Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. Landbúnaðar- sjóðirnir Frétt, sem birtist í Tím- anum fyrir skömmu um fjármagnsútvegun landbún aðarráðherra til sjóða Bún aöaibankans, virðist hafa komið við kaunin á Mbl. Hún varð blaðinu tilefni til þriggja greina: Viðtals við Þórhall Tryggvason, leiðara degi síðar og loks skrifar Ingólfur Jónsson laugardagsgrein um þetta efni. Með skrifum þessum er reynt að láta líta svo út, að fyrrv. landbúnaðarráð- herra hafi skilið við þessi mál öll með prýði og sóma. Að þeim viðskilnaði var þó hvergi vikið sérstaklega í frétt Tímans, heldur aðelns skýrt frá þeirri staðreynd, að sjóði Búnaðarbankans hafi skort verulegar fjár- hæðir til að geta fullnægt lánsumsóknum bænda og gefnum lánsloforðum bank- ans, þegar Halldór E. Sig- urðsson tók við stjórn land búnaðarmála. Þetta fjár- magn, 112 milljónir til Stofnlánadeildar og 20 mill- jónir til Veðdeildar útveg- aði núverandi landbúnaðar ráðherra. Bréf Ingóifs Mbl. gerir mikið úr því afreki, að Ingólfur Jónsson hafi skrifað Búnaðarbankan um bréf í lok maí, þar sem bankanum er lofað viðbótar fjármagni til Stofnlána- deildar eða 75 mllljónir. 21.5 milljónir átti banklnn bá að leggja sjálfur til. Með þessu voru málin allg ekki leyst og þau voru jafn óleyst þegar Ingólfur fór frá völdum. Ingólfur skrlf aði einnig bréf til Veðdeild ar. Það mun hafa verið í marz. Lofaði hann 5 mlllj. króna. Þær voru ókomnar, þegar Ingólfur fór frá völd um, en Halldór E. Sigurðs- son útvegaði 20 milljónir króna til deildarinnar. — Dugnaður Ingólfs var síð- ustu mánuði fyrir stjórnar- skiptin aðallega fólgin í bréfaskriftum og fyrirheit- um, sem ekki gafst tími til að efna. Ingólfur samþykkti fyrir tveimur árum áætlun, sem gerð var um uppbyggingu sláturhúsanna. Hann hafði ekki staðið við fyttrheit um fjármagnsútvegun, þegar hann fór frá völdum. JVú loks eru, fyrir tilhlutan nú- verandi landbúnaðarriðh., 12 milljónir á fjárlögum til þessara hluta. Á síðustu stjórnardögum sínum skrifaði Ingólfur líka bréf og gaf fyrirheit um 7,5 milljón króna lán til Hvann eyrarskólans. Lánið átti að borgast með fjárveitingu á fjárlögum 1972. Ingólfi tókst í sinni ráðherratíð aldrei að koma f.lárveiting- um til Hvanneyrankólans hærra en í 5 milljónlr, en í ár er sú fjárveiting 15 milljónir. Fleiri dæmi um dugnað Ingólfs í fyrirheitum í bréfaskriftum á síðustu valdadögunum má nefna »íð ar, en það er svo með pau öll, að það hefur komlð í annarra hlut að efna þau. En auðvitað ber Ingólfi þakkirnar fyrir það! — TK Maðurinn sjálfur mesta vandamálið „Kirkjurækinn" sendir eftirfarandi bréf: „Kæri Landfari. Ég er töluvert kirkjurækinn, og eitt sinn i sumar, er ég brá mér i Dómkirkjuna, barst i hendur minar eintak af Safn- aðarblaði Dómkirkjunnar. 1 þvi var stutt grein eftir séra Oskar J.Þorláksson. Þar var vikið að málum, sem siðan hafa orðið mér ihugunarefni, og af þvi að ég held, að svo gæti orðið um fleiri, en blað þetta kemst liklega ekki út fyrir söfnuðinn, langar mig til þess að biðja þig, Landfari minn, að birta greinarstúfinn, og ég vona, að séra öskar fyrtist ekki við. Greinin er svona: „Vandamál mannlifsins vifcast því miður vera mörg nú á dögum, og vandamál þarf að leysa. Spurningin er þessi: Viljum við vera þátttakendur i þvi að leysa þessi vandamál, eða erum við kannski sjálf að einhverju leyti orsök þeirra, eða eigum við þátt i þvi að við- halda þeim? Þvi miður er það svo, að við mennirnir erum oft sjálfir mesta vandamálið, miklu fremur en yrti að- stæður. Aparnir hafa tekið völdin. Þær fáu mannverur sem þarna eru, fyrir utan geim- farann, firðast alveg skyni skroppnar og gera litið annað en fljúgast á og snikja mat eins og apar i búri. Þær miklu deilur sem urðu þegar Darwin setti fram þróunarkenningu sina, ganga hér aftur og apana vanfar ekkert af viöbrögðum manns- ins gagnvat þvi sem hann telur sér ekki henta. Þegar jarðfræðingurinn Cornelius er að útskýra fyrir hæstvirtum réttinum fund sem bendir ó- tvirætt á lif fyrir daga hegi- sagnanna, tekur einn dómaranna fyrir augun, annar fyrir eyrun og sá þriðji fyrir munninn. Helzt til mikið er gert hér úr ofurmennsku geimfarans Taylors,en annars er myndin mjög sérstæð og forvitnileg. Einkum er áhugavert að heyra rætt um manninn, þennan drottnara jarðarinnar, eins og lægri veru, eins og við höfum meðhondlað dýrin, notað þau til tilrauna, sett þau í búr i dýragörðum svo fólk geti haft ánægju að horfa á, valið þeim maka af handahófi til þess að þau eignist af- Frh. á bls. 14. Tökum t.d. áfengismálin. Þau eru vissulega mikið vandamál i þjóðlifinu, og oft er um það talað, að eitthvað þurfi að gera i þessum málum, þvi að það eru ótrúlega margar fjölskyldur, sem stynja undir þyi böli, sem áfengið veldur. En flestir virðast furðu úrræðalitlir i þessum málum. Rikisvalið hefur eins og kunnugt er einkasölu á áfengi, og hefur af þeirri sölu mikinn hagnað. Þess verður furðu litið vart, að rikisvaldið geri yfirieitt nokkrar ráðstafanir til þess að halda áfengissöl- unni i skefjum, heldur bryddir þvert á móti á tilhneigingu i þá átt að koma hér upp visi að áfengisiðnaði og auka fjöl- breytni i þessum verzlunar- háttum. Ef rikisvaldinu væri nokkur alvara i þessum málum, mundi áfengiseinka- salan geta gert nokkuð til þess að halda áfengissölunni i skefjum, eða jafnvel draga eitthvað úr henni. En hér er vissulega við ramman reip að draga, og þetta vandamál er ekki fyrst og fremst ytra vandamál, heldur persónulegt vandamál. Bindindissemi hvers ein- staklings er það eina, sem getur að fullu leyst áfengis- vandamál hans, en til þess að það takist þarf festu i skap- gerð, triiarlega og siðferðilega alvöru, guðs hjálp og stuðning góðra manna. Ef menn vilja ekki vera bindindismenn eða leggja til hliðar þá ánægju,* sem þeir kunna að hafa sjálfir af hóf- legri nautn áfengis til þess að geta orðið öðrum til hjálpar, þá heldur áfengsibölið áfram i ýmsum myndum og mun fremur aukast en minnka. Afengið er lúmskara en flest önnur nautalyf, vegna þess að það býður upp á stundargleði, en menn gera sér ekki ljósa þá hættu, sem i þvi felst. Þetta er vissulega ihugunarefni fyrir alla, sem vilja hugsa um heil- brigt lif og lifsgæfu". Landfari þakkar fyrir bréfið, og vissulega eru þessi orð prestsins hollt ihugunarefni hverjum sem er, jafnt þeim, sem telur áfengis- bölið ekki koma sér við, sem hinum er hjálpar þurfa. Apaplánetan á frummálinu The planet of apes Leikstjóri: Frank J. Schaffner Kvikmyndari: Leon Shanw mroy. iónlist: Jerry Gold- smith. Handrit byggt á samnefndri bók eftir Pierre Boulle; U. Wilson og R. Lenling. Bandarisk frá 1969 Sýningarstaður: Nýja bfó, islenzkur texti. Höfundur bókarinnar Pierre Boulle hefur fengið góða hug- mynd þegar hann skrifaði þessa visindaskáldsögu „Pláneta apanna". Úrvinnsla Schaffners er nokkuð góð, helzt er hægt að fínna að gervi apanna, sem er full stirðnað. Fjórir geimfarar eru sendir út i geiminn til að finna aðra plánetu, þrir karlmenn og ein kona, á meðan á ferðalagi þeirra stendur liða fjögur þúsund ár eftir timatali jarðarinnar. Þegar þau svo lenda er konan látin og þeir þrir bjarg- ast naumlega frá drukknun og komast á land á eyðimörk. Eftir mikið harðræði komast þeir Ioks að gróðurvin og sjá mannskepnur dauðskelkaðar og mállausar, flokkur apa gerir árás a þá og eftir ójafnan leik er Taylor (Charlton Heston) færður i böndum til apaborgarinnar. Þar eru mennirnir leiknir eins og við meðhöndlum dýr. Þetta er pláneta apanna, þeir hafa öðlazt mannlega greind og samfara henni aðra mannlega eiginleika. Kaldhæöni myndarinnar liggur einmitt i þvi hvernig allt tal sem tiðkazt hefur um „skynlausar sfcepnur" og sú meðferð sem viðtekin er i skjóli þess að þær séu öðruvisi en við, er hér snúið uppá manninn. INNIHURÐIR - UTIHURÐIR FRA KÁ SELFOSSI Sáuð þið nýja happdrættis- húsið frá DAS. Hurðirnar í því hafa vakið óskipta athygli. Þær eru frá K.Á. ÚTIHURÐIR úr tekki, Oregon-pine, furu og afrómosíu. Hægt er að velja um 9 gerðir. INNIHURÐIR úr gullálmi, ask, eik og furu. Afgreitt fullunnið heim að húsi. Hér er enn hægt að fá gömlu, traustu grindina, sem tryggir, að enginn vindingur á sér stað. HATUN 4A VIÐ NÓATÚN. a SÖEUSKRIFSTOFA KÁ í REYKJAVÍK SÍMI 2 18,30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.