Tíminn - 27.01.1972, Side 3

Tíminn - 27.01.1972, Side 3
FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. TIMINN 3 BSRB-þing OÓ—Reykjavik. Aukaþing Bandalags starfs- manna rikis og bæja hófst i Reyk- javik i gær. Til þingsins er boðaö til að fjalla um tvö stórmál, kjaradeiluna, sem samtökin eiga i við rikisvaldiö, og samningsrétt opinberra starfsmanna. Þinginu lýkur i dag. Formaður B.S.R.B., Kristján Thorlacius, hélt ræðu og gaf yfirlit um yfirstandandi kjara- deilu. Rakti hann aðdraganda deilunnar og ræddi gang mála fram til þessa. Benti hann á, að sú áfangahækkun, sem verka- lýðsfélögin sömdu um 4. des. s.l., kæmi öll til framkvæmda á samn- ingstimabili B.S.R.B. og rikis og bæjarstjórna, en það samn ingstimabil er miklu lengra en tiðkast á frjálsum vinnumarkaði, en gildandi samningur gildir til 3 ja ára, eða til ársloka 1973. En gert varð ráð fyrir, að ef verulegar launabreytingar verða hjá öðrum launþegum, sé heimilt að breyta samningum til sam- ræmis við það. — Það er staðreynd, sagði for- maðurinn, að ef við fáum ekk* launahækkun til samræmis við samninga verkalýðsfélaganna, þá glatast það, sem vannst i sið- ustu samningum okkar. Eftir að samningar verka- lýðsfélaganna voru undirritaðir, sendi stjórn og kjararáð B.S.R.B. fjármálaráðherra bréf, þar sem óskað var eftir endurskoðun á gildandi samningum. Kröfur B.S.R.B. eru, að grunnlaun hinna íægst launuðu hækki til sam- ræmis við samninga verka- lýðsfélaganna og að samn- ingsbundin grunnlaun opinberra starfsmanna hækki um 14% eftir sömu reglum og hjá öðrum. 30. des. barst svar frá rikis- stjórninni, þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir launa- hækkunum. Sama dag var ákveð- ið að boða til aukaþingsins og að koma á framfæri mótmælum gegn synjuninni. 11. jan. sendi rikisstjórnin ÚL opinbera tilkynningu þess efnis, að hún væri tilbúin að taka þátt i viðræðum, sem fram færu i sátta- stigi. Siðan hafa verið haldnir tveir fundir með sáttasemjara. Eftir fyrri fundinn lét B.S.R.B. ' gera samanburð á kauptextum opinberra starfsmanna og ann- arra stétta og starfshópa. Sýnir sá samanburður, að rikis- starfsmenn hafa lægri laun en aðrir, sem vinna sambærileg störf. Siðari sáttafundurinn var Frh. á bls. 14. Pósthús w I Breiðholti KJ—Reykjavik. Bráðlega verður opnaö pósthús i Breiðholti, og verður það til húsa i nýja verzlunarhúsinu við Breiðholtskjör. Staða yfirmanns þessa pósthúss hefur verið auglýst laus til umsóknar. Þegar pósthúsið er komið, eiga Breiðholtsibúar völ á nokkuð góðri þjónustu i hverfi sinu, enda telur það orðið 6 - 7 þús. manns, að þvi álitið er. 1 hverfinu eru nú tvær stórar kjörbúðir og einnig tvær mjólkurbúðir. Þá er þar fiskverzlun, lyfjabúð, fatahreinsun, skósmiðavinnu- stofa og skóverzlun, vef- naðarvöruverzlun o g rakarastola. Þá opna væntanlegá fleiri þjónustu-fyrirtæki bráölega i verzlunarhúsi, sem tekiö var i notkun siðast á árinu 1971, og vonast ibúarnir m.a. eftir banka. Þórarinn Þórarinsson um rekstrarlán til iðnfyrirtækja: Tiltölulega auðvelt verk- efni fyrir seðlabankann Kristján Thorlacius, formaöur B.S.R.B. setur aukaþing samtakanna, sem hófst í gær. (Timamynd G.E.) EB—Reykjavik. A fundi i Sameinuðu þingi á þriöjudag mælti Þórarinn Þórarinsson (F) fyrir þings ályktunartiilögu um rekstrarlán iðnfyrirtækja, en tillagan er flutt til að stuðla að þvi, að iðnaðinum sé a.m.k. tryggt visst lágmark rekstrarlána. Er efni tillögunnar að mestu samhljóða tillögu at- v innu m á la nef nd a r Reykja vikurborgar frá þvi i desember 1968, en i þeirri nefnd áttu full- trúar allra stjórnmálaflokkanna sæti. Þingsályktunartillöguna flytur Þórarinn ásamt sex öðrum þingmönnum Framsóknarflokks- ins. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hlutast til um, að Seðlabankinn veiti viðskipta- bönkunum nú þegar sérstök lán til að koma rekstraraðstöðu iðn- fyrirtækja i viðunandi horf. Rekstrarlán til þeirra fyrirtækja, sem sett geta viðunandi trygg- ingu, verði veitt i samræmi við þær lágmarksreglur, sem nú skal greina: a) Fyrirtækin fái vixla söluheimild (vixilkvóta) til sölu á allt að 90 daga löngum vixlum, er nemi allt að þriggja mánaða framleiðslU'þeirrab) Auk þess fái fyrirtækin yfirdráttarheimild á reikningslánum (hlaupareikn- ingsyfirdrátt), er svari til þriggja mánaða kaupgreiðslu viö- komandi fyrirtækis. Að þvi er varðar báða ofangreinda liði, skal miðað við meðaltalsframleiðslu og meðal- talskaupgreiðslur s.l. tvö ár.” I upphafi framsöguræðu sinnar minnti Þórarinn Þórarinsson á rekstrarvandamál Slippstöðvar- innar á Akureyri og las úr skýrslu um það efni. Sagði Þórarinn, að þetta ætti við fjöldann allan af öðrum iðnfyrirtækjum i landinu. Skortur rekstrarfjár hefði tor- veldað rekstur þeirra á margvis- legan hátt. Þórarinn minnti þessu næst á, að þingsályktunartillagan væri i meginatriðum byggð á ályktun atvinnumálanefndar Reykja- vikur frá 1968. Þórarinn kvað fé vera fyrir hendi til þessara lán veitinga. — Eg tel að Seðla bankinn eigi tiltölulega auðvelt með að leysa þetta verkefni, ef vilji er fyrir hendi, sagði hann og bendi á, að bundið fé hjá Seðla bankanum væri 2 þúsund milljón kr. meira en upphæð þeirra vixla næmi, sem hann hefði endurkeypt af viðskiptabönkunum. Ennlremur minnti Þórarinn á nauðsyn úrbóta i þessum málum vegna EFTA-aðildarinnar og væntanlegra samninga við Efnahagsbandalagið,og fleiri atriði i sambandi við þessi mál. Þórarinn tók hins vegar fram, að af hálfu flutningsmanna tillög- unnar væri litið á hana sem hreina bráðabirgðalausn; koma þyrfti þessum málum i miklu full- komnara horf i framtiðinni. Þaö væri miklu fullkomnara og heppi- legra að tryggja umræddum fyrirtækjum afurðalán eins og sjávarútveginum væru tryggð, svo og landbúnaðituim. Minnti Þórarinn á, að 1958 hefði einmitt tillaga, sem hefði miðað að þvi, verið samþykkt á Alþingi af öllum flokkum, en árið eftir, þegar viðreisnarstjórnin hefði komizt til valda, hefði tillögunni verið stungið undir stól. Hefðu þingmenn Framsóknarflokksins flutt þá tillögu aftur og aftur á sex eða sjö þingum, en þá gefizt. upp á þvi, vegna slæmra undir- tekta, og tekið upp i staðinn tillögu i meginatriðum byggða á ályktun atvinnumálanefndar Reykjavikur frá 1958. Auk íramsögumanns, tóku til máls þeir Pétur Pétursson (A), Jón Snorri Þorleifsson (AB), en hann taldi brýna nauðsyn vera á þvi að taka skipulagsmál iðnaðarins til athugunar og leita úrbóta i þeim efnum. Aö lokum tók Magnús Jónsson (S) til máls. Tillögunni var siðan visað til nefndar, en umræðunni um hana var frestað. Fékk 36.70 kr. í Þvzkalandi ÞO — Revkiavik. Vélskipiö Helga Guðmunds dóttir frá Patreksfirði seldi 80.6 tonn i Þýzkalandi i morgunn fyrir lo9. 355 mörk, sem eru 2.957 millj. Meðalverðið er 36.7o kr., sem er sérlega gott. Þennan afla fékk Helga i net og var það svo til eingöngu ufsi. Jindrich Rohan, hljómsveitarstjóri (t.h.) og Leon Spierer, fiöluleikari bera saman bækur sinar. (TimamyndGE) Læti Þorkels á dagskrá sinfóníunnar í kvöld 5» SB—Reykjavik. Fyrstu tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslands á siöara misseri verða haldnir i kvöld kl. 21 i Háskólabiói. Stjórnandi verður Jindrich Rohan og einleikari Leon Spierer fiðluleikari frá Berlin. A dagskrá eru „Læti” eftir Þorkel Sigurbjörnsson, fiðlukonsert i G-dúr eftir Mozart og Sinfónia no. 1 eftir Brahms. Jindrich Rohan hljómsveitar- stjóri sagði á fundi með fréttamönn- um i dag, að hann hlakkaði mjög til að stjórna verki Þorkels. Hann hefði aldrei gert neitt svona áður, helm- ingur verksins væri á segulbandi, en hljómsveitin léki með og allt yrði þetta að falla svo saman, að ekki skakkaði sekúndubroti, og segul- bandið réði hraða stjórnandans. Fiðluleikarinn Leon Spierer fædd ist i Berlin, en ólst upp i Argentinu og stundaði nám þar og i London. Hann er ráðinn fyrsti konsert- meistari viö Filharmóniusveitina Berlin og var konsertmeistari I Stokkhólmi 1958—’63. Sagðist hann hafa hlustað á æfingu Sinfóniu- hljómsveitarinnar i gærmorgun og fyndist sér hljómsveitin frábærlega góð. Um verk sitt „Læti” segir Þorkell Sigurbjörnsson, að það sé samið i tilefni Beethoven-ársins 1970. Sumir hafi viljað votta meistaranum virð- ingu með hógværð, aðrir með „látum”. Sænskt ego Nýlega flutti maöur nokkur ræðu á árshátið átthagafélags i Reykja vík. Hann fór mörgum fögrum orðum um Svia af þvi tilefni, og nefndi til einhverja skriffinna i blööum, eins og hann oröaöi það, sem legðu i vana sinn að tala illa um þá, sem hann þekkti aö góöu einu. ósagt skal látið hvort árs- hátið átthagafélagsins var kjör- inn vettvangur til ræðuhalda um Svia, eða hvort ræðan hefur orðið til undir annarlegum þrýstingi. En hvað sem um það er, þá mun vcra um misskilning að ræða, þegar sagt er að skriffinnar riti illa um Svia i blöðin. Sann- leikurinn er sá, aö Sviar eru af- bragðsfólk, eins og aðrir Norður- landamenn, hvorki verri né betri, en alveg hreint ágætir svo langt sem þeir ná. Það þurfti enga árs- hátið átthagafélags I Reykjavik til að kom slikum vitnisburöi á framfæri. Hitt er annaö mál, að svona nokkuö bendir eindregið til þess, að hér i landinu séu starfandi menn, sem hafi tilkvaddir eða ótilkvaddir tekið aö sér að reka einskonar sænskr menn ingartrúboð. Hefur áður veriö vikiö að þessum grunsemdum I þáttum þessa skriffinns. Við höf- um nú um hrið alizt upp við söng um Bandarikin og söng um Rúss- land. Menn hafa veriö reiðubúnir að vitna um þessi lönd, þjóðskipulag þeirra og annað ágæti, alveg eins og islendingum væri brýn nauðsyn á að skilja, að fordæmi þeirra væru okkur fyrir bcztu. Mjórri raddir liafa svo heyrzt um Bretland og JAFNVEL Frakkland. Siðan virðist sem nokkrir mcnn, menntaðir I Svi- þjóð, hafi ákveðið að hefja ýms sænsk fyrirbæri til vegs og virð- ingar, kannski helzt til upphefðar menntun sinni þegar komiö var heim i kotrikið. Andmæli gegn þessu er ekki áfellisdómur um Svia. Þau koma Svium raunar ekkert við. Þetta afbrigöi undir- gefninnar er sama eölis og söngurinn um ágæti stór- veldanna. Sá er munurinn, að engum hefur enn dottiö I hug að blanda ást sinni á ööru hverju stórveldanna saman við hátiða- höld átthagafélaga á islandi. Það er sjálfsagt gott aö menntast i Sviþjóð, en verra ef það kostar að koma heim ineð sænskt ego. Svarthöfði

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.