Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 16
Norður-Vietnam og Þjóðfrelsisfylkingarmenn ofa að athuga friðar áætlunina NTB—Washington og Paris. Nixon forseti telur, að friðaráætlun hans hafi fengið nýja meiningu, þegar hann lagði til að fram færu frjálsar kosningar i landinu með þátttöku kommúnista. Á miðvikudag skýrði hann frá þvi, að hann væri fús til að leyfa N-Vietnam einnig að njóta góðs af endurreisnaráætluninni eftir stríðið. Sendinefndir N-Vietnam og þjóðfrelsis- hreyfingarinnar i Paris lofuðu að rannsaka friðar- áætlunina til hlitar, en ásökuðu Nixon jafnframt harðlega fyrir stuðning hans við stjórnina i Saigon. Nixon og Kissinger, ráðgjafi hans, telja, að tilboðið um frjálsar kosn- ingar muni hafa þau áhrif á N- Vietnama, að þeir taki alla áætlun- ina til endurskoðunar, en ljóst er, að tvö atriði þarf að leysa áður en hægt er að vænta árangurs i friðarumleit- ununum. Það er i fyrsta lagi, hvað átt sé við meö heimköllun banda- riskra hersveita. N-Vietnamar vilja að bað sé. að Bandarikjamenn hætti algjörlega að skipta sér af málum austur þar, leggi niöur alla styrki og leggi ekki til tæki. 1 öðru lagi er það krafa N-Vietnama um að Thieu forseti og stjórn hans fari frá völd- um. innar. Leiðtogi N-Vietnama, Xuam Thuy, sagði á eftir, að greinilegra væri nú en nokkru sinni, að Nixon ætlaði sér að hafa herinn áfram i S- Vietnam og styðja stjórnina þar. Hann lofaði þó, að áætlunin yrði tekin til gaumgæfilegrar athugunar. Nguyen van Tien, fulltrúi þjóð- frelsishreyfingarinnarj iofaði einnig að ihuga tillöguna. Samningafundirnir i Paris hafa nú staðið yfir i'þrjú ár, án þess að nokkurt einasta, umtalsvert sam- komulag hafi náðst. Nixon og leiötogar andstæöinganna á samningafundunum i Paris, Mai van Bo frá þjóöfrelsishreyfingunni og Xuám Thuy frá N-Vfetnam. — (UPI). Innan stjórnarinnar i Washington eru menn bjartsýnir á, að N- Vietnamar muni meö timanum fást til að ræða friöaráætlunina. Margir þingmenn efast um, að áætlunin muni leiöa til friöar I náinni framtið, eða hið óbeina tilboö um mikla efna- hagsaðstoð muni hafa nokkur áhrif á afstöðu N-Vietnama. Fundur samninganefndanna i Paris i gær var sá 142. siöan um- ræðurnar hófust. A fundinum skýrði leiötogi bandarisku nefndarinnar, Porter, innihald friðaráætlunar- NTB-Nyju Delili Mikil hersyning fór fram i Nýju Dehli a miðvikudag, og var opin iiert tilefni hennar 22 ára afma'li indverska lýðveldisins, en mól mæli gegn Pakistan og lögnuður yfir frelsun Bangladesh settu mestan svip á allt sem Iram fór Skriðdrekar, filar og hermenn fóru i mikilli l'ylkingu um götur, og munu mn milljón manns hala horft á. Tveir fangelsaðir prestar fái friðar- verðlaunin 1972 NTB—Stokkhólmi. Lagt hefur veriö til, aö tveir bandariskir prestar, sem nú sitja I fangelsi, fái friöar- veröiaun Nóbels áriö 1972. Þetta eru bræðurnir Daniel og Philip Berrigan, en þeir voru fangelsaöir vegna mótmæla sinna gegn striöinu i Vietnam og aö hafa bari/.t fyrir rétti einstakiingsins til aö gagn- rýna ríkisstjórnir. Þaö eru tveir sænskir þing- menn, sem lögðu tillöguna um verölaunaveitinguna fyrir Nóbelsnefndina,og segja þeir, að heimurinn þarfnist slikra manna á sama hátt og hann þarfnaðist eitt sinn verðlauna- hafanna Ossietzky, Luthuií og King. 1 fréttum frá Washington segir, að Daniel Berrigan verði látinn laus til reynslu I næsta mánuði, vegna heilsubrests. Bróðir hans er ákærður fyrir að hafa tekiö þátt i samsæri um að ræna Kissinger. 217 hafa nú fallið £ á Norður—Irlandi Tveir lögreglumenn skolnir i gœr NTB—Londonderry. Tveir N-irskir lögreglumenn voru skotnir til bana á fimmtudag. Þaö voru IRA-menn, sem skutu um 30 skotum úr vélbyssum á bll þeirra, án þess að þeim gæfist timi til aö svara skothriöinni.Nú hafa 217 manns látiö iifiö i óeiröunum á N-trlandi siöan I ágúst 1969. Fimm lögreglumann voru i bilnum, sem var i eftirlitsferð. Tveir sluppu ómeiddir, en einn fékk skot i fótinn. Af þeim 217, sem látið hafa lifið, eru 13 lög reglumenn og 53 hermenn. IRA virðist nú i auknum mæli beina hryðjuverkum sinum gegn lögreglunni. Arásin á fimmtu- dag var sú sjöunda á lögreglubfl á þremur dögum. Annar hinna látnu var 26 ára kaþólikki, en hinn tvitugur mótmælandi, sem hafði beðið um aö fá starfa i Londonderry, vegna þess, að unnusta hans býr þar. Beechcraft Queen Air. Það var sams konar vél og þessi, sem nauöienti á Isnum fyrir utan Narsassuaq. FLUGVELIN FUNDIN - FÓLKIÐ HEILT A HÚFI ÞÓ—Reykjavik. Leitarfiokkur fann Beechchraft flugvélina, sem týndist skammt frá Narsassuaq á Græniandi, um ellefu leitiö I gærmorgun. Voru flug- mennirnir, karl og kona, viö beztu heilsu, og eru þau núna I Nar- sassuaq. Vélin hafði lagt af stað frá Reykjavik kl. 10.33 i fyrramorgun og áætlaði hún aö lenda i Nar- sassuaq kl. 15.19 i fyrradag. Þegar vélin kom ekki fram á tilsettum tima, var þegar hafin leit að henni, en vegna dimmviðris og hvassviðris urðu leitarflokkar frá að snúa. Strax i birtingu i gærmorgun lögðu leitar- flokkar af stað til leitar, og flug- vélar hófu leit úr lofti. Stuttu eftir að leitin hófst i gærmorgun, fann leitarflokkur vélina og fólkið heilu og höldnu á ísnum, skammt frá Narsassuaq. Hafði vélin orðiö að nauðlenda á isnum skammt frá Is- röndinni. RUSSflR VILJA BÆTT SAMBAND VIÐ JflPAN NTB—Tókió. Sovétrikin og Japan komu sér saman um það á fimmtudag aö hcfja friöarviðræöur sin á milli fyrir áramótin næstu. Gromyko, utanrikisráöherra Sovétrlkjanna, og Fukuda. japanski utanrikis- ráðherrannj hafa undanfarna daga rætt saman, og birtu þeir sameiginlega yfirlýsingu um þetta. Þótt löndin hafi tekið upp stjórnmálasamband á ný eftir heimsstyrjöldina, árið 1965, hafa þau aldrei undirritað formlegan friðarsamning. Aðalhindrunin i vegi fyrir slikum samningi hefur verið deila um fjórar smáeyjar, sem Sovétmenn hertóku við lok striðsins. Japan hefur staðið fast á þvi, að eyjarnar eigi að af- hendast þeim, en Sovétmenn hafa jafnan neitað að ræða málið, þar til nú. Sovétrikin reyna nú að bæta sambúðina við Japan og er ástæöa þess talin vera sam- eiginlegar tilraunir Japans og Bandarikjanna til að bæta sam- búðina við Kina. Sovétrikin hafa óskað þess viö Japan, aö landið hjálpi til við að nýta náttúru- auðlindirnar i Slberiu. Enn samniga- fundir um Möltu NTB—Rómaborg. Dom Mintoff, forsætisráöherra Möltu, og Carrington lávaröur, varnarmálaráöherra Breta, munu í dag hefja aö nýju samn ingavipræöur sinar um her- stöövarnar á Möltu, eftir að upp úr slitnaöi i síöustu viku. Areiðanlegar heimildir telja, að fundurinn i dag geti haft úrslita- þýðingu i málinu. Allar hugsan- legar lausnir hafi nú verið bornar fram. Bæði Carrington og Mintoff komu til Rómar i gær. Þangað er einnig kominn Pablo Saksa, að- stoðarframkvæmdastjóri Nato, en hann mun einnig taka þátt i umræðunum. Nato og Bretland hafa i sam- einingu boðið Möltustjórn 14 milljónir punda i ársleigu fyrir stöðvarnar. Lengi var talið, að Mintoff myndi taka boðinu, en hann visaði þvi á bug og sagðist þurfa að fá peninga strax.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.