Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 8
lliviirHi-i FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. GAGNRYNANDI I LEIT AÐ HÖFUNDI eða Svíar í leit að krossferð Leikfruman: SANDKASSINN eftir X+Y+Z Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldursson Tónlist: Sven Eric Johanson Útsetjari, söngstjóri og höfundur Ok-söngs: Sigurður Rúnar Jónsson Lcikstjóri og þýðandi, Stefán Baldursson, skrifar smágrein um Sandkassann í leikskrá, og byrjar hún með svofelldum orð- um: „Sandkassinn er svokallað hópvinnuverk" (svo!). Sé fyrsta lið orðsins sleppt, verður „vinnuverk", sem hljómar ámóta ankannalega í mín eyru eins og tvítekningarorðið afkára lega alþýðulýðveldi. Hver er í rauninni merkingarmunurinn á vinna og verk og alþýða og lýður? „Sparðatíningur, herra Hall- dór", kynni nú eitt af litlu hró- unum í sandkassanum að hrópa. Sparðatíningur og ekki sparða- tíningur. Á öðrum stað í sömu grein standa þessi orð: .Einhver hefur skilgreint hópvinnuverk þannig: Efnið í öndvegi!" Þeim, sem þykjast leggja mest upp úr efni, ætti að vera það metnað- armál að vanda málfar sitt, setja fram hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega og forðast ambög ur og þankabrot eins og heitan hrærigraut. Greinarhöfundur heldur enn- fremur þeirri skoðun fram, að „efnið" veirði „oft hnitmiðaðra og þaulhugsaðra, þegar margir hafa að því staðið, en þegar einn á í hlut" og virðist því fylgja svipaðri stefnu og Hollywood- pótintátarnir gömlu, sem höfðu svo litla tiltrú á andlegu fram- taki einstaklings eða framlagi, að þeir réðu til sín heil eða hálf rithöfundafélög og önnur að einu og sama verkefninu. Þegar tímar liðu fram, þótti þessi andlegi samyrkjubúskap- ur gefast svo illa, að hann lagð ist svo að segja alveg niður. Þótt markmið Hollywood-hugs- uða og leiðir væru vitanlega allt aðrar en þeirra ungu bylt- ingasinna, sem hafa látið svo kröftuglega að sér kveða á und anförnum árum, gert svo mikinn usla og vanhelgað .dagsláttu drottins", þá er „samvinnuhug- sjónin" í stórum dráttum engu að síður sú sama. Sonur rís gjarnan upp á móti föður, lífsskoðunum hans og breytni, og er það bæði gömul saga og ný. Þá öflugu mótmæla öldu, sem reis gegn stríði og skoðanamótun hermangara, arð- ráni og kjaramismuni kynþátta og mannúðarlausum ofsóknum, er ekki fyrst og fremst að rekja til framsækinna leikfélaga á Norðurlöndum (nú þykir víst einna fínast að sækja alla speki til Svíþjóðar), heldur til banda rískra háskólamanna og smá leik hópa/ sem skáru upphaflega upp herör gegn aðgerðum bandarískra stjórnarvalda í Vietnam og það meira að segja fyrir miðjan sjötta tug líðandi aldar. Upp úr þessum nýja jarð vegi hafa sprottið bæði áhuga- verð verk og frumleg eins og t.d. America Hurrah, Dynamite Tonite og MacBird. Þótt Hár hafi fullfljótt fengið á sig flest óæskilegustu einkenni fjölda- framleiðslu, markaði það samt merk tímamót í flutningi söng- leikja með frumleik sínum og fítonskrafti. Eftir tilkomu Hárs og annarra verka af svipaðri gerð, gengur það glópsku og þvermóðsku næst að flytja söng leiki á sama hefðbundna hátt- inn ,sem tíðkazt hefur a liðnum áratugum. Nú væri ekki úr vegi að vitna i Robert Brustein, sem er próf- essor í enskum bókmenntum við Yale-háskóla og auk þess einn af skarpgáfuðustu leikdóm urum sinnar þjóðar og er þá ekki svo lítið sagt, þar sem Bandaríkjamenn eiga nú senni- lega snjöllustu og ritfærustu gagnrýnendur í heimi, og það í öllum greinum bók- og leik- mennta. Ungur stúdent, sem hætti list námi í Yale-háskóla, kvaddi Robert Brustein með þessum orðum: „Mér er skítsama um list. Ég vil skapa atburði". Og nú gef ég prófessornum orðið: „Ég lít á þessa hreyfingu með blönduðu geði, einkum þó döpru. Þessi stórkostlega kyn- slóð, sem hefur hlotið svo mik- ið lof og athygíi, hlýtur að vekja virðingu, en virðing mín er miklum ótta blandin. Þetta unga, róttæka fólk, sem er i senn svo þróttmikið og hugsjóna ríkt, svo barnalegt, óskynsamt og dekrað, véfengir sjálft gildi menningar okkar og undirstöðu, en hvað það vill láta koma í hennar stað, ef frá er talin stöð ug en óundirbúin listsköpun og siðfræði reist á reynslu, er ekki vitað mál." Þetta eru sannar- lega orð í tíma töluð. Þessi nýja hreyfing hefur breiðzt ört út og fengið hljómgrunn m.a. hjá fjölda unglinga í ýmsum lönd- um eins og t.d. Englandi, Norð- urlöndum og íslandi svo nokk- ur þeirra séu nefnd. f beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess hér, að enska leikskáldið heimsfræga, Harold Pinter telur, að andleg samyrkja leikhópa leiði ekki til annars en öngþveitis á sviði leik sköpunar ,enda kallar hann fyr- irbærið einfaldlega „creative chaos". Endaskipti eru höfð á hlutunum. Höfuðið dansar eftir limunum, ef það fær á annað borð að dansa eða dingla með, af því að stundum er það hrein- lega höggvið af bolnum og kast að út í skúmaskot að tjalda- baki. En það er ekki nóg, að leikskáld séu ýmist gerð ' hálf- óvirk eða burtræk, heldur vofir nú útlagadómur líka yfir leik- stjórum í mörgum tilfellum. Höfuðlaus her, sem brýtur allt og bramlar, er nú f þann veg- ínn að taka við völdum. Öng- þveiti er sett í öndvegi og sannri leiklist vikið til hliðar. I vissum skilning er leiksviðið yfirgefið, en í þess stað er stigið eða stokkið upp í einskonar prédikunarstól og fagnaðarer- indi safnaðarins, hvort sem það er nú stjórnmálalegs eðlis eða kristilegs, nema hvort tveggja sé eins og hjá Beck-hjónunum Trúverðug lífssaga og I. Endurminningar Matthisar a Kaldrananesi. Bókaútgáfan Leiftur. Matthias Helgason, bóndi á Kaldrananesi i Strandasýslu, var alkunnur gerðarmaður, greindur vel og lesinn, framfarabóndi mikill, framsýnn og glöggur maður ogfélagslegaþroskaður. Landskunn er sú saga um Matthias, að hann, einn þeirra, sem fengu kar- akúlhrúta til umsjár, komst hjá þvi að fé i Strandasýslu smitaðist af mæðiveiki. Hann hafði hrútinn frá upphafi i sóttkvi einan i kofa niðri við s.jó, og þegar ljóst var, hver vá- gestur hafði numið land i kjölfar þessa innflutnings, sálgaoi hann hrútnum og sökkli hræi hans i sjó. Strandamenn gátu næstu árin á eft- ir þakkað þessari framsýni og gætni Matthiasar heilbrigði sauð- fjár sins. Matthias gekk i skóla Torfa i Olafsdal. Það var öll hans skóla menntun, og reyndist notadrjúg. hann dvaldist einnig bæði á Langa nesi og Austf jörðum og jók það við sýni hans og kynni af landshögum. Siðan settist hann að i Kaldrana nesi og bjó þar lengi við rausn og góða virðingu. Matthias Helgason hélt lengst af ævi sinni dagbók eins og venja var margra hinna beztu manna hér á landi á þeim áratugum. Þessar dagbækur hafa siðan orðið kveikja að bókum, sem færa siðari kynslóð- um stórmikla fræðslu um lifið i landinu fyrir tæknibyltinguna, og er þó sjóður þeirra enn að mestu geymdur. Gildi hans vex með hverjum áratug, og þangað munu siðari timar sækja óþrotlegan auð. Sendibréfin og dagbækurnar eru heimildir, sem eru meira virði en nokkurn grunar nú. Slikar heimild- ir láta lýðveldiskynslóðirnar þvi miður ekki eftir sig, þótt ýmislegt komi i staðinn. begar Matthias á Kaldrananesi gerðist gamall maður, tók hann að glugga i þessar dagbækur, bæta þær og fylla og skrifa samfellda frásögn um ýmis atvik og viðburði. Sonur hans, Þorsteinn Matt hiasson, hélt þar áftam sem hann l hætti, gerði úr þessu samfelldar endurminningar, sem hann'flutti'I útvarp. Nú er hafin útgáfa þessara minninga og fyrsta bindi þeirra kom út fyrir jólin undir nafninu Aö morgni. Þar greinir frá ævi MatW '.hiasar fram til kvonfangs og sjálf- stæðs búskapar i Kaldrananesi. Þessisaga er greinileg og sjálfsagt trúverðug, þar sem byggt er á rituðum samtimaheimildum, og frásögn Matthiasar ber öll merki hins gagnvandaða frá: sagnarmanns, sem er frábitinn þvi að gera meira úr sjálfum sér og sinum hlut, en efni standa til, og er þar fremur van en of. Eg hygg, að saga Matthiasar sé þvi fyrst og fremst mjög trúverðug mynd af þvi lifi, sem lifað var I sveitum þessa landshluta um alda mótin. Eg veit ekki gerla, hve miKin hlutur Þorsteins er i sjálfrl ritun bókarinnar en hygg, að þar sé ým- ist um að ræða hreina frásögn Matthiasar eða samantekt Þor- steins eftir dagbókunum og frásagnarbrotum. Yfirbragð frásagnanna er slétt og fellt, greinargott og hóg vært. Að sjálfsögðu er þarna sitt af hverju, sem álitamál er um að eigi erindi i bókina, svo sem yfirlitið um þingmenn Strandamanna, en aðrir þættir eru þvi betri, svo sem lýs- ingar á sjóferðum og lifi fátækra og umkomulitilla olnbogabarna þeirr- ar tiðar. Matthias Helgason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.