Tíminn - 27.01.1972, Qupperneq 11

Tíminn - 27.01.1972, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. TÍMINN n 60 ár frá stofnun ÍSl Afmælisins er minnzt með margvíslegum hætti, m.a. verður efnt til hátíðarsýningar í Laugardals- höllinni n.k. iaugardag, þar sem 600 ungmenni koma fram og gefa sýnishorn af þeim íþróttum, sem iðkaðar eru á íslandi. Alf — Reykjavík. — Á morg- un, föstudag, eru 60 ár liðin frá stofnun ÍSÍ. Verður afmælisins minnzt með ýmsu móti. Fyrir hádegi verður lagður blómsveig- ur á leiði Axels Tuliniusar, fyrsta forseta ÍSÍ, Sigurjóns Péturssonar, aðalhvatamanns að stofnun fsf, og Benedikts G. Waage, heiðursforseta ÍSÍ, og jafnframt afhjúpuð vangamynd af lionum úr bronzi, sem Ríkarð- ur Jónsson, myndhöggvari gerði. Eftir hádegi á föstudag tek- ur stjórn ÍSÍ á móti gestum í Tjarnarbúð kl. 15 en um kvöld- ið verður snæddur kvöldverð- ur að Hótel Loftleiðum, en meðal gesta þar verða mennta- málaráðherra og borgarstjór- inn í Reykjavik. En aðalliður hátíðahaldanna yerður afmælishátíðarsýning í íþróttahöllinni á laugardag. Þar munu koma fram um 600 ung- menni og gefa sýnishorn af þeim íþróttum, sem iðkaðar eru á íslandi í dag. Innan vébanda ÍSÍ ' eru nú 240 íþrótta- og ungmennafélög og virkir félagar samtals um 35 þúsund talsins. Sérsamböndin eru 10 talsins og héraðsambönd in 26. Núverandi forseti ÍSÍ er Gísli Halldórsson, borgarfull- trúi. Fiármál Eitt meginverkefni ÍSÍ síðustu 10 árin hefur miðað að því að efla fjárhag íþróttahreyfingar- innar svo að unnt yrði að skapa íþróttafélögunum í landinu og hinum ýmsu aðilum innan ÍSÍ viðunandi starfsaðstöðu. Er þar um að ræða byggingu íþróttamannvirkja af hinum ýmsu gerðum, ráðningu íþrótta- kennara og leiðbeinenda og að- stöðu til ýmiss konar funda- og skrifstofuhalds. En vaxandi fjöldi íþróttaiðkenda kallar á meiri og betri aðstöðu á öllum framangreindum sviðum. Fjármagnsleysi og samfara því getuleysi til framkvæmda í fyrrgreindum efnum, hafði um langan tíma lamað félagslegt- og íþróttalegt starf í landinu. Og enda þótt úr hafi rætzt á ýms- um sviðum, er fjarri því að nóg sé að gert. Frá árinu 1962 hafa fjárfram- lög til ÍSf af hálfu ríkisvaldsins farið jafnt og þétt hækkandi, enda hefur allt íþróttastarf í landinu vaxið hröðum skrefum á sama tíma. Reykjavíkurborg hefur einnig á undanförnum árum sýnt sí- vaxandi skilning á gildi íþrótta- starfsins með því að auka fjár- hagslegan stuðning sinn við ÍSÍ -og íþróttastarfsemina í höf- uðborginni. Árið 1962 eru íþróttaiðkend- ur, karlar og konur, rösklega 16 þúsund, en samkv. síðustu skýrslum um 35 þúsund. Á sama hátt hefur íþrótta- kennurum og leiðbeinendum fjölgað á s.l. áratug úr 450 í rösklega 2 þúsund. Þáttaskil verða í fjárhagsleg- um stuðningi hins opinbera ár- ið 1964, þegar Alþingi við af- greiðslu fjárlaga heimilaði ÁTVR að greiða allt að 45 aur- um af hverjum vindlingapakka og skiptist gjaldið milli ÍSÍ og Slysavarnafélags fslands. Samhliða þessu beitti ÍSÍ sér fyrir því að stofnað var til víð- tækrar fjáröflunar á vegum íþróttahreyfingarinanr sjálfrar, fyrst með landshappdrætti og síðar með starfsemi Getrauna. AXEL TULINIUS, fyrsti forseti ÍSÍ Landshappdrættið gaf allmikl ar tekjur framan af og starf- semi Getrauna hefur vaxið mjög ört og nýtur getraunastarfsemin trausts og álits meðal alls al- mennings. Aukin fjárráð samkv. fram- ansögðu hafa gert það að verk- um, að íbrótta- og ungmenna- félögin sjálf hafa fengið beint til sinnar starfsemi vaxandi tekjur. Auk þess hefur þetta gert ÍSÍ kleift að veita sérsambönd- unum og héraðssamböndum styrki vegna kennslu og þjálfun- ar og þar með að bæta úr mjög brýnni þörf. Þá er þess að geta, að í krafti umræddrar fjármögnun- ar var ÍSÍ unnt að ráðast í byggingu íþróttamiðstöðvarinn- ar í Laugardal í samvinnu við ÍBR, þar sem íþróttasambandið og sérsamböndin innan þess hafa bækistöðvar sínar. Loks skal minnzt á hina mynd- arlegu hækkun til Íþróttasjóðs skv. fjárlögum yfirstandandi árs er mun gjörbreyta aðstöðu sjóðsins til að styrkia byggingu íþróttamannvirkja, sem eru ein af undirstöðum fyrir virku starfi í hinum ýmsu byggðalög- um. BENEDIKT G. WAAGE, — annar forseti ÍSÍ í þrótta miðstöðva r. — Sumarbúðir ÍSÍ eignaðist fyrir 5 árum u. þ.b. % hluta í heimavistarálmu íþróttakennaraskólans að Laug- arvatni. Þessum eignarhluta fylgja afnot af eignarhluta íþróttakennaraskólans þann árs- tíma, þegar hann ekki starfar svo og ýmsum íþróttamann- virkjum. Með þessu hefur skap- azt aðstaða til þjálfunar fyrir íþróttafólk og til skemmti- legrar og hollrar dvalar undir leiðsögn þjálfara og leiðtoga. Áformað er, að þessi aðstaða verði ekki sízt fyrir sérsambönd in, þótt enn sem komið er hafi hún mest verið notuð af íþrótta félögum. Einnig hefur ÍSÍ stutt að upp- byggingu Vetraríþróttamiðstöðv arinnar í Hlíðarfjalli við Akur- eyri og mun gera áfram. Við Akureyri þarf að rísa alhliða vetraríþróttamiðstöð með að- stöðu fyrir hinar ýmsu greinar vetraríþrótta. Jafnframt er það takmark ÍSÍ að atarfsemi íþróttamiðstöðva og sumarbúða verði að finna í öðrum landshlutum og mun unn ið að framvindu þess í náinni framtíð. SIGURJÓN PÉTURSSON, — frumkvöðull aS stofnun ÍSÍ Íþróttahátíðin. — íþróttir fyrir alla ÍSÍ hefur jafnan lagt á það áherzlu að gera íþróttaiðkanir a(ð almenningseign í sem ríkustum mæli. Ýmislegt hefur verið gert í þeim tilgangi. Má þar nefna útgáfu og veit- ingar íþróttamerkisins, stuðning við uppsetningu á skíðalyftum víðs vegar um land og m.fl. íþróttahátíðin 1970 var eitt viðamesta viðfangsefni, er ÍSÍ hefur ráiðizt í á s.l. áratug, en þátttakendur voru 5 þús. manns og áhorfendur um 40 þúsund. Megintilgangurinn með íþrótta hátíðinni var að sýna fram á með sameiginlegu og skipulögðu átaki, hvaða hreyfing og afl stæði að baki íþróttahreyfing- unni. Skyldi íþróttahátíðin þann- ig verða til að auka áhuga og tiltrú bæiði stjórnvalda og al- mennings á gildi íþróttanna fyrir allan almenning. Segja má, að hvoru tveggja hafi tekizt. Áður var getið um vaxandi skilning og velvilja opinberra aðila. Og árið eftir íþróttahátíðina er Trimm-starfseminni hleypt af stokkunum með þeim árangri sem öllum er kunnur. Framkvæmdastiórn ÍSÍ: Fremri rö» frá vinstri: Gunnlaugur J. Briem, Gísli Halldórsson, forseti ÍSf, og Sveinn Björnsson. Aftari rö»: Sigur»ur Magnússon, útbreiðslustjóri fsf, Þorvarður Árnason, - Hannes Þ. Sigurðsson og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSI. W Ungur Ar- menningur hlaut Ármanns- bikarinn Fyrsta borðtennlsmót árslns var HaldlS I Laugardalshöllinnl á laugardaglnn. Var þaS hlS svo nefnda Arnarmót, en til þess gáfu þelr Grétar NorSfiörS og Bandarik|amaSurlnn George Braithwaite, sem var einn af Kinaförunum frægu, veglegan bikar tll aS keppa um. Til mótsins mættu 32 kepp- endur. Þurfti hver keppandi að leika 3 til 5 leiM til að falla út og urðu því leikirnir all margir. Til úrslita léku þeir Gísli Antonsson, Armanni og Ragnar Ragnairsson, Eminum. Fyrstu 2 lotumar vom unnar af Ragn- ari, en Gísli sigraði í þeirri 3ju með litlum mun. Hann komst -þar með á bragðið og sigraði í næstu tveim með nokkmm mun. Gísli lék í undanúrslitum við Ólaf Ólafsson, Eminum og sigraði 3:2. Ragnar lék í undan únslitum við Bjöm Finnbjöms- son, Erninum, og sigraði einndg 3:2. Gfsli Antonsson Aðalfundur Knattspyrnu- deildar Fram ASalfundur Knattspyrnu- deildar Fram verður haldinn í kvöld að Hótel Esju og hefst klukkan 20,30. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórnin. Stjórn ÍSI á 60 ára afmælinu í framkvæmdastjórn ÍSÍ eiga nú sæti: Gísli Halldórsson, forseti Sveinn Björnsson, varaforseti Gunnl. J. Briem, gjaldkeri Þorvarður Árnason, ritari Hannes Þ. Sigurðsson, fundarrit. Framkvæmdastjóri ÍSÍ er Her- mann Guðmundsson útbreiðslu- stjóri SigunSur Magnússon og skrifstofustúlkur Anna Pálma- dóttir og Guðrún Ólafsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.