d a Bob og Expert höfðu tekið höndum sam- an og færðu Blóðbankan- um DVD-spil- ara ásamt 10 DVD-mynd- um. Þessi gjöf kemur sér mjög vel þar sem sértæk blóðflögugjöf getur tekið allt frá 60- 100 mín. og munu DVD-myndirnar án efa stytta blóðgjöfunum stundir við blóðflögugjafir. Starfsmaður Expert notaði tæki- færið og gaf blóð í leiðinni. Blóð- bankinn kann gefendum bestu þakkir. ■ Átökin í Irak: GÓÐ GJÖF Ema Björk Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfræð- ingur Blóðbankans, tók á móti gjöfinni úr hendi Sigurðar Óskars Sigmarssonar, starfs- manns Expert. Barist í Kerbala írak Að minnsta kosti tuttugu og fimm íraskir uppreisnarmenn létu lífið er átök brutust út við við bandaríska hermenn í hinni helgu borg Kerbala í írak í gær. Klerkurinn Muqtada al-Sadr, hafði hvatt uppreisnarmenn í borginni til að berjast gegn her- mönnum og bar hann Íraksstríðið saman við stríð Bandaríkjamanna í Víetnam. Átökin hófust einungis fáein- um klukkustundum eftir að leið- togar íraka samþykktu að beita sér fyrir því að binda enda á upp- reisn klerksins og fylgismanna hans í Kerbala. ■ Veðrið HELDUR ÞUNGBÚIÐ OG LOFTIÐ RAKT Norðvestlæg eða vest- læg átt verður í dag. Fremur hæg, síst þó með ströndum sunn- an og suðaustan til og á annesjum á Vest- fjörðum. Víða skúrir en þó þurrt að kalla sunnanlands. HORFUR í REYKJA- VÍK UM HELGINA: Hæglætisveður á laugardag og þurrt að kalla en fremur þung- búið. Aðfaranótt sunnudagsins fer að rigna og á sunnudag eru horfur á suð- austanátt og rigningu með köflum. Hiti 10- 13 stig. Kveðja, Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur fdag Gola +6 <• Nokkur vindur vindur 'Gola Í£2> -f-SÍtoktaT vindur \ +1 * * Nokkur vindur £2) +8 +8 *» £2) Nokkur vindur £2) £2TH +0 Nokkur vindur Nokkur vindur +T Nokkur vindur Veðnð útí í heímí i áa% Á morgun +8 CD> éé o +10“ \ \+8crr + 11 Goia o +9 o +11** Fremurhægurvindur. ♦8~> +1i£2> +9Cb +11ö> Hægbreylilegátt Kaupmannahöfn 10°C léttskýjað London 19"C skýjað Osló 12“Cskýjað Parls 14°C alskýjað Stokkhólmur 12"Cskýjað Amsterdam 12°C léttskýjað Þórshöfn 9°Cskýjað Torrevieja 21°C skýjað Las Palmas 19°C léttskýjað Róm 19°C léttskýjað NewYork 26°C þrumuveður Miami 28°C léttskýjað Svæði þar sem búast má við talsveröri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð meö dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.