Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. janúar 1972 TÍMINN 3 BSRB þingið: Ákvörðun í dag OÓ—Reykjavik. „Réttmætum og rökstuddum launakröfum okkar er synjað, og það er þessa þings að ákveða, hver viðbrögðin verða. Ákvarð anir þingsins snúast ekki ein- göngu um peningaupphæðir. Þær ákvarða einnig lif og framtíð samtakanna”. Þannig mæltist Kristjáni Thorlacius, formanni Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, á aukaþingi samtakanna i gær. Þingið hófst s.l. miðvikudag og eru launamál og samningsréttar- mál opinberra starfsmanna á dagskrá. I framsöguræðu sinni skýröi formaður frá gangi mála i kjaradeilunni, og bað þess að um- ræðum um það mál yrði frestaö þar til i dag, þvi að hann mundi ræða við samningsaöila rikisins i gærkvöld og i morgun. Hélt hann siðan i dag áfram þar sem frá var horfið i gær, og þá lá fyrir svar rikisstjórnarinnar. Alyktun rikisstjórnarinnar er svohljóðandi: Rikisstjórnin itrekar fyrri boö sin um endurskoðun lægstu launa með hliðsjón af sérákvæðum i samningum ASl um slík laun. Starfsmenn rikisins njóta starfsaldurs að fullu til launa- greiðslu 8—10 árum seinna en samningar ASl gera ráð fyrir. Rikisstjórnin er reiðubúin til aö leiðrétta þann mun með samningi nú þegar. Samanburður, sem BSRB og fjármálaráðuneytið hafa sam- eiginlega gert, hefur leitt I ljós að samræmi virðist vera milli launataxta verkamanna og manna við iðjustörf hjá riki og á almennum markaði, þegar kaup- hækkanir skv. núgildandi kjara- samningum ASl og BSRB eru að fullu komnar til framkvæmda, miðað við hámarks starfsaldur. Samningar um hækkun launa- taxta rikisstarfsmanna við þessi störf umfram það, sem að framan greinir, mundu þvi skapa mis- ræmi gagnvart launatöxtum fé- laga ASl við sams konar störf. -Þessi ályktun þýðir, sagði for- maðurinn, að rikisstjórnin itrekar boð um hækkun lægstu launa. Fyrsta málsgrein þýðir að beitt verði þeirri reglu sam- kvæmt samningum verkalýðs- félaganna, að þeir, sem hafa lægstu launin, fái einhverjar úrbætur, en fari aldrei yfir laun Dagsbrúnarmanna. En launa- hækkunin nær ekki til nema þeirra, sem eru i lægstu flokk- unum, eða 7. og 8. launaflokki, og eru það um 90 manns af þeim 7 þúsundurn, sem teljast opinberir starfsmenn. Siðan las formaöur upp ályktun, sem kjararáð BSRB gerði. Er hún svohljóðandi: Kjararáð hefir athugað ályktun rikisstjórnarinnar frá þvi i dag um viðræður við BSRB. 1 ályktuninni er komið nokkuð til móts við kröfur BSRB varö- andi laun starfsmanna i 7. og 8. lfl. Þó er boðið til handa þessum starfsmönnum alls ófullnægjandi, enda er það rangt i ályktuninni, að sameiginlegur samanburður leiöi i ljós samræmi á milli launa- taxta verkamanna og starfs- manna við iðjustörf hjá riki og á almennum markaöi. Að öðru leyti er ályktun rikis- stjórnarinnar mjög óljós og fékk Kjararáð ekki fullnægjandi skýringar á tilboðinu um aldurs hækkanir. Að ööru leyti er ekki fallizt á kröfu bandalagsins. Kjararáö telur þvi ályktun rikis- stjórnarinnar ekki samnings- grundvöll. (Timamynd Gunnar). Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi, talar á fjölmennum fundi FUF um framtið Glaumbæjar. Guðmundur G. Þórarinsson borgarfuiltrúi um endurreisn Glaumbæjar: FUF verði í fararbroddi þeirrar fylkingar sem vill Glaumbæ aftur EB—Reykjavik. Miklar umræður um framtið Glaumbæjar fóru fram á Hótel Sögu á fundi, sem Félag ungra framsókn- armanna stóð fyrir um þaö efni I fyrrakvöld, og i lok fundarins vár samþykkt samhljóöa eftirfarandi ályktun: „Fundurinn bendir á, að við bruna Glaumbæjar nú i vetur, hvarf af sjónarsviöinu eini samkomu- staður ungs fólks I Reykjavik og nágrenni, sem sameinaöi þau hlut- verk að vera dans- og skemmti- staður, leikhús, tónleikahús og staður, þar sem ungt fólk kom saman til að kynnast og skiptast á skoðunum. Unga fólkið á kröfu á þvi að úr þessu verði bætt. Þvi skorar fundurinn á Framsóknarfélögin i Reykjavik, eigendur Glaumbæjar, aö hefjast nú þegar handa um að endurreisa Glaumbæ. Við endurreisn Glaumbæjar verði það haft að leiðarljósi, aö skapa ungu fólki i Reykjavik og nágrenni félagslega aðstöðu við sitt hæfi og að sinum smekk, bæði til skemmtana og menningarstarfs. — Jafnframt skorar fundurinn á borgaryfirvöld i Reykjavik, að gera nú stórátak til að bæta félagslega aðstöðu unga fólksins i borginni. Fundurinn heitir á Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavik,sem eignaraöila aö Glaumbæ, að leiða mál þetta til sigurs, jafnframt þvi sem fundurinn lýsir yfir stuðningi við baráttu Glaumbæjarhreyfingar- innar og við önnur samtök, sem vilja beita sér fyrir endurreisn Glaumbæjar. Framsögumenn á fundinum, þeir Guöjón Styrkársson, formaöur Hús- byggingasjóðs Framsóknar- flokksins, Birgir Viðar Halldórsson, Guðbergur Auðunsson, Kristján Þórarinsson og Haukur Ingibergs- son.lýstu allir yfir stuöningi sinum við það að Glaumbær verði endur- reistur og rekinn með svipuðu sniði og áður. Gestur fundarins, Markús Orn Antonsson,ræddi m.a. um að heppilegt væri að dreifa skemmti- stöðunum um borgina og taldi það ihaldssemi að vilja endilega Glaum- bæ aftur sem skemmtistað ungs fólks. Annar borgarfulltrúi, Guðmundur G. Þórarinsson. tók einnig til máls og lýsti hann yfir stuðningi sinum við þær kröfur, aö Glaumbær yrði endurreistur og rekinn með svipuöu sniði og áður. Ennfremur sagöi Guðmundur G. Þórarinsson, að Félag ungra framsóknarmanna I Reykjavik ætti að skipa sér I farar- brodd þeirrar fylkingar, sem fram væri komin og vildi endurreisa Glaumbæ. Margir aðrir tóku til máls, til þess að vekja athygli á ófremdarástandi þvi, sem nú rikir um félagslega aðstöðu mjög fjölmenns hóps ungs fólks i Reykjavik og lýstu yfir stuðn- ingi sinum við endurreisn Glaum- bæjar. 1 þættinum „Meö ungu fólki” næstkomandi sunnudag verður nán- ar sagt frá umræðunum. r Eysteinn Jónsson um landgræðslumálin á Alþingi: Samstillt átak fjöldans EB—Reykjavik. Nær allur fundartimi Sam- einaðs þings f gær, fór f umræöur um landgræöslu og gróöurvernd, þegar þar var fram haldið fyrstu umræöu um þingsályktunartil- lögu frá Sverri Hermannssyni (S) og Bjarna Guönasyni (SFV) um skipun 5 manna landgræösiu- nefndar. Sem kunnugt er, hefur rikis- stjórnin fyrir nokkru skipaö 7 manna nefnd til þess að gera til- lögur um á hvern hátt sé heppi- Iegast að vinna að gerð heildar- áætlunar um alhliða landgræðslu og skipulega nýtingu langsgæða. Formaður nefndarinnar, Eysteinn Jónsson (F);sagði m.a. i umræðum á þinginu i gær, að nefndin heföi fyrir jól byrjað starf sitt. Sagði Eysteinn, að lögð yrði áherzla á náið samstarf við þá, sem staðið hefðu i fylkingar-' brjósti i ræktunarmálum allskon ar og gróðurvernd, og bezt þekktui til þeirra mála. — Höfuð áherzlu ber að leggja á að samstilla krafta þeirra' mörgu einstaklinga, félagasam taka og stofnana,sem hér koma til. Leggja svo einnig niður fyrirl sér, hvað þarf af þjóðfélagsins, hálfu, svo veruleg stefnuhvörf megi verða. Aldrei má missa sjónar af þvi, að mestu skiptir þegar til kemur, að sem flestir leggi hönd á plóginn, hver eftir sinni aðstööu og getu. Hér verður engu stórvirki hrundið i framkvæmd nema meö sam- stilltu átaki fjöldans. Eysteinn sagöi ennfremur, að farsælt myndi það reynast, ef menn tækju sig nú til I öllum hér- uðum landsins og geröu sér grein fyrir þvi, með ráði beztu manna og hjálp þeirrar vitneskju, sem visindamenn hefðu aflað, hvernig þeir væru á vegi staddir i þessum efnum i sinu eigin héraði, og hvað þeir teldu vænlegast til úrbóta i þvi héraði. Gæti slikt með öðru góðu verið leiðarvisir I þvi starfi, sem framundan væri, og oröið til þess að auka enn afl þeirrar ahuga öldu, sem risin væri i þess- um mikilsverðu málum. Þá sagði Eysteinn, að hin ný- skipaða nefnd hefði haft sam- band við forustumenn búnaðar- samtakanna, áhugamanna- samtakanna, stofnanir þær, sem mest fjölluöu um máliö, skóg- ræktarstjóra, landgræðslustjóra, forstööumenn Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins, Eysteinn Jónsson fjallaöi um mörg önnur atriði i sambandi viö þessi mál. Ingólfur Jónsson (S) sagði, aö búfjáreign landsmanna hefði aukizt litið siöasta áratug- inn,og nefndi tölur þvi til sönn- unar, hins vegar hefði ræktun stóraukizt á þessu timabili. Það væri út i hött að tala um að landið væri ofbeitt. Gisli Guömundsson (F) sagði, að frá þvi jarðýtan hefði komið til sögunnar, hefði vegagerðin unnið mikil spjöll á gróðri landsins. Kvaðst hann vilja Ætt Adams Þyrluskýli á Þór ÞÖ—Reykjavik. Um leið og skipt verður um aðalvélar i varðskipinu Þór i sumar, verður einnig útbúið þyrluskýli á skipið. Skýlið mun geta tekið álika stóra þyrlu og TF-EIR var. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Pétri Sigurðssyni, þá er ráð fyrir þvi gert, að Land- helgisgæzlan eignist aðra litla þyrlu i stað TF-EIR, og þess vegna verður þyrluskýlið sett á Þór. Thor Heyerdahl, sá frægi Norð maður, hefur sótt mormóna heim, og samkvæmt frétt boðar hann þeim það sem mormónar hafa löngum vitað, að þeir séu komnir I beinan karllegg frá Adam. Löngum hefur það verið nokkur gáta, og gat I trúvlsindum mormóna, hvernig þeir komust vesturtil Ameriku úr hinni bibliu- sögulegu vöggu mannkynsins við botn Miðjarðarhafs. En sæfarinn mikli hefur nú iétt af þeim öllu vingli út af sliku, þvi hann hefur sjálfur sannað, að hægt er með frumstæðu móti að sigla um heimshöfin, og telur hann þvi ekkert til fyrirstöðu að niðjar Adams hafi á sinum tima lagt út á hið bláa Miðjarðarhaf, boðið ránardætrum Atlanzhafs birj; inn, náð landi og stofnaö Adams- riki I Norður-Ameriku. Viröist ThorHeyerdahlgera viörcist eftir hégiljum, og sýnilega er farið að sneiöast um sönnunarsjóferöir hans, fyrst hann er byrjaöur að tala um sjóferðir útarfa Adam- ssona. Eirikur á Brúnum er fyrir iöngu búinn aö gera dæmið upp. Hann vildi ekkert hafa með Adam að gcra, sagði að Jcsú væri sinn frelsari, en hélt þó trú á skfrnar- ferðir Jóhannesar. Niðurdýfingin ein dugði til nafnfestu. Hvað upp- runa mormóna snerti mun hann hafa horfið á ný til hinnar almennu vitneskju um vist þeirra i austurhéruðum Bandarikjanna. Pllagrimsferð sina til Utah hófu þeir i Illinois. Þaö getur verið að beina þvi til manna, sem forustu hafa i þessum málum, hvort ekki væri ástæða til að veita meira fé til þess að græða sár landsins, er i yrðu vegna vegaframkvæmda. / Agúst Þorvaldsson (F) sagðist \ vilja taka undir það, sem sagt t hefði veriö um ofbeit. Það væri . t.d. augljóst, að sumir afréttir á i Suðurlandi væru ofbeittir. Þá \ sagöi Agúst m.a., að vegna um- t hleypingasamara tiðarfars » siðustu áratugi hefðu skemmdir ^ af völdum straumvatna aukizt. í Björn Pálsson (F) sagði, að ýms- / ar aðgerðir landgræðslumanna i hefðu verið nokkuð fálmkenndar. Þaö þýddi t.d. ekki að dreifa áburði yfir grjótmela uppi á öræf- um. Aö rækta grjót væri seinlegt verk. Vinna þyrfti með meiri hag- sýni að þessum málum. þeir séu komnir af Adam, en trú sina fengu þeir i formi vitrunar. Siðan gerðust þeir miklir frægöarmenn fyrir ferðina vestur yfir Bandaríkin. En af sjóferöum hafa þeir aldrei orðið frægir fyrr en nú. Kon-Tiki er að baki, Ra er lentur á strönd Suöur-Ameríku. Bækur hafa veriö skrifaðar og kenningar sannaðar. Brátt fer að sneiðast um flekaferöir yfir beimshöfin. Þó er ein eftir, og um hana verður skrifuð bók meö myndum. Það er siglingin i kjöl- far ættmenna Adants yfir Atlanzhafið. Aðeins er eftir að finna sannanir fyrir þviúr hverju flekinn var smiðaður i árdaga. En sú leit mun áreiöanlega bera árangur. Okkur grunar raunar nú þegar úr hverju flekinn veröur, sem smiða þarf fyrir Adams- feröina. Hann verður úr algeng- asta efninu sem fyrirfinnst i vöggu mannkynsins, enda skiptir norskan sjóreyfara engu, þótt hann i þetta sinn láti sig fljóta langa ferð á nökkva úr eyði- merkursandi. Svarthöfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.