Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. TÍMINN SfNÍHH ERLENT YFIRLIT Uígefandi; Frawtí6f<tt»rffí>fckurfnn Fr*mkv»m«j»*ti<!»'i; Krlstfsn B«n*d>kr«on; fcitítjói-srt Þárarintt fcárarfnsson !ab), Andrés KfMfínSSSrt,::Jóft H«ijaíOn, tndrfðl 0. fcorsteirwson og Tónw Ksrfwon, Atí$fýSiníf9«tj.Qrf: Stefn^ : tfrímuT Gíslason. Ritsf jórnarskrifstofur f £<MuHúVntU; sfflWf 183ÖO — 18306. Skrifstofvr Ba.nkastraeti. 7. ~ AfsreKSsiuswi : lltól.. Augfýsingasímj: IWJa, ASrar skrifstofur simj T8300, IxÁskrffíáirfljáWxkr^; :^ kr. li.Ofr «fnUktS. — SfiSiprent h.f. (Ö««et» Hinn slæmi arfur „viðreisnarinnar" Störf Alþingis munu næsta hálfan mánuðinn bein- ast verulega að skattafrumvörpum þeim, sem ríkis- stjórnin lagði fram fyrir jólin, en ákveðið var að fresta þá, og gefa almenningi þannig kost á að kynn- ast efni þeirra og koma fram athugasemdum áður en þau væru endanlega afgreidd. Því er ekki að leyna, að hér er við veruleg vanda- mál að fást og valda því einkum tvær ástæður. Hin fyrri er sú, að það skattakerfi, sem „viðreisnarstjórn- in" hafði tildrað upp, var orðið svo flókið og marg- þætt, að ekki var hægt að byggja á því lengur. Sjálf „viðreisnarstjórnin" hafði viðurkennt þetta og því skipað tvær nefndir til að endurskoða það í því augna- miði að gerbreyta því frá rótum. Núverandi ríkisstjórn tók hér við verkefni, sem er tveggja til þriggja ára verk, en leysa varð nú á fáum mánuðum. Hin ástæðan er sú, að fyrrv. stjórn valdi þann kost haustið 1970 að fresta lausn allra vandamála, sem unnt var að fresta, fram yfir kosningar. Þannig var frestað hækk- un á bótagreiðslum trygginganna, hækkun á launum opinberra starfsmanna og margvíslegar fjárlagahækk- anir aðrar dregnar á langinn. Þetta hlaut að hafa í för með sér stórfellda hækkun fjárlaganna fyrir árið 1972, miðað við fjárlögin 1971, eins og líka er komið á daginn. Þetta sá Ólafur Björnson prófessor fyrir, þegar hann talaði á síðasta þingi um hrollvekjuna, sem tæki við að verðstöðvuninni lokinni. Það má því segja, að Alþingi sé að glíma við einn anga hrollvekjunnar, þegar það er að fást við skatta- frumvörpin. Það var óhjákvæmilegt að breyta skatta- kerfinu, því að skattalög „viðreisnarinnar" voru orð- in ónothæf, eins og „viðreisnarstjórnin" sjálf var búin að viðurkenna. Og það er óhjákvæmilegt, að skattabyrðin verði veruleg, þar sem viðreisnarstjórn- in hafði keppzt við að fresta margvíslegum óhjá- kvæmilegum útgjöldum fram yfir kosningar. En þetta er þó ekki nema einn angi hrollvekjunn- ar. Vandinn er ekki minni í verðlagsmálum, þar sem frestað var að veita margar óhjákvæmilegar hækkanir fram yfir kosningar. Aldrei hefur hérlend ríkisstjórn skilið eins hörmulega við í góðæri og „viðreisnar- stjórnin". Viðskilnaður hennar var sannarlega hroll- vekja. Blekkingar og nöldur Stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði með öllum hækkunartillögum við afgreiðslu fjárlaganna og báru fram margar hækkunartillögur til viðbótar. Þeim ber því ekki síður skylda til þess en stjórnarsinnum að leggja fram raunhæfar tillögur um tekjuöflun til að mæta útgjöldum, sem búið er að ákveða. Enn hefur þó ekki bólað á neinum tillögum frá stjórnarandstæð- ingum um þetta efni,. Stjórnarandstæðingar hafa enn ekki haft annað fram að færa í skattamálum en blekk- ingar og nöldur í sambandi við skattafrumvörp ríkis- stjórnarinnar. Þessi framkoma verður ekki til að auka veg stjórn arandstæðinga og var hann þó lítill fyrir. En ekki mun þó þessi frammistaða stjórnarandstæðinga valda von- brigðum, þar sem þeir skildu við skattakerfið í slíkri rúst, að þeir höfðu skipað tvær nefndir til að gera gerbreytingu á því, þar sem það væri ekki nothæft lengur. Þ.Þ. Blökkumenn í Rhodesiu rísa gegn samkomulaginu við Breta Fangelsun Toddfeðgina vekur andúð víða um heim ALLAR horfur eru á því, að samkomulag það, sem brezka íhaldsstjórnin gerði við uppreisnarstjórn Ian Smiths síðastl. haust, muni verða upphaf stóraukinna átaka og jafnvel ógnaraldarí Rhódesíu. Það virðist ætla að sannast þar, eins og í Ulster, að Heath sé seinhepp- inn stjórnmálamaður. Forsaga hinna nýju átaka milli hvítra manna og svartra, sem eru að hefjast í Rhódesíu, er í stuttu máli þessi: Rhódesía var til haustsins 1965 brezk nýlenda, sem hafði víðtæka heimastjórn. Ætlun Breta var að veita henni fullt sjálfstæði á lýð- ræðisgrundvelli. Hvítir menn sem höfðu heimastjórnina alveg £ sínum höndum, ótt- uðust, að þetta myndi verða til þess að blökkumenn fengju yfirráðin, en þeir eru nú um 4,7 millj., en hvítir menn tæplega 300 þúsund. Til þess að koma í veg fyrir þetta, lýsti Ian Smith, sem þá var nýlega orðinn forsætis ráðherra, yfir fullu sjálfstæ.ði Rhodesíu í nóvember 1965. Bretar lýstu stjórn hans strax ólöglega og fengu þvf framgengt, að Sameinuðu þjóð irnar settu viðskiptabann á Rhódesíu. í viðræðum, sem stjórn Verkamannaflokksins átti við Smith-stjórnina, gerði hún það jafnan að skilyrði, að Bretland viðurkenndi því aðeins sjálfstæði Rhódesíu, að tryggt væri, að þar kæm- ist á lýðræðisleg meirihluta- stjórn. Á það vildi stjórn Smiths ekki fallast. Siðast- liðið haust hóf svo brezka íhaldsstjórnin viðræður við Smith-stjórnina og náðist samkomulag um, að Bretar viðurkenndu sjálfstæði Rho desíu gegn því, að meirihluta stjórn kæmist á í áföngum. Þetta var þó bundið því skil- yrði, að brezk nefnd, sem ferðaðist um Rhódesíu, kæm ist að raun um, að blökku- menn væru þessu samkomu- lagi ekki mótfallnir. Fullt stjórnmálafrelsi skyldi rlkja í landinu meðan þessi athug- un fœri fram. MEÐAL blökkumanna f Rhódesíu hófst strax mikil andstaða gegn þessu sam- komulagi brezku stjórnarinn- ar og Smith-stjórnarinnar. Blökkumenn I Rhódesíu hafa ekki beitt harðri mótspyrnu gegn yfirráðum> hvítra manna til þessa, þar sem þelr hafa treyst á, að Bretar og Sameinuðu þjóðirnar myndu með aðgerðum sinum fyrr en sfðar neyða Rhódesíustjórn til undanláts. Að vísu hefur viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna borið minni árang- ur en skyldi, vegna þess. að Portúgal og Suður-Afrlka hafa haft það að engu. Eigi að síður hefur það haft mik- 11 áhrif. Með áðurnefndu sam komulagi hjaðnaði mjög sú von blökkumanna, að Bretar ..;>>- ....¦/*•¦ ÆJ $;* mmk Judith Todd. myndu koma málum þelrra í höfn, þar sem samkomu- lagið er þannig úr garði gert, að það tryggir yfirráð hvítra manna næstu áratug- ina, en samkvæmt þvi eiga blökkumenn að fá aukin rétt indi stig af stigi. Reiknings- glöggur maður.hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það muni taka a.m.k. hundrað ár að meirihlutastjórn komist á f Rhódesiu, ef farið væri alveg eftir samkomulaginu. Viðbrögð blökkumanna urðu þau, að þeir hófu strax virkar mótmælaaðgerðir. — Þegar brezka nefndin, sem átti að kynna sér afstöðu þeirra til samkomulagsins, kom til Rhódesíu fyrir skömmu, kröfðust blökku- menn að mega efna til funda og annarrar slikrar starfsemi, þar sem fullu stjórnmála- frelsi hefði verið heitið með- an nefndin væri að störfum, en nefnd þessi er oftast kennd við formann hennar, Pearce lávarð, og kölluð Pearce-nefndin. Þessu var hafnað af stjórnarvöldunum. Blökkumenn efndu þá til kröfugöngu og mótmæla- funda í ýmsum borgum, án leyfis stjórnarvalda og hef- ur víða komið til blóðugra átaka við lögregluna. A.m.k. 15 menn hafa þegar fallið í þessum átökum og margir særzt. Fjöldi blökkumanna hefur verið hnepptur í fang- elsi. Aldrei áður hafa orðið slík átök í Rhódesíu, því að yfirleitt hefur ríkt þar frið- samlegt ástand. Þeir blökku- menn, sem nefndarmenn hafa rætt við, hafa nær allir lýst sig andvíga samkomulag inu. Samkvæmt því ætti að mega telja víst, að nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að blökkumenn séu því and- vígir og ætti brezka st.iórnin því ekki að staðfesta það. En hver sem niðurstaðan verður í þessum efnum, þykir sýnt, að samkomulagið hefur orðið til þess að magna mjög mót-. spyrnu blökkumanna gegn yfirdrottnun hvítra manna og því vafasamt, að aftur komist á kyrrð í Rhódeslu meðan hvítir menn drottna þar. f SAMBANDI við þessar nýju róstur í Rhódesíu hefur það ekki vakið minnsta at- hygli, að Smith-stjórnin hef- ur ákveðið að kyrrsetja Gar- field Todd, fyrrv. forsætisráð herra og Judith dóttir hans í stofufangelsi. Það hefur gert Rhódesíumálið að enn meira umtalsefni í fjölmiðl- um en ella. Garfield Todd er fæddur í Nýja Sjálandi fyrir 63 ár- um. Afi hans hafði -flutzt þangað frá Skotlandi og kom ist þar í sæmileg efni. Hann hafði komið á laggirnar all- myndarlegri verksmiðiu og ætlaði syni sfnum að taka við henni eftir sinn dag. Af því varð ekki, þvf að Garfield fékk mikinn áhuga á trúmál um og ákvað því að gerast trúboði í Afríku. Hann hóf trúboðsstarf f Rhódesíu 1934 og gerðist brátt athafnamik- ill, enda naut hann stuðnings fjársterkrar ameriskrar kirkjudeildar. Todd settist að 1 héraði, þar sem hvitlr menn höfðu ekki starfað neitt áður og voru þau hjón þar ein hvítra manna um langt skeið, en Todd hafði kvænzt konu af skozkum ætt- um skömmu áður en hann fór frá Nýja Sjálandi. Todd kom upp stórum trúboðsskóla og lækningamiðstöð, sem hann starfrækir enn. Jafn- hliða sneri hann sér að ver- aldlegum málum, eignaðist mikið land og gerðist einn mesti nautgripabóndi i Rhódesíu. Hann hóf einnig afskipti af stjórnmálum, var kosinn á þing og árið 1953 varð hann forsajtisráðherra Rhódesíu. Því starfi gegndi hann í 5 ár. Þá var hann orð inn viðskila við flokk sinn og félaga. Ástæðan var sú, að hann vildi veita blökkumönn um vaxandi hlutdeild í stjórn landsins og mun fyrr en fé- Frh. af bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.