Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. TÍMINN öSQi Þeir hafa stöðumælasektir i Tókió, rétt eins og hér á Fróni. En i öllum manngrúanum þar eystra eru margir ökuþórar, sem eyðileggja bara sektar- V Lögregluskýrslur i Frakklandi leiða i ljós, að loo þúsund bilum var stolið þar á árinu 1971. 1 Parisarborg einni var stolið að meðaltali 8o bil- um á dag. Tölur stolinna bila i landinu hafa tvöfaldazt á siðustu sex árum — og er það meiri aukning, en á nýjum bil- um i landinu. Lögreglan segir, að Frakkland sé orðið alþjóða- markaður fyrir stolna bila frá öðrum löndum, sérstaklega Þýzkalandi og Italiu. Mörgum bilanna er stolið til að selja þá úr landi, einkum til Banda- rikjanna og Kanada. Mikill fölsunariðnaður á sér stað i sambandið við þessa iðju. Mikill hluti stolnu bilanna finnst, sumir þá illa á sig komnir, rúnir öllu verðmæti, eða ákeyrðir, en um lo þúsund franskir bilar árlega, hverfa og finnast aldrei. * Franska rikisstjórnin hefur nú bannað byggingu háhýsa i borgum, sem telja innan við 5o þiisund ibúa. Jafnframt hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að byggð verði fleiri ein- býlishús i minni borgunum. 1 borgum, sem eru innan við 2o þús. ibúa, skal helmingur nýrra húsa vera einbýlishús, en i borgum milli 3o og 5o þús. ibúa, eiga einbýlishús að vera ft Þýzku borðvinin^árgangur 1971, verða sennilega þau beztu siðan styrjöldinni lauk.og ekki er talið útilokað, að þessi ár- gangur verði sá bezti á öldinni. Eftir sólrikt og gott sumar fyrir vinuppskeruna, er ljóst, að framleiðslan er bæði að magni og gæðum langt fyrir ofan meðaltal siðustu ára. Fram til þessa hafa beztu árgangarnir veriö 1964, 1959 og 1953, en eru aðeins til i mjög litlu magni. Sérfræðingar telja, að árgangur 1971 verði betri en allir þessir til samans. miðann og sjást svo ekki á lög- reglustöðinni, og það er erfitt fyrir lögregluna að eltast við þá. Núhafa Japanir, sem lónaum hafa heilabúið i lagi, þegar um eitthvað nýtt er að ræða, fundið upp snjallræði við þessu. Þeir hafa nú rauða miða Ur málmi og hlekkja þá við bilana. Ekki er hægt að ná miðunum af nema gefa sig fram á lögreglustöðinni og hvort sem það er samvizkan eða hégómagirnin, sem ræður þvi, að enginn getur verið þekktur fyrir að aka um Tókióborg með stöðumælasektarmiða skrölt- andi utan á bilnum, þá er það að minnsta kosti svo, að hver einasti ökumaður kemur nú og borgar glaður. # Frakkland, sem fram til þessa hefur verið talin ein mesta eiturlyfjadreifingarstöð i heimi, hefur nú hafið ópium- rækt. Það er þó aðeins til lyfja- framleiðslu oe aert til að ekki þurfi að treysta á tyrkneska framleiðslu, en Tyrkjum hefur nú verið fyrirskipað að draga mjög úr ópiumframleiðslu sinni, i þvi.skyni að reyna að minnka ólöglegu söluna. Strangar ráðstafahir hafa verið gerðar i Frakklandi til að koma i veg fyrir að ópiumið, sem ræktað er, komist i hendur óprúttinna náunaa. Aðeins á einum stað i landinu fá plönt- urnar að vaxa, en það er i Authion - dalnum i Ajou, og er svæðið undir eftirliti sjálfrar rikisstjórnarinnar og öll upp- skeran er seld einu fyrirtæki, sem vel er gætt. # ÆBBKBBmlBKmBBKBi Það er ekki alltaf nauðsynlegt að hafa leikfimiáhöld við hendina til þess ao naiaa ser 1 formi, eins og þið sjáið á þessari mynd. Þessar ungu stúlkur, sem eru frá Þýzkalandifleggja mikið upp úr þvi að æfa sig — trimma — daglega, og það gera þær með hoppum og stökkum yfir smá vir, eða járn- staut, sem stendur beint út frá járnröri, sem stilla má upp hvar og hvenær sem er. Nú getið þið úbúið ykkur eitthvað álika heima hjá ykkur, og siðan byrjað á þessu nýstárlega trimmi, og þá ætti ekki að vera ástæða til þess að óttast um heilsuna framvegis. Ekki er talið óliklegt, að Dean Martin feti bráðlega i fótspor . vinar sins Frank Sinatra og hætti i skemmtiiðnaðinum. Honum er farið að hundleiðast að skemmta i sjónvarpi, en hefur nýlega gert samning til tveggja ára við NBC. Hann *B»°hefur þó minnkað vinnu sina i þessum þáttum mikiðjOg nú er svo komið, að hann er ekki skuldbundinn til-að vinna nema hálfan dag i viku, og á siðustu æfingu fyrir áhorfendur, er hann venjulega kominnhálfaleið heim til Beverley Hills, aour en salurinn tæmist. Honum finnst mun skemmtilegra að leika golf og skemmta sér með nýjum og nýjum viðhöldum sinum. Svo er hann ekki svo fátækur, að hann þurfi að vinna fyrir sér, það sem eftir er. — Elskan, passar nýi kjóllinn mér ekki eins og hanzki? — Jú, eins og boxhanzki. — Nei, það er ekkert gaman að hitta skólafélagana. Þeir eru allir orðnir svo gamlir og feitir. Gunna og Jón voru búin að halda upp á silfurbrúðkaup sitt og voru nú orðin ein eftir veizluna. Jón þurfti að segja Gunnu svo- litið, en kom sér ekki að þvi lengi . vel. Loks kom það: — Gunna min, ég verð að játa, að ég hef verið þér ótrúr- annað slagið á þessum 25 arum. En ég hef sett eina baun. i poka fyrir hvert skipti. Og svo rétti Jón Gunnu litinn baunapoka. — Eg fyrirgef þér það, svaraði Gunna og satt að segja, þarf ég að játa það sama. En ég setti hris- grjón i poka fyrir hvert skipti. Hún rétti Jóni litinn poka með hrisgrjónum.. — Þetta er svo litið, að þu hefðir ekki þurft að minnast á það, Gunna min, — Já, en hugsaðu um öll skiptin, sem þú hefur fengið hris- grjónagraut..... Það var i þá góðu, gömlu daga. Guðfræðineminn hafði verið að skemmta sér um kvöldið og hitt ungfrú Jensen, sem var ákaflega falleg. Hann fékk að fylgja henni heim og þau gengu lengi þögul, en komu svo að bekk og fengu sér sæti. Eftir nokkra þögn rauf ungfrúin þögnina og spurði: — Trúir þú á annaö lit ettir þetta? — Nei, alls ekki, svaraði guð- fræðineminn. — Við höfum farið svo varlega i kvöld. Við verðum að vinna aukavinnu til að hafa efni • dýrum tóm- stundaiðjum, sem við höfum ekki tima til að njóta. — Það er sök sér, að hún fái lán- aða ryksuguna, en hún gæti að minnsta kosti notað sitt eigið raf- magn. — Nú, þegar við erum orðnir vinir, máttu kalla mig bara 22. — Af hverju þarftu alltaf að draga allt fram á siðustu stundu? — Elsa.' Hvað ertu búin að gera við háriö á þér? — Eg gleymdi að fara 1" pilsið, en ég vona, að enginn taki eftir þvi. — Jæja, nú máttu koma, mamma er farin. DENNI — Kórónan...þú heldur ég DÆJVAAI Al IQI kHPPÍ' Talan"E8neld þúklippir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.