Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 14
14 TIlVilMN FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. Sjógangurinn í Breiðdalsvík Sjórinn sópafti grjóti, sandi og allskonar rusli langt á land, og var planio fyrir framan frystihúsift þakift stórgrýti Hér sést hvernig sjórinn hefur grafift undan vift hafnargarftinn. (Myndirnar tók Guðjón Sveinsson.) >0-Keykjavik. Tjóniö, sem varð i flóðinu á Breiðdalsvik á dögunum, er nokkuð mikið. Mestar skemmdir urðu á hafnargarðinum nýja og i sildarverksmiðju Braga h.f., en þar skemmdust eða eyðilögðust margir rafmotorar, og t.d. munu allir skilvindumótorarnir verla meira og minna skemmdir. Af þessum orsökum getur verk- smiðjan ekki tekið á móti loðnu, og er ekki vitað hvenær hún verður tilbúin til vinnslu. Erlent yfirlit Frh af bls. 7 lagar hans. Eftir því, sem deilur um þetta ukust í flokki hans, gerðist Todd enn ein- dregnari og rótækari stuðn- ingsmaður blökkumanna, enda er skaplyndi hans sagt þannig, að 'hann á erf itt með að sveigja sig til samkomu- lags, heldur harðnar við mót stöðu. Úrslitin urðu Ifka þau, að hann einangraðist alveg og missti öll völd meðal hvítra manna. Það er álit kunnugra, að Judith dóttir hans eigi drjúg an þátt í afstöðu hans, eink- um á síðari árum. Hún varð fyrst þekkt erlendis 1965, þeg ar föður hennar var bannað að fara úr landi, en hann hafði lofað að flytja fyrir- lestra við háskólann í Edin- borg. Judith, sem var þá 22 ára, tók að sér að flytja fyrir lestrana í stað föður síns. f eðli sínu er hún sögð feim in og hlédræg og tilfinninga- næm og það kom glöggt I ljós, þegar hún flutti fyrir- lestrana. En einlægni hennar og sannfæringarhitl hafði mikil áhrif á áheyrendurna. Einn þeirra var Alec Dougl- as-Home sem fór þá viður- kenningarorðum um hana. enda þótt hann sé nú einn aí frumkvððlum samkomu- lagsins, sem er að setja allt I bál og brand í Rhódeslu. Síðan Judith flutti fyrlrlestr ana f Edinborg, hefur hún dvalið í Nýja Sjálandl og Ástralfu og stundað nám f blaðamennsku við Columbia- háskólann í New York. Hún hefur hvarvetna talað máli blökkumanna. Kunningjar hennar segja, að þessl mál liggi henni þungt á hjarta. og vegna þeirra nelti hún sér um að lifa kyrrlátu og þægilegu lífi, líkt og Cynt- hia, yngri systir hennar, sem er gift kona í Rhódesfu, og lætur sig stjórnmál litlu varða. Þ.Þ. Kvikmyndir Frh. af bls. 2 kvæmi, allt eftir geðþótta mannsins. Svo ekki sé minnzt á meðferðina , barsmiðar, keflanir og þröngar ólar um hálsinn. Myndin er nokkuð spenn- andi þar sem hinn kæni dr. Zajus kemur á óvart, og hann veit hvað hann er aö gera, þegar hann lætur Yaylor fara óáreittan til að komast að þeim bitra sannleika, á hvaða stjörnu hann hefur lent. Þetta óvenjulega efni er vel fallið til kvikmyndunar, og kvikmyndað i hefðbundnum stil af Leon Shammroy, tón- listin eftir Jerry Goldsmith er ágæt. Handritiö sýnir vel kaldhæðni Boulle, en . flestir muna eftir „Brúin yfir Kvai- fljótið'j sem David Lean gerði, en bókin er eftir Boulle. Þeir sem hafa gaman af óvenjulegum myndum, ættu ekki að missa af plánetu apanna. Leikdómur Frh. af bls. 9 línur: „Þi)5 megvð gefa þeim (þ.e. börnunum) ást ykkar / en ekki hugsanir ykkar, þau eiga sér / sínar eigin hugsanir." Af hverju ekki hugsanir okkar? Er það ekki barnanna að velja og hafna? Eiga ekki kennarar í skólum, og eru þá ekki leiklistar- skólar undanskildir, að veita fræðslu eða með öðrum orðum að gefa nemendum jafnt hugs- anir sínar, sem annarra, sem á undan þeim hafa gengið? í sama kvæði stcndur og þetta: „því lífið fer ekki aftur á bak / og verður ekki grafið í gröf gærdagsins", og er það rétt svo langt sem það nær, en það verður heldur ekki slitið úr tengslum við hann þótt við fegin vildum. Sýningin ber það með sér, að hönd starf ar me® hönd og er Það bæði lofsvert og gott. í Sólveigu Halldórsdóttur, Svanhildi Jó- hannesdóttur, Jónu Rúnu, Lilju Þorvaldsdóttur, Árna Blandon, Björgu Pétursdóttur og Viðari Eggertssyni eru talsverðar tögg- ur og álitlegur efnisviður. Þau eiga vitanlega enn mikið ólært, en það er miklu minna heldur en hinir, sem hér hafa ekki verið nefndir. Konráð Þórisson stóð sig ekki sem skyldi. Að lokum þetta: Það er engin ný bóla, að leiklist sé hópvinna efóa með öðrum orðum samstillt átak ólíkra einstaklinga að settu marki, en hitt má telíast til tíð- Verkamannafélagið DAGSBRÚN KOSNING stjórnar, varastjórnar, stjórnar Vinnudeilusjóðs, stjórnar Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna, endur- skoðenda og trúnaðarráðs Vmf. Dagsbrúnar fyrir árið 1972 fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu í Lindarbæ dagana 29. og 30. þ.m. Laugardaginn 29. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og stendur til kl. 6 e.h. Sunnudaginn 30. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og stendur til kl. 10 e.h. og er þá kosningu lokið. Atkvæðisrétt hafa aðeins aðalfélagar, sem eru skuldlausir fyrir árið 1971. Þeir, sem skulda, geta greitt gjöld sín meðan kosning stendur yfir og öðlast þá atkvæðisrétt. Kiörstjóm Dagsbrúnar. SÖNGSKÓLI DÓMKIRKJUNNAR fyrir ungt fólk, tekur til starfa í byrjun febrúar. Kennslugreinar: Raddþjálfun, nótnalestur og tón- fræði. Inntökuskilyrði: Gott tóneyra. Námsgjald kr. 2i00,00. Kennslan stendur yfir í 2 mánuði. Upplýsingar í síma 19958. Frá Guðspekifélaginu Aðalfundur Guðspekifélagsins verður haldinn laugardaginn 29. jan. n.k. kl. 2 e.h. í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Dagskrá skv. félagslögum. Félagar fjölmennið. Kópavogur - Austurbær Ungur maður óskar eftir herbergi, helzt austar- lega í Austurbæ Kópavogs (nálægt Heiðunum). Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 6 e.h. inda, að menn skulu vera að uppgötva þau sannindi 1972. Það er ekkert við það að at- huga, að menn vilji frekar skapa atburði eiða stíga í prédikunar- stól heldur en á leiksvið. Slíkar athafnir og prédikanir eiga jafn- mikinn rétt á sér og samkomur hvítasunnusafnaðar, en spurning- in er bara sú, hvort ekki væri skynsamlegra og heppilegra að bjóða þangað fréttariturum dag- blaða heldur en gagnrýnendum. Að síðustu langar mig til að geta þess, að séra Guðmundur Þorsteinsson hefur gert því efni, sem sandkassamennirnir sænsku voru að glíma við, mun fyllri og fullkomnari skil í helgistund Sjónvarpsins. Þær hugvekjur eru bæði þarfar og þrauthugsaðar. Vonandi ber þetta unga og elsku- lega fólk gæfu til að fara í kross- ferð á réttum vettvangi í fram- tíðinni. Halldór Þorsteinsson- B S R B Frh. af bls. 3 haldinn s.l. föstudag, en þar kom ekkert sáttatilboð fram. Að lokinni ræðu formannsins hélt Guðmundur Ingvi Sig- urðsson, hrl., erindi um atvinnu- öryggi opinberra starfsmanna og Haraldur Steinþórsson ræddi um samningsréttarmál. Snjófljóð Frh. af bls. 1 A einum bæ, Efri—Hólum i Núpasveit, týndust 40 æn i hriOinni og hafa þær ekki komio fram ennþá. Barði sagði, að snjórinn væri ekki mjög mikill, en skafið hefði mjög i skafla, t.d. var maður að koma frá Raufarhöfn til Kópaskers og er hann var kominn i Þrönguskörð var þar mikill skafl og varð maðurinn að sofa i bilnum um nóttina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.