Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 1
SAMVINNUBANKINN IX /" 21. tölublað. — Fimmtudagur 27. janúar 1972 — 56. árgangur. BÚRFELL ÞORISVATN BJARGAR NÚ BÚRFELLSVIRKJUN 60 rúmmetrar streyma úr vatninu og i Tungnaá og Þjórsá ¦ Ishrönnin ofan við inntaksmannvirkin 3km. löng KJ—Reykjavik. Nú kemúr sér vel að vatnsmiðlunin við Þórisvatn er orðin nothæf, þvi í kuldanum og rokinu að und- anförnu hefur myndazt töluverður is i Þjórsá, auk þess sem skafið hefur i ána. Þegar veðrið var verst var ismyndunin í ánni allt upp i 30 rúmfet, en er nú eitthvað innan við tiu rúmfet. Fær Búrfellsvirkjun nú 60 rúmmetra á sek. úr Þórisvatni. Þjórsá er komin úr farvegi sínum ofan viö inntaksmannvirkin, og rennur austur að Landsvirkjunar- veginum inn i Þórisvatn, en kemur svo aftur i farveginn rétt ofan inn taksmannvirkjanna. Þórisvatn bjargar Segja má að vatnsmiðlunin ur Þórisvatni bjargi nú Búrfells- virkjun, eða geri það að verkum að orkuframleiðslan helzt söm og jöfn, á hverju sem gengu. Þegar miklir kuldar eru, og jafn- framt hvassviðri, skefur i ána, og mikil ismyndun verður i ánni við skafrenninginn, auk kuldans. Hefur þetta oft haft það i för með sér, að draga hefur orðið úr orkufram- leiðslu Búrfellsvirkjunar, en „vatnsgeimirinn" i Þórisvatni á að koma i veg fyrir að vandræði hljót- ist af kuldaköstum og skafrenningi. 3 km. löng ishrönn Fyrir ofan inntaksmannvirkin er nú 3 km. löng ishrönn, og nær hún upp undir Klofey. Þar sem hrönnin er breiðust er hún talin um 1 km. á lengd. Hrannast isinn þarna upp, en vegna Þorisvatnsmiðlunar, er nóg vatn. Fá 20 rúm- metra á sek. I gær var opnað fyrir utfallið á Þórisvatni við Vatnsfell, og hleypt úr vatninu sem svaraði 30 rúmmetr- um á sekúndu. t dag var vatns- magnið ur vatninu aukið, og er nú 60 rummetrar á sekúndu. Töluverður timi liður frá þvi að opnað er fyrir lokurnar við Vatnsfell, og þar til vatnsaukningarinnar fer að gæta niður viö inntaksmannvirki Búr fellsvirkjunar, og geta liðið allt að 12 timar á milli. Siðari hluta dags i dag, var aukningarinnar aðeins farið að gæta við inntaksmann- virkin. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem vatnsmiðlunin er notuð i vetur. Útbreiðsla sjónvarps Mikil ishrönn er nú ofan við inntaksmannvirkin viö Búrfell. TIU SVÆÐIÁN SJÓNVARPS Hvergi fleirí en 10 bæir á svæoi ÞO—Reykiavik. Nú eru lo sjónvarpslaus svæði á landinu, en hvergi eru meira en lp bæir saman, sem eru sjónvarps- lausir. Stærstu svæöin, sem enn eru sjónvarpslaus eru Fljótin. og Arneshreppur á Ströndum. Afor- mað er að sjónvarp nái til Fljótamanna fyrir sumarið og þarf hvorki meira né minna en fjórar endurvarpsstöðvar til aö koma sjónvarpssendingunum á þetta svæði. — Stöðvarnar eru á Felli, Straumnesi, Haganesi og á Ketilás og vonumst við til aö verkinu veröi lokiö fyrir sumarið, sagði Sæmundur Oskarsson, yfirverk- fræðingur Landsimans. Hvergi á landinu eru nú fleiri en 10 bæir saman, sem ekki hafa sjónvarp, og eru sjónvarpslausu svæðin álíka mörg. Kkki gat Sæmundur svarað þvi, hvenær mætti vænta þess, að allir landsmenn gætu notið sjónvarps, en sagði, aö sifellt væri unnið að þvi að breiða sjónvarpið út, samhliöa þvi, að koma bráöabirgðastöð I endan- legt horf. 26,7% söluaukning OO — Reykjavlk. A slðasta ári seldi Afengisverzlun ríkisins fyrir rúman milljarð króna, sem er meira en nokkru sinni áður. Nam söluaukningin 26,7%, sé miðað við krónutölu, en útsöluverö áfengis var hækkað allmikið á s.l. ári. En neyzluaukningin á árinu, miðað við árið á undan er 8%. Afengisneyzla á mann I landinu, miöað viö 100% áfengi voru 2,70 litrar, og er það meira en nokkru sinni slðan farið var að gera skýrslur um afengisneyzlu. Ur hríðinni á NA-landi: Snjóflóð tók jeppa - og maður svaf í bíl sínum ÞO—Reykjavik. Stórhrið var um helgina á Norð—Austurlandi, og að sögn Barða Þórhallssonar á Kópaskeri þá skall veðrið á seinnihluta sunnudags og stóð fram á mánudag. 1 hriðinni þurfti einn maður að gista næturlangt i bil sinum vegna hriðar. Rétt um þaö leyti er veðrið skall á, var rússajeppi frá Raufarhöfn lagður á stað frá Kópaskeri til Húsavikur. Er billinn var kominn upp fyrir Auðbjargarstaöar- brekkuna skall veðriö á með miklum látum. Ætlaði fólkiö i jeppanum, sem var fernt, að snúa við, en er billinn kom aftur i brekkuna festist hann og varð fólkið að ganga til byggða, sem er stutt leið. Þegar veðrinu slotaði i gær, og fa átti að ná i jeppann var hann hvergi sjáanlegur, á þeim staö þar sem skilið hafði veriö við hann. Fannst jepp- inn niður á túni á Auö- bjargarstöðum og lá hann þar á hliðinni töluvert skemmdur. Snjóflóð mun hafa hrifið jeppann með sér, en þarna er mjög bratt. Frh á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.